Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 56

Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 56
Drögum næst 10.ÍÚIÍ « HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þorsteinn Pálsson í heimsókn á Grænlandi Undirrit- *ar sjávar- útvegs- samning' ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra er í opinberri heim- sókn á Grænlandi út vikuna hjá starfsbróður sínum Heilmann Pavi- araq. Munu þeir undirrita samning um vilja til að auka samskipti land- anna á sviði sjávarútvegs. Ráðherrarnir ræða ýmis sameig- ^*ínleg mál á fundi sínum í dag, með- al annars um samstarf í svæða- stofnunum er snerta bæði löndin. Þá er ráðgert að ráðherrarnir riti undir almennan sjávarútvegssamn- ing landanna, en slíkur samningur greiðir fyrir auknum möguleikum á samstarfi. Munu í framhaldi af honum eiga sér stað viðræður um samstarf vegna karfa- og grálúðu- veiða. Með ráðherranum í fór eru Ari Edwald, aðstoðarmaður hans, og ~L"Ami Kolbeinsson ráðuneytisstjóri. Heimsóknin hófst í Nuuk, en ráð- herra og fylgdarlið hans héldu síð- an til norðurhluta landsins og munu dvelja m.a. í Jakobshavn. Morgunblaðið/RAX Hvassviðri og sólarleysi í vændum ÞAÐ rigndi á Reykvíkinga í gær, en næstu daga mun vætutíðin ein- skorðast við Norður- og Austur- land þegar allhvöss norðanátt mun ganga yfir alla landsmenn, ef spár Veðurstofunnar standast. Ekki viðrar því vel fyrir landsmót hesta- manna á Melgerðismelum, sem sjö til níu þúsund manns sækja. Að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings má búast við snjó- komu og slyddu á heiðum og til fjalla og má jafnvel búast við ófærð á norðurhluta hálendisins. Það er allmikil og dýpkandi lægð á leið austnorðaustur yfir landið sem veldur vætunni og vindinum. Fyrir næstu daga spáir Veður- stofan norðanátt um allt land og sólarlitlu veðri, en Sunnlendingar ættu að mestu leyti að sleppa við rigningu. Norðanlands er búist v:ð 4 til 8 stiga hita en hlýrra verður sunnanlands. Fyrsti hluti sjókvíar háhyrningsins Keiko sjósettur í Eyjum STEFÁN Martin situr á einu akkerinu, en þau vega átta tonn hvert. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FYRSTI hluti sjókvíar Keikos sjósettur í Vestmannaeyjahöfn í gær. Akkerin héldu áður kafbátagirðingum í seinna stríði FYRSTI hluti sjókvíar háhyrnings- ins Keikos var sjósettur í Vest- mannaeyjum í gær, en undanfarna daga hefur verið unnið af krafti við samsetningu kvíarinnar. Kvíin er sett saman á norðurkantinum í Vestmannaeyjahöfn og í gær var fyrsti hlutinn hffður út fyrir kant- inn. Sá hluti sem sjósettur var í gær vegur 14 tonn og verður hann settur við fast austur af kantinum. Ráðgert er að sjósetja fleiri eining- ar næstu daga, en síðan verða ein- ingarnar festar saman eftir að þær eru komnar á flot. í dag verður hafíst handa við að koma fyrir fjórum botnfestingum í Klettsvík sem halda munu kvínni, en hvert þessara akkera vegur átta tonn. Akkerin eru ættuð frá breska flotanum, sem notaði þau í Hvalfirði í seinni heimsstyijöld til að halda kafbátagirðingum og stórum herskipum. Að sögn Stef- áns Martin hjá köfunarfyrirtækinu Djúpmynd, sem hafði milligöngu um að útvega akkerin, hafði olíu- félagið Skeljungur eignast þau og geymt þau í sjó í Nauthólsvík í að minnsta kosti þijátíu ár. Djúp- mynd tók þau síðan upp síðastlið- inn vetur. „Þetta hreyfist aldrei eftir að það verður komið hér nið- ur,“ segir Stefán. Dýpkun í Klettsvík er lokið þannig að hægt verður að koma kvínni fyrir þar um leið og sam- setningu hennar lýkur. Minna selt á fískmörkuðunum fyrstu 6 mánuðina Aflaverðmæti um 300 m.kr. meira en í fyrra Á FYRSTU 6 mánuðum ársins voru seld um 62.500 tonn á fisk- mörkuðum hérlendis að verðmæti um 5,6 milljarðar króna. Það er um 10.000 tonnum minna magn er selt var á mörkuðunum á sama tíma á síðasta ári en verðmæti þess er engu að síður um 300 milljónum króna meira en í fyrra. Mest var selt hjá Fiskmarkaði Suðurnesja á fyrri helmingi ársins líkt og undanfarin ár eða alls um 18.222 tonn. Það er nokkuð minna en á sama tíma síðasta árs en verðmæt- ið samt sem áður meira. Fiskverð hefur verið mun hærra það sem af er árinu, samanborið við síðasta ár. Sem dæmi má nefna að meðalverð á þorski á fyrstu 6 mánuðum ársins hjá Fiskmarkaði Suðurnesja vai' rúmar 104 krónur sem er 15% hærra verð en á sama tímabili 1997. Verð á ýsu hefur hækkað nokkuð meira og var sama tímabili um 20% hærra samanborið við síðasta ár. Þá var fiskverð í júnímánuði einnig mun hærra í samanburði við sama mánuð í fyrra. Að meðaltali fengust þá tæp- ar 112 kr. fyrir þorskkílóið eða um 22% hærra verð en í júní í fyrra. Á sama hátt var verð á ýsu um 38% hærra á sama tíma. Þrír fiskmarkaðir sameinast Um síðustu mánaðamót voru þrír fiskmarkaðir á Suðvesturlandi sam- einaðir undir merkjum Faxamark- aðarins hf. í Reykjavík. Þetta eru Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði, Faxamarkaðurinn hf. í Reykjavík og Skagamarkaðurinn hf. á Ákra- nesi. Að sögn Olafs B. Olafssonar, framkvæmdastjóra Faxamarkaðar- ins hf., er með sameiningunni verið að mæta þeirri þróun sem átt hefur sér stað í útgerðarmynstri lands- manna á síðustu árum og þannig stefnt að aukinni hagræðingu í rekstri markaðanna. Hann segir að ekki verði gerðar miklar breytingar á rekstri markaðanna. ■ Minna selt/Cl ■ Þrír fiskmarkaðir/C2 í bíó að næturlagi SAMBÍÓIN munu standa fyrir sýningum allan sólarhringinn á myndinni Armageddon eða Ragnarökum næstkomandi fóstudag. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er fullyrt að þetta sé í fyrsta skipti sem Islending- um gefst færi á að fara í bíó að næturlagi og í morgunsárið. Kvikmyndin, sem verður frumsýnd á fóstudag í sjö söl- um Sambíóanna í Reykjavík, auk Borgarbíós á Akureyri, var frumsýnd í Bandaríkjunum hinn 1. júlí. Á íostudaginn verða sýningar í Bíóborginni við Snorrabraut á þriggja klukkustunda fresti frá klukkan 17 og til 12 á hádegi á laugardag. Sambíóin hyggj- ast hafa sérstaka öryggisgæslu í Bíóborginni þessa nótt til að tryggja að allt fari vel fram. Saksóknari í Noregi um mál skipstjóra og útgerðar Sigurðar VE Áfrýjar til Hæsta- rettar Noregs SAKSÓKNARI í Noregi hefur áfrýjað Sigurðarmálinu svokallaða til Hæstaréttar Noregs. Málið verður þó ekki tekið fyrir fyrr en nefnd á vegum Hæstaréttar hefur tekið ákvörðun um hvort málið fari fyrir réttinn eða ekki. í síðasta mánuði sýknaði áfrýj- unarréttur í Hálogalandi bæði skipstjóra og útgerð Sigurðar VE af því að hafa vanrækt tilkynn- ingaskyldu varðandi komu og brottfarir, í og úr lögsögunni við Jan Mayen, og einnig af því að hafa fært ranglega í afladagbæk- ur. Friðrik Arngrímsson, lögmaður útgerðar Sigurðar, segir það vera vonbrigði að ekki var látið sitja við niðurstöðu áfrýjunarréttar en seg- ist trúa því að góð niðurstaða fáist ef málið verður tekið fyrir. „Næsta skref er að koma sjónar- miðum okkar til nefndarinnar en báðir aðilar hafa rétt á því. Við vit- um ekkert um hvenær hún síðan ákveður um framhaldið og þangað til er málið í biðstöðu,“ sagði Frið- rik. Sigurður Einarsson, útgerðar- maður Sigurðar, sagðist vonsvikinn yfir áfrýjuninni. „Eg ræð ekkert við þetta, en ég hefði kosið að nið- urstaðan sem liggur fyrir hefði fengið að standa. Eg vona bara að ef þetta verður tekið upp þá verði fyrri niðurstaða staðfest,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.