Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 41 FRÉTTIR Lánasjóður landbúnaðarins 1. verðlaun í hug- myndasamkeppni GUÐRÚN J. de Fontenay í Hafn- arfirði fékk fyrstu verðlaun í hug- myndasamkeppni um merki fyrir Lánasjóð landbúnaðarins. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera til- lögu Guðrúnar að merki fyrir sjóðinn. Lánasjóðurinn fékk 40 tillögur að merki frá tólf aðilum. Að feng- inni umsögn fagfólks valdi stjórn sjóðsins þijár bestu tillögurnar. Guðrún hlaut fyrstu verðlaun, Birgir Björnsson í Reykjavík fékk 2. verðlaun og Eiríkur Brynjólfs- son í Vínlandi fékk 3. verðlaun. Merki sjóðsins, samkvæmt til- lögu Guðrúnar J. de Fontenay, birtist hér með. Ættarmót Gunnlaugs- staðaættar ÆTTARMÓT afkomenda Jóns Þór- ólfs Jónssonar og Jófríðar Asmunds- dóttur verður haldið helgina 24.-25. júlí á Þórisstöðum í Hvalfirði. Þau hjónin bjuggu á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum frá árinu 1902 til dauðadags. Þau eignuðust 16 börn og afkomendur þein-a eru nú ríflega 300. Skipulögð dagskrá hefst á laugar- deginum. Nánari upplýsingar veitir Þórdfs Wiencke. HJÓNIN Jón Þórólfur Jónsson og Jófríður Asmundsdóttir. Ssmanburður á f|ðld* frétlavlðtafs f Hlklaijónvarpfnu vfð Inglbjörgu Sólrúnu Gfsladótfur cg Árna Slgfússon koaningavsfurfnn 97-98 Samanburður á fjðkfa fráftaviðtala f Rfklaútvarplnu vfð Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur sg Áma Slgfússon koanlngavaturlnn 97-98 ÚtonptUifi* * *ww*l**to***> M, 1220 • ftfónv*fp*U6tiít A **j#**s tðvúr <v W 2Ú-00 • **-**«*» UvyvpHiSí.tfjriAtmiktbSO iL.L.nu.J Segja fréttastofunni hafa verið beitt í þágu R-listans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sjálfstæðisflokknum: „Á undanförnum vikum hefur umfjöllun fréttastofa Ríkisútvarps- ins, hljóðvarps og sjónvarps, um borgarstjórnarkosningamar í Reykjavík í maí sl. verið rædd mikið bæði á opinberum vettvangi og í út- varpinu. Laugardaginn 4. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir starfsmann Reykjavíkurborgar þar sem reynt er að bera blak af ríkis- fréttastofunum í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá að báðar fréttastofur Ríkisútvarpsins höfðu mánuðum saman með kerfis- bundnum hætti mismunað borgar- stjórnarframboðum R-listans og Sjálfstæðisflokksins. Þetta sýna hjálagðar myndir glöggt. Leiðtogar meirihluta og minnihluta í borgar- stjórn em aðaltalsmenn framboða og flokka sinna. Yfirlit yfir viðtöl við leiðtogana í fréttatímum Ríkisút- varpsins gefur því gleggstu mynd- ina af því hvernig þessum tveim fréttastofum hefur grímulaust verið beitt í þágu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og R-listans. Það tíma- bil sem er hér til skoðunar sýnir að leiðtogi R-listans kemur meira en tvöfalt oftar fram í fréttum Ríkisút- varpsins en leiðtogi borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, Árni Sigfússon. Þess er síðan gætt að í maímánuði, kosningamánuðinum sjálfum, sé nánast jafnvægi milli leiðtoganna tveggja enda var þá ár- angri mismununar kjörtímabilsins náð. Hjálagt eru myndir sem sýna hversu oft var rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Sig- fússon í fréttatímum Ríkissjón- varpsins í september 1997 til maí 1998, kosningaveturinn, svo og hvar í röð frétta viðtölin voru. Upplýsing- ar þessar erú úr fjölmiðlakönnun Miðlunar.“ Ljósmynd/Magnús Ver VESTFJARÐAVÍKINGURINN Reginn Vaagdal og sterkasti maður íslands 1998, Gunnar Þór Guðjónsson. Gunnar Þór sterkasti maður Islands GSM í Hval- fjarðar- göngunum LANDSÍMINN mun bjóða upp á GSM-þjónustu í Hvalfjarðar- göngunum. Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp þann búnað sem til þarf svo samband í þeim verði gott. Um tímafrekt verkefni er að ræða og þarf m.a. nýjan hátæknibún- að sem ekki þarf að nota við uppsetningu GSM-þjónustu of- anjarðar. Vinna við göngin hefur gengið vel og þau verða opnuð fyrr en áætlað var. Uppsetningu GSM- þjónustunnar seinkar því lítil- lega þar sem endurvarpar sem setja þarf í göngin verða ekki komnir upp þegar umferð um þau verður leyfð. Um sérhæfðan búnað er að ræða og afhendingu frá framleiðanda seinkar frá því sem áður var gert ráð fyrir. GSM-samband verður þó komið fljótlega eftir að göngin verða opnuð, segir í fréttatilkynningu frá Landsímanum. Helgardag- skrá þjöð- garðsins á Þingvöllum STAÐARHALDARI og land- verðir á Þingvöllum bjóða um helgina upp á gönguferðir og barnastund. Hefst dagskráin kl. 11 með barnastund við þjónustu- miðstöðina. Kl. 14 hefst Lög- bergsganga þar sem gengið verður fram hjá hringsjá á Haki um þingstað í fylgd Heimis Steinssonar og endað í Þing- vallakirkju. Kl. 15 verður svo AFLRAUNAKEPPNIN Vest- fjarðavíkingurinn, sem jafnframt var keppni um titilinn Sterkasti maður Islands, var haldin á nokkrum stöðum á Vestfjörðum dagana 2., 3. og 4. júlí. Urslit urðu þessi: I 1. sæti var Regin Vaagadal, Færeyjum með 56 stig. 2. sæti Gunnar Þór Guðjónsson, búsettur í Danmörku með 52,5 stig. 3. sæti var Torfi Ólafsson, Akureyri með 51,5 stig. 4. sæti Auðunn Jónsson, Kópavogi, 48 stig, 5. sæti Unnar Garðarsson, Reykjavík, með 40,5 stig, 6. sæti Vilhjálmur Hauksson, gengið frá Flosagjá í Skógarkoti. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 14 með messu í Þingvallakirkju og mun staðarhaldari taka á móti gestum kl. 15 og litast um af lýð- Reykjavík, með 30,5 stig. 7. sæti Svavar Einarsson, Reykjavík, 25 stig í 8. sæti var Jens Fylkisson, ísafirði, með 20 stig. Reginn Vaagdal vann titilinn Vestfjarðavíkingur 1998, en Gunnar Þór Ólafsson vann titil- inn Sterkasti maður Isiands og sá titill veitir Gunnari Þór þátt- tökurétt í keppninni Sterkasti maður heims 1998 og Torfi Ólafsson fær einnig þann þátt- tökurétt. Dómari á mótinu var fjórum sinnum sterkasti maður heims, Magnús Ver Magnússon. veldisreit og verður gengið frá þjónustumiðstöð um gjár og sprungur að Öxarárfossi. Þátttaka á dagskrá þjóðgarðs- ins er ókeypis. Harma ár- sögn ungliða úr Alþýðu- bandalaginu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Verðandi, samtökum ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra: „Stjórn Verðandi fagnar ákvörðun aukalandsfundar Al- þýðubandalagsins um að stefnt skuli að sameiginlegu framboði Alþýðubandalags, Aþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og ann- arra félagshyggjuafla í öllum kjör- dæmum landsins í næstu kosning- um til Alþingis. Stjórn Verðandi mótmælir því harðlega að Aþýðubandalagið sé að færast til hægri og lýsir yfir furðu sinni á tali um nýtt „vinstra“ framboð. Slíkt framboð yrði ein- ungis til þess að sundra vinstri mönnum einmitt nú þegar eitt sameinað afl jafnaðar- og félags- hyggjufólks á íslandi er í augn- sýn. Stjórn Verðandi lýsir yfir full- um stuðningi við Margréti Frímannsdóttur, formann Alþýðu- bandalagsins. Hún hefur sýnt mikla forystuhæfileika á undan- fórnum mánuðum og er verðugur forystumaður sameiginlegs fram- boðs. Stjórn Verðandi undirstrikar að ungliðahreyfmg Alþýðubanda- lagsins hefur verið mjög einhuga í stuðningi sínum við sameiginlegt framboð og má í því tilliti vísa í stjórnmálaályktun síðasta lands- fundar Verðandi þar sem segir eftirfarandi: „I síðustu kosning- um bauð Alþýðubandalagið kjós- endum upp á vinstra vor. Það gekk til kosninga með heildstæða og góða stefnu í efnahagsmálum. Það var bara ekki nóg. Kjósendur refsuðu félagshyggjuöflunum fyr- ir samstöðuleysi sitt og kusu yfir sig kaldan vetur afturhaldsins. Enn á ný tókst Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum að deila og drottna. Göngum ekki í sömu gildruna aftur. Stöndum saman og bjóðum Islendingum upp á sameiginlegt framboð félags- hyggjufólks í næstu alþingiskosn- ingum.“ Stjórn Verðandi harmar að nokkrir ungliðar hafi sagt sig úr Alþýðubandalaginu. Stjórnin vill þakka þeim samstarfið og vonast til að leiðir liggi saman á ný þó síðar verði. Samþykkt á stjómarfundi Verðandi þann 9. júlí 1998.“ Kvartett Hauks Grön- dal á Jóm- frtínni SJÖTTU sumardjasstónleikar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu verða laugardaginn 11. júlí kl. 16-18. Að þessu sinni leika Haukur Gröndal á altó saxa- fón, Árni Heiðai' Karlsson á píanó, Ólafur Stolsenwald á bassa og Steingrímur Óli Sigurðarson á trommur. Tónleikamir verða á Jómfrúr- torginu, milli Lækjargötu, Póst- hússtrætis og Austurstrætis, ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Átthagafélag Héraðsmanna ÁTTHAGAFÉLAG Héraðs- manna býður upp á dagsferð í Borgarfjörð sunnudaginn 12. júlí. Lagt verður af stað frá BSÍ (aust- anverðu) kl. 10 og ekið um Hval- fjarðargöngin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.