Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 47 ÞÓRARINN ODDSSON + Þórarinn Odds- son var fæddur á Þrándarstöðum í Síðuþingá í N-Múla- sýslu hinn 5. októ- ber 1914. Hann lést 5. júlí síðastliðinn. Móðir hans var Anna Sveinsdóttir sem nú er látin og faðir hans var Odd- ur Gíslason sem varð úti ungur mað- ur. Systkini Þórar- ins voru: Sigríður Oddsdóttir og Jónína Aðalheiður Oddsdóttir sem lést 1927, 11 ára gömul. Þórarinn kvæntist Guðrúnu Andrésdóttur árið 1949 en þau slitu samvistum. Þórarinn átti eina fósturdóttur, Eddu Dag- bjartsdóttur. Eiginmaður henn- ar er Jón Haraldsson. Þeirra börn eru: Hrannar Jónsson og Helga Jónsdóttir. títförin hefur farið fram. Ég get ekki látið hjá líða að senda kveðju til frænda míns og vinar Þórarins Oddssonar. Tóti var ekki mikið gefínn fyrir að tala um sjálfan sig eða gorta af afrekum sínum sem voru þó allmörg á langri ævi. Ég ætla því að leyfa mér að gorta af því að hafa átt hann fyrir frænda og rifja upp það litla sem mér tókst að komast að um hann, þótt frá öðrum sé komið. Tólf ára gamall gerðist hann full- gildur sjómaður á róðrarbáti og þá varð ekki aftur snúið, sjómaður skyldi hann vera. Þessi tólf ára drengur gaf þeim fullhörðnuðu ekk- ert eftir og ofreyndi sig svo að hann var rúmfastur í heilt ár á eftir. Hann reis upp úr þeirri legu og var nú tilbúinn í hvað sem var. Mili tví- tugs og þrítugs var Tóti orðinn skipstjóri á línu- og netabátum og þótti sjósæknari en flestir eldri og reyndari skipstjórar, og ég hef heyrt að komið hafi fyrir að aðrir töldu sér ekki fært að róa í þeim veðrum sem hann kallaði brælu. Á stríðsárunum var bandaríska strandgæsluskipinu Alexander Ha- milton sökkt þar sem það var við gæslustörf við Islandsstrendur, og þá sem ungum skipstjóra og af- burða hraustmenni tókst honum og áhöfn hans og tveimur öðrum áhöfnum af fiskibátum, að bjarga 35 sjóliðum af þessu skipi við ótrúleg- ustu aðstæður, enda heiðraður af bandaríska ríkinu fimmtíu árum seinna við mikla athöfn hér á landi. Þegar kom að þeim tímamótum á sjómannsferli Tóta að áræðið var ekki lengur meira en hjá öðrum fór hann að vinna í landi, hann lagði net fyrir ýmsar útgerðir og þótti ham- hleypa til vinnu að því að mér er sagt. Hans síðustu vinnuveitendur voru eigendur Aðalbjargar sf. og hélt hann tryggð við þá eftir að hann hætti störfum. Hans mesta upplifun nú síðustu ár var að renna í kaffi i útgerðina vestur á Granda. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir hversu góðir vinir þeir reyndust honum. Tóti kvæntist Guðrúnu Andrés- dóttur árið 1949 og ól upp fóstur- dóttur, Eddu Dagbjartsdóttur. Barnabörnin eru tvö: Hrannar, sem hann kenndi allt um veiðar á stöng og Helga, sem hann hafði einnig mikið dálæti á. Guðrún lést fyrir all- mörgum árum. Tóti minn, þú kenndir mér margt. Fórst með mig í sund, kenndir mér að reikna, fórst með mig í róðra og ætlaðir að gera úr mér sjómann, en þar sem ég hafði ekki þína eigin- leika, sendir þú mig aftur í land. Þú reyndir að herða mig á allan hátt. Ég ieit á þig sem fyrirmynd mína og leit upp til þín. Þú reyndist mér alltaf vinur. Nú þegar þú ert farinn héðan, á ný mið, votta ég fjölskyldu þinni samúð mína. Missir þeirra er mikill. Þinn frændi Baldur Oddsson. SMÁAllGLÝSIMGAR FÉLA6SLÍF Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Kvöldvaka í umsjá Gistiheimilisins. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H . Sími 562 0200 llIIIIXIITll Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. ATVINNU AUGLY SINGA ÖLFU S HREPPUR Leikskólakennarar óskast að leikskólanum Bergheimum, Þorlákshöfn Ölfushreppur auglýsir eftir leikskólakennurum eða öðrum uppeldismenntuðum starfsmönn- um til starfa á leikskólanum Bergheimum Þor- lákshöfn. Leikskólinn Bergheimar er í dag 3ja deilda leikskóli og nýlega voru teknar í notkun tvær deildir, um 210 fm. Þorlákshöfn er vel í sveit sett á þéttbýlasta svæði Suðurlands í aðeins 50 km fjarlægð frá Reykjavík. l'búar eru um 1300. Á staðnum er einset- inn góður skóli, skólaathvarf, gott íþróttahús, sundlaug o.fl. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis. Allar frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri Ölfushrepps í síma 483 3800 eða leikskólastjóri í síma 483 3462. Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2,815 Þorlákshöfn, fyrir 1. ágúst nk. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Bandalaq háskólamanna Framkvæmdastjóri Bandalag háskólamanna óskar að ráða fram- kvæmdastjóra til starfa í 100% starf hið fyrsta. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila á afgreiðslu Morgun- blaðsins í umslagi merktu „BHM 1998". Óllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur ertil og með 23. júlí 1998. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Blaðbera vantar á Aragötu í vesturbæ ^ | Upplýsingar í síma 569 1122 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 52.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Starfsfólk óskast Okkurvantarstarfsfólkí umönnun, morgun- og kvöldvaktir, bæði í heilsdags- og hlutastörf. Einnig vantar starfsfólk í ræstingar, vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Nánari upplýsingar veittar í síma 552 6222, frá kl. 8.30-12.30. Starfsmannastjóri. Grunnskólinn Laugum Skólastjóri Staða skólastjóra við Grunnskólann að Laug- um í Dalasýslu er laus til umsóknar. I skólanum eru um 50 nemendur í 1.— 10. bekk. Umsókn- arfrestur er til 29. júlí 1998. Nánari uppiýsingar gefur Kristján Gíslason í síma: vs. 434 1262, hs. 434 1269 eða 898 4569, og oddvitar í síma: 434 1548 eða 434 1130 eftir kl. 19.00. Dalasýsla er tæplega 900 manna héraö vel í sveit sett, í 150 km fjar- lægö frá Reykjavík (um Hvalfjarðargöng). Grunnskólinn að Laugum er heimavistarskóli rekinn af Dalabyggð og Saurbæjarhreppi. Skólinn býr við góðan húsa- og tækjakost, m.a. er nýtt íþróttahús og sundlaug, einnig er tónlistarskóli á staðnum. I Dölunum drýpur sagan af hverju strái og unnið er að metnarfullum verkefnum í tengslum við hátíða- höld áriö 2000 vegna landafunda Leifs heppna í Ameríku. Umsóknirsendisttil skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardalur. Höfn-Hornafirði Blaðberi óskast í sumarafleysingar. ^ I Upplýsingar í síma 478 1786, Ólafía Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 52.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. R A Ð A U G L V S 1 í 1 ISI G A HÚSNÆÐI ÓSKAST FÉLAGSSTARF ATVININIUHÚSNÆÐI íbúð óskast AFA JCDeuaux ísland ehf. óskar eftir stórri og góðri íbúð eða raðhúsi með að minnsta kosti tveimur svefnherbergjum, til langtímaleigu fyrir framkvæmdastjóra sinn, sem fyrst. Æskileg staðsetning er miðsvæðis í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 562 4243 á skrifstofutíma. HEIMDALLUR Fundur um framtíð ríkisbankanna í kvöld heldur Heimdallur fund um framtið ríkisbankanna og ber yfir- skriftina „Á að selja ríkisbankana?". Framsögumenn verða alþingismennirnir Pétur Blöndal og Steingrímur J. Sigfússon, og BirgirÁrmannsson lögfræðingur Verslunarráðs íslands. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er haldinn á efri hæð Kaffi Reykjavíkur. Verslunarhúsnæði til leigu Ca 145 m2 nýlegt og gott verslunarhúsnæði til leigu ÍVegmúla. Upplýsingar gefur Þórhallur í síma 561 7195. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.