Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Knattspyma 1. deild karla Þór Ak. - KVA......................0:0 Skallagrímur - KA .................2:1 Hjörtur Hjartarson (70.), Þórhallur Jónsson (89.) - Ásgeir Ásgeirsson (15.). 2. deild karla Víðir - Reynir.....................3:2 Grétar Einarsson, Goran Lukic, Kári Jóns- son - Sigurður Valur Amason 2. ■ Víðir hefur unnið alla tíu leiki sína í deild- arkeppninni í sumar. 3. deild karla A-riðill: Bruni - Afturelding ...............1:0 Golf Opna breska meistaramótið Árangur keppenda eftir fyrsta keppnisdag af fjórum á Birkdale-vellinum, sem er par 70. Kylfingarnir eru breskir nema annað sé tekið fram. 65 - John Huston, Bandar., Tiger Woods, Bandar. 66 - Nick Price, Zimbabwe, Fred Couples, Bandar., Loren Roberts, Bandar.. 67 - Fredrik Jacobson, Svíþj., Brad Faxon, Bandar., Davis Love, Bandar., Vijay Singh, Fiji-eyjum, Robert Ailenby, Ástralíu. 68 - David Howell, Stephen Ames, Trínidad, Bob Tway, Bandar., Jesper Parnevik, Svíþj. Greg Turaer, N-Sjál., Philip Walton, Thom- as Bjorn, Danm., Raymond Russell, Brian Watts, Bandar., Andrew Coltart. 69 - Gary Evans, Sam Torrance, Mark Calcavecchia, Bandar., Peter Baker, Sergio Garcia, Spáni, Frankie Minoza, Filippseyj- um, Steen Tinning, Danm. 70 - Didier de Vooght, Belgíu, Steve Stricker, Bandar., Brandt Jobe, Bandar., Kelichiro Fukabori, Japan, J.P.Hayes, Bandar., Jim Furyk, Bandar., Larry Mize, Bandar., Grant Dodd, Ástralíu, Kyoung Ju- Choi, S-Kóreu, Bob May, Bandar., David Duval, Bandar., Shigeki Maruyama, Japan, Santiago Luna, Spáni, Michael Long, N- Sjrl. 71 - Joakim Haeggman, Svíþj., Toru Tanig- uchi, Japan, Stewart Cink, Bandar., Lee Westwood, Mark Brooks, Bandar., Eduardo Romero, Argentínu, Peter O’Malley, Ástral- íu, Gordon Brand jnr, David Carter, Carlos Franco, Paragvæ, Ignacio Garrido, Spáni, Sandy Lyle, Yoshinori Mizumaki, Japan, Payne Stewart, Bandar., Greg Chalmers, Ástralíu, Tom Lehman, Bandar., Mark James, Phil Mickleson, Bandar., Peter Seni- or, Ástralíu, Richard Bland. 72 - Scott Dunlap, Bandar., Patrik Sjoland, Svíþj., Kazuhiro Hosokawa, Japan, Billy Mayfair, Bandar., Robert Karlsson, Svíþj., Bob Estes, Bandar., Barry Lane, Stephen Allan, Ástralíu, Paul McGinley, David Frost, S-Afr., Robert Giles, Andrew Clapp, Brian Davis, Phillip Price, Naomichi Ozaki, Japan, Mark O’Meara, Bandar., Nick Faldo, Lee Janzen, Bandar., Ian Woosnam, Tom Kite, Bandar., Eraie Els, S-Afr., Costantino Rocca, Italíu, Derrick Cooper, Andrew McLardy, S-Afr., Justin Rose, John Lovell. Fijálsíþróttir Stigamót í Nice Helstu úrslit: 3.000 m hlaup kvenna (mín.): 1. Zohra Ouaziz, Marokkó.........8.28,66 2. Sonia O’Sullivan, írl..........8.28,82 3. Gete Wami, Eþíópíu.............8.33,84 3.000 m hindrunarhlaup karla (mín.): 1. Beraard Barmasai, Kenýa.......8.01,53 2. John Kosgei, Kenýa............8.09,08 3. Hicham Bouaouiche, Marokkó ... .8.10,10 ■ Tími Barmasai er besti tími ársins. Míluhlaup karla (mín.): 1. Hicham E1 Guerrouj, Marokkó .. .3.44,60 2. Laban Rotich, Kenýa ..........3.51,02 3. Anthony Whiteman, Bretl........3.51,90 ■ Tími E1 Guerrouj er annar besti tími sög- unnar. 100 m hlaup karla (sek.): 1. Frankie Fredericks, Namibíu ....10,00 2. Tony McCall, Bandar.............10,10 3. Tim Montgomery, Bandar..........10,20 Hástökk karla: 1. Javier Sotomayor, Kúbu........2,34 m 2. Charles Austin, Bandar.........2,30 m 3. Steinar Hoen, Noregi...........2,28 m Hjólreiðar Frakklandskeppnin Staðan eftir fimmta legg. Töludálkurinn hjá keppendum í 2. til 8. sæti sýna hversu mörg- um sekúndum þeir eru á eftir O’Grady. 1. Stuart O’Grady, Ástralíu .. .25:02.18 klst. 2. George Hincapie, Bandar...........7 3. Bo Hamburger, Danmörku............11 Öm Ævar setti vailarmet Örn Ævar Hjartarson setti vallarmet af hvítum teigum á öðrum hring í meistaramóti GS í gær - lék völlinn á 67 höggum. Úlfar Jónsson átti gamla metið, 68 högg, frá 6. september 1987. í kvöld Knattspyrna 2. deild karla: Húsavík: Völsungur - Selfoss..20 Þorlákshöfn: Ægir - Dalvík ...20 3. deild: Akranes: Bruni - UMFA ........20 Grýlurvöllur: Hamar - KFR.....20 Njarðvík: Njarðvík - Óðinn ...20 Hofsós: Neisti H - Hvöt.......20 Krossmúlavöllur: HSÞ b - Magni .20 Fáskrúðsfj.: Leiknir F - Neisti D .20 Seyðisfjörður: Huginn - Höttur .. .20 1. deiid kvenna: Akureyri: ÍBA - Tindastóll........20 GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMÓTIÐ Bati Hustons BANDARÍKJAMAÐURINN John Huston, sem deilir for- ystunni í Opna breska mótinu með Tiger Woods, hefur átt við langvarandi veikindi að stríða, en virðist hafa fengið réttu meðferðina við þeim, því hann hefur náð sér á strik að nýju eftir að hafa leikið illa í um tvö ár. Sjúkdómseinkenni Hu- stons voru þau að blóðið rann of hægt um æðarnar í fótun- um. Meðferðin sem hann hlaut telst heldur óvenjuleg, en hann gengur t.d. um með „segulmögnuð“ innleg í skón- um sínum. „Læknar segja mér að þau hjálpi til við að auka blóðflæðið í fótunum. Eg veit ekki hvað skal segja, en mér líður alténd betur,“ segir Huston. Þegar ég vaknaði á morgnana á síðasta ári hafði ég hreinlega ekki áhuga á að fara á golfvöllinn," bætti hann við. Huston hafði leikið í heilan áratug á bandarísku PGA- mótaröðinni við góðan orðstír en féll niður í 141. sæti í fyrra. Hann hefur þegar sigr- að á einu móti í ár, Opna Hawaii-mótinu, og setti met er hann lék á 28 höggum und- ir pari. Reuters BANDARÍKJAMAÐURINN Tiger Woods og landi hans, John Huston, eru efstir eftir fyrsta keppnisdag á Opna breska mótinu. Leikur Woods gekk þó ekki hnökralaust fyrir sig, eins og myndin ber með sér. Á henni leitar töframaðurinn ungi að bolta sínum, en fær aðstoð frá Svíanum Per-Ulrik Johansson. Woods og Huston viðhalda hefðinni TIGER Woods virðist reiðubúinn til að sigra á stórmóti í annað sinn á stuttum ferli sínum sem atvinnu- maður. Hann er efstur eftir fyrsta keppnisdag í Opna breska meistara- mótinu í golfí ásamt John Huston. Þeir léku báðir á 65 höggum, fímm höggum undir pari, við lgöraðstæð- ur á konunglega Birkdale-vellinum í Southport á norðanverðu Englandi. Bandaríkjamennimir tveir hafa eins höggs forskot á landa sína, Fred Couples og Loren Roberts auk Nicks Price frá Zimbabwe. Birkdale er því áfram yfirráðasvæði aðkomumanna, en enginn Evrópu- búi hefur hampað silfurkönnunni, sigurlaunum mótsins, á þessum velli. „Ég lék mjög vel. Teighögg mín voru góð og ég setti mörg góð pútt ofan í,“ sagði Woods, sem lék átj- ándu brautina á skolla og misnotaði þannig upplagt tækifæri til að vera einn í forystunni eftir fyrsta hring. Leik Hustons lauk með öðrum hætti, en hann lék sautjándu holuna á erni og þá átjándu á fugli. Þó Woods sé efstur á heimslistan- um, segist hann enn vera að læra að leika golf. „Golf er eilífur lærdómur. Ég er enn að læra að stjórna flugi boltans og að slá ýmis sjaldgæf högg. Þegar allt kemur til alls, er ég ánægður með framfarir mínar,“ segir Woods, en margir eni þeirrar skoðunar að Woods hafi frekar farið aftur eftir að hann sigraði í banda- rísku meistarakeppninni [Masters] í apríl 1997. Leikur hans í gær varð þó til þess að veðbankar í Bretlandi breyttu lík- indareikningi sínum á því að Woods stæði uppi sem sigurvegari á sunnu- dag. Fyrir mótið voru líkumar á sigri hans einn gegn tíu, samkvæmt töflu frá veðbanka Williams Hill, en nú eru þær einn gegn þremur. Hverfandi líkur eru á því að Breti fagni loks sigri á Birkdale. Þó er hugsanlegt að heimamenn færist í aukana ef veðrið versnar, en veður- spá gefur til kynna „íslenskt“ slag- viðri muni ríkja á norðanverðu Englandi um helgina. Lee Westwood, helsta von heimamanna, lék á 71 höggi, einu höggi yfir pari, en David Howell og David Coltart eru efstii' Bretanna í mótinu, en þeir léku báðir á 68 höggum í gær. Ragnhildur fékk níu fugia Ragnhildur Sigurðardóttir, kylfingur úr GR, fékk níu fugla er hún lék Korpúlfs- staðavöll á 74 högguin á meistaramóti GR í gær. Helsta ástæða þess að Ragnhildur lék á tveimur höggum yfir pari þrátt fyr- ir þennan glæsta árangur er sú að liún lék fjórðu holuna, sem er par 4, á tíu höggum. Hún lék fjórar holur á pari, þrjár liolur á skolla og eina holu á skramba, eða tveimur höggum yfir pari. Helgi Jónas til Hollands? HELGI Jónas Guðfinnsson, körfuknatt- leiksmaður úr Grindavík, er líklega á ieiðinni til hollenska liðsins Donar, sem Herbert Arnarson lék með ekki alls fyrir löngu. Þetta kom fram í fréttum StÖðvar 2 í gærkvöldi. Helgi Jónas var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síð- astliðinn vetur. Síðbúið sigurmark Skallagríms Skallagrímur vann nauman sigur á KA í Borgarnesi í gærkvöldi, 2:1, en heimamenn gerðu sigurmarkið á 89. mínútu. KA-menn Frá komust þó yfir á 15. Eyjólfi Torfa mínútu með marki Ás- Geirssyni geirs Ásgeirssonar, en hann skallaði í markið eftir góða sendingu frá Jóhanni Traustasyni. Lítið gerðist það sem eft- ir var af fyrri hálfleik. Guðlaugur Rafnsson, leikmaður Skallagríms, fékk þó dauðafæri tveimur metrum frá marki en skaut beint í fangið á Eggerti Sigmundssyni, markverði KA. I síðari hálfleik gerðist fátt mark- vert fyrr en á 70. mínútu. Þá var dæmd vítaspyrna á KA fyrir brot og Hjörtur Hjartarson skoraði úr henni af öryggi - jafnaði metin fyrir heimamenn. Borgnesingar létu sér það ekki nægja, heldur gerðu þeir sigurmarkið á 89. mínútu. Valdimar Sigurðsson tók hornspyrnu og Pétur Rúnar Grétars- son skallaði að markhorninu fjær, þar sem Þórhallur Jónsson renndi boltan- um framhjá markverðinum. Samleikur var af skornum skammti í leiknum. Það litla sem sást kom frá Skallagrími, en liðinu tókst þó ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Hjá KA-mönnum var Ásgeir Ásgeirsson yfirþurðamaður, en hjá Skallagrími voru þeir Unnar Sigurðsson og Jakob Hallgeirsson einna skástir. „Þetta var mikilvægur sigur, sem gefur vonandi sjálfstraust í framhaldið,“ sagði Hilm- ar Hákonarson, leikmaður Skalla- gríms. Gengi Skallagríms hefur valdið stuðningsmönnum vonbrigðum í sum- ar og liðið þykir hafa sýnt sömu leik- gleði og það sýndi í fyrra. Bæði lið verða að sýna betri knattspyrnu ef þau ætla sér eitthvað annað en fallbar- áttu í 1. deildinni. Lið sem kemur ofan úr úrvalsdeild ætti að geta sýnt betri leik en þetta. Maður leiksins: Ásgeir Ásgeirsson, KA Lánlausir Þórsarar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Þórsarar fengu fjölmörg tækifæri til að fagna sínum fyrsta heimasigri í leiknum gegn KVA á Akureyrarvelli í gær en eins og oft áður urðu taugaveiklun og reynsluleysi þeim að falli upp við mark and- stæðinganna og flest skotin fóru framhjá markinu. Ekki dugði til þótt Þórsarar léku einum fleiri allan seinni hálfleikinn og ríflega það og reyndar munaði litlu að gestirnir skor- uðu í lokin. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli, 0:0. Fyrri hálfleikur var jafn og býsna skemmtilegur. Liðin buðu til skiptis upp á fjörugar sóknarlotur og samspilið var oft lipurt. Jóhann Þórhallsson var ágengur í framlínu Þórs og eitt sinn bjargaði varnarmaður KVA á marklínu eftir skot hans. Róbert Haraldsson átti hættulegasta færi KVA er hann skaut í þverslá Þórsmarksins. Á 38. mínútu fékk Mii'oslav Nikolic rautt spjald þegar hann stöðvaði boltann með hendi og kom í veg fyrir að Jóhann kæmist í gegn. Opnasta færi leiksins kom hins vegar á 40. mín. þegar Örlygur Helga- son fékk knöttinn aleinn á markteig en á óskiljanlegan hátt tókst honum ekki að skora. Leikurinn fór rólega af stað í seinni hálfleik en á 52. mín. var skoti frá Bob- an Ristic, einum besta manni KVA, bjargað á marklínu. Þórsarar tóku smám saman völdin einum fleiri og um skeið var skothríðin að marki Austfirð- inga mjög öflug. Þar var Jóhann f aðal- hlutverki sem fyrr en Elmar Eirfksson og Orri Hjaltalín unnu þá afar vel á miðjunni. Ekki skilaði þessi góði kafli marki og litlu munaði að KVA stæli sigrinum er Boban skaut í þverslá og niður á línu úr aukaspyrnu á 87. mín. en Gísli markvörður hirti boltann og spyrnti langt fram á Jóhann, sem var nálægt því að skora. Sannai'lega fjörugt í lokin en Þórsarar fórnuðu höndum yfir glötuðum tækifærum. Maður leiksins: Elmar Eiríksson, Þór. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.