Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 € KNATTSPYRNA „Róm var ekki byggð á einum degi (í íslandsmótið í knattspyrnu er nú hálfnað og línur aðeins farnar að skýrast. Valur B. Jónatansson fékk Loga Olafsson, þjálfara ÍA, til að spá í spilin eftir fyrri umferðina og eins í leiki helgarinnar. Hann segir að liðin muni sýna meiri stöðugleika í síðari umferðinni sem hefst á morgun. Islandsmeistarar Iíyjamanna, sem nú tróna á toppi deildarinnar, fá nýliðana úr Prótti í heimsókn. Þar munu markahæstu leikmenn deild- arinnar, Steingrímur Jóhannesson og Tómas Ingi Tómasson, mætast. Skagamenn, sem fylgja ÍBV fast eft- ir í toppbaráttunni, fara til Keflavík- ur. Þessir tveh- leikir fara fram á morgun. Á sunnudag leika ÍR og Gr- indavík í Breiðholtinu og Fram og Leiftur á Laugardalsvelli. Lokaleik- ur umferðarinnar verður viðureign Vals og KR á Valsvelli á mánudags- kvöld. Logi Ólafsson, þjálfari IA, segir það hafi tekið liðin tíma að stilla saman strengi sína og að raun- verulegur styrkur liðanna muni ekki koma í ljós fyrr en í síðari umferð- inni. Ástæðan sé sú að miklar breyt- ingar hafa verið á leikmannaskipan fiestra liða frá því í fyrra og það hafi tekið liðin fyrri umferðina að stilla sig saman. það tekur sinn toll og því hafa þeir fengið mörg á sig líka. Þeir hafa ver- ið að vinna góða sigra inni á milli. Stöðugleikinn er því ekki mikill eins og reyndar hjá öllum liðum og ég á því von á að IBV vinni þennan leik.“ Hörkuleikur á ÍR-velli „Þetta er þýðingarmikill leikur fyrir bæði liðin. Grindvíkingar geta með sigri skilið sex stig milli liðanna. En ÍR-ingar geta jafnað Grindavík að stigum með sigri. Þetta verður hörkuleikur og ég hallast að jafntefli. Ef ÍR-ingar berjast eins og þeh' gerðu á móti okkur í síðustu umferð verða þeir að teljast til alls líklegir. Þeir hafa sýnt að þeir geta bitið frá sér. Þeir eru búnir að vinna Vest- mannaeyjar og Val. Hugarfarið þarf Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson HEIMIR Guðjónsson, miðvallarleikmaður Skagamanna, sem hafa unnið fjóra síðustu leiki sína. „Með mjög sterkt lið“ Um leik ÍBV og Þróttar í Eyjum sagði Logi: „Eyjamenn eru með mjög sterkt lið og þeir eiga auðvitað að vinna Þrótt. En eins og deildin hefur spil- ast í fyrri umferð getur ekkert lið bókað sigur fyrirfram. Eins og fleiri lið misstu Eyjamenn nokkra lykil- menn frá í fyrra og það tekur tíma að stilla saman nýja leikmenn. Róm var ekki byggð á einum degi og það sama gildir um knattspyrnulið. Fyrri umferðin í deildinni hefur því farið í það hjá flestum liðum að fínstilla sig og því ætti að vera meiri stöðugleiki hjá þeim flestum í síðari umferðinni. Þróttarar hafa komið skemmtilega á óvart í fyrri umferðinni. Það er líka gaman að því að þótt þeir séu nýliðar í deildinni eru þeir ekki að leggjast í vörn. Þeir gera mikið af mörkum, en HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig IBV 10 4 0 0 14:3 2 1 3 9:10 23:13 19 ÍA 10 3 3 0 9:4 2 1 1 8:5 17:9 19 KEFLAVÍK 9 2 0 2 3:8 2 2 1 5:4 8:12 14 ÞRÓTTUR 9 1 2 2 8:8 2 2 0 10:5 18:13 13 LEIFTUR 9 3 1 1 8:5 1 0 3 3:6 11:11 13 KR 9 1 4 0 5:2 1 2 1 4:4 9:6 12 GRINDAV. 9 2 2 1 8:6 0 2 2 1:6 9:12 10 FRAM 9 0 2 2 1:5 2 1 2 5:4 6:9 9 VALUR 9 1 1 2 5:6 0 3 2 6:12 11:18 7 ÍR 9 2 0 2 5:7 0 1 4 3:10 8:17 7 að vera rétt en það vill oft brenna við að leikmenn séu betur stemmdir gegn toppliðunum. Grindvíkingar eru með sterkt lið og þeir spila skyn- samlega miðað við þann mannskap sem þeir eru með í höndunum." Framarar að rétta úr kútnum „Framarar byrjuðu illa en hafa að- eins verið að rétta úr kútnum. Þeir misstu ekki marga menn frá í fyrra en Þorbjörn Atli er farinn. Núna eru þeir greinilega að vinna í því að styrkja sig. Mér fannst ágætis lífs- mai'k með Fram á móti Grindavík, sérstaklega í síðari hálfleik þó svo að liðinu tækist ekki að skora. Ég held að Fram vinni Leiftur. Það hefur Mörk og skotnýting eftir 9 umferðir* Þróttarar með bestu skotanýtinguna Mörk Markskot SKOTNÝTING 101 Þróttur 18 ÍBV 23 ÍA 17 ÍR 8 147 123 75 86 Leiftur 11 111 Valur 11 131 KR 9 112 Keflavík 8 116 Fram 6 96 Samtals 120 1.098 •lAoglBVhafa leikið 10 leiki verið mikill óstöðugleiki hjá Leift- ursmönnum enda kannski ekkert undarlegt. Þeir fengu sína leikmenn aðeins nokkrum dögum áður en mót- ið hófst og því mátti búast við þessu. Liðið er skipað góðum einstaklingum og aðeins spurning hvenær þetta smellur saman, hvort fyrri umferðin hafi verið það sem þurfti?“ Finna ekki netið „Þetta er athyglisverður leikur og verður spennandi. KR er nýlega dottið út í bikarnum og hefur tapað tvisvar fyrir IBV á nokkrum dögum. Vesturbæingar ættu þar af leið- andi að leggja að- aláherslu á deild- ina því það er ekk- ert annað sem truflar. Vörnin hefur verið sterk enda hefur liðið fengið á sig fæst mörk i deildinni, en sóknarleikur- inn hefur verið höfuðverkur liðs- ins. Ég held að ástæðan fyrir því að liðið skorar ekki sé helst andlegt ástand leikmanna. Sóknarmenn liðsins hafa verið að skapa sér færi en þeir finna ekki net- ið. Arnór Guðjohnsen hefur fært Valsliðinu það sjálfstraust sem það þurfti á að halda. Það kom berlega í ljós í leik liðsins á móti Leiftri hversu mikilvægur hann er liðinu. Valur á eftir að vaxa í seinni umferð- inni. Ungu strákarnir í liðinu eru efnilegir og sumir þeirra hafa leikið marga leiki í efstu deild. En hópur- inn hjá Val er ekki mjög breiður og því mega þeir ekki við miklum áföll- um. Það er erfitt að spá um úrslit í þessum leik erkifjendanna, en ég tippa á jafntefli." Erfitt að fara til Keflavíkur „Við Skagamenn vitum að það er erfitt að fara til Keflavíkur. Þegar við lékum við Keflvíkinga í fyrri um- ferð jöfnuðu þeir í lokin og voru ná- lægt því að sigra. Þeir eru mjög bar- 200 gul spjöld á lofti, 7 rauð spjöld 1 áttuglaðir og það er ekki gott að mæta þeim eftir stórtap þeirra á móti Þrótti í síðustu umferð. Þeir koma tvíefldir til leiks og þeir hafa sýnt að þeir eflast við mótlæti. Við reynum að gera allt sem við getum til að sigra. Ég vil hins vegar ekki spá um úrslit þessa leiks. Keflvíkingar hafa misst góða leik- menn frá í fyrra, eins og Jóhann Guðmundsson og Hauk Inga Guðna- son. Þeir hafa styrkt lið sitt með Tanasic og Júgóslava og hafa þeir verið að spila alveg ágætlega. Kefla- víkurliðið er góð blanda af ungum og reyndari leikmönnum, sem eru vinnusamir og duglegir. Um gengi okkar Skagamanna get ég sagt að við lentum í því í upphafi móts að gera samning við Bibercic og trúðum því að hann væri maður sem myndi ekki bregðast eins og undan- farin tímabil, en raunin varð önnur. Það tók tíma að vinna okkur út úr því. Það eru margir góðir póstar í lið- inu og það sýnir best hve vel við höf- um náð okkur á strik í síðustu leikj- um. Við höfum verið að skora mörk á lokamínútunum sem hafa fleytt okk- ur langt. Styrkur liðs felst m.a. í því að gefast aldrei upp og leikur er ekki búinn fyrir en flautað er af. Það get- ur vel verið að það hafi verið heppnis- stimpill yfir sumum sigrunum, en sigur er oftar en ekki háður því að heppni sé með liðinu. Ég hef ekki séð lið sigra í móti sem ekki hefur haft heppnina með sér,“ sagði Logi. ÍA fær annan Atserbatsja SKAGAMENN eiga von á því að fá annan leikmann 1 stað Zaur Tagul Zade, iandsliðs- manns Atserbatsjan, sem lék eimi leik með ÍA-liðinu í 1:0- sigri á máti ÍBV f lok júní. Haim var lánaður frá Flora Tallinn, sem Skagamaðuriim Teitur Þórðarson þjálfar. Za- de var meiddur þegar hann kom og fór heim í byrjun júlí og sagðist ekki fara aftur til íslands. Teitur var ekki sáttur við ákvörðun leikmannsins og rifti samningi hans við Flora. f framhaldi af því hefur Teit- ur ákveðið að senda Skaga- mönnum annan framlierja í staðinn, einnig frá Atserbatsj- an. Hann er væntanlegur til landsins í dag og mun ÍA ieigja iiann út tímabilið. Hvenær komu mörkin?, samtals 120 mörk 1.-15. mín. 16.-30. mín. 31.-45. mín. (§) f|§ (|s ) 46. - 60. mín. 61.-75. mín. 76.-90. mín. (§) (§) 16 mörk hafa komið á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.