Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Þorvaldsson í litríkri hannyrðaverslun sinni. Hann klæðist vesti sem hann prjónaði sjálfur á sérstakan hátt þannig að flíkin virðist við fyrstu sýn ofin. Gulldrengur í vænni hannyrðaverslun Yfírg;ialdkeri hættir í banka og opnar hannyrðaverslun. Ráðleggur húsmæðrum um val á lopa, selur prjóna og hnotur og sest niður við útsaum þegar lítið er að gera. Sem er sjaldan. Sigurbjörg Þrastardóttir heimsótti manninn og komst að því að ____gjaldkeri í prjónaverslun er ekki endilega eins og_ fíll í postulínsbúð. Þvert á móti. / G lærði að prjóna þegar ég var sjö ára gamall. Þá bjuggum við í Argentínu og það var gömul kona í næsta húsi sem tók kennsluna að sér,“ segir Guðmundur Þorvalds- son, 33 ára eigandi hannyrðaversl- unarinnar Handraðans á Akranesi. „Þegar ég flutti heim sáu ömmum- ar um að halda kunnáttunni við og ég hef verið saumandi og prjónandi síðan.“ ina sem innréttuð var á kostnað lagers og kaffistofu. „Ég hef bætt við mig bútasaumsefnum og keypti nýverið föndurvörubirgðir af máln- ingarverslun hér í bæ sem hætti störfum." I haust hyggst Guð- mundur bjóða upp á ýmis handa- vinnunámskeið, allt frá útsaumi til trémálunar, og vonast til þess að verða þá fluttur í stærra rými. Sótti um að sauma með stúlkunum Áræðinn og samansaumaður í góðlátlegu gríni má haida því fram að Guðmundur sé „saman- saumaður" náungi, ekki síst vegna þess að hann vann í banka í fjórtán ár og taldi þar peninga áður en hann ákvað að venda kvæði sínu rækilega í kross. Nánar tiltekið í krosssaum. „Ég hafði aldrei unnið annars staðar en í banka. Mig langaði að breyta til og það var annaðhvort að *> hrökkva eða stökkva,“ útskýrir Guðmundur og játar að margir hafí undrast þegar yfirgjald- kerinn sagði upp starfi til þess að opna handa- vinnubúð. Ekki til þess að sjá um bókhald held- ur til þess að selja sjálfur hnappagöt og nálaraugu eða hvað það nú er sem selt er í slíkum búð- um. > - "p „Fólk skiptist ' V.v eiginlega í tvo flokka. Sum- um fannst þetta flott en aðrir hristu töldu ð að SKÍRNARKJÓLLINN sem Guðmund- ur prjónaði á son sinn, Þorvald Arnar. Að Iaunum hlaut hann Gullprjóna árs- ins 1996 og hafa tvö önnur börn verið skfrð í kjólnum síðan. nu væn ég endan- lega búinn að missa vitið.“ Þeir sem fylgst hafa með vexti og velgengni verslunarinnar á ann- að ár sjá hins vegar að það var laukrétt hjá Guðmundi á sínum tíma að stökkva. „Þetta hefur gengið mjög vel og starfsemin er í raun að sprengja utan af sér hús- næðið,“ útskýrir hann, hvarflar augum um ofnýtta króka og kima og leiðir blaðamann inn í efnadeild- „Ég er nú svo „gamall" að þegar ég var í grunnskóla viðgekkst kyn- skipting í handmenntakennslu," segir Guðmundur, aðspurður um saumaáhuga í æsku. „Strákar voru í smíðum og stelpur í saum og þar við sat. Mér leið ágætlega í smíða- náminu en við sóttum nú samt tveir um að fá að vera með í stelpu- saumnum," rifjar Guðmundur upp og hlær. „Svei mér, ef við fengum ekki leyfi til þess að sækja ^ saumatímana en svo guggnuðum við á því - senni- lega af ótta við stríðni." Fyrir skömmu sótti Guðmundur tvö tréskurðamámskeið til þess að hressa upp á smíðakunnáttuna, en saumaskapnum hefur hann sinnt samviskusamlega síðan í Argentínu um árið. „Reynd- ar þurfti ég , - • - nánast að læra að prjóna upp á nýtt þegar ég byrjaði í gata- prjóni, því leiðbein- ingamar miðuðust við íslensku aðferð- ina en ekki þá argentínsku," segir hann. Þegar Guðmundi og konu hans Ásdísi fæddist frumburðurinn, Þorvaldur Amar, lét hinn stolti faðir sig ekki muna um að prjóna skírnarkjól á þann stutta. Fyrir gripinn hlaut hann „Gullprjóna ársins“ 1996, viðurkenningu sem Gambúðin Tinna í Hafnarfirði af- hendir ár hvert í samvinnu við þýska prjónaframleiðandann Selt- Fólk, sem kaupir mín föt, er ekki að leita sér að þægileg- um íþrótta- buxum, held- ur sækist eftir sérstök- um flíkum. Frá því harða yfir í hið mjúka Föt eins og gúmmíteygja - hvernig skyldu þau vera? Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Fanneyju Antonsdóttur fatahönnuð, sem spreytir sig á latexflíkum í Kaupmannahöfn. ^ KERAMIK virðist ekki endilega m forsenda þess að eiga við |h gúmmi og gúmmí er ekki eðli- legasta viðfangsefni fatahönn- ■d uðar, en ailt þetta spannar Fanney Antonsdóttir. Hún er út- skrifuð úr keramíkdeild Myndlista- og handiðaskólans, en leggur nú fyrir sig fatahönnun, hefur komið sér fyrir í Kaupmannahöfn og selur gúmmífötin sín í búðir þar. Fanney útskrifaðist úr MHÍ 1996 og var síðan skiptinemi í Danmarks Design Skole í keramík og teikningu, en segist jafnframt hafa farið að líta aðeins í kringum sig eftir öðru. Lfk- lega kúrði fatahönnuðurinn þó f henni einhvers staðar, því hún tók einnig námskeið í búningahönnun. Gúmmíi, nánar tiltekið latexi, kynntist Fanney svo þegar hún tók þátt í samsýningu á ferjunni Krónborg 1996, þegar Kaup- mannahöfn var menningarhöfuðborg Evrópu. „Við leituðum að skemmti- iegum efnum til að vinna með og not- uðum þá latex. Ég prófaði mig áfram með það, litaði og vann úr því og fannst það gaman.“ Upp úr þessum tilraunum fór Fanney að fást við að gera föt úr latexi. Hún tók þátt í ís- lensku Smirnoff-keppninni 1997 og vann til silfurverð- launa fyrir látexflíkur sínar, þær voru teknar í söiu í Dýr- inu, svo þetta sem byrjaði sem tilraun hefur undið upp á sig. En tíminn í Danmörku, sem hófst sem námstími, hefur líka undið upp á sig og Fanney hefur sett upp eins manns fyrirtæki þar. „Kosturinn við að búa hér er meðal annars að það er miklu auðveldara að vinna hluta- starf hér, meðan maður er að koma sér í gang,“ segir hún. „Það er iíka ódýrara að lifa í Danmörku og kaupið hærra.“ Enn sem komið er býr Fanney til flíkurnar sjálf, „en markmiðið er auð- vitað að fá einhvem til að sauma fyrir „ Ljósmyndir/Fanney LATEXFLIKURNAR eru ekki aðeins sérstakar útlits, heldur er vinnsla þeirra einnig með öðrum hætti en almennt ger- ist með fatnað. sig. Það kemur að því, en þetta tekur allt sinn tíma.“ Hún er ekki í vafa um að hún hyggst láta sauma fyrir sig í Danmörku, en ekki erlendis þar sem vinnuaflið er ódýrara. „Það er dýrara að láta sauma hér í Danmörku, en það er í iagi, því ég er ekki að keppa við ódýr föt. Fólk, sem kaupir mín föt, er ekki að leita sér að þægilegum íþróttabuxum, heidur sækist eftir sérstökum flíkum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.