Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 8
* 8 B FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF LIKAN af Hvalfjarðargöngum. Upplýsta línan er suður- hluti ganganna en frá gagnstæðri hlið geta gestir séð hvernig norðurhlutinn vindur sig upp eftir berg- lögum fjarðarins. GANGAMAÐUR gætir steina úr bergi Hvalfjarðar. Þetta er hins vegar ekki „gangnamaður" í leit að sauðfé með logandi hjálmljósi, eins og einn safngesta benti á að borg- arbörn kynnu að halda. FJÖLBREYTT úrval bergtegunda frá öllum landshorn- um er til sýnis um alla veggi safnsins. Auk þess sem gestir geta lesið sér til um heiti tegundanna, stendur þeim til boða að kaupa sh'pað steinaskart til minja. fluttir úr jörðu í öðruvísi umhverfi « LAUFGAÐ kaffiborð í Maríu Kaffi undir ljóskeri úr hreinum íslenskum leir. fór að bera til mín steina þar sem ég rak Vegamót á Snæfellsnesi og þetta vakti athygli gesta.“ Þegar Þorsteinn flutti að vestan var hann „áður en hann vissi af‘ búinn að taka á leigu hús á Akranesi og opn- aði þar steinasafn í byrjun júlí með aðstoð mágsins og fleiri fjölskyldu- meðhma. I safninu er meðal annars að fínna gljáandi hrafntinnu- klumpa, bláleita kristalla úr Hval- fjarðargöngum, steingerða trjáboli Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORSTEINN og Snjólaug María í ríki sínu og steinanna. Þau segja safnið að mestu hafa auglýst sig sjálft enda sé jákvætt umtal besta kynningin. og dökkgrænan bergkristal sem að sögn fróðra manna er hvergi að fínna annars staðar í veröldinni. „Það tókst að bjarga dálitlu af grjóti þegar sprengingar vegna Hvalfjarðarganga stóðu yfir. Ann- ars var allt grjót þar malað strax og flutt burt,“ útskýrir Þorsteinn og hrósar happi yfir fengnum. Fyrrnefndur mágur Þorsteins, Jón Dagsson, hefur merkt nær alla steina í eigu safnsins með fulltingi Sveins Jakobssonar, bergfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, sem hef- ur verið Steinaríki Islands innan handar. Nú þegar hafa safninu borist fyrirspurnir frá framhalds- skólum sem hyggjast koma í heim- sókn með jarðfræðinemendur með haustinu. Ferðamenn sýna Steina- ríki íslands einnig áhuga og tilvalið er að skjótast þangað með hópa úr höfuðborginni undir fjörðinn. Kaffisalan er að sögn hjónanna ekki síður vinsæl en steinarnir sjálfir því þegar langferðabíll renn- ir í hlað fer iðulega helmingurinn beint í kaffipásu á meðan hinir skoða safnið! Allt heimalagað fikt Á sama tíma og Þorsteinn vann að uppsetningu safnsins hafði Akranesbær á prjón- unum minjasafn um hin nýju Hvalfjarðar- göng. Ferðamálafull- trúi bæjarins benti á að þar sem göngin voru sprengd í gegn- um berglög væri berg- tegundasafn tilvalin umgjörð um ganga- minjar svo úr varð að Hvalfjarðargöng fengu inni í Steinaríki Islands. Innst í saln- um stendur líkan af Hvalfjarðargöngum, mismunandi borkrónur eru til sýn- is og myndrænn fróðleikur um gangagerðina prýðir veggi. Þar kemur meðal annars fram að allt að 700 kíló af dýnamíti fóru í að sprengja hverja fimm metra og geta menn út frá því dundað sér við að reikna hversu mörg tonn fóru í að sprengja göngin í heild. Sjálfur á Þorsteinn ásamt vandamönnum heiðurinn af skemmtilegri uppsetningu safns- ins. Grjót úr iðrum Hvalfjarðar hvíla á hvalbeinum og furðumynd- ir úr rekavið setja svip sinn á um- hverfið. í Maríu Kaffi eru kökurn- ar bakaðar af bústýrunni og sölnuð laufblöð mynda mynstur á borð- um, lýst upp af ljóskerjum úr hreinum íslenskum leir. „Þetta er allt heimalagað fikt,“ segja Þor- steinn og Snjólaug María hógvær. „Það sem er skemmtilegast við þetta er að enginn arkitekt hefur komið nærri, við ráðskumst með þetta að vild.“ Dýrgripir fluttir úr landi Til þess að koma til móts við söfn- unarhneigð gesta eru til sölu slípað- ar steinvölur í ýmsum litum. Einnig eru á boðstólum skartgrípir úr steinum sem dóttirin, íris Arthúrs- dóttir, hannar og framleiðir. „Það er mál margra að verðmæti þess grjóts sem flutt er úr landi til skartgripagerðar skipti milljónum," segir Þorsteinn sem telur vænlegra að vinna úr grjótinu hér heima eftir því sem aðstæður leyfa. „Mér líður ofsalega vel innan um steinana og finnst alltaf jafn þægilegt að koma hingað inn,“ segir Snjólaug María um leið og hún bregður sér fram fyrir barborðið og gengur með blaða- manni inn í steinasalinn. „Ég er alltaf að reyna að finna einhverja krafta frá steinunum en það hefur ekki tekist enn,“ segir hún hlæjandi og leggur lófana að opnum steini með glitrandi kristöllum. „Sumir segjast finna þetta og kippast til þegar kraftbylgjumai- gera vart við sig,“ bætir hún við og segist vona að hæfileikinn kvikni með æfingunni. Sigurbjörg Þrastardóttir wmaummammm Innst í snlnum stendur líknn nf Hvalfjnrðargöng- um, mismunnndi borkrónur eru til sýnis og mynd- rænn fróðleikur um gangagerðina prýðir veggi. Stórgóð mjólk 0 fvrir litlar hendur mmm Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi. Lálum aldrei vanta mjólk á okkar heimili. EINS og einhver sagði, þá er náttúrulega hrein og klár vitleysa að standa í þessu. En þetta er bara svo gam- an,“ segir Þorsteinn Þor- leifsson, upphaflega hús- gagnasmíðameistari en nú sjálfmenntaður verslunar- maður og safnvörður. Hann á og rekur ásamt eiginkonu sinni og mági eina steina- safnið sinnar tegundar hér- lendis undir nafninp Steina- ríki Islands að Kalmansvöll- um 4a á Akranesi. „Það eru mörg falleg einkasöfn í landinu en ég held að þetta sé eina innisteinasafnið sem opið er almenningi," segir Þorsteinn. Und- ir sama þaki sér eiginkonan, Snjólaug María Dagsdóttir, um kaffistofuna Maríu Kaffi og einnig að finna í húsinu svonefnt Hval- fjarðargangasafn þar sem gefur að líta líkan af glænýjum Hvalfjarðar- göngum. Happafengur af hafsbotni „Þannig er að mágur minn er hálfgerður steinasjúklingur," út- skýrir Þorsteinn brosandi, að- spurður um tilurð safnsins. „Hann GINGKO Eykur blóðstreymið út í fínustu æðamar Úh eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.