Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sparisjóðirnir og stærstu hlutafélög landsins Aforma ekki að birta risnu- og ferðakostnað Risnu- og ferðakostnaður bankanna 1993-97 V____ ----.. ______ milljónir króna , Hlutfall Meðaltal .Sí.Ferða- Ferða- Ferða- ferðakostn. Risnu- risnu- Veiði- Veiði-. kostn. kostn. kostn. bankastj. í Fjöldi kostn. kostn. kostn. kostn. innanl. erlendis bankastj. heildarferða- starfs- samtals á ári samtals meðaltal samtals samtals samtals kostn. erlendis manna Landsbanki Búnaðarbanki Seðlabanki íslandsbanki 86,0 17,2 41,7 8,3 35,8 101,5 31,2 30,7% 928 36,1 7,2 12,0 2,4 12,5 41,8 18,2 43,4% 545 56,8 11,4 11,8 2,4 6,0 125,4 43,8 34,9% 133 JiSró 43,2 8,7 9,5 1,9 22,0 74,5 17,1 23,0% 710 Upplýsingar um ferðakostnað Landsbanka, Búnaðarbanka og Seðlabanka ná aðseins til fyrstu 9 itiánuða ársins 1997. Upplýsingar um ferðakostnað íslandsbanka ná til alls ársins 1997. Heimild: Skýslur RMsendurskoðunar, Hlulhalafréttir Islandsbanka og svar viðskiptaiáðlma á Alþingi. HVORKI sparisjóðimir né stærstu hlutafélög landsins áforma að fylgja fordæmi Islandsbanka og birta hlut- höfum tölur um risnu- og ferða- kostnað. Stjórnendur þeirra hlutafé- laga sem Morgunblaðið ræddi við sögðu að aldrei hefði verið spurt um risnu- eða ferðakostnað félaganna á aðalfundum. íslandsbanki hefur birt í frétta- bréfí til hluthafa upplýsingar um risnu- og ferðakostnað síðustu fimm ára. Þar með hafa verið lagðar fram opinberlega upplýsingar um þennan kostnað hjá öllum lánastofnunum landsins nema sparisjóðunum. Þór Gunnarsson, formaður stjórn- ar Sambands íslenskra sparisjóða, sagði að sér væri ekki kunnugt um að rætt hefði verið innan sparisjóð- anna um að þeir birtu upplýsingar um risnu- og ferðakostnað. Hann sagðist ekkert frekar eiga von á að það yrði gert þrátt fyrir þessar upp- lýsingar Islandsbanka. Þetta hefði ekki verið rætt á vettvangi Sam- bands sparisjóða og sér væri ókunn- ugt um hvort einstakir sparisjóðir áformuðu að birta þetta. Þór sagði að stofnaðilar gætu spurt um þennan kostnað á aðal- fundum, en sér væri ekki kunnugt um að það hefði verið gert. Hann gæti þó ekki útilokað það hefði ein- hvers staðar gerst, enda væru spari- sjóðirnir 27 talsins. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, sagði að þetta hefði ekkert verið rætt innan sparisjóðsins og taldi ólíklegt að hann færi að birta tölur um risnu- og ferðakostnað. Hann tók fram að hann væri mjög lágur. Morgunblaðið hafði samband við stjórnendur nokkurra stærstu hluta- félaga landsins og spurði hvort þau fyrirhuguðu að birta upplýsingar um risnu- og ferðakostnað fyrh-tækj- anna. Samband náðist við forsvars- menn Eimskips, Olíufélagsins, Sjó- vár-Almennra og Flugleiða og voru svör þeirra öll á einn veg. Ekki hefði verið fjallað sérstaklega innan fyrir- tækjanna um hvort birta ætti tölur um þennan kostnað. Þeir hefðu ekki uppi áform um að birta þessar upp- lýsingar. Enginn þeirra minntist þess að nokkurn tíma hefði verið spurt um þennan kostnaðarlið á að- alfundum félaganna. Risnu- og ferðakostnaður Islands- banka nam samtals 74,5 milljónum á árunum 1993-1997. 42% upphæðar- innar er risnukostnaður útibúa bankans. I þeim samanburði sem gerður er hér á risnukostnaði bank- anna er risnukostnaði útibúa bank- anna sleppt. Islandsbanki með lægstan kostnað við veiðiferðir Kostnaður við veiðiferðir er lægst- ur hjá Islandsbanka og ferðakostnað- ur bankastjórnar erlendis er einnig lægstur í íslandsbanka. Ferðir tO út- landa eru ekki hluti af starfskjörum bankastjóra Islandsbanka líkt og verið hefui- hjá ríkisbönkunum. Kostnaður við veiðiferðir er miklu hærri í Landsbankanum en hinum bönkunum og risnukostnaður bank- ans er einnig mun meiri en annarra banka. Taka verður fram að Lands- bankinn er stærsti viðskiptabanki landsins. Búnaðarbankinn er með langlægsta heildarkostnað við ferðir erlendis (þ.e. kostnað vegna ferða bankastjóra og annarra starfsmanna samanlagt) og lægstan risnukostnað. Hlutur bankastjóra Búnaðarbank- ans sem hlutfall af ferðakostnaði bankans erlendis er 43,4%. Þetta hlutfall er 23% í íslandsbanka. Seðlabankinn hefur hins vegar mest- an kostnað af ferðum erlendis, sem væntanlega skýrist af eðli starfsemi bankans. Nýju áfengislögin fra í juli Engin reglugerö því um- sagnarað- ila skortir REGLUGERÐ með nýjum áfengislögum, sem tóku gildi fyrir rúmum tveimur mánuð- um, 1. júlí, verður ekki gefin út íyrr en heilbrigðisráðherra hefur skipað menn til setu í áfengis- og vímuvarnarráði. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Kolbein Amason, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær hefur dómsmálaráðuneytið ekki gefið út reglugerð með áfeng- islögunum og þess vegna hef- ur ekki verið hægt að afgreiða á þriðja tug eldri umsókna um vínveitingaleyfi og lengii af- greiðslutíma. Reglugerðin svo gott sem fullbúin Kolbeinn sagði að reglu- gerðin væri í vinnslu í ráðu- neytinu og svo gott sem full- búin. Það sem á stendur er að einn þriggja umsagnaraðila um reglugerðina samkvæmt áfengislögunum er áfengis- og vímuvarnarráð. Ekkert slíkt ráð situr nú. Segir Kolbeinn að heil- brigðisráðherra eigi að skipa í áfengis- og vímuvamarráð samkvæmt lögum. Vatnavextir á Suðurlandi í rénun Tjón á varnar- görðum ekki und- ir tug milljóna TJÓN á vamargörðum á Suðurlandi vegna vatnavaxtanna undanfarna daga er að líkindum ekki undir tug milljóna, að sögn Guðjóns Þorsteins- sonar, verkfræðings hjá Vegagerð- inni í Vík í Mýrdal. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vatnavextir á Suðurlandi væru mjög í rénun, en þeir hefðu valdið ansi miklum usla víða þótt þjóðvegur eitt hefði aldrei rofnað nema í stutta stund við Höfn í Hornafirði á mánu- dagsnótt. Guðjón sagði að vatnavextirnir hefðu skemmt vamargarða víða á Suðurlandi, en mest í Mýrdal, eink- um við Hafursá og Klifanda, en auk þess smávegis við Múlakvísl. Að- spurður sagði hann einnig að tekist hefði að bjarga því að Leirá rynni suður úr í sinn gamla farveg, en þá hefði hún m.a. getað skemmt veginn að Hrífunesi. Að sögn Guðjóns er grjótvörn á varnargörðunum mjög dýr og telur hann að mikið verk sé fyrir höndum að koma þeim í gott lag aftur. „Hvað svo sem verður gert þá er þetta gríð- armikið tjón og dýrt að gera við varnargarðana,“ sagði hann. Mál Ólafs Braga Bragasonar, meints fíkniefnasmyglara Akæra möguleg hór SAMKVÆMT íslenskum lögum er mögulegt að sækja Ólaf Braga Bragason, sem grunaður er um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til Tún- is, til saka hér á landi, jafnvel þó að yfirvöld þar í landi óski ekki eftir því að fyrra bragði. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er þó líklegast að úr því verði ef ósk þess efnis berst frá Túnis. Islensk lög leyfa ekki að íslenskir ríkisborgarar séu framseld- ir til annars lands. Alþjóðalögreglan Interpol í Túnis lýsti eftir Olafi vegna gruns um að hann hefði átt aðild að smygli á 1870 kílóum af hassi. Hann var síðan handtekinn í Þýskalandi í júlí sl. en var sleppt úr haldi vegna þess að yf- irvöld í Túnis höfðu ekki útvegað í tæka tíð nauðsynleg gögn til fram- sals hans. Maximilian Endler, réttar- gæslumaður Ólafs í Þýskalandi, sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag að lík- lega myndi Ólafur reyna að komast til íslands við fyrsta tækifæri. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagðist í gær ekki geta sagt til um það hvort Ólafur yrði sóttur til saka, enda væri það stefna embættisins að tjá sig ekki um mál einstakra manna. settar upp UPPSETNING löggæslumynda- véla stendur nú yfír í miðborg Iteykjavíkur og hefur m.a. verið sett upp vél á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Með vélunum ætlar lögreglan að auðvelda sér almennt eftirlit, en eins og fram hefur komið stefnir Iögreglan að fækkun afbrota með skilvirkara eftirliti. Vélarnar verða sjö tals- ins og búist er við að kerfið í heild sinni verði að fullu tilbúið eftir fáeina mánuði. Framundan er prófun vélanna og þjálfun lög- reglumanna, sem fylgjast eiga með skjám úr stjórnstöð og fjar- stýra vélunum. Kostnaður við vél- arnar sjö er 7,7 milljónir króna. Þróunarfélag Reykjavíkur heldur utan um verkefnið, sem unnið er í nafni verkefnissljórn- ar, sem í eiga sæti fulltrúar frá Landssímanum hf., ríkislögreglu- stjóra, lögreglunni í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Löggæslu- vélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.