Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐARVON Á ÍRLANDI ÞRÓUN síðustu vikna vekur von um að það hatur og of- beldi er einkennt hefur sambúð kaþólikka og mótmæl- enda á Norður-írlandi kunni að heyra sögunni til. Vonandi verður sprengingin í Omagh í síðasta mánuði, sem nær þrjátíu létu lífið í, blóðugur lokakafli hinnar norður-írsku átakasögu þótt vissulega sé hætta á að sú verði ekki raun- in. Ódæðisverkið í Omagh hefur vakið andstyggð meðal allra fylkinga og orðið til að varpa ljósi á tilgangsleysi þess að beita sprengjum gegn almenningi í baráttunni fyrir pólitískum markmiðum. Sprengingin hefur þjappað saman þeim er vilja vinna að málum með friðsamlegum hætti og aukið þrýstinginn á stjórnmálamenn að tryggja að atburðir sem þessir endur- taki sig ekki. Fyrr í þessari viku lýstu leiðtogar Sinn Fein, hins pólitíska arms Irska lýðveldishersins, því yfir að þeir teldu ofbeldi vera orðið hluta af fortíðinni og að hinni vopnuðu baráttu væri lokið fyrir fullt og allt. Pá hafa lýð- veldissinnar nú í fyrsta skipti léð máls á því að ganga til viðræðna um afhendingu vopnabúrs írska lýðveldishers- ins. Hefur flokkurinn skipað fulltrúa sinn í nefnd um af- vopnun öfgahópa. Ibúar írlands og Norður-írlands létu vilja sinn í ljós með skýrum hætti í sögulegri atkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári þar sem mikill meirihluti samþykkti samkomulag um breytt pólitískt skipulag á Norður-írlandi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti vísaði til þess í ræðu er hann flutti á Norður-írlandi í gær hversu einstakt tæki- færi stendur Norður-írum til boða: „Látið það ekki renna úr höndum ykkar. Tækifæri sem þetta mun ekki gefast á meðan við lifum.“ ^ HÁRRÉTT ÁKVÖRÐUN ISLANDSBANKI hf. hefur gert hluthöfum grein fyrir útgjöldum vegna risnu, laxveiða og ferða undanfarin fimm ár. Þessar upplýsingar eru birtar í fréttabréfi, sem sent er hluthöfum. Samkvæmt þeim var heildarkostnaður aðalbanka og útibúa 171 milljón á árunum 1993-1997, þar af 9,5 milljónir vegna veiðiferða á vegum bankans og dótt- urfélaga. Það er sérstakt fagnaðarefni, að stjórn íslandsbanka skuli birta hluthöfum þessar upplýsingar. Eðlilegt er, að stjórnendur bankans geri grein fyrir þessum útgjöldum sem öðrum. Tortryggni hluthafa og annarra landsmanna vaknar að öðrum kosti. Mönnum ætti að vera enn í fersku minni darraðardansinn vegna risnu- og laxveiðimála ríkis- bankanna síðastliðinn vetur. Um áratuga skeið hefur kostnaður í ráðuneytum og ríkisbönkum vegna risnu, lax- veiði, ferðalaga og bílakaupa valdið úlfúð og upphlaupum í landinu og tími til þess kominn, að öll slík útgjöld séu tí- unduð í ársreikningum almenningshlutafélaga með að- gengilegum hætti. Stjórnendur íslandsbanka hafa tekið hárrétta ákvörðun, sem mun áreiðanlega hafa jákvæð áhrif á viðhorf fólks til bankans. MEIRI SAMKEPPNI ÞAÐ HLJÓTA að teljast talsverð tíðindi, að umsvifa- mesta verzlunarfyrirtæki landsbyggðarinnar, KEA, hefur hafið rekstur á lágverðsmarkaði höfuðborgarsvæðis- ins. Um hádegi í gær var opnuð Nettó-verzlun í Reykjavík og þar með má búast við, að nýtt líf hlaupi í samkeppnina á matvörumarkaði. Því ber að fagna, því samkeppnin hefur skilað neytendum miklum kjarabótum, auk þess sem hún hefur haldið í skefjum þeim gamla draugi verðbólgunni. Stjórnendur KEA hafa gefið þá skýringu á útrás sinni að norðan, að á höfuðborgarsvæðinu sé vaxtarbroddurinn, þar fjölgi fólki á meðan því fækki fyrir norðan. Þetta er skiljanlegt sjónarmið og eðlilegt að fyrirtæki, sem eiga uppruna sinn á landsbyggðinni leiti á hið stóra markaðs- svæði á suðvesturhorninu. HEIMSMEISTARARNIR KOMA í DAG Reuters ZINEDINE Zidane, til vinstri, ásamt Jacques Chirac, Frakklandsforseta, og eiginkonunni Veroniqe, eftir að allir leikmenn heimsmeistaraliðs Frakka höfðu verið sæmdir Legion d’honneur, æðstu heiðursorðu franska ríkisins. STOLTUR EF ÉG GEF ÖÐRUMINNFLYTJ- ENDUM FORDÆMI Heimsmeistarar Frakka í knattspyrnu koma til landsins í dag og mæta Islendingum í fyrsta leik beggja liða í undankeppni Evrópu- mótsins á Laugardalsvelli annað kvöld. Bernharð Valsson hitti Zinedine Zidane - sem er af alsírskum uppruna og þykir einn snjall- asti knattspyrnumaður heims um þessar mundir - að máli eftir æf- ingu franska liðsins fyrir utan París í gærmorgun. ZINEDINE Zidane var hetja Frakka í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í sumar. Skoraði tvö af þremur mörkum liðsins þegar það lagði Brasilíumenn að velli, 3:0, bæði með skalla sem hann hefur fráleitt verið þekktur fyrir. Og hann gantað- ist með það í gærmorgun. „Ég hef ekki skorað með skalla í neinum æf- ingaleikja okkar hjá Juventus í haust. Aftur á á móti skoraði ég með skalla á æfingu um daginn; Peruzzi var í markinu þannig að það er ekki svo slæmt.“ Zidane er leikstjómandi Ítalíumeistara Juventus en þar er landsliðsmaðurinn Peruzzi mark- vörður. „Þessi mörk í úrslitaleiknum hafa að vísu breytt því að ég er ekki lengur látinn taka hornin hjá Ju- ventus. Þjálfarinn vill sjá mig inn í teig.“ Rólegur og feiminn Það fór ekki mikið fyrir Zidane í gærmorgun þegar hann kom inn í salinn í Clairefontaine, þar sem Frakkar eru með bækistöðvar. Hann virkar feikilega rólegur og feiminn. En samt er eins og hann hafi lúmskt gaman af því að tala við blaðamenn og það er greinilega hann sem ræður ferðinni. í framhaldi af því að hann segist hættur að taka homspymur fyrir Juventus laumar Morgunblaðið þeirri spumingu að honum hvort hann ætli sér að skora enn meira í framtíðinni en hingað til. „Ja, þetta vekur alltént upp vissa markagræðgi og það er breyting. En þetta þýðir ekki að ég ætli að breyta mínum leikstíl og hugsa einungis um það að skora. Ég hef skorað frekar reglulega með franska landsliðinu og þá yfirleitt mikilvæg mörk þannig að það er aðallega með Juventus sem ég þarf að bæta mig.“ „Zidane er alsírskur..." Nú verða gerðar feikilegar kröfur til þín með franska landsliðinu og þér er ætlað visst forystuhlutverk innan hópsins. Finnst þér þú hafa þroskast eða breyst sem leikmaður við að vinna heimsmeistaratitilinn? „Maður lærir náttúrlega alltaf af reynslunni og ég er öraggari sem leikmaður en ég vil ekki taka að mér neitt forystuhlutverk. Ég mun halda áfram að færa franska landsliðinu allt sem ég get og á minn hátt. Varð- andi breytingar í kjölfar titilsins þá er það fyrst og fremst það hvernig fólk lítur á mig í dag sem hefur breyst. Ég er sjálfur nákvæmlega eins og ég var fyrir keppnina.“ En það hefur samt eitthvað breyst hér, er það ekki? Litlir guttar af sama upprana og þú hlaupa um göt- ur og hrópa „Zidane er alsírskur, Zidane er alsírskur." (Greinarhöf- undur varð einmitt vitni að slíku í sumar, meðan á HM stóð; var að ná í son sinn til dagmömmunnar, sem er ein margra slíkra í París frá Alsír. Drengir af sama upprana, synir hennar og fleiri, á aldrinum 10-12 ára, hlupu um og hylltu hetjuna með þessum hætti) Þú ert ekki lengur bara fótboltamaður; hlýtur að finna að Zinedine Zidane stendur fyrir eitthvað miklu meira. „Ég hef alltaf sagt við sjálfan mig, og þreytist aldrei á að endurtaka það, að fyrir krakka sem búa í erfið- um hverfum þá er fótboltinn eða ein- hver önnur íþróttagrein leið út. Og það era tvö orð sem era mér kær í því sambandi; aðlögun og heild. Og ef ég get verið góð fyrirmynd fyrir innflytjendur í Frakklandi þá er ég stoltur af því.“ Hvar ólstu upp? „Ég er alinn upp í einu af úthverf- um Marseille. Þar byrjaði ég að sparka í bolta úti á götu eins og flestir strákar gera. Síðan þegar ég var um það bil þrettán ára var ég tekinn í félag sem sér um að „ala upp“ unga knattspymumenn og 17 ára gerði ég minn fyrsta atvinnu- samning, þá við Cannes.“ Ekki duglegur f skóla Hvernig leist mömmu þinni á að drengurinn hennar væri að fara að heiman í atvinnumennskuna? „Það kom nú ekki margt annað til greina. Ég var ekki sá allra dugleg- asti í skólanum, fannst miklu skemmtilegra að vera úti í fóbolta heldur en að liggja yfir skraddunum. Þess vegna hugsa ég henni hafi þótt þetta fyrir bestu.“ Þú átt tvö börn. Gera þau sér grein fyrir því sem er að gerast í kringum þig? „Strákurinn minn er aðeins farinn að átta sig, hann var til dæmis á Sta- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 35 . Hornsteinn lagður að Kröfluvirkjun tæpum aldarfjórðungi eftir að framkvæmdir hófust de de France þegar við unnum heimsmeistaratitilinn. Það er þó ekki langt síðan að hann hélt að fólk væri að biðja mig að teikna fyrir sig þegar það var að biðja um eigin- handaráritun." Áttu ennþá vini úr hverfinu þar sem þú ólst upp? „Já, já og þeir vora á vellinum þegar við spiluðum úrslitaleikinn í sumar. Það var eiginlega alveg frá- bært því þegar við voram að hlaupa heiðurshringinn eftir leikinn kom ég auga á þá í stúkunni. Þetta var mik- ilvæg stund. Augnsambandið sagði allt sem segja þurfti þannig að ég rauk ekki til þeirra. Þeim fannst al- veg frábært að ég, guttinn sem spil- aði með þeim á götunni fyrir nokkram áram hafi verið að skora þessi tvö mörk í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar." Á laugardaginn spilar þú í Reykjavík, fyi-sta leikinn í riðla- keppni Evrópukeppni landsliða. Ég á svolítið erfitt með að trúa því að þessi leikur eigi hug þinn allan mið- að við allt það sem á hefur gengið. „Ég hef aldrei unnið Evrópubikar, hvorki með félagsliði né franska landsliðinu. Og það er á hreinu að við viljum vinna þennan riðil og síð- an keppnina. Þetta er titill sem okk- ur vantar í safnið þannig að við tök- um þennan leik jafn alvarlega og alla aðra sem við spilum. Það er líka að hefjast hjá okkur nýtt skeið með þessari riðlakeppni. Nú tökum við ekki lengur eingöngu þátt í vináttuleikjum eins og fyrir HM heldur skipta allir þessir leikir málið með framhaldið í huga. Og á Islandi þurfum við að sýna að við eram nú- verandi heimsmeistarar. Þessir leik- ir verða okkur erfiðir. Það verður tekið hraustlega á okkur hvar sem við komum og allir vilja leggja heimsmeistarana að velli. Þetta verður því mjög erfitt." En vora leikir fyrir HM ekki erf- iðir líka? „Jú, auðvitað. Okkur tókst það sem allir fóra fram á og nú er að endast og það getur verið erfiðara að halda sér á toppnum en að kom- ast þangað. Við verðum líka að sanna í hvert einasta skipti, í hverj- um einasta leik, að við höfum átt tit- ilinn skilið.“ Get enn bætt mig Telurðu þig hafa náð toppnum sem knattspyrnumaður, eða er þér enn að fara fram? „Ég held að ég geti alltaf bætt við mig. Reynsla er til dæmis eitthvað sem mig vantar ennþá og ég get ennþá bætt tæknina sem og líkam- legt atgei-vi. Mestar framfarir hjá knattspyrnumanni koma milli 18 og 23 ára aldurs en síðan er maður endalaust að fínpússa eitthvað. Ég er búinn að vinna heimsmeistaratit- ilinn með landsliði Frakklands og geri ekki betur á þeim vettvangi, en mig bráðvantar Evróputitil með Ju- ventus til að vera fullkomlega sáttur. Það er of pínlegt að hafa tapað tveimur úrslitaleikjum í röð í Evr- ópukeppni Meistaraliða, Meistara- deildinni." Þannig að þú ert ekkert á leiðinni frá Juventus á næstunni? „Nei, þvert á móti. Ég vil vera áfram hjá félaginu og verð það. Það hafa verið miklar breytingar hjá helstu keppinautum okkar, Lazio, Inter og Parma, en við eram ennþá með hörkulið og ég hef ekkert annað að sækja í bili.“ Juventus hefur verið tekið svolítið á beinið undanfarið varðandi meinta lyfjanotkun leikmanna. Kanntu ein- hverja skýi'ingu á þessu? „Afbrýðisemi. Við vinnum allt sem aðrir vilja vinna og þetta er aðferð til að ná sér niður á Juventus. Einhverj- ir sem era vonsviknir standa á bak við þetta. Sem er í góðu lagi, því mér finnst skemmtilegra að svekkja menn heldur en ekki. En varðandi lyfjamis- notkun í íþróttum þá er hún til staðar og Tour de France [hjólreiðakeppnin í sumar] var sönnun á því. Ég á per- sónulega erfitt með að sjá hvað það er sem rekur íþróttamenn til að taka ólögleg lyf, en það er sennilega minn einfeldningsháttur." Morgunblaðið/Ágúst Ingi HORNSTEINN verður lagður að Kröfluvirkjun í dag, rúmum 23 árum eftír að hafist var handa við byggingu stöðvarhússins. ALDURSFORSETI Kröflunefndar, Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, mun leggja horn- steininn að stöðvarhúsinu fyrir há- degi í dag og Knútur Otterstedt, fyrrverandi svæðisstjóri Landsvirkj- unar á Norðurlandi, gangsetur vélar Kröflustöðvar. Auk þeirra munu Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, flytja ávörp. Viðstaddir verða núverandi og fyrrverandi Kröflustárfsmenn ásamt fleirum. Framvarp um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall í Suður-Þing- eyjarsýslu varð að lögum frá Alþingi í apríl 1974. í framhaldi af því skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, framkvæmdanefnd, sem kölluð var Ki'öflunefnd, og var henni falin hönnun og bygging virkj- unarinnar ásamt kaupum og vali bún- aðar til hennar. Nefndannenn voru Jón G. Sólnes, sem jafnframt var for- maður, Bragi Þorsteinsson, Ingvar Gíslason, Páll Lúðvíksson og Ragnar Arnalds. Þá gaf iðnaðarráðuneytið Oi'kustofnun fyrirmæli um að undir- búa mannvirki til vinnslu jarðgufu fyrir jarðgufuaflsstöð við Kröflu eða Námafjall. í febrúar 1975 fól iðnaðar- ráðherra Rafmagnsveitum ríldsins hönnun og lagningu háspennulínu frá Kröflu til Akureyrar og í desember- lok sama ár skipaði iðnaðarráðherra síðan samstarfsnefnd um Kröflu- virkjun, sem skipuð var formanni Kröflunefndar, orkumálastjóra og rafmagnsveitustjóra ríkisins undir forsæti ráðuneytisstjóra iðnaðarráðu- neytisins. Hönnunarsamningar við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., bandaríska ráðgjafafyrirtækið Rogers Engineering Co. Inc. og Virki hf. voru undirritaðir í nóvember 1974 og snemma árs 1975 voru gerðir samningar við Mitsubishi Heavy Industries Ltd. um kaup á tveimur 30 MW vélasamstæðum og tilheyrandi búnaði. Gengið var frá samningum við byggingaverktaka, rafverktaka og verktaka við málmsmíði, uppsetn- ingu vélbúnaðar o.fl. á árunum 1975 og 1976. Landsvirkjun keypti Kröfluvirkjun af ríkinu 1986 Framkvæmdir við jarðgufuvirkjun á Kröflusvæðinu hófust á árinu 1974 með tilraunaboranum, en borun á vinnsluholum, bygging orkuvers og framkvæmdir við 132 kV línu til Akureyrar hófust sumarið 1975. Fyrrnefnd- ar tvær 30 MW vélasamstæður voru keyptar og hús og önnur mannvirki miðuð við það. íslenska ríkið lét hanna og reisa stöðina og var reksturinn í upphafi í höndum Kröflunefndar en Raf- magnsveitur ríkisins tóku við rekstr- inum í ársbyrjun 1979. í byrjun árs 1986 keypti svo Landsvirkjun Kröflu- virkjun af ríkinu og yfirtók hana til eignar og reksturs. Fyrri vélasamstæða virkjunarinn- ar var gangsett í ágúst 1977 en vegna gufuskorts hófst rafmagnsfram- Bjartsýnir á framhaldið Hornsteinn verður lagður að Kröfluvirkjun í dag, 24 árum eftir að framkvæmdir við jarð- —— fflifuvirkjun hófust á svæðinu. A ýmsu hefur gengið á þeim tíma sem liðinn er frá því að fyrstu tilraunaholurnar voru boraðar þar til hornsteinn stöðvarhússins er nú loks lagður og koma jarðhræringar þar mjög við sögu. leiðsla ekki fyrr en í febrúar 1978. í upphafi var stöðin rekin með mjög takmörkuðu afli á einni vélasamstæðu en á síðustu árum hefur véla- samstæðan gengið með fullum afköstum, nema á sumrin þegar hugað hef- ur verið að viðhaldi. Ráðagerðum um að setja upp þá seinni var hins vegar frestað vegna jarðhræringa á Kröflu- svæðinu og það var ekki íýrr en á árinu 1996 sem stjórn Landsvirkjunar ákvað að auka afl Kröfluvirkjunar úr 30 MW í 60 MW með því að ráðast í uppsetningu seinni vélasamstæðunn- ar og afla gufu til þess að geta nýtt að fullu af- kastagetu beggja véla- samstæðnanna. Véla- samstæðan hafði þá ver- ið ósamsett í kössum við Kröfluvirkj- un allt frá árinu 1977. Þessi aflaukn- ing virkjunarinnar átti sér stað í tveimur áföngum. Raforkufram- leiðsla með seinni samstæðunni hófst í nóvember 1997 með hálfum afköst- um. Að sögn Bjarna Más Júlíussonar stöðvarstjóra er afl virkjunarinnar nú ----------- upp undir 56 til 57 MW og stefnir í að það nái 60 MW um áramót. UM þessar mundir er unnið að því að bora holu númer 32 við Kröflu með svo- kallaðri skáborun. Var lengi mikið hitamál í þjóð- félaginu Stöðvarhúsið „heims- ———— ins staersti hallamælir" Náttúraöflin settu eins og kunnugt er ófyrirséð strik í reikninginn í upp- hafi framkvæmdanna en Krafla er á virku sprungubelti. Eldgos hófst við Leirhnjúk, um þrjá kílómetra frá Kröflu, í desember 1975 og hafði það miklar tafir í fór með sér fyrir virkj- unina. Kvikugas og jarðvarmi streymdi inn í jarðhitakerfið með þeim afleiðingum að fóðringar í bor- holum tærðust. Sprungur og hverir mynduðust í svonefndu Gjástykki og mælingar leiddu í ljós að stöðvarhús- ið við Kröflu seig lítilsháttar að norð- anverðu en reis að sunn- anverðu. í gamni og al- vöra var talað um stöðv- arhúsið sem „heimsins stærsta hallamæli." Alls urðu kvikuhlaup yfir 20 talsins og þeim fylgdu níu gos á næsta áratug, en þau stóðu yfir með hvfldum þar til hinu síð- asta lauk í september 1984. Hraunið frá þeim þekur nú um 36 ferkfló- metra. Kröfluvirkjun var lengi mikið hitamál í þjóðfélaginu og spunn- ust um hana harðar deil- ur, sem ekki verða rakt- ar hér. Þess skal þó get- ið að snemma árs 1976 rituðu fjórir sérfræðing- ar í jarðvísindum, þeir Sigurður Þórarinsson prófessor, Þorleifur Ein- arsson prófessor, Ey- steinn Tryggvason jarð- skjálftafræðingur og Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur, bréf til iðnað- arráðherra, þar sem þeir lýstu þeirri skoðun sinni að óráðlegt væri að halda áfram framkvæmdum við Kröflu, öðram en þeim sem stuðluðu að verndun mannvirkja sem fyrir væru. Nálægð gosstöðvanna, möguleiki á hraunflóði, jarðskjálftar og ýmis af- leidd öryggisatriði kröfð- ust áður óþekktra að- _________ gerða. Staðsetning bor- holna varð vandasamari, bæði hvað varðaði öryggi og viðbrögð við breyttri hegðun og eðli jarðhitasvæð- isins. Ákveðið var að hörfa af Leir- botna- og Vítismóasvæðunum yfir á jaðra Kröflusvæðisins, til þess að forðast bein áhrif eldsumbrotanna á jarðhitageyminn. Borunum var beint upp í suðurhlíðar Kröflufjalls og á Hvíthóla. Teknar vora upp svokallað- ar stefnuboranir eða skáboranir, nýj- ar aðferðir í steypingu og vali fóðr- inga og strangt gæðaeftirlit með bor- framkvæmdum. Þá var tekið upp strangt eftirlit með vinnslu jarðhita- svæðisins, sem fólst í reglubundnum eðlisfræðilegum borholumælingum, efnaeftirliti og afkastamælingum, auk þess sem gert var forðafræðilegt hermilíkan af jarðhitageyminum í suðurhlíðum Kröflu. Nýjar aðferðir við borun og hreinsun á holum Frá því að ákveðið var að setja upp seinni vélasamstæðuna hafa fimm nýjar holur verið boraðar og tvær endurunnar. Alls era nú 17-18 holur í rekstri en aðrar era skemmdar. Sa- mið hefur verið við Jarðboranir um borun þriggja holna sem eiga að duga til að koma virkjuninni í fulit afl, við- halda þvi og mæta væntanlegri rýrn- un í afköstum borholnanna. Um þess- ar mundir er unnið að boran holu númer 32 og til stendur að bora hinar tvær á næsta ári. Einnig er verið að hreinsa fjórar gamlar borholur með nýrri aðferð sem kölluð er hreinsun í blæstri, en kísill vill setjast í holurn- ar. „Þá er holan höfð lifandi og þær útfellingar sem hreinsast út blásast beint út með gufunni og holan er til- búin til notkunar strax á eftir. Með hefðbundinni hreinsunaraðferð þurfti að dæla vatni á holuna, sem kólnaði öll og þá fór svarfið út með skolvatn- inu. Þá vildu menn meina að svarfið færi líka út í æðarnar og stíflaði þær. Það er þegar búið að hreinsa eina holu með nýju aðferðinni og hún kom mjög vel út,“ segir stöðvarstjórinn. Ein tölvuvæddasta virkjun landsins Á þessum tímamótum, þegar virkj- unin keyrir brátt á fullu afli og horn- steinninn er lagður, 24 árum eftir að framkvæmdir hófust, kveðst Bjarni Már líta björtum augum til framtíðar. Krafla hafi verið aðalbitbein þjóðar- innar á sínum tíma og lengi hafi verið mjög óvíst um framhaldið. Rekstur- inn hafi þó gengið mun betur frá því að Landsvirkjun keypti Kröfluvirkj- un og menn hafi smám saman lært á svæðið með því að prófa sig áfram. Þá fari gasinnihald gufunnar á Vítis- móasvæðinu, þar sem frá varð að hverfa á sínum tíma, sífellt lækkandi og menn séu bjartsýnir á að eftir því sem lengra líði frá gostímanum þeim mun líklegra sé að hægt verði að nýta gufuna þar. Kröfluvirkjun er að verða ein ---------- tölvuvæddasta virkjun landsins, að sögn stöðv- arstjórans, og er hún nú keyrð mannlaus á nótt- unni. Þar eru starfsmenn í 17 stöðugildum. Að undanförnu hefur verið unnið að því að endurnýja raf- og stjóm- búnað Kröfluvirkjunar en stöðvar- stjórinn segir vandann vera þann að ekki sé svigrúm til að stöðva vinnslu til þess að gera lagfæringar. „Nú þegar orkuskortur er í landinu og vatnsbúskapurinn stendur illa er mikil áhersla á að keyra í Kröflu, þar sem við erum óháðir vatni. Þess vegna eru augu manna loksins að opnast fyrir því að það sé skynsam- legt að vera bæði með vatn og jarð-^ gufu,“ segir Bjarni Már. Skynsamlegt að hafa bæði vatn og gufu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.