Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 37 Jltorginfipiffifrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UTANAÐKOMANDI VANDI ÞROUNIN í alþjóðlegum efnahagsmálum vekur víða ugg. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra snerust umræður á fundi í þróunarnefnd Alþjóða- bankans einkum um efnahagskreppuna í Asíu og þær „af- leiðingar sem hún getur haft fyrir heiminn allan“. Geir Haarde fjármálaráðherra, sem sat ársfund Alþjóða- bankans, víkur að sama efni hér í blaðinu í gær: „Menn hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast hefur í al- þjóðlegum efnahagsmálum vegna erfiðleikanna í Asíu og Rússlandi, sem hafa valdið því að hagvöxtur í ár verður á heimsvísu aðeins 2% en ekki 4% eins og spáð var.“ Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvað og sterkt að orði á fundi bankans: „Við horfumst í dag í augu við senni- lega erfiðasta efnahagsvanda um hálfrar aldar skeið.“ I fréttabréfi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er vöng- um velt yfir nýrri og lakari spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í efnahagsmálum heimsins og sagt: „Af ofan- sögðu er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hagvöxtur á Islandi á næsta ári sé einfaldlega ekki ofmetinn og þar með tekjuafgangur ríkisins“. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði á hinn bóginn í til- vitnuðu viðtali við blaðið í gær, að þrátt fyrir áhyggjur manna af því ástandi sem skapast hefur í alþjóðlegum efnahagsmálum, sé „ekki um neina heimskreppu að ræða eins og var árið 1929“ og „menn telji mögulegt að vinna sig út úr þessum vanda ... og hafi til þess ýmis úrræði“. Hann segir og að ekki blasi við að kreppan í Asíu hafi bein áhrif hér: „Við höfum notið góðs af lægra olíuverði þar sem eft- irspurn hefur minnkað í Asíulöndum en hins vegar verður líka eitthvað minni eftirspurn eftir vörum okkar og verðið getur lækkað ...“ Á heildina litið virðist bjart yfir íslenzku atvinnu- og efnahagslífi næstu misserin. Engu að síður er rétt að fylgj- ast grannt með þróun mála í Asíu, S-Ameríku, Rússlandi og í alþjóðlegum efnahagsmálum, sem vissulega hefur áhrif hér sem annars staðar. Göngum hægt um gleðinnar dyr í efnahagsuppsveiflu okkar. Það getur verið erfiðara að varðveita hagsæld en afla hennar. EES-REGLUM KLÚÐRAÐ NEFND lögfræðinga, sem starfaði á vegum forsætis- ráðherra, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að alvar- legir annmarkar séu á því að lögleiðing reglna Evrópska efnahagssvæðisins hér á landi hafi fylgt meginreglum ís- lenzkrar stjórnskipunar. Þetta er alvarlegt mál og getur valdið íslenzka ríkinu óþægindum og kostnaði. Oft á undanförnum árum hafa ráðherrar verið snupraðir af dómstólum og umboðsmanni Alþingis fyrir að hafa sett reglur, sem ekki áttu sér lagastoð. Nú kemur í ljós í áliti nefndar forsætisráðherra, að fjölmargar EES-reglur, sem skerða frelsi eða innihalda almennar réttarreglur, sem að borgurunum snúa, hafa verið lögleiddar hér á landi án þess að gætt hafi verið að því hvort í settum lögum séu efnisleg- ar heimildir fyrir reglum af þessu tagi. Þá segir nefndin dæmi um að tilskipanir ESB séu lög- leiddar hér í heild án þess að unnar hafi verið úr þeim full- nægjandi lagareglur, eins og tilskipanirnar geri jafnvel sjálfar ráð fyrir. Þá hafi stundum verið lögleiddar hér ýms- ar skyldur, sem binda hendur Islendinga, án þess að þeim fylgdu margvíslegar undanþágur, sem Evrópurétturinn gerir ráð fyrir. Loks hafi birting á fjölmörgum EES-gerð- um ekki verið í samræmi við kröfur stjórnarskrár og ís- lenzkra laga. í ljósi þessara niðurstaðna verður að telja líklegt að ein- staklingar eða fyrirtæki, sem hafa talið sér íþyngt með ein- hverjum reglum EES, telji vænlegt til árangurs að höfða mál á hendur stjórnvöldum með þeim rökum að rangt hafi verið að lögleiðingu reglnanna staðið og þær séu því ekki gildandi réttur hér á landi. Ur slíkum málum munu dómstólar skera, en nú ríður á að farið verði eftir tillögum nefndarinnar og lögð vinna í að fara yfir alla EES-löggjöfina og gera á henni nauðsynlegar úrbætur til að réttarstaða einstaklinga og fyrirtækja fari ekki á milli mála. Auðvitað er mannfæð og fjárskorti ís- lenzku stjórnsýslunnar að verulegu leyti um áðurnefnda annmarka að kenna. Það er sennilega kominn tími til að menn viðurkenni að sívaxandi alþjóðlegt samstarf útheimt- ir bæði mannskap og peninga og búa verður ráðuneytin í stakk til að sinna því með sómasamlegum hætti, réttarör- yggis borgaranna vegna. Hillir undir löggjöf um alþjóðlega viðskiptamiðstöð hér á landi Morgunblaðið/Kristinn VILHJÁLMUR Egilsson kynnir tillögur um alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Islandi. ingar hafi ekki í sama mæli og marg- ar aðrar þjóðir nýtt skattkerfið til að laða að atvinnustarfsemi. Skatta- breytingar á Islandi á undanförnum árum hafi fyrst og fremst miðað að því að skapa atvinnulífinu almennt samkeppnishæf starfsskilyrði. Á ein- staka sviðum hafi íslenska skattkerf- ið farið halloka í samkeppni við er- lend skattkerfi. Starfsemi hafi flust úr landi og byggst upp annars stað- ar. „Ef vel tekst til má reikna með að erlendir aðilar komi til landsins til þess að setja upp alþjóðleg við- skiptafélög í þriðju landa viðskiptum með sjávarafurðir, ekki eingöngu vegna skattalegra hvata heldur líka vegna aðgangs að aðstöðu og fólki rneð sérþekkingu á þessu sviði,“ seg- ir í frumvarpinu. I kringum starf- semi af þessum toga skapist ótal möguleikar fyrir aðra aðila til þjón- ustu, t.d. varðandi sölu á vélum, hug- búnaði, flutninga-, trygginga- og fjármálaþjónustu. Nefndina, sem samið hefur frum- varpið og greinargerðina, sem hér hefur óspart verið vitnað til, skipuðu Valur Valsson bankastjóri, Vilhjálm- ur Egilsson alþingismaður, Tryggvi Jónsson endurskoðandi, Brynjólfur Bjarnason forstjóri, Halldór J. Krist- jánsson, núverandi bankastjóri Landsbankans, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Með þeim störfuðu Davíð Scheving Thorsteinsson og Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlög- Viðskipti við erlenda birgja og kaupendur Sú hugmynd, að setja hér á fót viðskiptamið- stöð með alþjóðlegum viðskiptafélögum sem stunda viðskipti við erlenda aðila með þær vörur sem eiga uppruna sinn erlendis og falla ekki undir EES-samninginn, er ekki ný af nálinni, Pétur Gunnarsson kynnti sér greinargerð nefndar þeirrar sem nú hefur skilað frumvarpi til laga um málið. 1 Alþjóðlegt viðskiptafélag er staðsett á íslandi og starfar eftir settum reglum. 2 Eigendur fyrirtækisins geta verið íslenskir eða erlendir en ekki má kaupa né selja íslenskar afurðir. 4 ...og selurt.d. a 5 Varan má koma til fslands, fiskinn í Frakklandi n en þá einungis til umskipunar. u Þ.e. hún má ekki koma inn í landið. ML IGREINARGERÐ með drög- um að frumvarpi til laga um alþjóðleg viðskiptafélög, sem nefnd skilaði forsætisráð- herra og iðnaðarráðherra formlega í fyrradag, kemur fram að áður hafi verið skipuð nefnd til að kanna málið. Sú skilaði af sér áliti 1992 og þótti þetta ekki fýsilegur kostur, m.a. vegna þess að þá stóðu yfir samningar um aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu og var talið að slík lagasetning gæti truflað það ferli. Nefndin sem nú hefur skilað áliti teiur hins vegar að ýmislegt hafi breyst síðan 1992 og að margt sem leiddi til nið- urstöðunnar þá eigi ekki lengur við. Nú sé rétt að stefna að því að koma hér upp alþjóð- legri viðskiptamiðstöð á borð við Jersey eða Sviss, en ekki á sviði fjármagnsmark- aðar heldur alþjóðlegi-a sjávarút- vegsviðskipta. Það sem hefur breyst er meðal annars það að löggjöf um fjármagns- markað hefur verið endurnýjuð, gjaldeyrisviðskipti eru orðin frjáls og fjarfestingar milli landa heimilaðar að iangmestum hluta. Traustur íjár- magnsmarkaður er nú opinn hér á landi í öllum grundvallaratriðum og til þess er vitnað sem breyttrar for- sendu í greinargerð með frumvarps- drögunum en á þeirri greinargerð er byggt að mestu leyti við þessa sam- antekt. Alþjóðlegar miðstöðvar Það er þekkt að alþjóðlegar fjár- málamiðstöðvar eru starfandi í mörg- um löndum, svo sem Sviss, Ermar- sundseyjunum Jersey og Guernsey, Lúxem- borg, Liechtenstein og víðar. Starfsemi slíkra miðstöðva hefur undan- farið vaxið um 15% á ári og nú er talið að 5 trilljón dollarar séu bundnir í fjármunum í slíkum mið- stöðvum, eða um fimmfaldur gjald- eyrisvarasjóður seðlabanka sjö stærstu iðnríkja heims. Slíkar miðstöðvar eru sagðar byggja á mikilli þekkingu, mannauði eða öðrum þjóðfélagsleg- um innviðum, svo sem stöðugleika, hefðum eða lágri skattlagningu. Ekki er talið raunhæft að leggja út í uppbyggingu slíks fjármálasvæðis hérlendis. Bæði krefjist það langs tíma og eins sé óvíst um árangur þar sem sérþekkingu í slíkum efn- um sé ekki til að dreifa hérlendis. Þá búi íslensk fjármálastarfsemi á engan hátt við það skattaumhverfi að við því megi búast að hingað lað- ist erlend fjármálafyrirtæki; þvert á móti. Nefndin telur að_ öðru máli gegni um sjávarútveg. Islensk sjávarút- vegsfyrirtæki hafi haslað sér völl í sjávarútvegi erlendis og íslensk markaðsfyrirtæki á sviði sjávarút- vegs hafi starfað erlendis árum sam- an. Því sé rökrétt að hefja uppbygg- inguna á þessu sviði þar sem Islend- ingar standa nú þegar framarlega í alþjóðaviðskiptum. Islendingar hafi sérstöðu á sviði sjávarútvegs og viðskipta með sjáv- arfang og engin önnur þjóð hafi markað sér sérstöðu á því sviði. Raunhæfur möguleiki sé fyrir hendi á því að íslendingar geti haslað sér völl í alþjóðlegum viðskiptum með sjávarafurðir ef alþjóðlegum við- skiptafélögum verða sköpuð sam- keppnishæf starfsskilyrði á alþjóð- legan mælikvarða. Tengsl markaðsfyrirtækja og framleiðenda „Til skamms tíma þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að arður af starfsemi markaðsfyi'irtækjanna skilaði sér ekki til Islands vegna þess að þau voru svo beint tengd við íslenska framleiðendur á sjávaraf- ui'ðum," segir í gi'einargerð frum- varpsdraganna. „Nú hefur hins veg- ar orðið sú þróun að eignarhald á stærstu íslensku fyrirtækjununm er að breytast og þau eru sífellt að öðl- ast meira sjálfstæði frá framleiðend- unum. Þau eru ennfremur að byggja sig meira og meira upp sem alþjóð- leg markaðsfyrirtæki á sviði við- skipta með sjávarfang. Ekki er því sjálfgefið að þessi fyrirtæki muni í framtíðinni flytja arð af starfsemi sinni til íslands eins og hingað til, eða byggja starfsemi sína að miklu leyti upp hér á landi, þegar fram líða stundir. Þessi fyrirtæki eru í harðri alþjóðlegri samkeppni og munu þurfa að gæta ýtrustu hagsýni í upp- byggingu sinni til að vera sam- keppnishæf. Fjölmörg minni fyrir- tæki á sviði viðskipta með sjávarvör- ur hafa náð verulegum árangri á undanförnum árum og hafa í æ rík- ari mæli tekið að sér verkefni sem ekki tengjast Islandi á nokkurn hátt. Þessi fyrirtæki eiga líka í harðri alþjóðlegri samkeppni og munu byggja upp rekstur sinn þar sem það er hagstæðast," segir í greinargerðinni. Nefndai-menn segjast hafa orðið þess áskynja við vinnu sína að flest þau íslensku fyrirtæki, sem þegar stunda viðskipti með sjávarfang um þriðju lönd, hafi hugleitt alvarlega að stofna þegar stofnað fyrirtæki er- lendis, til þess að tekjur þeirra af þriðju landa viðskiptum verði til í skattalega hagstæðu umhverfi. Engin sérstök úttekt hefur verið gerð á þessari þróun og viðmælend- ur Morgunblaðsins könnuðust ekki við önnur dæmi sem orð er á gerandi en dótturfyrirtæki sem íslenskar sjávarafurðir stofnuðu á Kýpur í tengslum við Kamtsjatka-verkefni ÍS. Varnar- og sóknaraðgerð I greinargerðinni kemur þó fram að nefndarmenn dragi þá ályktun að íslenska ríkið sé í mik- illi varnarstöðu hvað þessi mál snertir. Stofnun alþjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar sé í senn vamar- og sókn- araðgerð. Þetta sé aug- ljóst svið þar sem ís- lensk fyrirtæki geta sótt fram er- lendis og jafnframt tækifæri til að byggja upp starfsemi á Islandi sem annars færi fram erlendis. Ennfremur kemur fram að Islend- maður. 50-200 fyrirtæki innan þriggja ára I frumvarpsgreinargerðinni kemur fram að á vegum nefndarinnar hafi verið reynt að leggja mat á áhrif al- þjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar á tekjur ríkissjóðs en miðað er við að að a.m.k. 25-30 milljónum króna vei'ði varið til að kynna möguleikann fyrir fjárfestum og fyrirtækjum ár- lega. I fyrstu er talið að markhópurinn til stofnunar alþjóðlegi'a viðskiptafé- laga á Islandi verði íslensk fyi-irtæki sem hafa stofnað fyrirtæki erlendis fyrir alþjóðleg viðskipti eða hugleiða slíkt. Talið er að stefna beri að því að innan þriggja ára verði komin milli 50 og 200 slík fyrirtæki hér á landi. Verði velta þeirra fyrirtækja 25-100 milljarðar króna og tekjuskattspró- sentan 5%, eins og gert er ráð fyrir, skili starfsemi þein-a ekki miklum tekjuskatti, aðeins 12-100 milljónum króna á ári. „Innlendur kostnaður alþjóðlegra viðskiptafélaga sem skapar tekjur hjá starfsfólki og þjónustuaðilum og skattgreiðslur af þeim yrðu hins veg- ar miklu hærri upphæðir," segir í greinargerðinni. „Með því að miða við að innlendur kostnaður og virðis- auki geti orðið 4-6% af veltu yrðu óbeinar skatttekjur 150-1.500 millj- ónir miðað við 25-100 milljarða króna ársveltu alþjóðlegra viðskipta- félaga.“ Auk 5% tekjuskattsprósentu er gert ráð fyrir að alþjóðleg viðskipta- félög greiði hvorki stimpilgjöld né eignarskatt og 5% skatt af arði sem greiddur er út til erlendra eigenda. Meðferð á arði innlendra eigenda yi'ði önnur. Arður innlendra eigenda skattlagður sem tekjur Vilhjálmur Egilsson sagði í samtali við Morgunblaðið að meðferð á arði innlendra eigenda yrði sú að arður- inn yrði skattlagður sem tekjur hjá íslenska eigandanum. „Ef íslensk fyrirtæki eiga þetta kemur það út eins og arðurinn hafi ekki verið skattlagður í venjulegu skattumhverfi. Þá verð- ur að telja hann fram til tekna og þá er hann skattlagður að fullu sem tekjur hjá íslenska eigandanum þeg- ar hann er tekinn út úr alþjóðlegu viðskiptafélagi. Meðan honum er haldið inni í alþjóðlega félaginu er skattprósentan 5%.“ íslendingar hasli sér völl í alþjóð- legum viðskiptum með sjávarafurðir Tækifæri til að byggja upp starf- semi sem annars færi fram erlendis Hvaða skilyrði verða alþjóðlegum við- skiptafélögum sett? HUGTAKIÐ Alþjóðlegt viðskipta- félag er skilgi'eint á þann hátt í frumvarpsdrögunum sem kynnt voin í fyrradag að með því sé átt við íslenskt félag sem stundar við- skipti við aðila utan íslenskrar lögsögu eða við önnur alþjóðleg viðskiptafélög hér á landi með vörur, þjónustu eða önnur verð- mæti sem eiga uppruna sinn utan íslands. Alþjóðlegt viðskiptafélag verð- ur einungis stofnað sem lilutafé- lag eða einkahlutafélag og í heiti þeirra skal vera skammstöfunin a.v. Til að félag hefji starfsemi þarf starfsleyfi, sem fjármálaráðherra veitir að lokinni meðferð umsókn- ar þar sem starfsemi er lýst og upplýsingar veittar um stofnend- ur, hluthafa og sljórnendur. Þess er krafist að upplýsingar liggi fyrir um sakarferil þeirra. Sér- stakri nefnd er falið að kanna um- sókn og feril aðstandenda félags. Á blaðamannafundi þar sem frumvarpsdrögin um alþjóðleg viðskiptafélög voru kynnt, sagði Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur, að einkenni þeirra væri að við- skiptavinir þeirra þyrftu alltaf að vera erlendir aðilar, bæði birgjar og kaupendur. Viðskiptin mega snúast um vör- ur sem EES-samningurinn nær ekki til. Ekki má eiga viðskipti með vörur, þjónustu og verðmæti við íslenska aðila, að undanskild- um rekstrarvörum, fasteignum, flugvélum og skipum (þó ekki ' fískiskipum) og öðru sem nauð- synlegt er til þess að viðskiptafé- lagið geti starfað. Alþjóðlegt viðskiptafélag má hins vegar eiga viðskipti við fyrir- tæki á borð við skipafélög, ti’ygg- ingafélög og peningastofnanir hérlendis. Alþjóðlegt viðskiptafélag getur verið í eigu íslenskra eða er- lendra aðila. Það getur verið eignaraðili að öðrum alþjóðlegum viðskiptafélögum en ekki að öðr- um atvinnufyrirtækjum hér á landi. Reksturinn skal íjárhagslega óháður og aðskilinn rekstri ann- arra aðila. Heimila má slíku félagi að færa bókhald og reikningsskil í erlendri mynt. Fjármálaráðherra hefur eftirlit með starfseminni og ber félagi að skila ráðuneytinu skýrslu um starfsemi sína. Skattfríðindi Auk þess sem tillögur gera ráð fyrir að tekjuskattsprósenta al- þjóðlegs viðskiptafélags verði 5% og erlendir eigendur greiði 5% skatt af útgreiddum arði er gert ráð fyrir að þau greiði hvorki eignarskatt né stimpilgjöld. Fram kemur í greinargerð að frumvarpið um alþjóðleg verslun- arfélög leggur sem slíkt enga áherslu á sjávarafurðir. Það er haft almenns eðlis til að loka ekki möguleikum að óþörfu. Skuld- bindingar Islendinga vegna Evr- ópska efnahagssvæðisins eru hins vegar sagðar takmarka aðra möguleika í starfsemi slíkra fé- laga. Þær vörur, sem samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið nær ekki yfir, eru einkum sjávar- afurðir og landbúnaðarvörur. Auk sjávarfangs og Iandbúnað- arvara er gert ráð fyrir að alþjóð- legt viðskiptafélag geti starfað sem eignarhaldsfélag sem ein- göngu fjárfesti í eða njóti arðs af eignarhlutum í fyrirtækjum er- lendis eða þá í eignarréttindum, á borð við hugverk, útgáfuréttindi, framleiðsluleyfi, einkaleyfi og hönnunarréttindi. Friðrik Pálsson, forstjóri SH Býst við stofnun fyrirtækis af þessum toga FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það hefði ekki hindrað við- skipti með sjávarafurðir hér á landi að ekki hefur til þessa verið boðið upp á þriðja lands viðskipti. Friðrik var spurður um hve raunhæf hann teldi þau markmið, sem Vilhjálmur Egilsson Iýsti við kynningu lagafrumvai'psins, að vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga og þriðja lands viðskipta hérlend- is, mætti stefna að tvöfóldun veltu í viðskiptum með sjávarafurðir á Islandi á þremur árum. Friðrik sagði að þessi kostur, sem þarna væri í boði, skapaði ákveðna möguleika, sem SH muni athuga hvernig unnt verði að nýta. „Á hinn bóginn hlýtur fyrst og fremst að skipta máli að þau við- skipti, sem við erum í, skili arði. Því inun reynslan ein skera úr um hvort þessi viðskipti verða mikil eða lítil og hversu hratt þau vaxa.“ „En ég býst við að þegar þetta verður orðið að lögum munum við nýta okkur það að stofna fyrir- tæki af þessum toga hér,“ sagði Friðrik. Hann sagði að starfsmaður nefndarinnar, sem samið hefur frumvarp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög, hefði leitað til SH meðan hún var að störfum og fengið þau svör að það væri áhugaverður möguleiki að at- hafna sig með vörur frá öðru landi til þriðja lands á þennan hátt. Á þessum markaði hér- lendis í tíu ár Jón Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri fisksölufyrir- tækisins Marbakka, sagði að fyr- irtækið hefði í raun verið í þess- um þriðja lands viðskiptum hér á landi í tíu ár. „Auðvitað er það fýsilegur kostur fyrir okkur að borga 5% [tekjuskatt] í staðinn fyrir 34%. Þetta er rnjög athyglisvert fyrir okkur.“ Jón Guðlaugur sagði að þriðja lands viðskipti væru um helming- ur af viðskiptum Marbakka og væri velta fyrirtækisins í þessum viðskiptum sjálfsagt um 500 millj- ónir króna á ári. Hann sagðist hins vegar aldrei hafa íliugað hugmyndina um alþjóðleg við- skiptafélög fyrr en á miðvikudag. Við fyrstu sýn kæmi hugmyndin sér vel fyrir sjónir en hann ætti eftir að kynna sér málið betur. Ekki náðist í Gunnar Orn Krist- jánsson, forsljóra SÍF, og Benedikt Sveinsson, forstjóra íslenskra sjáv- arafúrða, en báðir eru erlendis. Sæmundur Guðmundsson, að- stoðarforstjóri ÍS, sagði að menn ættu eftir að fara yfir hugmyndir nefndarinnar hjá fyrirtældnu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.