Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn í NOKKRUM verslunum á Laugaveginum í Reykjavík má sjá mynd af forsetahjónunum. Kista Guðrúnar Katrínar heim í dag Sjönvarpað frá athöfninni RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð tvö verða með sameiginlega beina útsendingu frá Keflavíkur- flugvelli í dag þegar kista Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar kemur heim frá Bandaríkjunum. Aætlað er að flugvél Cargolux, sem flytur kistu Guðrúnar Katrínar frá Seattle í Bandaríkj- unum til íslands, lendi á Kefla- víkurflugvelli um kl. 12.30. Með í för verða forseti Islands og dæt- ur hans tvær auk forsetaritara. A flugvellinum verða auk nán- ustu ættingja forsetafjölskyld- unnar handhafar forsetavalds og makar þeirra, ríkisstjórn Islands og makar ráðherranna, ráðu- neytisstjórar í forsætis- og utan- ríkisráðuneytinu, biskupinn yfir Islandi, ríkislögreglustjórinn, sýslumaðurinn og flugvallar- stjórinn á Keflavíkurflugvelli og starfslið forsetaembættisins. Lúðrasveit leikur við athöfnina og biskupinn flytur blessunar- orð. Frá flugvellinum verður ekið að Bessastaðakirkju þar sem kistan mun standa þar til útfór fer fram. í Bessastaðakirkju verður stutt athöfn ætluð nán- ustu fjölskyldu Guðrúnar Katrín- ar. Forsætisráðherra hefur ákveðið að fáni skuli dreginn í hálfa stöng við opinberar stofn- anir á morgun. Jafnframt hefur ríkisstjómin ákveðið að skrifstof- ur stjórnarráðsins og aðrar opin- berar stofnanir, eftir því sem tök eru á, verði lokaðar fyrir hádegi og til kl. 13 á útfarardaginn, mið- vikudaginn 21. október. í sam- ráði við menntamálaráðherra er mælst til þess að kennsla verði felld niður þennan dag til kl. 13. FRÉTTIR Boðað samstarf sveitarfélaga og Hitaveitu Suðurnesja Lægra raforkuverð er helsta markmiðið SAMKOMULAG Hitaveitu Suður- nesja, Hafnarfjarðarbæjar, Garða- bæjar og Bessastaðahrepps um vilja þeirra til samvinnu í orku- og veitumálum var kynnt í gær. Þar kom m.a. fram að óánægja er með að arður af starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur renni óskiptar í borg- arsjóð. Markmið sveitarfélaganna með samkomulaginu er að ná fram lægra raforkuverði fyrir einstak- linga og fyrirtæki, nýta jarðhita- auðlindir innan sveitarfélaganna og eftir atvikum víðar á landinu og öðlast aukna hlutdeild í eigin orku- málum. A fundinum kom fram að í sam- komulaginu eru markmið að stuðla að nýtingu jarðhitaauðlinda á Reykjanesskaga, þar með talið í Krísuvík, við Trölladyngju, Brenni- steinsfjöll og eftir atvikum víðar á landinu. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðumesja, sagði að það ylti á því hvort ráðist yrði í byggingu raforkuvers eða alhliða orkuvers hvenær framkvæmdir gætu hafist. „Það er ljóst að í núverandi lagaumhverfi þarf íyrst að ti-yggja réttindin. Við munum fara af stað með því að óska eftir rannsókna- leyfi á þessum stöðum. Síðan þarf að fara fram umhverfismat. Við er- um því að tala um tveggja til þriggja ára undirbúning áður en hægt verður að ráðast í fram- kvæmdir," sagði Júlíus. Þetta starf verður í höndum verkefnastjórnar sem einnig er ætlað að meta verðmæti þeirra eigna sem aðilar geta lagt til verk- efnisins, kanna réttarstöðu aðila varðandi jarðhitaréttindi og orku- sölusamninga, afla frekari jarðhita- réttinda og kanna hvaða félags- form henti best fyrir samstai-fið. Arðgreiðslur ekki skilað sér Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir að í sam- komulaginu felist að verið sé að marka braut inn í framtíðina en ekki sé verið að efna til ófriðar við Hitaveitu Reykjavíkur. Hann segir að inni í tveimur síðustu fjárhagsá- ætlunum Hafnarfjarðarbæjar hafi verið gert ráð iyrir arðgreiðslum frá Hitaveitu Reykjavíkur, um 35 milljónum kr., sem ekki hafi skilað sér. Orkukaup af Hitaveitu Reykjavíkur nemi á fjórða hundrað milljónir kr. á ári og kom fram á fundinum að það væri nálægt 10% af heildartekjum Hitaveitu Reykja- víkur. Fengist eðlilegur arður, þ.e. 30%, í takt við arð Reykjavíkur- borgar, ætti Hafnaríjarðarbær að fá um 90 milljóna kr. arðgreiðslu á ári. „Það þarf að fara í gegnum þær lögfræðilegu forsendur sem liggja að baki og þann samning sem var gerður upp úr 1970 við Hitaveitu Reykjavíkur. Gildistími hans er ei- lífðin. Samningurinn var ekkert slæmur á sínunytíma en hann er bam síns tíma. I samningnum er ákvæði um 7% afgjaldsreglu en reiknireglurnar sem á að nota eru óskiljanlegar. Þær hafa samt þýtt það að Reykjavíkurborg hefur alltaf fengið sinn arð upp á 800-900 milljónir kr. á ári en við höfum aldrei fengið neitt. Hitaveita Reykjavíkur borgar enga skatta heldur er veita í opinberri eigu og þjónustufyrirtæki fyrir íbúa á svæðinu. Það má auðvitað velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að íbúar eins svæðis njóti arðs af fyrirtæk- inu og þar með arðs af íbúunum sem búa hér,“ sagði Magnús. Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri í Garðabæ, segir að þegar mörg hundruð milljóna kr. arður vegna orkusölu renni óskiptur í eitt sveitarfélag, þar sem fjármunirnir . eru notaðir til almenningsþjónustu fyi-ir viðkomandi íbúa, fari aðrir íbúar, þ.ám. Garðbæingar, á mis við þessi gæði. „Þetta er dulin skattheimta og meðan málum er skipað með þeim hætti sem raun ber vitni hljóta sveitarstjórnarmenn að koma sér í röð til að ná hlutdeild í þessari tekjuöflun og einmitt það felst í þessu samkomulagi,“ sagði Ingi- mundur. Vörusala úr þrotabúi Radiobúðarinnar Seljandi vöru ber alltaf ábyrgð JON Magnússon hæstaréttarlög- maður og varaformaður Neytenda- samtakanna segir að seljandi beri í raun alltaf ábyrgð á söluhlut og því standist ekki auglýsing um útsölu á vörum úr þrotabúi Radíóbúðarinn- ar, sem hefst í dag, en þar segir að allir hlutir séu seldir án ábyrgðar. Jón segir að út af fyrir sig sé ábyrgðin fyrir hendi þar sem um sé að ræða millilið í sölu. í auglýsingu frá þrotabúinu í Morgunblaðinu í gær sagði: „Allir hlutir eru seldir án ábyrgðar." Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar um væri að ræða venjulegan seljanda, hvort sem í hlut ætti ein- staklingur eða fyrirtæki, þá bæri hann ábyrgð á söluhlut. Þá væri það ljóst að framleiðandi merkja- vöru bæri framleiðendaábyrgð. „Hins vegar tekur fólk alltaf ákveðna áhættu þegar það er að gera viðskipti. í þessu tilviki er um að ræða þrotabú og það liggur fyrir að krafa þess sem kaupir mun af þrotabúinu getur aldrei orðið fram- ar í ki’öfuröðinni en almenn krafa og því liggur fyrir að kaupandinn myndi aldrei fá bætur. í þessu til- viki hefur skiptastjórinn orðað þetta með óheppilegum hætti og eðlilegra hefði verið að segja í aug- lýsingunni að skiptaráðandi vildi vekja athygli þeirra sem kaupa af þrotabúinu á að engar eignir séu til í því til að bæta hugsanlega galla sem kynnu að vera á sölumunum. Þannig myndi auglýsingin senni- lega vera kórrétt miðað við ákvæði laga um lausafjárkaup." BLÓMATÍÐ GAMLINGJANNA LEIKLIST Þjóðleikhúsið MAÐUR I' MISLITUM SOKKUM EFTIR ARNMUND BACKMAN. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Guðrún S. Gísladóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Eyj- ólfsson, Helga Bachmann, Ólafur Darri Ólafsson og Þóra Friðriksdóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Ásmund- ur Karlsson. Smíðaverkstæðið 16. október ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í gærkvöldi gamanleik eftir Arnmund Backman sem lést í september síðastliðnum. Hugmyndin að verk- inu er bráðsmellin, eins og þeir vita sem sáu uppfærslu Snúðs og Snældu, leikfélags eldri borgara í vor sem var sýnd yfir tuttugu sinn- um við góðar undirtektir: Oldruð kona finnur í bíl sínum karlmann á sama aldri, kaldan, hrakinn og minnislausan, miskunnar sig yfir hann og býður honum heim. Þar dvelst hann í viku við misjafnar undirtektir nágranna kon- unnar, sem gruna hann um hið versta, þar til loks er auglýst eftir honum og minnið kemur til baka. Eða þannig liggur að minnsta kosti í málunum á yfirborðinu. Endirinn kemur síðan á óvart og verður að sjálfsögðu ekki upplýstur hér. Þetta leikrit hefur marga sjaldgæfa kosti. Fléttan er bráðsniðug, eins og fyrr segir, text- inn er vel saman settur og leiftrar af ósvikinni kímnigáfu, hvergi er farið yfir strikið í fárán- leika eða afkáraskap eins og stundum vill brenna við í fórsum, og síðast en ekki síst: Hér eru mörg bitastæð hlutverk íyrir leikara af elstu kynslóðinni en eins og leikhúsgestir vita hafa slík hlutverk ekki verið á hverju strái í uppsetningum leikhúsanna síðastliðin ár. Kannski er þó að renna upp blómatíð fyrir elstu kynslóð íslenskra leikara (til hennar telj- ast margir af bestu leikurum landsins) og má benda í því sambandi á Fjögur hjörtu Olafs Jóhanns Ólafssonar sem sýnt hefur verið við ágæta aðsókn í tæp ár og Rommí sem frum- sýnt var í Iðnó í byrjun september og virðist sömuleiðis ætla að ganga vel og lengi. Það er einvalalið sem fer með aðalhlutverk- in sex. Bessi Bjamason leikur minnislausa manninn og fór hann á kostum í svipbrigðum, þótt ekki ætti hann mikinn texta framan af. Undir lok leiksins færist heldur betur fjör í Morgunblaðið Þorkell hann og sýndi hann þá alkunna skoptakta sem aldrei bregðast. Þóra Friðriksdóttir leikur Steindóru hina miskunnsömu konu og túlkaði hún á sannfærandi máta feimni hennar og hlé- drægni. Gunnar Eyjólfsson og Guðrún Þ. Stephensen leika nágrannahjónin Bjarna og Fríðu og voru þau bæði óborganlega fyndin. Gunnar skapar hér enn einn gamlingjann af slíkri fagmennsku að unun var á að horfa. Guðrún ólgaði af krafti og kitlaði óspart hlát- urtaugar áhorfenda. Helga Bachmann og Ámi Tryggavson leika hjónin Dóra og Lilju og sal- urinn ætlaði bókstaflega að rifna af hlátri þeg- ar þau birtust fyrst: hann á jogginggalla og lakkskóm, hún með ljósa hárkollu og tildur- rófulega klædd. Árni átti stjömuleik og upp- skar mikinn fögnuð áhorfenda. Karakter Helgu er hins vegar sá veikasti frá höfundar- ins hendi og var túlkun hennar oft á tíðum of bamsleg. Guðrún S. Gísladóttir og Ólafur Darri Ólafsson leika börn hins minnislausa, hún er taugaveiklaður sálfræðingur með áhyggjur af almenningsálitinu og hann stressaður bisness- maður við það að fara á hausinn. Bæði áttu þau marga góða takta. Sviðsmynd og búningar Hlínar Gunnars- dóttur era í anda hins smásmugulega raunsæ- is en vel kryddað með húmor. Hvora tveggja hæfir verkinu fullkomlega. Sérlega skemmti- legt er fortjaldið sem samanstendur af hliðar- gardínum og stórrisum íbúðar Steindóru. í heild er hér um afar vel heppnaðan gam- anleik að ræða og greinilegt að Sigurði Sigur- jónssyni lætur ekki síður vel að leikstýra skopi en að túlka það sjálfur. Hinu er ekki að leyna að þónokkuð var um tafs og mistök í textameðferð á framsýningunni. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur skemmtu sér konunglega. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.