Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGAEDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Rangárvallasýsla: Lína sú sem afma'i svæöisskipulag miðhálendisins } Rangárvallahreppur Ijótshlíðarhrgppur Mörk sveitarfélaga kunna að V-Laiítíeyjahr, A-Landey Unnið að sameiningu Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag hefur selt KA verslanir sínar. Dag- vöruverslunin á báðum stöðunum er því undir stjóm fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í annarri sýslu. „Flest gömlu þrætueplin eru úr sögunni," segir Guðmundur. Guðmundur segir að samvinna sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu hafí aukist mjög á undanfómum ár- um. Þannig reki átta sveitarfélög saman sorpsamlag. Búið er að ákveða að sameina slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli með formlegum hætti í Brunarvarnir Rangárvalla- sýslu sem taka tO starfa um áramót. Yfírstjórn heilsugæslustöðvanna á Hellu og HvolsveOi hefur verið sam- einuð og sveitarfélögin hafa aukið samstarf um skipulag hálendisins. Þá vekur hann athygli á að samstarf frjálsra félagasamtaka hafi aukist mjög, meðal annars hjá klúbbum og kóram. Loks er nefnt að fólk sæki í auknum mæli vinnu á mOli staðanna. „Ég tel að það sé mjög hröð þróun í þá átt að menn líti á sýsluna'sem eitt atvinnusvæði og í raun eitt samfé- lag,“ segir Guðmundur. Sveitarstjórinn á Hellu telur að tvö 1.500 til 1.600 manna sveitarfélög séu einfaldlega ekki nógu öflugar einingar. „Það þarf að mynda afl til að taka á í framkvæmdum, atvinnu- málum og félagslegri þjónustu. Möguleikar héraðsins verða meiri í samkeppninni um fólk og tækifæri, eftir því sem sveitarfélagið verður stæma,“ segir Guðmundur. Víðáttumikið sveitarfélag Nýja sveitarfélagið í Rangárvalla- sýslu yrði mjög landstórt sveitarfé- lag. Það næði frá sjó og norður fyrir miðjan Hofsjökul. Þar er mikil og fjölbreytt náttúra, meðal annars nokkrir fjölfamir ferðamannastaðh’. íbúamir vora 3.226 um síðustu ára- mót en þeim hefur heldur fækkað það sem af er árinu. Landbúnaður, úrvinnsla afurða og þjónusta er und- irstaða atvinnunnar. I Rangárvalla- sýslu er mikil mjólkurframleiðsla og hrossarækt og nokkur sauðfjárrækt. Þar era mestu kom- og kartöflu- ræktarsvæði landsins og mikil kjúklingarækt. Sláturfélag Suður- lands er með sína stærstu afurðastöð á Hvolsvelli og Reykjagarður hf. rekur stærsta alifuglasláturhús landsins á Hellu, svo dæmi séu tekin af starfseminni. Atvinna er nokkuð fjölbreytt en þó er enginn sjávarút- vegur í Rangárvallasýslu. Auk þéttbýliskjarnanna tveggja má nefna skóla- og menningarsetur á Skógum undir Eyjafjöllum og Laugalandi í Holtum, þéttbýl- iskjarna í Þykkvabæ og annan minni í Gunnarsholti á Rangárvöll- um. Afl í samkeppni um fólk og tækifæri UNNIÐ er að sameiningu allra sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu í eitt. Sveitarfélögin tíu eru þessar vikumar að kjósa sameiningarnefnd og er búist við að hún komi saman um miðjan nóvember. Sveitarstjór- inn á Hellu segir að með sameiningu aukist héraðið að afli í samkeppninni um fólk og fyrirtæki. I stóru sameiningarkosningunum 1993 vora greidd atkvæði um sam- einingu sveitarfélaganna í Rangár- vallasýslu í tvö sveitarfélög. Skiptin áttu að vera um Eystri-Rangá, þannig að Hella yrði þjónustumið- stöðin í vestari hlutanum og Hvols- völlum í þeim eystri. Var þetta sam- þykkt í sveitarfélögunum sem Hella og Hvolsvöllur tilheyra en fellt í öll- um hinum. A árinu 1996 hófst á ný umræða um sameiningu, nú á vett- vangi Héraðsnefndar Rangæinga. Meðal annars var gerð skoðana- könnun meðal íbúanna í byrjun þessa árs. Kom þar í ljós að 77% íbúa á aldrinum 18 til 75 ára vildu einhvers konar sameiningu og var marktækur meirihluti íyrir því í öll- um sveitarfélögunum. Fólk hafði hins vegar mismunandi skoðanir á því hversu stór sameiningin ætti að vera. íbúamir skiptust í tvo nokkurn veginn jafnstóra hópa, annar vildi sameiningu í eitt sveitarfélag en hinn í tvö. Umræðum um samein- ingu var frestað fyrir sveitarstjóm- arkosningarnar í vor en þráðurinn aftur tekinn upp í haust. Kosið í sameiningarnefnd Fulltrúar ajlra sveitarfélaganna samþykktu á fundi á dögunum að leggja til við sveitarstjórninar að skipuð yrði formleg sameiningar- nefnd, samkvæmt lögum þar um. Kjósa á tvo fulltrúa frá hverju sveit- arfélagi og verður það gert á næstu fundum sveitarstjómanna. Rangár- vallahreppur, þar sem Hella er aðal þéttbýliskjaminn, hefur þegar kosið sína fulltrúa. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason GUÐMUNDUR I. Gunnlaugsson, sveitarsljóri á Hellu. I baksýn sést nýtt íþróttahús sem þar er í byggingu. Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu og annar full- trúi Rangárvallahrepps í sameining- amefndinni, segir að byrjað verði á því að kanna vilja til að sameina Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag. Hann segir að hugmyndir um sam- einingu í tvö sveitarfélög byggi vafa- laust á þeim sjónanniðum að skyn- samlegra sé að sameina fyrst í tvö sveitarfélög vegna gamalgróins rígs milli Hellu og Hvolsvallar. Einnig óttist sumir íbúamir að þeir þurfi að sækja þjónustuna um lengri veg en áður, verði sveitarfélagið eitt. Gamalgróinn rígur Þéttbýliskjamamir á Hellu og Hvolsvelli hafa byggst upp í tals- verðri samkeppni í sextíu ár. Sveit- arfélögin era svipuð að stærð og hafa báðir staðimir gert tilkall til höfuðstaðamafnbótar í sýslunni en einungis 15 kflómetrar eru á milli þeirra. Hvolsvöllur byggðist upp í kringum Kaupfélag Rangæinga sem var hluti af SÍS en Hella í kringum Kaupfélagið Þór sem var utan SIS. Bæði félögin voru með verslun og þjónustu við landbúnaðinn og skip- uðu bændur sér í fylkingar eftir þessum verslunarfélögum. Stjóm- mál blönduðust einnig inn í málið, Framsóknarflokkurinn hafði mest ítök á Hvolsvelli en Sjálfstæðisflokk- urinn á Hellu. Þessir gömlu hagsmunir eru ekki fyrir hendi með sama hætti og áður og telur Guðmundur sveitarstjóri á Hellu að rígurinn á milli staðanna hafí minnkað verulega. Þess má geta að gömlu verslunarfyrirtækin era ekki til í sinni fyrri mynd. Kaupfélag Rangæinga sameinaðist KA á Sel- fossi. Þríhyrningur hf. sem rekur sláturhús og pakkhús á Hellu og í Þykkvabæ er að vísu óbeint fram- hald af Kaupfélaginu Þór en félagið vera óviss og jafnvel óþeWð inn til landsins. / fiallahr./A-Evia- /^ i\ )' Heimild: Skipulag ríkisjns M'ahr/ ^ands ay 25 km Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason AÐALHEIÐUR Sigurðardóttir, húsmóðir í Vogi í Flatey, ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Grétu Aðalsteinsdóttur, gaf yfir 90 manns að borða um síðustu helgi. Margir ferðamenn heim- sóttu Flatey í sumar Stykkishólmi - Hjónin Aðal- heiður Sigurðardóttir og Guð- mundur Lárusson reka veit- ingastaðinn Vog í Flatey. Þau eru búsett í Stykkishólmi, en halda út í Flatey á vorin og dvelja þar yfir sumarið ásamt börnum sínum. Þau hafa end- urbyggt og stækkað húsið Vog sem stendur í flæðarmál- inu. Áður en þau hófu að reka Vog var engin þjónusta við ferðamenn. Leysa þau hjón mikinn vanda með því að bjóða upp á veitingar og gist- ingu yfír sumartímann. Aðal- heiður segir að mikill ferða- mannastraumur hafí verið til Flateyjar í sumar og hafí hún haft mikið að gera. Fyrir nokkrum árum stækkuðu þau húsnæðið og batnaði öll að- staða við það. Þessa dagana er mikið um að vera í Vogi. Hún sér um fæðið fyrir fólkið sem dvelur nú í Flatey við upptökur á kvikmyndinni „Ungfrúin góða og húsið“. Um helgina 16.-18. október voru yfir 90 manns í fæði hjá Aðalheiði og þann tíma var lítið um hvfld. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir ÞÁTTTAKENDUR í forinni, frá vinstri: Gunnur Jóhannsdóttir, Sigríður H. Skúladóttir, Þórdís Jónsdóttir, Anna Sigrún Ásgeirsdóttir, Stefán S. Símonarson, Gunnar Guðbjartsson, Kristján Þór Sigurvinsson og Daní- el P. Hansen kennari. Fóru í skólabúðir í Þýskalandi Miklaholtshreppi - Nú í byrjun skólaársins fóra nemendur í 9. bekk Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi í skólabúðir í Christianslyst í Þýska- landi. Á síðastliðnu skólaári var auglýst á vegum Norrænu Iþróttanefndar- innar eftir umsóknum grunnskóla- nema, til að fara í skólabúðir í Þýskalandi. Umsóknir miðuðust við þáverandi 8. bekk og var Laugar- gerðisskóli valinn til þessarar ferð- ar ásamt Reykhólaskóla og Ár- skógsskóla í Eyjafirði. Undirbún- ingur hófst strax í vor og stóðu nemendur fyrir fjáröflun í sumar. Þeir tóku t.d. að sér vinnu fyrir söluskálann Vegamót, skógræktar- félagið, auk þess að vinna í útgáfu á símaskrá fyrir Kolbeinsstaðahrepp og Eyja-og Miklaholtshrepp. Nemendur ásamt Daníel P. Han- sen kennara flugu til Kaupmanna- hafnar og óku þaðan með lest til N- Þýskalands. Þar dvöldu þeir í 5 daga, ásamt krökkum frá hinum Norðurlöndunum. Þar voru iðkaðar íþróttir og haldnar kvöldvökur svo eitthvað sé nefnt. Þegar heim á leið var haldið fóra nemendur til baka til Kaupmannahafnar með lest og fengu að eyða einum degi þar á Strikinu og í Tívolí. Krakkamir era sammála um það að þetta hafí verið lærdómsrík og skemmtileg ferð í alla staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.