Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT SSI leggur til stofnun landsfélags sjómanna „Mikilvægt að einingarnar verði sem fæstar og stærstar“ Reuters Ungverjar minnast uppreisnar FLEST bendir nú til að sjómanna- félögin í landinu sameinist í eitt stórt landsfélag sjómanna. 21. þing Sjómannasambands Islands sam- þykkti ályktun í gær þess efnis að nauðsynlegt sé að fækka félögum, sem hafi samningsumboð til að semja um kaup og kjör sjómanna, fækki þannig að félagseiningarnar verði færri og stærri. Þingið taldi að markmiðið sé að í framtíðinni verði samið um kaup og kjör sjó- manna á einu borði og því mark- miði megi ná með stofnun eins landsfélags sjómanna. Svipuð um- ræða á sér stað innan Farmanna- og fiskimannasambands Islands, en vélstjórar eru flestir í einu landsfélagi, Vélstjórafélagi Is- lands. Þessari ályktun þingsins, sem lauk í gær, var beint til sambands- stjórnar SSI. Jafnframt áréttaði þingið að með sameiningu sjó- mannafélaganna sé ekki stefnt að því að brjóta niður félagseiningar á hverjum stað. Þvert á móti sé hugunin sú að áfram verði unnt að starfrækja slíkar einingar eftir at- vikum sem deildir í stærri félög- um. Skoðanakönnun um hug sjómanna Jafnframt var samþykkt að beina því til sambandsstjórnar SSÍ, að hún léti fara fram skoðana- könnun meðal sjómanna sem aðild eiga að félögum sem eru í SSÍ um skoðun þeirra á því að stofna eitt landsfélag sjómanna. Mikil áherzla verði lögð á að skoðanakönnunin verði mjög vandlega undirbúin og unnin af fagaðilum. Stefnt skuli að því að henni verði lokið fyrir fyrsta maí 1999. Þegar niðurstöður liggi fyrir, verði sambandsstjórnin boð- uð til fundar til að marka stefnuna fram á veginn. Loks yar því beint til aðildarfé- laga SSÍ að þau taki til sérstakrar umfjöllunar skipulagsmál SSÍ á komandi félags- og aðalfundum. Mest umræða um skipulagsmálin „Helztu mál þingsins voru at- vinnu- og kjaramál, öryggismál og loks skipulagsmál, sagði Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ í sam- tali við Morgunblaðið að þinginu loknu. „Kannski má segja að þar hafi umræðan verið langmest, hörðust og mjög skiptar skoðanir milli manna. Það var nauðsynlegt veganesti fyrir sambandsstjómina til næstu tveggja ára að heyra ofan í menn. Það voru samþykktar þar ályktanir um að fara í skoðana- kannair meðal sjómanna um vilja þeirra. það verður svo okkar hlut- verk að starfa eftir þeirra vilja svo ákvörðunin um þessa skoðana- könnum svar hvað markverðast í þeirri umræðu.“ Skilvirkari ákvarðanataka Eigum við von á því að á allra næstu árum verði stofnað eitt félag sjómanna, Sjómannafélag íslands? „Eg leyni því ekkert að það er mín skoðun að svo ætti að verða mjög fljótlega og þá á ég við inn- an tveggja til þriggja ára. En menn eru ekki allir sammála um það. Sumir telja það fyrirkomu- lag, sem er í dag, mjög gott, en vilja þó sníða af því nokkra agnúa. Ef við ætlum að styrkja okkur og efla í baráttunni fyrir sjómenn, eigum við að verða með sem fæst- ar einingar. Þeim mun færri og stærri, þeim mun styrkari. Þá verður öll ákvarðana taka einnig skilvirkari. Það tekur oft langan tíma, þegar leita þarf með málin inn í 37 félög til að fá niðurstöðu. Það er oft þannig að ekki er hægt að bíða í langan tíma eftir ákvörð- unum. Það verður að taka þær strax. Þetta var mjög gott þing. Það var starfsamt og nefndarstörf skil- uðu sér mjög vel. Mér finnst það alltaf góð þing, þegar menn skipt- ast á skoðunum og svo var nú, sér- staklega í skipulagsmálunum, en reyndar öðrum málaflokkum líka. Það er mjög gott fyrir forystuna að heyra mismunandi skoðanir, því öðlast þeir meiri skilning á því, sem er að gerast í kringum þá. Ég er mjög ánægður að loknu þessu þingi, þar voru engar væringar eða leiðindi af neinu tagi og góð niður- staða í öllum helztu málaflokkun- um,“ sagði Sævar Gunnarsson, sem var endurkjörinn formaður SSÍ. ARPAD Goncz, forseti Ungverja- lands, lagði í gær blóm að Ieiði Imres Nagys, fyrrverandi forsæt- isráðherra landsins, en hann var leiðtogi uppreisnarinnar í Ung- verjalandi árið 1956 gegn yfírráð- um Sovétkommúnista. Héldu Ungveijar í gær hátíð í minningu þess að 42 ár eru liðin frá upp- reisninni sem Sovéther barði nið- ur með slíkri hörku að talið er að tuttugu og fimmþúsund manns, að minnsta kosti, hafi látið lífið. I hátíðahöldum gærdagsins fögnuðu Ungverjar fullu sjálf- stæði sínu og einnig væntanlegri aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Allir skipverjar þurfa að þekkja stöðugleika Fyrrverandi meðlimur sértrúarsafnað- ar í Japan dæmdur til dauða Fleiri dauðadóm- Fræðslufundir um stöðugleika skipa haldnir víða um land Morgunblaðið/Ásdts FYRSTI kynningarfundur um stöðugleika skipa var haldinn um borð í Sæbjörgu á fimmtudag og var hann vel sóttur. ar væntanlegir Tdkýó. Reuters. SAMGÖN GURÁÐUNE YTIÐ mun á næstu vikum og mánuðum beita sér fyrir fræðslufundum um stöðugleika skipa. Tilgangur fund- anna er að minna á mikilvægi málsins fyrir öryggi áhafna og skipa. A fundunum verður farið yf- ir alla helstu þætti sem varða stöð- ugleika skipa og notast við mynd- band og módel til að skýra málið frekar. Þá er einnig farið yfir helstu lög og reglur. Kennarar úr Stýrimannaskólanum og starfs- menn Siglingastofnunar Islands annast kynninguna. Fundirnir eru öllum opnir en sérstaklega er vænst þátttöku sjómanna og út- gerðarmanna. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hleypti fundarherferðinni af stokkunum á fyrsta fundinum sem haldinn var um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavamaskóla sjómanna á fimmtudag. Þar sagði Halldór m.a. að síðustu misserin hefði farið fram töluverð umræða um stöðugleika skipa í þjóðfélaginu. Mikilvægt væri að skipsáhafnir gerðu sér grein fyr- ir stöðugleika skips síns og að lög og reglur þar að lútandi væru í heiðri hafðar. Á námskeiðunum yrði lögð áhersla á að kynna helstu þætti stöðugleika og þannig tryggt að hörmuleg slys verði sem sjaldnast vegna þess að sjómenn hafi ekki þekkingu eða skilning á stöðugleika skipanna. „Island er fiskveiðiþjóð og því ber okkur að hafa öryggismál sjófarenda í öndvegi. Umræða sem þessi er þannig ætluð til fækka slys- um úti á sjó,“ sagði Halldór. Á fundinum fjallaði Sigurður Jónsson, kennari við Stýrimanna- skólann í Reykjavík, um eðli stöð- ugleika og helstu reglur þar um. í máli hans kom m.a. annars fram að mikilvægt væri fyrir skipstjómar- menn að vita hve mikið megi lesta skip. Hann lagði einnig ríka áherslu á að allir í áhöfn skips þyrftu að skilja eðli og sjólag skips- ins og vita hvemig koma eigi þunga fyrir um borð. Fundir um allt land Fleiri fundir verða haldnir víðs vegar um landið á næstu vikum: 24. okt. ísafirði og Raufarhöfn 25. okt. Hólmavík og Húsavík 30. okt. Sauðárkróki og Reyðar- firði 31. okt. Stöðvarfirði og Siglufirði 1. nóv. Höfn og Skagaströnd 13. nóv. Keflavík og Dalvík 14. nóv. Vestm.eyjum og Akureyri 20. nóv. Akranesi og Þorlákshöfn 21. nóv. Grundarfirði og Grindavík Síðar verður auglýst á viðkom- andi stöðum hvar fræðslufundimir verða haldnir og á hvaða tíma. Fundur í Grímsey verður tilkynnt- ur síðar. DOMSTOLL í Tokýó dæmdi í gær til dauða mann sem var á sínum tíma meðlimur í sértrúarsöfnuðin- um Aum Shinry Kyo (Æðsti sann- leikur)sem bar ábyrgð á gasárás í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995 þar sem tólf manns dóu og margir veiktust hastarlega. Er gert ráð fyrir að fleiri slíkir dómar fylgi í kjölfarið. Sakborningurinn, Kazuaki Okazaki, átti að vísu ekki þátt í gastilræðinu sjálfu en var dæmdur fyrir morðin á Tsutsumi Sakamoto, lögmanni sem beitti sér gegn söfn- uðinum, konu hans og eins árs gömlum syni árið 1989. Bíður Shoko Asahara, leiðtogi safnaðarins, sjálf- ur dóms fyrir gasárásina en einnig fyrir þátttöku í morðunum á Sakamoto-fjölskyldunni. Okazaki játaði glæpi sína árið 1995 en saksóknari benti við réttar- höldin á að Okazaki hefði láðst að geta þess þá að hann sjálfur kyrkti Sakamoto með berum höndum. Lögfræðingur Okazakis hafði samt sem áður farið fram á vægð þar sem játning sakborningsins hefði aðstoð- að yfírvöld við rannsókn málsins, sem lengi hafði gengið illa. Sagði Megumi Yamamuro, dóm- ari í málinu, við dómsuppkvaðningu að vægð kæmi ekki til greina. „Jafnvel þótt ég taki til greina eftir- sjá sakbornings og aðrar málsbæt- ur sem hann hefur þá eru glæpir hans of alvarlegir og leyfa ekki að ég sýni vægð og mildi dóm hans í lífstíðarfangelsi." Sagði dómarinn að líta bæri á þá staðreynd að Okazaki hefði ekki gefið sig fram við lögregluna vegna eftirsjár sinnar heldur vegna þess að hann óttaðist að söfnuðurinn hygðist ráða sig af dögum. Segist Okazaki hafa sagt skilið við söfnuð- inn árið 1990, löngu fyrir gastilræð- ið mannskæða. ---------------- Klerka- kosning- ar íIran Teheran. Reuters. KOSNINGAR fóru fram í íran í gær til áhrifamikillar samkundu klerka. Mohammad Khatami, for- seti landsins, hvatti almenning til þátttöku, en gagnrýndi val fram- bjóðenda, þar sem dreginn hefði verið taumur íhaldssamra klerka. Sérfræðingaráðið svonefnda, sem skipað er 86 klerkum, tilnefnir erkiklerkinn, sem er valdamesti maður landsins. Sérstök nefnd, þar sem íhaldssamir klerkar voru í meirihluta, lagði mat á guðfræði- lega „hæfni“ frambjóðenda, og varð niðurstaðan sú að 80% þeirra sem metnir voru hæfir teljast íhalds- samir. Nokkrir mikilsvirtir stuðn- ingsmenn Khatamis drógu framboð sitt til baka í mótmælaskyni. Khatami, sem þykir frjálslyndur á íranska vísu, lét þau orð falla er hann greiddi atkvæði að það væru örugglega fleiri menn hæfir til setu í ráðinu en þeir 160 sem hlutu náð fyrir augum dómnefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.