Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 ðf' AÐSENDAR GREINAR Alþjóðlegur baráttudagur strandveiðisamfélaganna TALIÐ er að yfir 110 milljónir manna í heiminum byggi fram- færslu sína á hefðbundnum strand- veiðum og umsýslu með aflann. Skilgreining á strandveiðum ætti að liggja ljós fyrir íslendingum. Veiðar smábáta, frumbyggja og yf- irleitt þeirra sem færa veiðina dag- lega að landi falla þar undir. Strandveiðarnar eru gríðarlega mikilvægar í fæðuframboði á stór- um og fjölmennum svæðum jarðar, ekki síst þar sem prótein er af mjög skornum skammti. í aldanna rás hafa skapast sterk- ar hefðir fyi’ir veiðunum sem og margslungnu neti dreifíngar og viðskipta með aflann. Upp er risin íjölda- hreyfing, segir Arthur Bogason, gegn yfír- gangi stórfyrirtækja og yfirvalda við nýtingu hafanna. Stærstur hluti fískibátanna er frumstæður mjög í okkar skilningi. Hvað veiðiaðferðir snertir er álita- mál hvað sé frumstætt og hvað ekki. Ætli fáir falli t.d. betur undir skilgreiningu nútímans á „náttúru- vænum veiðum“ en fiskimennirnir sem ýmist ganga eða kafa eftir bráðinni. Innrásir á heimamið Á undanfórnum áratugum hafa fjölmörg strandveiðisamfélög heims orðið fyrir biturri reynslu af alþjóðlegum stórfyrirtækjum í sjávarútvegi. Sífellt fer í vöxt að fyrirtækin geri „sameiginlega áhættusamninga“ við yfírvöld ým- issa ríkja og sendi í kjölfarið flota verksmiðjuskipa inn á hefðbundin mið íbúanna. Það lætur að líkum að þessar uppákomur eru algengastar í Afríku, S-Ameríku og Asíu fjær. Ekki þarf langt mál til að útlista samráð flestra ráðamanna þessara ríkja við almúgann. Oftar en tárum taki eru samskiptin á þann veg að yfirvöld beita líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sem þetta er ritað, rotna þúsundir blásnauðra fiskimanna í dýflissum ofbeldisseggja fyrir þær sakir einar að mótmæla með frið- samlegum hætti innrásinni á heimamiðin. Fjölmiðlar hafa sjaldnast borið okkur tíðindi af þessum staðreynd- um. Sögur þessa fólks drukkna í hertólaskarki og öskrum pappírs- höndlara verðbréfahallanna. Verk- smiðjuskipin staldra ekki lengi við. Þegar allur botn er dottinn úr veið- unum og botninn á svæðinu ein- hvern veginn orðinn allt öðruvísi en þegar þau komu, hraða þau sér á brott - líklega til að heiðra físki- menn annars staðar með nærveru sinni. Þetta fískveiðimynstur kall- ast „rape and run físhery", sem vart er þörf á að þýða. Græðgin og heimskan eiga sínar dýrðlegu stundir. Alþjóðasamtök stofnuð Til allnokkurra ára hafa einstak- lingar og félög, bæði á norður- og suðurhveli jarðar, unnið að því að mynda samtök íbúa strandveiði- LIMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuveji 14,200 Kópavogi. S. 587 0980. Fox 557 4243 samfélaganna svo berjast megi gegn þessari þróun. Fremstir í flokki hafa farið Kanadamenn og Indverjar. Á síðasta ári boðuðu þessar þjóðir til ráðstefnu í Nýju- Delhi á Indlandi þar sem saman söfnuðust fulltrúar félaga og sam- taka frá 32 þjóðum, hvaðanæva; Afríku, Norður- og S-Ameríku, Evrópu og Asíu, bæði nær og fjær. Strax í upphafi ráðstefnunnar var ljóst að grundvöllur var fyrir stofnun samtaka þessara þjóða. Þetta tókst. Á síðasta degi ráð- stefnunnar, hinn 21. nóvember 1997, voru samþykkt drög að end- anlegum stofnsamningi sem lagður verður fyrir aðalfund samtakanna árið 2000. Samtökin bera nafnið World Forum of Fish Harvesters and Fishworkers (WFF) og var Indverjinn Thomas Koeherry kos- inn formaður þeirra, en hann hefur verið brautryðjandi í réttindabar- áttu indverskra fiskimanna. Landssamband smábátaeigenda er einn af stofnaðilum WFF og á sæti í stjórn samtakanna. Baráttudagur strandveiði- samfélaganna Fyrsta verk hinnar nýkjörnu stjórnar WFF var að lýsa stofndaginn, 21. nóv- ember, alþjóðlegan baráttudag strand; veiðisamfélaganna. I dag standa margir stofnaðilanna fyrir að- gerðum; verkföllum, kröfugöngum og úti- fundum, ýmsum tákn- rænum athöfnum og Arthur dreifíngu fræðsluefnis. Bogason Á Indlandi er t.d. áætl- að að um 200 þúsund manns muni taka þátt í aðgerðum dagsins í Bombay einni saman. Upp er risin fjölda- hreyfing gegn yfir- gangi stórfyrirtækja og yfirvalda við nýt- ingu hafanna. Ibúa? strandveiðisamfélag- anna eru byrjaðir að sameinast og munu ekki láta deigan síga fyrr en réttur þeirra hefur veríð viður- kenndur í verki. Réttur fólks til að vernda lífsbjörg sína, menningu og arfleifð er grundvöllur mann- legs samfélags og sú réttarkrafa nær ekki síður til íslands éfi annarra landa. Höfundur er formaður Landssam- bands smábátaeigenda. Vilt þú bæta heilsuna og grennast? Hringdu núna í síma 554 1159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.