Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 5 7 + Tómas Gröndal, fjölmiðlafræð- ingur, fæddist í Reykjavík 27. maí 1955. Hann þjáðist af bráðakrabba- meini og lést á Sahl- grenska-sjúkrahús- inu í Gautaborg. Foreldrar hans voru lijónin Heidi Jaeger Gröndal (f. 13. aprfl 1922) og Benedikt. Gröndal fyrrum ráðherra og sendiherra (f. 7. júlí 1924). Auk Tómasar eiga þau hjónin tvo syni, Jón (f. 1949) og Einar (f. 1960). For- eldrar Heidi voru dr. Werner Jaeger (1888-1962), prófessor í grískri fornmenningu við Berlínar-liáskóla og seinna Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum og fyrri kona hans, Dora Dam- holz (1891-1935). Seinni kona Jaegers var Ruth Heinitz (1911- 1992), latínu- og grískukennari. Fjölskyldan fluttist vestur um haf 1936. Foreldrar Benedikts eru Sigurður B. Gröndal (1903- 1979), veit.ingamaður, kennari og skáld og Mikkelína S. Grön- dal (f. 1901), sem nú er 97 ára. Tómas kvæntist 1988 eftirlif- andi konu sinni, Milvi Link Gröndal (f. 1956). Foreldrar Milvi voru Elvi Link (d. 1995) og Lembit Link, sem lifir konu sína. Þau flúðu til Svíþjóðar frá Aldrei hélt ég að maður myndi skrifa svona um þig, Tómas bróðir. Mig langaði til að segja svo margt við þig og hélt að við hefðum nægan tíma. En það fór á annan veg. Á 10 dögum ertu dáinn, kallaður til annarra starfa á nýjum vett- vangi. Örlögin högðuðu því svo að við sköpuðum okkur tilveru hvor í sínu landi. Við háðum lífsbaráttu okkar á eigin forsendum einangrað- ir hvor frá öðrum. Eg man hve gaman mér þótti þegar við náðum sambandi á Net- inu. Það var eins og að kynnast þér aftur eftir 16 ára fjarveru. Við Doddy og börnin minnumst með hlýju þeirra stunda sem við áttum saman. Núna síðast fyrir nærri ári. Mér fannst sem nýr kafli væri að hefjast í lífi okkar. Þið Milvi bjugguð ykkur yndis- legt heimili í Partille í skógarjaðrin- um við Gautaborg og það var gam- an að sjá hvernig náttúrubarnið í þér vaknaði og þú vaktir okkur klukkan hálfsex einn morguninn til að sýna okkur elgskúna með kálfinn sem stóð í garðinum þínum og át sumarblómin sem Milvi var nýbúin að setja niður. Dádýi-skálfarnir sem léku við húsið gleymast seint. Hug- urinn leitar til baka til þess tíma er þú varst með 17 hamstra í kjallar- anum á Miklubraut. Þú varst í tónlistinni líka, orðinn lunkinn með gítarinn. Það var ekki heiglum hent að búa með þér þegar þú tókst rokurnar og varst að æfa þig. í Svíþjóð rættust margir þínir draumar meðal annars um að leika í hljómsveit. Night Flight hljómsveit- in þín spilaði víða í Gautaborg og þú áttir rómað gítarsafn. Námið þitt í fjölmiðlun leiddi þig inn á sérstaka braut, hagfræði fjöl- miðla undir leiðsögn þíns gamla prófessors Karls Eriks Gustafsonar sem sá strax hvað í þér bjó og þú varst brátt viðurkenndur sem einn fremsti sérfæðingur Svíþjóðar í þróun og hagfræði auglýsinga- markaðarins. Þá voru foreldrar þínir og bræður stoltir heima á ís- landi. Þú ferðaðist víða um heim vegna starfa þíns en þú gleymdir aldrei að senda kort. I miðjum vetr- ardrunganum kom kort frá Taí- landi eða Grikklandi, Flórída eða New York. Þú getur farið í friði. Fullviss um að þú hefur sett jákvætt mark þitt á tilveruna. Eg veit að þú ert þroskaðri sál en þegar þú komst og Eistlandi fyrir seinna stríð, en Milvi fæddist í Sví- þjóð og liefur alið þar allan sinn aldur. Tómas og Milvi gerðu sér fagurt heimili að Skattkar 2 í Partille, útborg Gautaborgar. Tómas tók stúd- entspróf við Menntaskólann í Hamrablíð og hélt síðan til náms við háskólann í Gauta- borg. Að loknu fil.kand-prófi í fjölmiðlafræðum flutti hann sig til Viðskiptahá- skólans þar í borg, til náms, rannsókna og kennslu. Skólinn setti upp starfshóp til að rann- saka auglýsingamarkað Sví- þjóðar og var Tómas valinn til forustu. Þessi hópur varð síðan stofnun, IRM (Istitutet för reklam- og mediastatistik). Vakti þetta upplýsingastarf mikla athygli í fjölmiðlaheimin- um. Tómas sleppti aldrei kennslunni við háskólann. Hann annaðist einnig ráðgjafarst.örf og var rómaður fyrirlesari í sinni grein. Tómas hélt t.d. námskeið við háskólann í Bang- kok í Taflandi og víða um Evr- ópu. Útför Tómasar fer fram í dag, föstudaginn 27. nóvember, í Partille í Svíþjóð. þú hefur þroskast mikið sem per- sóna ekki síst fyrir tilverknað Milvi. Meira verður ekki farið fram á. Þú leggur nú af stað í ferð sem á eftir að koma þér þægilega á óvart. Við Doddy, Haukur, Heiða og Benni sendum Milvi okkar innilegustu hluttekningu og biðjum um styrk og huggun henni til handa. Þér, elsku Tommi, óskum við góðrar ferðar og guðs blessunar hvert sem leið þín liggur. Við biðjum fyrir þér og erum með þér í anda. Farðu í friði, kæri bróðir. Minn- ing þín á eftir að ylja okkur þann tíma sem við eigum eftir. Guð blessi þig. Þinn bróðir Jón. í stórum fjölskyldum er það heil- mikið verk, að fylgjast með öllum börnum systra og bræðra manns, svo ekki sé nú talað um, þegar þau fara svo að eignast börn líka. Og enn erfiðai’a verður það ef maður býr í útlandinu, eins og við höfum gert. En þrátt fyrir þetta hefur okk- ur tekist að kynnast þónokkuð mörgu af þessu myndarlega, unga fólki. Það hefir gerst í ferðum til heimalandsins og sér í lagi, ef þau hafa komið í heimsóknir til okkar hérna í henni Ameríku. Mikil sorgartíðindi voru það þeg- ar við fréttum, að Tómas, miðsonur Heiðu og Benedikts, væri Iátinn eft- ir mjög skamma sjúkdómslegu, að- eins 43 ára gamall. Fyrsta barna- barn mömmu af 21 var fallið frá, glæsilegur og vel gefinn drengur í blóma lífsins, dáinn og horfinn frá elskandi eiginkonu, foreldrum og bræðrum. Maðurinn með ljáinn hef- ur seilst yfir heila kynslóð og hrifið á brott hann Tomma okkar, sm var ekki einu sinni hálfnaður með ævi- starfið. Mest fylgdumst við með uppvexti Tómasar, sem reyndar annaira ungi-a ættingja á Fróni, í gegnum forldrana og aðra ættingja. En leið- irnar lágu saman nokkrum sinnum, og því kynntumst við honum betur en ýmsum öðrum afkomendum systkinanna. Dvaldi hann m.á. hjá okkur vestra í u.þ.b. tvær vikur 1975. Þá var mikið rót á huga hans, sem ekki er óalgengt á þeim við- kvæma aldri. Mikið var rætt um líf- ið og tilveruna og spáð í það, hvað framtíðin myndi bera í skauti sínu. Slegið var líka á létta strengi og keypti Tommi sér forláta gítar, og söng angurværa söngva. Var honum margt til lista lagt. Þegar heim kom hélt hann áfram námi og fór síðan utan til Gauta- borgar, sem varð hans önnur heimaborg til dauðadags. Þar varð hann sprenglærður í fjölmiðlafræði og tengdum greinum, fékk góða vinnu og kenndi þar að auki við há- skólann. Hann og Milvi, kona hans, sem ættuð er frá Eistlandi, bjuggu þar um sig í fögru húsi og fallegu umhverfi. Ferðast var um heiminn, bæði vegna atvinnuþarfa og per- sónugleði. Lífið brosti við ungu hjónunum. En nú grúfir sorgin svört yfir húsinu í Gautaborg, sem svo oft áð- ur hefur verið aðsetur gleði fyrir hjónin, foreldra Tómasar og aðra ættingja og kunningja. Það er svo erfitt að skilja, hvers vegna svona hlutir gerast og lítið þýðir að spyrja, því engin svörin eru til. Við vottum Milvi, Heiðu og Benedikt og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Tilveran verður fátæklegri án Tomma frænda. Við munum ekki gleyma honum. Erla Olafsson og Þórir S. Gröndal. Tómas Gröndal er látinn eftir stutta sjúkralegu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Eg hef þar misst góðan vin, gamlan skóla- bróður og samstarfsmann. Tómas var sonur Benedikts og Heidi Grön- dal og ólst upp í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann átti tvo bræður, Jón og Einar. Við Tómas höfum verið samferða gegnum stóran hluta af okkar lífi þó svo að síðustu 12 árin höfum við verið búsettir hvor í sínu landinu. Leiðir okkar lágu saman í 7 ára bekk í Hlíðaskóla og voru eiginleikar hans sem líflegs og skapandi manns þá þegar komn- ir fram. Við fórum samtímis í nám til Svíþjóðar. Hann stefndi í upphafi á blaðamannaháskóla þar en örlögin stýrðu honum á aðra braut í skyldu fagi. í sænska háskólakerfinu voru fjöldatakmarkanir í öllum gi-einum og á meðan hann beið inngöngu lagði hann stund á aðrar greinar við Háskólann í Gautaborg. I því ferli kynntist hann prófessor í markaðs- fræðum við Viðskiptaháskóla Gautaborgar. Prófessorinn sá að Tómas hafði réttu eiginleikana í það fag og dreif hann í gegnum grunn- nám í viðskiptafræði við skólann. Seinna innritaðist hann í doktors- nám í markaðsfræðum. Vorum við þá aftur orðnir skólafélagar eftir meira en áratugarhlé. Næstu árin stundaði hann rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði markaðsmála. Hann gegndi um tíma stöðu lektors í markaðsfræðum við skólann og starfaði á vegum ýmissa fyrirtækja. Hann starfaði lengst í forsvari fyrir gagnagrunnsfyrirtæki sem íylgdist með auglýsingamarkaði. Þetta fyr- irtæki, IRM (Institut fór reklam och mediestatistik), byggði hann að miklu leyti upp. Verksvið þess var að safna gögnum varðandi umfang þess sem gerðist á auglýsingamark- aði í sænskum fjölmiðlum og að gera viðeigandi greiningar á þeim. Auglýsendur keyptu síðan áski’ift að þessum gi-einingum til að geta beint upplýsingum sínum á sem hnitmiðaðasta braut. Óx fyrirtækið hratt í hans höndum og töldu eig- endur að það ætti fremur heima í höfuðstaðnum Stokkhólmi. Vel- gengnina má meðal annars þakka því að hann hafði gott lag á fólki og var mjög hugmyndaríkur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna nokkur verkefni með Tómasi og get vitnað um að mikilhæfari sölu- og markaðsmaður hafi verið vandfund- inn. Eftir að fyrirtækið flutti til Stokkhólms tók hann að nýju við hlutastöðu lektors við Viðskiptahá- skólann í Gautaborg, stundaði ráð- gjafarstörf og vann hjá þekktu aug- lýsingafyrirtæki þar. Tómas var mikill áhugamaður um tónlist. Þegar á unga aldri fór hann að fylgjast með poppinu og gítar- leikur varð áhugamál hans. Vinir hans muna vel þegar hann kom frá Ameríku með Martin-gítarinn. Gít- ararnir urðu fleiri og tónlist- arsmekkurinn og tæknin þroskuð- ust. Um tíma lék hann með jazz- swing-hljómsveit í Gautaborg sem kom fram á skemmtistöðum. Hann hélt þó tryggð við þungarokkið, Led Zeppelin, og æfði stundum með áhugarokksveitum. Tómas hafði til að bera mikla frásagnarhæfileika og hreif umhverfi sitt iðulega með sér á flug í skemrntisögum. Um tíma deildum við saman íbúð. Tómas var mjög stórhuga og ekki smámunasamur. Aldrei slettist upp á vinskapinn en við þurftum tvær símalínur. Kom það sér vel að geta hringt milli herbergja til að ákveða hver skyldi setja á moi'gunkaffið. I æsku vorum við báðir haldnir íþróttafælni en í Svíþjóð fórum við að fikta við trimm. Taldi Tómas að líklega væri einhverju blandað þar í drykkjarvatnið sem fengi fólk í íþróttir. Eiginkona Tómasar var Milvi Link, uppalin í Svíþjóð af eistnesk- um foreldrum. Þau bjuggu í skógar- jaðri í úthverfi Gautaborgar. Þau voru náttúruunnendur og sinnti Tómas þar fuglaskoðun, sem hann hafði haft áhuga á frá bernsku. Skömmu eftir að þau kynntust hjálpaði hann henni að láta gamlan draum um að fara út í atvinnurekst- ur rætast. Milvi var mikil kjölfesta fyrir Tómas og ríkti gott jafnvægi á heimilinu. Þau voru mjög gestrisin og höfðingleg heim að sækja og naut ég þess oft þegar ég var á ferðalagi. Sérlega er minnisstæð heimsóknin síðastliðið sumar þegar ég og fjölskylda mín dvöldum hjá þeim. Tómas sýndi þá að hann varð- veitti barnið í sér, lék sér af lífi og sál í tölvuleikjum með börnunum og sýndi þeim dýralífið og náttúruna í skóginum. Fráfall Tómasar er okkur öllum mikið áfall og munum við ávallt minnast hans með hlýhug. Ég sendi aðstandendum hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helgi Tómasson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR ÁGÚSTSSON, áður til heimilis á Álfhólsvegi 30, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 19. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 27. nóvember, kl. 10.30. Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Jón Pétur Sveinsson, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson, Natasa Babic-Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum öllum þeim sem veittu okkur hjálp og sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, ÓSKARS GÍSLASONAR vaktstjóra, Smáratúni 39, Keflavík. Kristín Grétarsdóttir, Grétar Óskarsson, Gísli Óskarsson, Gísli Jónsson, Ásdís Bjarney Óskarsdóttir, Grétar Hinriksson, Sjöfn Georgsdóttir, Jón Kr. Gíslason, Auður Sigurðardóttir, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Ágúst Þór Guðbergsson, Gísli Gíslason, Ingibjörg F. Sigurðardóttir. Við þökkum öllum þeim, sem veittu okkur hjálp og sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS ÞORSTEINSSONAR lögregluvarðstjóra, Skólastíg 8, Bolungarvík. Ingibjörg Guðfinnsdóttir, Þorsteinn A. Einarsson, Hildur Magnúsdóttir, Guðfinnur B. Einarsson, Heidi Hansen, Gísli F. Einarsson, Lára K. Gísladóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er studdu okkur og sýndu kærleiksríkt vinarþel við andlát og útför kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Espilundi 5, Akureyri. Sérstakar alúðarþakkir færum við starfsfólki á handlækningadeild FSA. Guð blessi ykkur öll. Árni Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og ömmubörn. TOMAS GRÖNDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.