Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LUXAIR hyggst nota Boeing 767-farþegaþotur í beinu áætlunarflugi milli Lúxemborgar og New York. Luxair hefur áætlunarflug milli Lúxemborgar og New York Hefur ekki áhrif á starfsemi Flugleiða FLUGFÉLAGIÐ Luxair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarfiug frá Lúxemborg til New York fjór- um sinnum í viku án millilendingar. Forráðamenn Fiugleiða telja að þessar fyrirætlanir Luxair muni ekki hafa áhrif á starfsemi eða markaði Flugleiða í Evrópu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem boðið er beint áætlunarflug milli Lúxemborgar og New York. Aæti- unarflugið hefst 30. mars næstkom- andi og verður flogið til Newark- flugvallar í New Jersey en hann er í 20 kflómetra fjarlægð frá Manhatt- an-eyju í New York. Flogið verður fjórum sinnum í viku, eða á þriðju- dögum, miðvikudögum, fimmtudög- um og föstudögum. Notaðar verða Boeing-767-leiguvélar frá beigíska flugfélaginu City-Bird en þær taka alls 246 farþega. Flugtíminn milli Lúxemborgar og Ameríku verður um átta klukku- stundir hjá Luxair samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu. Segir þar að þetta hafi umtalsverðan tíma- spamað í för með sér fyrir farþega þar sem slík ferð hafi áður tekið a.m.k. tíu klukkustundir með öðrum félögum með millilendingum og flugvélaskiptum. Þá segir að flugið muni koma til móts við nka eftir- spum í Lúxemborg og nágrenni fyrir skjótar, þægilegar og ódýrar flugsamgöngur á Atlantshafs- leiðinni. Fargjald á flugleiðinni verður 14.990 frankar eða um 30 þúsund krónur fram og til baka. Rétt að hætta Lúxemborgarflugi Einar Sigurðsson, talsmaður Flugleiða, segir að áætlunarflug Luxair til Ameríku muni engin áhrif hafa á starfsemi eða markaði Flug- leiða í Evrópu eða Amenku. „Við höfum hætt áætlunarflugi til Lúx- emborgar og flutt framleiðsluget- una af þeim markaði yfir á aðra markaði í Evrópu sem við teljum arðbærari. Nú sjáum við mikinn vöxt í bókunum ferðamanna til Is- lands frá París og Frankfurt og það styrkir okkur í þeirri trú að rétt hafi verið að hætta Lúxemborgar- fluginu, þar sem flestir vom á lág- um fargjöldum, og efla þessa markaði á móti. Fyrstu niðurstöður sýna því að þessi áherslubreyting skili sér í verulejgri fjölgun erlendra ferðamanna til Islands en það er sá hópur sem gefur einna mest af sér í okkar kerfi.“ Ekki í samkeppni við Flugleiðir Einar á ekki von á að Atlants- hafsflug Luxair taki farþega frá Flugleiðum. „Við erum ekki lengur á Lúxemborgarmarkaðnum sem slíkum og í áætlunum okkar var ekki gert ráð fyrir að farþegar frá Lúxemborg skiluðu sér að ráði í Atlantshafsflug okkar annars stað- ar í Evrópu. Atlantshafsflug Luxair mun fyrst og fremst þjóna Lúxem- borg og nálægum svæðum og bygg- ist að öðru leyti á allt annarri for- sendu en flug Flugleiða, með milli- lendingu á Islandi, gerði. Við óskum því Luxair velgengni á þessari leið yfir hafið.“ Samstarf ekki útilokað Sú spurning vaknar hvort til greina komi fyrir Flugleiðir að hefja samstarf við Luxair í tengslum við Atlantshafsflugið. Einar segir það ekki útilokað. „Það er möguleiki sem er vert að skoða, því hagsmunir félaganna skarast ekki á þessari leið. Þau gætu t.d. hagnýtt sér sölu- net hvort annars í Ameríku og kannað samstarf í markaðsmálum. Þetta hefur þó ekki verið skoðað að ráði enn sem komið er,“ segir Ein- ar. Luxair er í eigu banka og annarra einkaaðila í Lúxemborg en ríkið á einnig hlut í félaginu. A undanförn- um árum hefur það aukið umsvif sín og fjölgað viðkomustöðum. Luxair hefur sterka stöðu á heimamarkaði og flýgur til allra helstu stórborga Evrópu. Lyfja selur hlut sinn í Hagkaupi Lyfjabúð EIGENDUR Lyfju, þeir Róbert Melax og Ingi Guðjónsson, hafa selt Baugi hf. þriðjungshlut sinn í Lyfja- kaupi. Baugur er þar með orðinn 100% eigandi að Lyfjakaupi sem rekur þrjár lyfjaverslanir undir nafninu Hagkaup Lyfjabúð; í Skeif- unni, Mosfellsbæ og á Akureyri. Róbert Melax segir í samtali við Morgunblaðið að markmið þeirra í framhaldi af sölunni sé að einbeita sér að rekstri Lyfju sem í dag rekur þrjár verslanir; í Lágmúla, Hamra- borg í Kópavogi og Setbergi í Hafn- arfirði. í fréttatilkynningu frá Lyfju hf. segir að stefnt sé að opnun 3-5 nýrra Lyfju-verslana á næstu tveimur árum og að lögð verði meg- ináhersla á að selja lyf á lágmarks- verði. „Með fjölgun Lyfju-verslana og hagstæðari innkaupum skapast svigrúm til að lækka lyfjaverð enn frekar og jafnframt koma fram með nýjungar í ljdjafræðilegri þjónustu neytendum til hagsbóta,“ segir í fréttatilkynningunni. Nauðsynleg uppstokkun Róbert Melax segir að uppstokk- un hafi verið nauðsynleg í kjölfar breytts eignarhalds á Hagkaupum s.l. sumar, ekki síst þar sem Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus, sé aðaleigandi að Lyfjabúð- um ehf. sem á og rekur apótekin Apótekin. Niðurstaðan varð sú Baugur keypti hlut Lyfju í Lyfja- kaupum. Róbert segir að þeir Ingi séu sáttir við sinn hlut. „Nú komum við til með að einbeita okkur að Lyfju," sagði Róbert. Aðspurður sagði hann að sam- keppnin yrði sjálfsagt enn meiri á markaðnum í kjölfar sölunnar. „Nú eni línurnar skýrari og þessi ákvörðun okkar þýðir það að við ætlum að berjast af fullum krafti á markaðnum." ✓ Formaður SIH um hugbúnaðardóm Jákvætt fyrir atvinn ugreinina FORMAÐUR Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja fagnar dómi Héraðsdóms Reykjaness um að rifta sölu á hugbúnaði þar sem hann stóðst ekki kröfur kaupanda. Ohætt er að segja að dómurinn hafi vakið mikla athygli á hugbúnaðarmarkaði enda mun þetta vera í fyrsta sinn hérlendis, sem staðfest er fyrir dómi að hugbúnaðarlausn, með tveimur forritum, geti verið gölluð, og seljandi látinn sæta ábyrgð. Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyr- irtækja, fagnar dómnum og segist alls ekki telja að hann hafi einhverja sérstaka ógnun í fór með sér fyrir hugbúnaðarfyrirtæki. „Fyrsta ályktun mín er sú að kaupendur og seijendur hugbúnaðarlausna þurfa að huga betur að samningamálum. Þegar menn gera viðskipti af þessu tagi þurfa menn að gæta þess að gera skriflega samninga og skil- greina vel hvað sé verið að kaupa og hvernig varan eigi að virka. Þá ættu hugbúnaðarfyrirtæki að kanna hvaða tryggingar þau hafa gagnvart slíkum uppákomum." Ingvar á ekki von á að dómurinn hafi í för með sér aukna tortryggni í för með sér hjá kaupendum hug- búnaðar. „Ég hef ekkert við dóminn að athuga og tel jákvætt fyrir þessa atvinnugrein að menn taki til hend- inni og taki aukna ábyrgð á því sem þeir eru að selja. Slíkt er tvímæla- laust jákvætt fyrir greinina í heild sinni. Dómurinn er því táknrænn og hjálpar fyrirtækjum á þessu sviði að takast á við lögmál viðskiptalífsins. Seljendur hugbúnaðar þurfa greini- lega að hafa það betur á hreinu að þeir þurfa að taka ríka ábyrgð á hugbúnaðinum. Þetta gæti leitt tii þess að hugbúnaðarfyrirtæki, eink- um smærri fyrirtæki, þyrftu að vara sig á að taka mikla áhættu. Það er nauðsynlegt að það sé skýrt hvar ábyrgðin liggur og slíkt ætti að auka öryggi og þar af leiðandi örva þessi viðskipti," segir Ingvar. Hlutabréfamarkaðurinn Hækkunin talin halda sér VERÐBRÉFASALAR eru ekki allir sam- mála því sem kom fram í máli Rósants Más Torfasonar hjá Viðskiptastofu íslandsbanka í Morgunblaðinu í gær, um að vænlegt sé að huga að því að selja hlutabréf sín núna, vegna hækkana sem hafa orðið á markaðnum það sem af er árinu. Rósant sagðist í Morgunblaðinu í gær ein- dregið mæla með því að fjárfestar hugi að sölu, minnugur þess hve erfitt er að selja bréfin þegar markaðurinn byrjar að iækka aftur, eins og gerðist síðari hluta árs 1997 og fyrri hluta síðasta árs. Góð loðnuveiði hefur áhrif Eiríkur Jensson hjá greiningardeild Kaupþings segir að það eigi við nú eins og áð- ur að menn eigi að selja þegar þeir séu sáttir við hækkun bréfa sinna, en hann segir að það að selja þurfi ekki endilega að vera bein af- leiðing hækkunar á bréfum. „Fréttir af góðri loðnuveiði t.d. gefa vonir um bjart útlit hjá fyrirtækjum eins og Síldar- vinnslunni, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar o.fl. og því ekki ástæða til að selja bréf sín í þeim fyr- irtækjum," sagði Eiríkur. Hvað Élugleiðir varðar, en bréf þeirra hækkuðu um 13% í fyrradag í kjölfar sölu fyrirtækisins á tveimur hótelum þess, segir Eiríkur að Kaupþing hafi búist við að bréf Flugleiða hækkuðu. „Við átt- um von á hækkunum bréfa þeirra þegar í það stefndi að árinu yrði lokað í núlli í heildina þegar tekið hafði verið tillit til söluhagnaðar af fiugvél. Svo má segja að mikil eftirspum hjá hlutabréfasjóðum, sem voru að fá inn mörg hundruð miiljónir í peningum fyrir áramót og þurftu að fjárfesta, eigi þátt í hækkununum á markaðnum. Það er kominn tími á hækkanir og það ríkir almenn bjartsýni á markaðnum um að hann sé á uppleið. Við geram ráð fyrir að velta í hlutabréfaviðskipt- um á Verðbréfaþingi íslands komi til með að verða mun meiri á þessu ári en í fyrra.“ Vaxtarmöguleikar tæknifyrirtækja Úrvalsvísitala Aðailista lækkaði um 0,6% í gær og er nú 1146 stig. Á mánudag hækkaði Úrvalsvísitalan aftur á móti um 4,47%. Það þýðir 14,6% hækkun hennar frá ársbyrjun 1998, að sögn Eiríks. „Það er þokkaleg hækk- un fyrir hlutabréfamarkað en þess má geta til samanburðar að Dow Jones hefur hækkað um 18,15% á sama tíma, en miklar sveiflur hafa verið á verði hlutabréfa í Bandaríkjunum síð- ustu misseri,“ sagði Eiríkur. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur á Viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri, segir að verulegar hækkanir hafi orðið á þessu ári á hlutabréfamarkaði og hann telur að stöðugleiki sé að myndast. Hann er ósam- mála því að menn eigi að huga að sölu bréfa sinna nú í ijósi stöðu markaðarins. „Ég held að það sé full róttækt að menn rjúki til og selji í stórum stfl núna. Ymislegt hefur leitt til hækkana á markaðnum. Tækni- fyrirtæki hækka vegna þess að fjárfestar sjá mikla vaxtarmöguleika í rekstri þeirra, auk þess sem menn sjá að þau eru ódýrari en fyr- irtæki sem eru að fást við það sama erlendis. Hækkun Flugleiða, sem rekja má til sölu á hótelum þeirra, hefur haft áhrif á gengi bréfa í Eimskipum og einnig hafa sjávarútvegsfyr- irtæki hækkað nú vegna góðra fregna af loðn- unni. Auk þessa virðist sem fagfjárfestar hafi ekki getað fjárfest mikið í bönkunum, eins og FBA t.d., vegna þess hve Sparisjóðirnir og Kaupþing náðu stórum hlut, og setji pening- ana í eitthvað annað. Allt þetta hefur leitt til aukinnar eftirspurnar sem hefur leitt til hækkunar. Þróunin á næstu mánuðum fer að miklu leyti eftir því hvemig ársuppgjör félaga á þingi verða,_“ sagði Stefán. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, segir að hækkanirnar á árinu hafi komið sér á óvart. „Ég verð að við- urkenna að það hefur komið mér á óvart hvað þessar hækkanir hafa verið miklar, og maður spyr sig hvort innistæða sé fyrir þeim,“ sagði Jafet. Hann býst hinsvegar við góðu ári og að mikil hreyfing og viðskipti verði á markaðn- um. „Ég tel að þessar hækkanir muni halda og tel að ekki sé ástæða fyrir fólk að selja núna. Þó mæli ég með að fólk skipti reglulega út í hlutabréfasafni sínu.“ Markaðsávöxtun skuldabréfa lækkar í gær námu hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi Islands 160 milljónum króna. Mest viðskipti vora með bréf Flugleiða 35 milljónir króna og lækkaði lokagengi þeirra um 1,2%. 16 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í SR-mjöli og hækkaði gengi þeirra um 1,1%. Tilkynnt utanþingsviðskipti námu 260 milljónum króna. Mest með SÍÉ fyrir 77 milljónir og Búnaðarbankann fyi’ir 61 milljón króna. Alls námu viðskipti á Verðbréfaþingi 1.667 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með húsbréf, 630 milljónir króna, og 537 millj- ónir með bankavíxla. Markaðsávöxtun á skuldabréfamarkaði lækkaði um 2-10 punkta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.