Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HÆ,$ANPtZA! /MVMDip PO UlVJA KDMA MÉR A NVÁIZSBA - ■ ArsAKlf>.. Þ£TTA .NLVrOfZ AE> \IERA SKAK-KT NÚ/MER, HAl j \A íK WJ ylji'li X .y w iu, JÆ7A, fVesr ÞÚ eRTÁ LÍN- NNI-tSÆT1R^Í> HLKTSA&ÞeJ? m UNNI-________________ - AO FARA'A SA-tt- •A lS/VHi.A- V___________ j, _ KRSKVÖ LP? Hundalíf Spilaði Beethoven ein- Hann áleit eflaust að hvern timann „Bjöllu- hann væri of góður til að hljóð“? leika „Bjöiluhljóð" Ef ég hefði verið þar hefði ég sagt: „Heyrðu, Lúðvig, leiktu „Bjölluhljóð“!“ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Því svo elskaði Guð heiminn? Frá Guðrúnu Sæmundsdóttur: HVERNIG skyldi tilveran vera ef við þyrftum ekki að lúta neinum regl- um, nú eða að þær reglur sem við bú- um við mættu túlkast eftir okkar eig- in geðþótta? Tilveran yrði gríðarlega hættuleg ef umferðarreglur, flugum- ferðarreglur og sjóferðareglur færu eftir geðþóttaákvörðunum okkar við túlkun þeirra í stað þess sem nú er. Nú, málið er það að undanfarin ár hef ég í vaxandi mæli heyrt þær raddir að lög Guðs til okkar mann- anna séu túlkunaratriði hvers og eins. Okkm' sé nefnilega algjörlega í sjálfsvald sett hvemig við túlkum Bi- blíuna, hún sé hvort eð er svo gömul og eigi ekki við í tæknivæddu þjóðfé- lagi og þýðingarnar séu mjög svo óá- reiðanlegar. Þetta er ekki rétt. Við íslendingar eigum mjög góða fræði- menn sem annast útgáfu Biblíunnar og þeir kasta ekki til þess höndunum. Sumir halda því jafnvel fram að Kór- aninn sé stytt útgáfa af Biblíunni. Ekkert er fjarstæðara, Kóraninn segir frá allt öðrum Guði heldur en Biblían sem er orð Guðs til okkar mannanna - hún er handbók í því hvernig við eigum að lifa til að hljóta náð Guðs, hvað við verðum að forðast ef við ætlum að tilheyi-a Guði og eiga öruggt athvarf hjá honum bæði í líf- inu og í dauðanum. Reyndar segir hún okkur það að við getum öðlast eilíft líf fyrir að meðtaka Jesú Krist sem frelsara okkar og þá munum við aldrei deyja. Það er nú ekkert smáræði. Það er eðlislægt hverjum manni að leita þess andlega, það er eins og það að fá andlegt heimili sé manneskj- unni jafn mikilvægt og það að búa sér veraldlegt heimili. Það eru margar leiðir í boði tO að fullnægja þessari þörf, miðlar, spám- iðlar, antikiistsmiðlar (þeir segja að þeir séu að taka við skilaboðum frá Jesú eða englum Guðs), dulspeki, jóga, hugleiðsla, spákonur, heilun, stjömuspeki, reiki, allskyns austræn trúarbrögð, nýaldarfræði og svo mætti lengi telja. Þetta er ekkert nýtt og um þessa hluti má lesa víðs- vegar í ritningunni. Biblían kallar þetta allt einu nafni, sem er skurð- goð, og þá sem iðka þetta skurðgoða- dýrkendur, því bak við þetta allt eru andar sem fólk gefur sig á vald með því að iðka þessi fræði. Þessir andai- eru ekki frá Guði, og flestir segjast þeii- tilheyra alheimsljósi, þetta al- heimsljós er í raun og sanni mikið myi'kur, en sá Guð sem Biblían segir frá og er hinn eini almáttugi Guð skapai-i himins og jarðar er ekki þetta alheimsljós. Hið sanna ljós er Guð og leiðin til hans er Jesús, hann segir: ég er veg- urinn sannleikurinn og lífíð, enginn kemst til fóðurins nema fyrir mig. Sæll er sá er gerir Jesú að sínu and- lega heimili. Jesús situr við hægri hönd Guðs fóður almáttugs og Guð hefur lagt allt undir fætur hans. Jesús Kristur er ofar hverri tign og valdi og mætti, hann er ofar hverju nafni sem nefnt er ekki aðeins í þess- ari veröld heldur og hinu komandi. Nýaldarsinnar tala oft um hina svokölluðu helgistjórn sem á að vera einskonar valdapýramídi á innri svið- um. Þetta skipurit þeirra setur svo- kallað alheimsljós ofar Jesú og setur Jesú á bekk með Búdda hvað varðar völd og áhrif. En sem betur fer er þetta fánýt vitleysa og gleðilegu fréttirnar eru þær að það er sama hvað dulspekingar búa til mörg skipurit yfír skurðgoð sín, þau munu öll verða fótum troðin af hinum hæsta. Og vei þeim sem þá er undir þessi skurðgoð seldur sama hvaða tignarheiti þau bera, því ekki mun hann eiga hlutdeild í hinu eilífa lífi sem Jesús gefur sínum. Stórkostlegur er gleðiboðskapur jólanna: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn svo að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þennan son gaf Guð þér til að þú fáir fyrir þá fóm sem færð var á krossinum, fyrirgefn- ingu allra synda þinna og þar með öðlast þú eilíft líf. Ekki bíða þar til seinna, taktu við gjöfinni í dag. Guð elskar syndarann en hatar syndina. Það skiptir engu hvaða synd þú hefur drýgt. Kannski ert þú miðill, jógaiðk- andi, heilari, þjófur, fíkniefnasali, bamaníðingur, morðingi, kynferðis- lega brenglaður(uð), hefur látið eyða fóstri, sadisti eða hvað sem hægt er að nefna, komdu til Jesú og biddu hann að fyrirgefa þér syndir þínar og hjálpa þér að sigrast á þeim, biddu Jesú um að koma í hjarta þitt og gefa þér sinn frið, sem er ofar öllum mann- legum skilningi. Bænir þínar munu heyrast, og gott bænalíf sem þú getur átt mun breyta lifi þínu. Þar sem áður var bölvun mun Guð veita blessun. Byrjaðu að lesa Biblíuna, best er að byija á Nýja testamentinu og halda svo áfram í Postulasögunni og post- ulabréfunum. Orð Guðs er lifandi og við einlæga lesningu nærumst við af Guðs heilaga anda, biddu Guð um að vera með þér alla daga og nætur og fylla líf þitt af sér. Drottinn blessi þig og varðveiti í Jesú nafni. GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, Hverfisgötu 24, Hafnarfirði. fþrótta- hreyfingin á hálum ís Frá Sigurjóni Þórðarsyni: MILLI jóla og nýárs var birt yfirlýs- ing m.a. frá forseta Iþrótta- og Ólympíusambands íslands og for- manni Ungmennafélags Islands þar sem þeir tóku þátt í því að fordæma Astþór Magnússon, í nafni hreyfinga sinna. Tilefni fordæmingar forsvars- manna íþróttahreyfinganna var deila Ástþórs og Halldórs utanríkisráð- herra um flutning jólapakka til Bagdad. Því verður vart á móti mælt að Ástþór fór offari í málflutningi sínum gegn Halldóri og spillti fyrir málstað sínum. Ég tel það meira en lítið vafasamt að það sé verið að beita nafni íþróttahreyfingarinnar til for- dæmingar á mönnum. Ég er nú einn þeirra sem aldrei hafa fengið botn í þetta jólapakkamál Halldórs og Ást- þórs, þrátt fyrir að hafa lesið yfirlýs- ingu frá yfirvöldum í Morgublaðinu. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, varaformaður UMSS. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.