Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þriðju hátíðartónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á afmælisári Þrjú ný íslensk verk frumflutt ÞRIÐJU hátíðartónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur á afmælisári verða heigaðir íslenskri tónlist og haldnir í tengslum við hátíð Tón- skáldafélags Islands, Myrka músík- daga. Tónleikarnir fara fram í Saln- um í Kópavogi í kvöld, sunnudags- kvöld, og hefjast kl. 20:30. Frumflutt verða þrjú ný íslensk verk, eftir þá Þorkel Sigurbjörnsson, John Speight og Atla Heimi Sveinsson, auk þess sem leikið verður stutt verk eftir Jón Leifs, sem ekki hefur heyrst í áratugi. Stjórnandi Kammersveitarinnar á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Um þessai- mundir eru liðin 25 ár frá stofnun Kammersveitar Reykja- víkur. ,Allt frá því að við byrjuðum árið 1974 höfum við haft íslensk verk á efnisskránni og mjög mörg verk verið samin fyrir Kammersveitina. Þess vegna finnst okkur það sérstakt gleðiefni að geta frumflutt þrjú ís- lensk verk á þessum tónleikum," segir Rut Ingólfsdóttir, konsert- meistari Kammersveitai'innai-. Ástfangið selló og háðskar flautur Tónleikarnir hefjast á verki Jóns Leifs, Scherzo concreto op. 58 frá árinu 1964. „Það er örstutt, tekur ekki nema fjórar og hálfa mínútu í flutningi," segir Rut, sem kveðst ekki vita hvenær eða hvar það hafi verið flutt en upptaka af því sé til hjá Ríkisútvarpinu. „Jón hefur sjáif- ur skrifað að hann hafi samið þetta eftir að hann hlustaði á fyrirlestur hjá Gunther Schuller, sem var am- erískur píanóleikari og stjómandi og góður vinur Leifs Þórarinssonar. Eitthvað í þessum fyrirlestri varð til þess að hann ákvað að semja þetta verk sem er, eins og hann kallar það sjálfur, pantómímískur leikur," seg- ir hún. Þar koma hljóðfærin fram í hinum ýmsu hlutverkum, flauturnar eru háðfuglinn, sellóið hinn ást- fangni og í hlutverki meyjarinnar eru óbó og klarinett. „Því miður kemur ekki fram hjá Jóni hvað það var í fyrirlestrinum sem varð til þess að hann skrifaði verkið en lík- lega hefur hann verið að gera grín að einhverju sem Gunther Schuller sagði,“ segir Rut. Leikur um og kringum tóna Verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Umleikur, er samið sérstaklega fyr- ir Rut og Kammersveit Reykjavíkur í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinn- ai'. „Rut Ingólfsdóttir hringdi í mig í haust og minnti mig á 25 ára afmæli Kammersveitar Reykjavíkur og allt okkar góða samstarf frá fyrstu tíð - og hermdi upp á mig gamalt loforð um konsert eða bara „concertino“. Það vildi svo vel til, að ég átti sam- talið, hið fyrra, á blaði uppi í hillu við símann. „Bamm, sí bamm“ (áttund- ir), og svo „skvaldur", þ.e.a.s 1/16 partar, „kliður". Þetta er leikur um og kringum tóna, sem mér þykir vænt um. Þannig varð „Umleikur“ til, leikur um tóna, sem hoppa upp, og tóna, sem eru í skrefum og þar af leiðandi lagrænir,“ skrifar tónskáld- ið um verkið í tónleikaskrá. Þjóðlegt og dramatískt Djákninn á Myrká er nýtt verk fyrir rödd og kammerhóp eftir John Speight, samið á síðastliðnu ári. John dvaldi í Bandaríkjunum við tónsmíðar fyrir um tveimur árum og komst þá m.a. í samband við kammerhóp í Santa Fe í New Mex- ico sem spilar eingöngu tuttugustu aldar tónlist. „Eg var beðinn um að senda þeim sýnishorn af því sem ég væri að gera og fékk strax svar um að þau vildu endilega fá verk frá mér. Stjórnandi hópsins bað mig um að skrifa eitthvað þjóðlegt og sagði að það mætti líka gjarnan vera dálítið dramatískt. Þess vegna datt mér strax í hug að taka fyrir einhverja þjóðsögu - og djákninn er alltaf svolítið spennandi,“ segir tón- skáldið. Sjálfur verður John Speight sögumaður á tónleikunum, syngur og les textann við undirleik hljóðfæranna. Hér er um frumflutn- ing á verkinu að ræða en það verður flutt á tónleikum í Santa Fe árið 2000. Tónleikunum lýkur á frumflutn- ingi verks eftir Átla Heimi Sveins- son, sem hann hefur gefið nafnið Erjur og er konsert fyrir selló, strengjasveit og píanó, saminn sér- staklega fyrir Erling Blöndal Bengtsson, sem leikur þar einleik. „Kaflarnir heita Erjur, Órar og Ryskingar, þetta er kannski svolítið aggressívur konsert,“ segir Atli Heimir. „Ég samdi á sínum tíma lýrískan konsert fyrir fiðlu og strengjasveit. Núna skrifa ég fyrir selló og strengjasveit og hef svolítið pepp í því.“ Erling Blöndal Bengtsson leikur einleik með Kammersveit Reykjavíkur Nauðaði í Atla Heimi „VERKIÐ er eftir minn góða vin Atla Heimi Sveinsson. Hann hefur skrifað fyrir mig áður, einleiksverk sem heitir Úr þagnarheimi. Það er stórkostlegt stykki sem ég hef spilað viða um heim. Þess vegna fór ég að nauða í honum um að skrifa fyrir mig sellókonsert og í hvert skipti sem við rákumst hvor á annan spurði ég hvað konsert- inum liði. Og nú er hann sem sagt orðinn að veru- leika," segir Erling Blöndal Bengtsson um Erjur Atla Heimis, konsert fyi'ir selló, strengjasveit og píanó, sem verður frumfluttur á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Salnum í kvöld. Það eru mörg nútímatónskáld sem skrifa gjai-nan konserta fyrir einleikshljóðfæri og mjög stóra sinfóníuhljómsveit. Það er auðvitað gott en getur þó takmarkað mjög möguleikana á upp- færslu, því það er jú gífurlegt fyrirtæki. Svo ég sagði við Atla Heimi: „Hvers vegna skrifar þú ekki frekar konsert fyrir selló og kammersveit?" Hann tók mig á orðinu og skrifaði konsertinn fyr- ir sti-engjasveit og píanó ásamt sellóinu, og þess vegna er það tilvalið fyrir hljómsveit á borð við Kammersveit Reykjavíkur," segir Erling. Hann segir Erjur afar spennandi og ögrandi verk. „Annars er ég alltaf svolítið hræddur við að út- skýra tónlist," segir hann svo og vill helst ekki tala meira um það. „Mér þykir mjög gaman að fá skrifað nýtt verk fyrir sellóið og lít raunar á það sem mikil- væga skyldu tónlistarmanna að biðja tónskáld um að skrifa fyrir sig og sín hljóðfæri," segir hann og bætir við að Erjur séu fjórtándi konsert- Morgunblaðið/Golli ERLING Blöndal Benglsson á æfingu með Kammersveit Reykjavíkur. inn eftir norrænt tónskáld sem hann frumflytur. Erling og eiginkona hans, Merete, hafa verið búsett vestanhafs sl. níu ár, þar sem hann er pró- fessor við Tónlistarháskólann í Ann Arbor í Miehigan. Auk þess að sinna kennslu og leika á tónleikum víða um heim hefur hann á undanförn- um árum varið drjúgum tíma í upptökur á geisla- plötum. „Á síðustu árum hef ég til dæmis spilað alla hina klassísku sellókonserta, eftir Haydn, Dvorák, Schumann, Saint-Saéns og fleiri, með al- veg framúrskarandi góðri pólskri hljómsveit, Arthur Rubinstein fílharmóníunni í Lodz. Þá hef ég einnig tekið upp nokkur nútímaverk, svo sem Sellókonsert Jóns Nordals," segir hann. „Næsta sumar stendur svo til að taka upp báðar sónötur Francks fyrir selló og píanó. Þar mun ég spila með frábærum rússneskum píanóleikara sem heitir Nina Kavtaradze og er reyndar tengdadótt- ir mín,“ bætir hann við brosandi. Honum líkar vel starfið í tónlistarháskólanum. „Eitt af skilyrðunum fyi'ir því að vera prófessor við skólann er að vera spilandi tónlistarmaður, þeir vilja hafa menn sem eru virkir en sitja ekki bara og rykfalla. Og það er líka örugglega skemmtilegra fyrir nemendurna,“ segir hann. Þau hjónin staldra ekki lengi við á íslandi að þessu sinni. „Við förum til baka á þriðjudag, því á föstudaginn spila ég kammerkonsert í Ann Árbor með hinum þekkta kínverska píanóleikara Fu Ts’ong," segir hann. Tilefni tónleikanna mun vera kínverska nýárið sem nú er að hefjast, ár kanín- unnar. Erling kveðst að lokum vilja lýsa yfir ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun borgar og ríkis að loks skuli ráðist í byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. „Það gleður mig mjög að heyra og ég vil nota tækifærið og óska Reykvíkingum til hamingju," segir hann. Pólskar systur í Leikhúskjallaranum PÓLSKU systumar Mariola og Elz- bieta Kowalczyk syngja létt klassísk lög við píanóundirleik landa síns, Jerzy Tosik-Warszawiak, í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans á morgun, mánudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir tónskáld frá ýmsum löndum, m.a. frá Islandi. Systurnar Kowalczyk fæddust í Nowy Targ í Póllandi. Elzbieta hóf nám í sellóleik tíu ára gömul og pí- anónám tólf ára. Eftir burtfararpróf frá tónlistarskóla Krakáborgar hóf Elzbieta söngnám við tónlistarskóla í Nowy Targ og lauk þaðan prófi 1992. Hún hefur verið undirleikari systra sinnar, Ewu og Mariolu, á tónleikum þeirra, innan og utan Póllands, ásamt því að hafa starfað í Sinfóníuhljóm- sveit og kór pólska Ríkisútvarps- og sjónvarpsins. Frá 1994 hefur hún kennt við Tónlistarskólann á Hólma- vík. Mariola lauk söngnámi frá tónlist- arháskólanum í Ki-aká árið 1980. Síð- an hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tón- leikum víða um heim; m.a. í Banda- ríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikk- landi, Tyrklandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi og hér á íslandi. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í Póllandi og hvarvetna hlotið mikið lof fyi-h' söng sinn. Um árabil starfaði Mai’iola við óp- eruna í Kraká og óperuna í Bytom og söng með „Capella Kracoviensis" og „Capella Bydgostiensis“. Síðan hún fluttist hingað til lands árið 1994 hef- ur hún verið skólastjóri Tónlistar- skólans á Hólmavík, stjórnað kirkjukór Hólmavíkur og sungið ein- söng með nokkrum íslenskum kór- um. Undirleikarinn, Jerzy Tosik-War- szawiak, hefur starfað sem píanó- kennari og undirleikari við Tónlistai'- skóla Borgarfjarðar síðan 1992. Hann lauk prófi frá tónlistarakademíunni í Kraká árið 1977 og strax að loknu námi hóf Jerzy störf við sömu tónlist- arakademíu og starfaði þar til ársins 1992. Hann er meðlimur í Berlínar- tríóinu, og hefur unnið til verðlauna og hlotið styrki fyrir píanóleik sinn, m.a. í keppni í Bratislava og í Chopin- píanókeppninni i Varsjá. Leikur kattarins að músinni iiíiimiai; BÆKUR Spennusaga KÖTTUR OG MÚS„CAT& MOUSE“ eftir James Patterson. Warner Books 1998. 451 síða. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn James Patterson hefur að undanfórnu sent frá sér sakamála- sögur um lögreglumanninn Alex Cross og leit hans að fjöldamorðingj- um. Þekktasta sagan hans um Cross, „Kiss the Girls“ eða Kyssum stelp- urnar, var kvikmynduð með góðum árangri og fór Morgan Freeman með hlutverk lögi'eglumannsins. Sagan gerði höfundinn þekktan utan Bandaríkjanna og hafa bækur hans síðan notið talsverðra vinsælda. Patterson reynir að skrifa nokkuð í anda Thomas Harris (Lömbin þagna) þótt ekki nái hann neitt við- líka árangri; hann leitast við að gera fjöldamorðingjana að einhverjum sérstökum gáfumönnum sem hafa lögregluna að leiksoppi og þeir eru skrímsli í mannsmynd. Þannig er því farið í nýjustu sögu Pattersons, Ketti og mús eða „Cat & Mouse“, sem Warner Books hefur útgefið í vasabroti. Líkt og í „Kiss the Girls“, sem er mun betri saga, fjallar Patterson um tvo fjöldamorð- ingja í einu; annar er í Bandaríkjun- um en hinn, sem er öllu voðalegri, er í Evrópu. Þeii' virðast starfa saman eða hafa í það minnsta einhver tengsl hvor við annan og Alex Cross sjálfur er skotmark þeirra. Hver er að elta hvern? er spurningin sem Patterson setur fram. Hver er kött- urinn og hver er músin? Annar fjöldamorðinginn er gamall kunningi Alex Cross. Hann heitii' Gary Soneji og hefur mikinn og ódrepandi áhuga á lestum og er það skýringin á því hvers vegna hann ræðst á ferðalanga á lestarstöðvum og skýtur þá og stingur. Cross þekk- ir vel til hans og morðinginn hefur í hótunum við hann og fjölskyldu hans. Hinn fjöldamorðinginn fer um stórborgir Evrópu og rænir fólki og sker það upp eins og þjálfaður skurðlæknir. Enginn veit hver sá maður er en hann kallar sig „Mr. Smith“ og er í sérstöku sambandi við alríkislögreglumann að nafni Thom- as Pierce, sem er á höttunum eftir honum. Sagan tekur á sig mjög óvæntan krók þegar Cross stendur frammi fyrir Soneji þessum um mið- bik bókarinnar og má segja að þá taki að halla undan fæti fyrir Cross, Patterson og sögunni allri reyndar. Patterson er ekki sérstaklega fær rithöfundur þótt hann hafi auga fyrir spennu og vissri gerð af óhugnaði. Hann hefur að vísu skapað ágæta persónu sem er Alex Cross. Mannúð hans og skynsemi virkar sem nauð- synlegt mótvægi við hryllinginn. Hann er fjölskyldufaðir sem ekkert aumt má sjá en er orðinn talsvert móður eftir áralanga eltingarleiki við viðurstyggilega morðingja. Flest annað í sögunni er fremur klisju- kennt fjöldamorðingjablaður þegar höfundurinn reynii' að setja sig í spor morðingjanna og hugsa eins og þeir. Patterson leggur mikið upp úr hraða frásagnarinnar en honum tekst ekki að búa til neina verulega spennu. Kaflai'nh' eru stuttir og byggja mest á samtölum og hann er sífellt að skipta um sjónarhorn frá Alex til Soneji og svo „Mr. Smith“ en þessir þrír skiptast á um að segja söguna. Hin mikla uppgötvun undir lokin, þegar ljóst er hver er fjöldamorðinginn, virkar lítt sann- færandi og raunar fáránlega á les- andann. Köttur og mús er ekki ein af betri bókum James Pattersons. Það eru í henni sæmilegir kaflar en heildar- myndin er ekkert til þess að hrópa húrra yfir. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.