Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell KLAUS Otto Kappel sendiherra Dana á fslandi segir tilfinningar sínar vera tregablandnar nú við brottfórina, enda liafi sér liðið vel hér á landi. Höfum alltaf komið að opnum dyrum Fyrir fímm árum tók Klaus Otto Kappel við stöðu sendiherra Dana á Islandi. Þá sagðist hann myndu leggja megináherslu á danska tungu og menningu í starfí sínu og við það hefur hann staðið. I viðtali við Hildi Friðriksdóttur rifjar hann upp hvað hefur verið efst á baugi á ferli hans hér á landi en um mánaðamótin heldur hann á ný til Danmerkur. LAUS Otto Kappel er á förum úr danska send- iráðinu nú um mánaðamótin og fer til starfa í danska utanríkisráðuneyt- inu. Embætti sendiherra hefur hann gegnt hér á landi undanfarin fimm ár. Hann segir að tilfmningar sínar séu tregablandar, að vísu sé alltaf gott að snúa heim og hitta fjöl- skyldu og vini, en hér á landi hafi fjölskyldan líka eignast góðan vina- og kunningjahóp. „Fjárhagsáætlun- in leyfir ekki að sendiráðið haldi kveðjuhóf fyrir alla þá sem við vild- um, svo ef mér leyfist, þá vil ég nota tækifærið í þessu viðtali og þakka öllum samstarfið, sem ég næ ekki að kveðja,“ sagði Kappei þegar Morgunblaðið hitti hann í vikunni. Þá var hann nýkominn frá Dan- mörku, þar sem hann var í fylgd Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra í opinberri heimsókn. Sendiherrann tekur fram að opin- berar heimsóknir séu mikilvægur hluti af tengslum landa í milli og segir að þrátt fyrir að leið Halldórs liggi oft til Kaupmannahafnar vegna Norðurlandasamstarfs gefist annars konar tækifæri til viðræðna í opinberum heimsóknum. Meðal annars hafi utanríkisráðherra að þessu sinni hitt Danadrottningu og forseta þjóðþingsins auk þess að ræða við ráðherra dönsku ríkis- stjómarinnar. Drottningin sá spaugilegu hliðina Kappel nefnir dæmi um aðrar op- inberar heimsóknir bæði hingað til lands frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, og öfugt, og segir að samvinnan hafi aukist ár frá ári milli síðastnefndu tveggja þjóðanna og íslands, einkum varðandi fisk- veiðar, samgöngur, ferðaþjónustu og menningu. Eins og títt er meðal Dana er húmorinn ekki langt undan. Hann rifjar upp þegar menn dönsuðu hringdans í Færeyjum og „komust í leiðslu eins og innfæddir“. Nefnir einnig fjórar heimsóknir Margrétar Danadrottningar til íslands og seg- ir að í öll skiptin hafi verið slæmt veður. „Hún hlakkar mjög til að koma hingað einhvern tíma í góðu veðri,“ segir hann og rifjar upp leiðindaveðrið þegar hún kom í til- efni listahátíðar í fyrra. Við athöfn- ina í Hafnarhúsinu vai- setið úti. „Auðvitað fór að rigna. Hávaðinn var svo mikill þegar regnið buldi á regnhlífunum, að ekkert heyrðist í borgarstjóranum, en drottningin sá spaugilegu hliðina á aðstæðunum," segir hann. Efling danskrar tungu og menningar Skömmu eftir að Kappel tók við embætti sínu hér á landi nefndi hann í blaðaviðtali, að aðalmarkmið sitt væri að efla danska tungu og menn- ingu. Óhætt er að fullyrða að við það hafi hann staðið. í sendiherratíð hans ákvað danska ríkisstjórnin að leggja samsvarandi 55 milljónum íslenskra kóna á fjár- lögum áranna 1996 og 1997 til dönskukennslu hér á landi. Hefur nýting fjarins verið ákveðin í sam- ráði við íslendinga. „Styrkirnir eru tilkomnir vegna sögulegra tengsla landanna og vegna þess að Island er eina landið fyrir utan Danmörku þar sem danska er skyldufag í skóla og fram að þessu fyrsta erlenda tungumálið. Þegar kallað er eftir sérstöku fjármagni til þessara mála komum við til móts við þær óskir. Þó ekki nema við finnum fyrir mikl- um áhuga íslendinga á málefninu, sem við höfum gert og erum mjög þakklát fyrir,“ segir hann. Megináherslan hefur verið lögð á talmálið með ýmsum hætti. Fyrir utan að hafa danskan sendikennara við Háskóla Islands, bjóða upp á námskeið fyrir dönskukennara, nemendur og fleira, hafa meðal ann- ars þrír danskir farandkennarar farið út í grunnskólana víða um land og kennt dönsku í fáeinar vikur í senn. Kappel segir að mikill áhugi sé meðal danskra kenn- ara á þessu starfi. I hvert skipti sem auglýst sé eftir farand- kennurum sæki í kring- um 50 manns um. „Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá nemendum, sem sumir hverjir hafa spurt hvort danskur kennari komi ekki aftur næsta vetur.“ Kappel nefnir einnig nýtt náms- efni á myndböndum sem nýlega hefur verið gefið út og segir að sjón- varpsmyndin Hildur, sem sýnd var hér á landi fyrir um 20 árum, hafi verið bam síns tíma. „Tungumálið sem þar er talað heyrir fólk ekki lengur þegar það kemur tii Kaup- mannahafnar. Það var því búið til nýtt myndband, þar sem nemendur geta heyrt hvemig jafnaldrar þeirra tala nútíma dönsku og hvern- ig menning þeirra er.“ Bjartsýnn á stöðu dönskunnar Kappel ræðir einnig um mikil- vægi danskra kvikmynda og sjón- varpsefnis til að viðhalda hlustun- inni. Hann gleðst því yfir að Islend- ingum býðst nú að ná norrænum sjónvarpsstöðvum í gegnum breið- bandið og telur að það muni einnig nýtast til dönskukennslu. Hann er bjartsýnn á stöðu dönsk- unnar á íslandi í framtíðinni og ótt- ast ekki, að hún muni líða fyrir það að enska verði fyrsta erlenda tung- umálið, sem kennt verður í skóla. í því sambandi nefnir hann einnig op- inberan stuðning mikilsmetinna Is- lendinga, sem leggja áherslu á að danska sé lykillinn að norrænu sam- starfi. „Þetta er mikilvægt fyrir Dani því það verður að vera kristaltært að áframhaldandi dönskukennsla sé sprottin af áhuga íslendinga sjálfra. Við ræðum saman um hver þöifin er hverju sinni. Séu íslendingar ánægðir með útkomuna þá erum við tilbúnir til frekari stuðnings,“ segir hann og bætir við að vissulega séu það raddir eldri íslendinga sem heyrist um mikilvægi dönskunnai- í tengslum við nonænt samstarf. Hann kveðst hins vegar vonast til að sá kraftur sem kominn sé í dönsku- kennsluna núna skili þeim árangri að ungt fólk fái sömu sýn varðandi norrænt samstarf. Undir sömu fjárveitingu og til dönskukennslu féll einnig ákveðinn hlutur til kynningar á danskri list og menningu og þá í tengslum við tungumálið. Kappel nefnii- nöfn eins og Benny Andersen, Ghita Nprby, Lise Nprgaard og Johannes Mol- lehave. „Mpllehave var ekki mjög þekktur á Islandi áður fyrr. Hann kom til landsins í fyn-a til að kynna sér íslendingasögurnar og hélt hér fyrirlestra um Soren Kirkegaard og fleiri. Þar sem ég vissi að hann talar mjög hratt tók ég fram að hann yrði að tala hægt og skýrt til að Islend- ingar næðu því sem hann segði. Eg bjó mig undir fyrirlesturinn með því að skrifa á pappírsblað „andante" [fremur hægt] og í hvert skipti sem „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá nemendum, sem hafa spurt hvort danskur kennari komi ekki aftur næsta vetur.“ hann í ákafa sínum fór að tala of hratt rétti ég upp blaðið. Þá hægði hann á sér í smá stund en var síðan komin á fullt aftur,“ segir Kappel og hlær. Hann bætir við að Mollehave hafí hrifist mjög af landinu og að hann ætlaði sér að skrifa um það. Hann er væntanlegur 20. febrúar nk. í til- efni opnunar sýningai' á verkum H.C. Andersen, þar sem hann mun fjalla um rithöfundinn. Mikill innflutningur frá Danmörku „Eitt af meginviðfangsefnum sendiherra er á sviði viðskipta. Það vill svo skemmtilega til að Island er stærsti markaður Danmerkur í heimi, ef miðað er við höfðatölu. Þegar borin eru saman umsvif við- skiptanna þá sést einnig að íslenski markaðurinn er umsvifameiri en í Brasilíu, Taívan og Portúgal, sem þó eru allt stórir markaðir,“ segir Kappel og bætir við að viðskiptin hafi farið vaxandi í samræmi við batnandi efnahag íslendinga. Danir verði varir við aukinn útflutning til Islands á vörum eins og listmunum, fatnaði, skartgripum og gjafavöru, en einnig megi merkja aukinn ferðamannastraum frá Danmörku til íslands. Hann segir að samskipti íslend- inga og Dana séu og hafi verið ákaf- lega farsæl. Vissulega hafi komið upp ágreiningur en hann hafi alltaf verið leystur í rólegheitunum, svo sem ágreiningurinn um mörk veiðisvæðanna milli íslands og Grænlands. „Það tók langan tíma en á endanum náðum við samkomu- lagi sem allir voru sáttir við,“ segir hann. Hann gefur ekki mikið út á það, hvort íslendingar séu eifiðir og þverir andstæðingar í samn- ingamálum en segir að margar ákvarðanir séu háðar samþykktum Alþingis. Þar sé því bæði sterkur og Iagalejgur og pólitískur grunnur sem ísiendingar telji sig þurfa að verja. „Varðandi fiskveiðarnar er einnig mikill efnahagslegur ávinn- ingur. Danir hafa því mikinn skiln- ing á alvöru þess máls. Við höfum alltaf komið að opnum dyrum og mætt vingjarnlegu viðmóti þegar við höfum þurft að ræða einhver málefni af hvaða toga sem er,“ segir hann. Hefðbundinn ferill Klaus Otto Kappel hefur starfað fyrir dönsku utanríkisþjónustuna frá 1961 og kveðst hafa fengið dæmigerðan framgang í starfi. Hann hefur verið sendiherra í Pek- ing, Washington, Bonn, Bogota og Sofíu, þaðan sem hann kom til ís- lands. „Þar var mikill órói, svo að á þremur og hálfu ári voru við völd þrír forsetar, fimm forsætisráðherr- ar og sex utanríkisráðherrar. Eg var ekki fyrr búinn að kynnast ein- hverjum þeirra fyrr en annar var tekinn við. Þetta var mjög erfitt svo að fyrir fimm árum bað ég um að komast til einhvers annars Evrópu- lands. Þá hafa þeir litið á Evrópu- kortið, bent á Búlgaríu og sagt: Hann situr þarna syðra og vill breytingu, þá er best að setja hann á hinn endann á kortinu eða á ís- Iand,“ segir hann sposkur á svip. „ísland var ekki bara öðruvísi vegna stjórnmálanna heldur er ís- land landfræðilega allt öðru vísi. Orkumál eru mikið vandamál í Austur-Evrópu en hér hafa menn notað tæplega 10% af heita vatninu. Þessar andstæður voru mér mikils virði og verkefnin hafa verið allt öðruvísi. Það er erfitt að segja hvað stend- ur upp úr,“ segir hann svo. „Maður sér það kannski betur þegar maður er farinn af vettvangi, en ætli það sé ekki sú góða vinátta sem við höfum eignast hér á landi meðal fjölmargi-a einstaklinga. Nútímabókmenntir hafa einnig hrifið mig og sömuleiðis hefur náttúran haft mikil áhrif á okkur. Við fórum hringinn í kringum land- ið, vorum í bændagistingu og komumst í nána snertingu við land- ið. Það skilur einnig mikið eftir,“ segir Klaus Otto Kappel, sem kveðst eiga von á að því að koma hingað aftur sem ferðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.