Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 17 Samkeppnisráð úrskurðar varðandi flutning á pappír Tilboð Eimskips hafði skaðleg áhrif á samkeppni SAMKEPPNISRÁÐ telur að tíl- boðsgerð Eimskipafélags Islands hf. í tilboð í flutning á pappír í símaskrár hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni og farið í bága við góða viðskiptahætti. Samkeppnisráð beinir þeim tilmælum til Eimskips að félagið gæti þess í hvívetna að samningar fyrirtækisins eða aðrar athafnir sem varða viðskiptavini þess feli ekki í sér mismunun sem kunni að skaða samkeppnisskilyrði þeirra. I erindi frá Samtökum verslun- arinnar - Félagi stórkaupmanna í umboði Sundagarða ehf. segir að 2. desember 1997 hafi Póstur og sími (Landssíminn) auglýst eftir tilboðum í 424 tonn af pappír fyrir símaskrá. Útboðið miðaðist við verð FOB í einhverri höfn, þaðan sem beinar siglingar era til ís- Iands. Á meðal þeirra sem buðu í símaskrárpappírinn voru Skelj- ungur vegna North American Speciality Paper (Skeljungur), sem bauð kr. 17.003.528 FOB Kanada og Sundagarðar, sem buðu kr. 17.251.882 FOB Noregur. Landssíminn ákvað að semja við Skeljung, þar sem verð fyrirtækis- ins var hagstæðara, jafnvel að teknu tilliti til flutningsgjalda. Sundagarðar gátu ekki fallist á þá ákvörðun cg óskaði fyrirtækið eft- ir því að Samkeppnisstofnun kann- aði hvaða verð hefði verið boðið í flutninginn á pappírnum og hvort Eimskipafélag Islands hefði beitt ólögmætum sjónarmiðum og/eða aðferðum til þess að tiyggja að boði Skeljungs yrði tekið. Bar að sýna sérstaka varkárni I niðurstöðum samkeppnisráðs segir að með tilliti til markaðsráð- andi stöðu Eimskips og eignar- tengsla við Skeljung hf. sé það mat samkeppnisráðs að fyrirtækinu hafi borið að sýna sérstaka var- kárni í þeirri tilboðsgerð, sem er hér til umfjöllunar. „Með tilboðinu til Landssímans í flutninga á síma- skrárpappímum, sem var byggt á þeirri forsendu að meira magn af sams konar pappír kæmist í gám frá Kanada heldur en Noregi hafði Eimskip áhrif á hvaða tilboð í símaskrárpappírinn var lægst að teknu tilliti til flutningsgjalda. Gögn málsins bera með sér að um- rædd forsenda Eimskips er ekki rétt. Að mati samkeppnisráðs var viðskiptavinum Eimskips mismun- að með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum." Samkeppnis- ráð telur að mismunur þessi raski með alvarlegum hætti samkeppn- isstöðu kvartanda og að óvandaður undirbúningur tilboðsins brjóti í bága við góða viðskiptahætti í at- vinnustarfsemi. Verulegir hagsmunir í húfi Samkeppnisráð segir að um verulega hagsmuni innflytjenda hafi verið að tefla og hefði Eimskip átt að gæta jafnræðis í upplýsinga- öflun, sem tilboðin voru byggð á. „í máli þessu verður að hafa í huga að í samkeppnisrétti hvílir rík skylda á markaðsráðandi fyrir- tækjum að gæta að því að aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra raski ekki samkeppni. Telja verður að Eim- skip hafi mátt vera ljóst að um verulega hagsmuni innflytjenda var að tefla í máli þessu. Sökum þessa bar fyrirtækinu að vanda undirbúning tilboðsins og gæta jafnræðis í upplýsingaöflun. Pað gerði fyi-irtækið ekki og er það mat samkeppnisráðs að með þess- um tilboðum hafi samkeppnisstaða kæranda gagnvart Skeljungi skekkst." I niðurstöðu segh' samkeppnisráð að það hafi ekki ástæðu til að ætla að Eimskip hafi með tilboði sínu í flutninga á símaskrárpappír fyrir Landssímann ætlað að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gerðu tilboð í sölu á pappírn- um. „Hins vegai' verður að hafa í huga að markaðsráðandi fyrirtæki geta jafnt með athöfnum eða at- hafnaleysi sínu haft skaðleg áhrif á samkeppni. I þessu sambandi skipt- h- ekki öllu máli hvort fyrir liggi ásetningur viðkomandi fyiirtækis til að raska samkeppni." Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri sitt mat að fyrirtækið hefði gert Landssímanum eðlilegt tilboð, enda legði Eimskip áherslu á vönduð vinnubrögð við samninga- og tilboðsgerð. „Verðlagning á flutningum ræðst af mörgum atrið- um, svo sem kostnaðarþáttum, nýt- ingu á flutningsgetu og markaðsað- stæðum. Eimskip gerði Landssím- anum hagstætt tilboð sem endur- speglar vel flutningsgjöld á þeim flutningsleiðum sem útboðið náði til. Landssíminn ákvað að taka því til- boði sem hann taldi hagstæðast." Stefán Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar - Félags stórkaupmanna, sagðist fagna niðurstöðu samkeppn- isráðs. Hann taldi um tímamótúr- skurð að ræða sem gæti haft víð- tæka þýðingu. „Er það fagnaðarefni að samkeppnisráði hafi tekist að mynda heildstæða niðurstöðu, sér- staklega í ljósi þess að nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á sam- keppnislögum af hálfu viðskipta- ráðuneytis." Dótturfyrirtæki Marels 100 milljóna kr. samningur MAREL USA, dótturfyrirtæki Marels hf., gekk frá sex sölusamn- ingum, samtals að upphæð um eitt hundrað milljónir króna, á alþjóð- legu kjúklingatækjasýningunni í Atlanta í Bandaríkjunum í síðustu viku. Marel hefur aldrei áður gengið frá svona stórum sölusamn- ingum á vörusýningu. I frétt frá Marel kemur fi-am að sýningin sé aðalvettvangur kjúklingaiðnaðarins í heiminum. Marel tók núna þátt í sýningunni í þriðja sinn undir flaggi Marel USÁ. Mjög góð aðsókn var í bás Marel en flest af stærstu Hlutabréf hækka um 12,6% kjúklingafyrirtækjum í Bandaríkj- unum hafa valið Marel-búnað. „Af tækjunum sem Marel sýndi, vakti ný vél mesta athygli. Þarna er á ferðinni tæki sem getur valdið straumhvörfum í iðnaðinum með því að opna möguleika á vinnslu, sem ekki hefur verið hægt að stunda með góðu móti hingað til. Þetta er þykktarskurðarvél sem notar mælingu tölvusjónar til að stýra skurðarbúnaði sem sneiðir bita af ákveðinni þyngd af stórri kjúklinga- eða kalkúnabringu. Sýningarvélin seldist á staðnum og er kominn langur biðlisti fyrir- tækja, sem vilja fá að prófa vélina í vinnslu hjá sér,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mar- el hf. 24 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Marel á Verð- bréfaþingi Islands í gær og hækk- aði gengi þeirra um 12,6%, úr 16,10 í 17,0, eftir að tilkynnt var um samningana. Amerísklr nuddpottar (SPAS) • Acryl-skel I sedrus- eða rauðviðargrind. • Innbyggt hita- og hreinsikerfi. • Engar pípulagnir, aðeins rafmagn, venjuleg innstunga, 16 amp. • Aðeins skipta um vatn 2-3 á ári. Hentar vel fyrir sumarbústaði og heimili, úti og inni. Velkomin í sýningarsal okkar í Auðbrekku 23, Kópavogi. Vestan eht.___________________________________ Sími 5546171 eða farsími 8984154 Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 20, 3. hæð v/Lækjartorg símar 562 41 16, 562 41 17, 562 41 18, netf. aths@ismennt.is Arm Þór Hitablásarar i! ÞOR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 120 kennslustÍlflJl'Jjrífelj Námskeið sem sniðið er að þörfum þeirra sem vilja sjá um netrekstur í fyrirtækjum, skólum eða stoinunum. Einnig fyrir þá sem vilja skapa sér ný tækifæri á vinnumarkaði og verða góðir netstjórar. • Netfrœði, netþjónar, tölvur og netbúnaður. •Windows95l98ínetum. • Umfangsmikil kennsla um Windows NT netstýrikerfið. • Meginatriði netstjórnunarmeðNovell netstýrikeifinu. • Intranet og Internetið og TCPIIP somskipti. Tölvuumsjón í nútímarekstri Námskeið fyrir þá sem sjá um tölvur í fyrirtækjum, skólum og stofnunum eða þá sem vilja bara vita meira um tölvur og verða kröftugir notendur með mikla þekkingu og yfirsýn yfir möguleika tölvunnar í rekstri. • Windows 95I98 stýrikeifið • Netumsjón með Windows NT og val á búnaði, útboð, samningar og rekstur. • Office forritin: Word, Excel, Access og PowerPoint. • Tölvusamskipti, vefsíðugerð, tölvupóstur og Internetið._________ KEllBffiflHBl Vú AHK) s tgr Netumsjón í nútímarekstri Forritun í nútímarekstri 120 kennslustjK'X'flþfyfll Ttlvalið námskeið fyrir þá sem vilja læra allt sem þarf til þess að byrja forritun. • Hönnun og greining • Gagnagrunnsfræði, Access, SQL, ogforritun í Office umhverfi • Vtsual Basicforritun og lokaverkefni. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 • Reykjavík IslMAMmHH lEURO • Raðgreiðslur • VISA| sem auövelt er að muna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.