Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 39 * starfar í nágrenninu líkt og Kristinn gerði. Sammerkt með þessu úrvals- fólki er áhugi á þjóðmálum, lífinu, til- verunni og mannfólkinu og grannt er fylgst með atburðurn líðandi stund- ar. Ég held að það sé ekki tekið of djúpt í árinni að segja að Kristinn hafi átt hvað stærstan þátt í því að morgunstundirnar á Príkinu gáfu fastagestunum gull í mund áður en þeir héldu út í hið daglega amstur. I starfi Félags íslenska einkaflug- manna nutum við félagar Kristins ánægjulegi’a samvenistunda við hann. Hann var gamall einkaflug- maður og flugvélaeigandi. Kiistinn var förunautur í kompaníi þeÚTa okkar sem hafa drjúgan bakgrunn í atvinnulífinu en með þetta spenn- andi áhugamál að hugðarefni. Þessi vaski hópur hópur hittist á hverjum laugardagsmorgni í húskynnum okk- ar ágæta félags og hluti liðsins snæddi saman hádegisverð á hverj- um föstudegi. Innan okkai' litla áhugamannaheims flugsins var Kristinn einlægur vinur vina sinna. Alltaf boðinn og búinn með sínum góða vilja að greiða úr málum sem upp komu, jafnvel smæstu málum. Hann gladdist þegar slíkt tókst. Mættu ýmsir taka sér Kristin til fyr- irmyndar að þessu leyti. Kiistinn hafði hreinan og sannan innri mann. Hann gaf mér vináttu sína, drengskap og tryggð og þær gjafir urðu mér dýrmætari en efnis- legir hlutir hefðu getað orðið. Þessi vinur minn á drjúgt veganesti í síð- ustu ferðina. Um lífshlaup Kristins eiga sannarlega við þessi heimspeki- legu orð: „Hið eina sem þú getur tekið með þér yfir landamærin er það sem þú hefur gefið.“ Mannkostir Kiistins Eggertsson- ar voru öllum auðsæir sem kynntust honum og þá ekki síst mér sem kynntist honum býsna vel hin síðari ár. Kannski reis vinur minn hæst þann stutta tíma sem við ofurafl dauðans var að etja. Hann hefur skil- ið eftir með vinum sínum gnótt ánægjulegra minninga. Ég sendi Hjördísi, börnum þeirra, ástvinum öllum og vandamönnum einlæga samúðai-- og vinarkveðju með góðum óskum. Sverrir Þóroddsson. Kveðja frá kaffifélögum Þegar félagar úr þessum hópi fóru einn og einn að venja komur sínar snemma á morgnana á kaffístofuna Prikið við Bankastræti kynntust þeir fljótlega Kristni Eggertssyni sem var þar hagvanur. Vinnustaðir hans lengst af voru þar í nágrenninu, fyrst í Málaranum og síðar við eigin versl- unarrekstur í Ingólfsstræti. Þessar morgunstundir hafa nú staðið yfir í áratugi og þrátt fyrir mörg málefni og misjafnar skoðanir á hinum ýmsu málum hefur aldrei borið skugga á vinskap sem myndaðist innan þessa hóps. Allt er þar rætt í bak og fyrir og engin málefni mönnum óviðkom- andi. Þar vai' Kristinn á heimavelli. Frásagnh' hans sem leiftruðu af kímni, yljuðu okkur félögunum og vit hans t.d. á bílum og flugvélum var hafið yfir alla gagni’ýni! Þá var hann lykilmaður að stofnun koníaks- klúbbs okkar sem hafði aðsetur á Prikinu og hélt hátíðarsamkomur þar einu sinni á ári ásamt boðsgest- um. Hann var hrókur alls fagnaðar og okkur félögunum duldist ekki að þar fór góður vinur ásamt því að vera traustur félagi. Fyrir nokkrum árum fórum við félagarnir til Frakk- lands og skoðuðum höfuðstöðvar koníaksframleiðslunnar. Ferð þessi var okkur öllum til mikillar ánægju og varð hún til þess að efla sam- heldni okkar enn frekar. Oft síðar er ferðin rifjuð upp yfir kaffibolla öll- um til mikillar ánægju. I dag er þessi félagi kvaddur hinstu kveðju. Kveðjustundin er ótímabær og án fyrirvara en það er ekki okkar að ráða tíma, stað og stund. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þig, kæri vinur. Kaffifélagar á Prikinu. • Fleiri minningíirgrcinnr um Kristin Eggertsson bíðn biHingnr og munu bii'iast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR ODDGEIR EINARSSON + Oddgeir Einars- son fæddist í Neðradal í Biskups- tungum 2. septem- ber 1924. Hann and- aðist á Landspítal- anum 15. janúar síðastliðinn. For- eldrar lians voru Einar Grímsson bóndi í Neðradal, f. 19.8. 1887, d. 16.12. 1950, og Kristjana Kristjánsdóttir, f. 24.8. 1886, d. 22.5. 1963. Eignuðust þau níu börn. Þau eru: 1) Ármann K»., i. u«.i. 1915. 2) Þorbergur Jón, f.18.1. 1916, d. 5.11. 1993. 3) Grímur, f. 13.9. 1917, d. 31.10. 1944. 4) Ár- sæll Kristinn, f. 10.8. 1919, d. 19.10. 1993. 5) Guðrún, f. 16.12. 1921. 6) Valdimar, f. 27.7. 1923, d. 10.12. 1977. 7) Valdís, f. 2.9. 1924, dó á öðru ári. 8) Oddgeir, sem hér er minnst. 9) Hólmfríð- ur, f. 29.5. 1927. Hinn 16. október 1948 kvænt- ist Oddgeir Pálínu Sigurðar- dóttur, f. 9. maí 1928, d. 8. ágúst 1998. Pálína var frá Hólmaseli í Gaulverjarbæjarhreppi í Árnes- sýslu. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, bif- reiðasmiður, f. 22.11. 1946. Sambýliskona hans er Kristín M. Einarsdóttir, bankastarfs- maður, f. 10.5. 1955. Dætur þeirra eru: Linda Björk Jóns- dóttir, f. 16.9. 1971, Inga Laufey Jó- hannsdóttir, f. 16.12 1978, Pálína Guð- rún Sigurðardóttir, f. 31.5. 1983, og Kristín Lilja Sig- urðardóttir, f. 7.6. 1988. 2) Valdís Kri- stjana, sjúkraliði, f. 21.1. 1949. Eigin- maður hennar er Jónas Hreinsson, rafveituvirki, f. 2.4. 1951. Börn þeirra eru: Guðrún Pálína Haraldsdóttir, f. 17.9. 1968, Ása Sigurbjörg Haralds- dóttir, f. 22.6. 1972, Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, f. 18.6. 1974, og Steinar Hreinn Jónas- son, f. 20.06 1985. 3) Einar Vignir, f. 30.10 1952. Börn hans eru: Harpa Kristín, f. 15.8. 1976, Oddgeir, f. 13.8. 1977, og Þórarinn, f. 25.5. 1983. 4) Gunn- ar Rúnar, f. 4.11. 1954. Maki hans er Inga Barbara Arthur, f. 14.8. 1955. Börn þeirra eru: Diðrik Örn, f. 30.7. 1978, Andri Rúnar, f. 7.7. 1987, og Viktoría Lind, f. 9.8 1996. Oddgeir starfaði lengst af sem bifreiðastjóri hjá Hreyfli. títför Oddgeirs fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á kveðjustund þyrpast minning- arnar fram. Mörg eru árin síðan stóri systkinahópurinn í Neðradal lék sér saman glaður og áhyggju- laus. Nú er Oddgeir yngsti bróðir- inn kveður eru aðeins eftir systurn- ar Guðrún og Hólmfríður og ég sem þessar línur skrifa. Oddgeir ólst upp við öll algeng sveitastörf og vandist fljótt á að rétta hjálparhönd eftir því sem geta og kraftar leyfðu. Hann lauk skyldunámi frá barnaskólanum í Reyk- holti í Biskupstungum, sem var einn fyrsti heimavistarskólinn hér á landi. Síðan lá leiðin pins og okkar eldri bræðranna í íþrótta- skólann í Haukadal. Ekki varð af frekari skólagöngu og um tvítugsaldur lá leið Oddgeirs til Reykjavíkur í atvinnuleit. Fljót- lega vaknaði áhugi hans á bílum og tók hann bílpróf. Ekki lét hann þar við sitja og tók svonefnt meira próf, sem veitir réttindi til mannflutninga gegn gjaldi. Oddgeiri tókst brátt með aðstoð góðra manna að kaupa sér nýjan fólksbíl. Hann varð sér úti um stöðvarleyfi á Hreyfli og þarf ekki að orðlengja það að ævistai’fið varð akstur leigubifreiðar. Oddgeir var duglegur og samviskusamur að hverju sem hann gekk. I stutt máli sagt var hann fai'sæll í þessu áhættusama starfi. Eftir að Geiri eins og hann var ávallt kallaður meðal vina og vanda- manna fluttist til Reykjavíkur kynntist hann fallegri og yndislegri ungri stúlku. Hún hét Pálína Sig- urðardóttir frá Hólmaseli í Árnes- sýslu. Þau felldu hugi saman og giftust 1948 og hófu búskap. Fyrstu árin bjuggu þau í Sigtúni, en síðan byggði Oddgeir stórt og vandað íbúðarhús í Gnoðarvoginum ásamt Valdimar bróður sínum. Þar bjuggu þau hjónin til æviloka. Hjónaband Geira og Pöllu eins og hún var oftast kölluð var gott. Þau voru samhent í hvívetna og þeirra fallega heimili bar smekkvísi vott. Það var mjög ánægjulegt að koma í Gnoðarvoginn og heimsækja Geira og Pöllu, hlýhugur og gestrisni sátu ávallt í fyrirrúmi. Ollum var tekið opnum örmum, bæði skyldum og vandalausum. Fjölskyldan er stór, og sérstaklega hændust barnabörn- in og barnabarnabörnin að ömmu og afa. Þau voni líka yndi þeirra og eftirlæti. Bæði hjónin voru félagslynd og áttu létt með að umgangast fólk. Á góðum stundum var Geiri húmoristi og lét stundum fjúka smellnar at- hugasemdir. Þá var Geiri í eðli sínu trygglyndur og vinfastur. Samband við æskuvini úr Tungunum hélst ævilangt. Hef ég þar sérstaklega í huga Magnús Helgason frá Dals- mynni. Veit ég að hann muni óska að senda Geira sínar innilegustu kveðjur að leiðarlokum. Geiri og Palla áttu barnaláni að fagna. Eins og segir í inngangsorð- um áttu þau fjögur börn, þrjá syni, Sigurð, Éinar Vigni, Gunnar Rúnar og dótturina Valdísi Kristjönu. Oll eru þau mesta myndarfólk og hafa fyrir löngu flogið úr hreiðrinu og stofnað sín eigin heimili. Fjölskyld- urnar eru einkar samhentar og hafa reynst foreldrum sínum á efri árum ómetanleg stoð og stytta í þung- bæmm veikindum. Lengstan hluta ævinnar voru hjónin heilsuhraust. Fyrir allmörg- um árum kenndi Geiri hjartasjúk- dóms og þurfti að gangast undii' skurðaðgerðir. Ekki voru spítala- legur hans langar hverju sinni og hann gat lifað nokkurn veginn eðli- legu lífi með því að reyna ekki á sig og fara vel með sig. Palla átti líka við hættulegan sjúkdóm að stríða og lést hún í ágúst á síðastliðnu ári. Eftir lát konu sinnar leit Geiri ekki glaðan dag. Börnin aðstoðuðu föður sinn dag hvern í smáu og stóru hvað viðkom húshaldi og reyndu að stytta honum stundir sem þau gátu. Sérstaklega var einkadóttirin nærgætin og hjálp- söm. Miklar framfarir hafa orðið á síð- ustu árum á sviði hjartalækninga og ný tæki komið til sögunnar. Geiri fylgdist vandlega með þessum mál- um. Hann var bjartsýnn á að sér auðnaðist með tímanum að ná full- um bata. Skömmu fyrir jól fór Geiri á spít- ala og gekkst undir aðgerð, sem virtist heppnast vel og lofa góðu. En reyndin varð á annan veg, Geiri komst ekki af spítalanum og lést 15. þessa mánaðar. Geiri mun eiga góða heimkomu. Palla bíður á ströndinni handan móðunnar miklu og tekur á móti ástkærum eiginmanni og bæði munu nú fylgjast að inn í birtu og dýrð eilífðarinnar. Við Heiða sendum að leiðarlokum börnum, barnabömum, bamabama- bömum, öðru venslafólki og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng og kæran bróður og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ármann Kr. Einarsson. Þegar ég var lítil stelpa um það bil fimm ára, þá átti ég heima í sveit austur í Flóa. Sveitalífið átti vel við mig og átti ég hund og eina kind. En það sem var mjög skemmtilegt var þegar von var á gestum frá Rcykjavík, þá beið ég óþolinmóð eftir að sjá bíl koma keyrandi eftir afleggjaranum og koma heim á hlað. Skemmtilegast af öllu var ef von var á afa Geira og ömmu Pöllu úr Gnoðarvoginum. Eg gat heyi't í bílnum hans afa Geira langar leiðir því hann átti leigubíl með díselvél og það fannst mér vera það flottasta sem til var. Afi átti það til að fara með mig í bíltúr um sveitina mína, bara við tvö saman. í þessum bíltúr- um var alltaf boðið upp á gosdrykk og súkkulaði. Þetta voi-u mínar bestu stundir. Og rúmum tuttugu árum seinna, þegar ég stundum hjálpaði afa að þvo og bóna leigubílinn, þá fékk ég sömu tilfinningu eins og þegar ég var lítíl, við afi tvö saman. En nú var ekkert gos eða súkkulaði og ég keyrði stundum bílinn. Stundum þegar ég var yngi'i fór ég með til Reykjavíkur og talaði afi þá um sælunætur í Gnoðarvoginum. Ég man ennþá hvað það var gott að kúra í afa og ömmu bóli. Á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum var mest spennandi að athuga hvort afi væri vaknaður. Ef hann var vaknað- ur fór ég með kaffibolla, einn mola og Morgunblaðið til hans. Seinna þegar fjölskylda mín flutt- ist til Reykjavíkur, ekki langt frá afa og ömmu, var gott að geta gengið til þeirra eftir skóla, fengið eitthvað að borða og smá spjall líka. Svona voru þau afi Geiri og atpma Palla stoð mín og stytta. Og nú þegar ég sit og er að svæfa eldri son minn og hann sem er rétt að byrja að skilja lífið, talar og talar um langafa og langömmu. Og þegar hann rétt er að sofna segir hann: „I nótt ætla ég að dreyma eitthvað fal- legt um langafa.“ Hri ég græt, ó, burt er æskan bjarta, bemsku minnar dáin sérhver rós. Það er sárt í sínu unga hjarta að sjá hve slokkna öll hin skærstu ljós. Ó, hve feginn vildi ég verða aftur vorsins barn og hérna leika mér. Nú er lamað þrek mitt, þrotinn ki-aftur, þunga sorg á herðum mér ég ber. Þú átt gott, þú þekkir ekki sárin, þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull en gull er’ líka tárin guðleg svölun hven'i þreyttri sál. Stundum þeim er þrekið prýdd’ og ki'aftur, þögul höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. (Guðm. Guðm.) Guðrún Pálma. Jæja, Geiri minn, þá ert þú nú farinn frá okkur og til hennar Pá- línu þinnar sem þú saknaðir svo mikið, enda engin furða því sam- rýndari hjón hef ég nú aldrei þekkt. Eg kynntist ykkur fyrir um að bil tuttugu árum er við Palla unnum saman á kaffibarnum á Reykjavik- urflugvelli og komst ég nú ekki hjá því að kynnast þér, því þú komst með hana og sóttir á hverja vakt. Og mikið tók það nú stuttan tíma að verða vinkona ykkar. Þið voruð bæði yndislegir vinir mínir. Þó svo ég hætti að vinna með Pöllu þá héldum við okkar vinskap og auðvit- að fékkst þú að vera með því þið Palla voruð eitt. Þegar ég fór að venja komur mínar heim til ykkar svona dálítið reglulega, alltaf einu sinni í mánuði og stundum tvisvar þá var engin spurning með það hvort ykkar hellti upp á könnuna, auðvitað þú og Palla kíkti í kistuna hvort ekki væri nú frosin jólakaka eða terta til að þíða í örbylgjuofnin- um handa mér, því þær voru bestar í bænum. Já, Geiri minn, við þrjú áttum óteljandi gleði- og ánægjustundir í Gnoðarvoginum. Mér fannst alltaf eins og ég væri að koma heim og aldrei vantaði umræðuefni, það var hlegið og grínast að mörgu sem skeði á vellinum og utan hans og stundum hristir þú nú bara höfuðið og fórst fram í sjónvarpið svo við gætum rabbað tvær og þú skildir nú ekki alltaf hvað við gátum hlegið að þessari vitleysu í okkur. En svona á það að vera. Eftir þessar samveru- stundir með ykkur leið mér alltaf betur þegar ég fór heldur en þegar ég kom, það var gott að létta af sér ýmsum byrðum því þið voruð góðir hlustendur og gáfuð mér mikinn kærleik. Já, Geiri minn, svo misstir þú heilsuna og þá var nú Palla betri en enginn með alla sína jákvæðni og umhyggju. Stóð hún sem klettur við hliðina á þér og þú kunnir nú vel að meta það. Síðan háði hún sína veik- indabaráttu og ætlaði nú ekki að gefast upp en loks tapaði hún, en alltaf var sama æðruleysið hjá ykk- ur. Þið tókuð bara því sem að hönd- um bar og ef maður þroskast ekki og þakkar Guði fyrir það sem maður hefur eftir að hafa fylgst með ykkar baráttu þá á maður nú ekkert skilið. Jæja, Geiri minn, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér hjá góðum Guði og þér líður nú vel í örmum hans og Pöllu þinnar. Svo kveð ég þig með söknuði, Geiri minn, með þá vissu að við hittumst aftm' og ég bið að heilsa, vinur. Jesús Guðs son, vinurogvon, veitþúmérfrið, ó, Herra ég bið. Leið mig til frelsis áviskunnarveg, veit mér að ætíð, þitt bam verði ég. (ÓliÁg.) Þín vinkona Edda Larsen. Elsku afi. Nú ert þú farinn frá okkur eins og amma. Eftir að amma dó varst þú eins og vængbrotinn fugl. Söknuðurinn gagntók þig allan. En þó vildir þú reyna að halda áfram að lifa þrátt fyn'ir veikindi þín, þú vai'st sterkur. Að vissu leyti er- um við sátt við að þú fórst svona fljótt á eftir ömmu, því þú saknaðir hennar mikið, þó að það sé sárt fyrir okkur að missa þig. En nú ert þú laus við þjáningar lífsins, horfinn á braut frá okkur. Við vonum að þér líði betui’ núna þarna sem þú ert og sért kominn í faðm ástvina þinna. Þarna munt þú engan sársauka finna, aðeins hamingju. Við systkinin höfum margar minningar að geyma um hann afa okkar. Afi var leigubílstjóri og vann mikið. Hann var úti að keyra öllum stundum. En að koma til afa og ömmu þegar afi var heima var voða- lega gaman. Afi kom alltaf í mat til ömmu í hádeginu. Svo lagðist hann í smástund til þess að hlusta á frétt- irnar. Þegar þær voru búnar feng- um við óskipta athygli hans. Alltaf þegar afi fór svo aftur út að keyra var hann búinn að stinga að okkur smá aur til þess að við gætum farið og keypt okkur sælgæti. Oft og iðu- lega sáum við svo afa keyra um bæ- inn og ef við urðum svo heppin að hitta hann í vandræðum okkai' þá var hann alltaf tilbúinn til þess að keyra okkur heim. Auðvitað eru þetta bara nokkur brot af minningunum um þig, elsku afi, hin brotin geymum við systkinin í hjarta okkar. Kæri afi, við munum sakna þín mikið en huggum okkur við það að þú ert á góðum stað hjá henni ömmu, þar sem veikindi þekkjast ekki. Við eigum eftir að minnast þín með söknuði í hjarta, því þar áttir þú mikið pláss. Við eigum líka eftir < að minnast þín með gleði, því við geymum allar minningarnar um þig. Elsku mamma. Að missa báða foreldra sína á svo stuttum tíma eins og raun bar vitni er örugglega þung byi'ði að bera. En við systkinin von- um að þú verðir sterk í sorginni. Megi Guð styrkja þig. Líttu fram á bjartan veg og láttu þér líða vel. ^ Ása, Ki'istjana og Steinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.