Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir MARGIR fengu viðurkenningar á Héraðsþingi HSK en fyrir miðju er Guðmundur Kr. Jónsson frá Umf. Sel- fossi, sem tók við verðlaunum fyrir hönd íþróttamanns ársins 1998, Magnús Aron Hallgrímsson kringlukast- ara, sem einnig er í Umf. Seifossi, en hanu var staddur erlendis við æfingar. Nýtt ferðaúti- bú á Akranesi Akranesi - Nýr umboðsmaður, Þór- dís Ai’thursdóttir, hefur tekið við sölu- umboði Norrænu ferðaskrifstofunnar, Smyril Line, Ferðaski’ifstofu Úrvals- Útsýnar og Plúsferða á Akranesi og opnað skrifstofu á Kirkjubraut 3. Þórdís er ekki alveg ókunnug ferða- málum og þjónustu vegna þeirra. Hún starfaði m.a. um árabil sem ferða- máiafuiltrúi Akranesbæjar og byggði upp öfluga ferðaþjónustu á Akranesi. Úi'val-Útsýn og Plúsferðir hafa um árabil haft umboðsskrifstofu á Akra- Að sögn Þórdísar hefur mikið verið að gera frá opnun skrifstofunnar, sem ber upp á sama tíma og mest spurn er eftir sumarleyfisferðum ársins. Hald- in var ferðakynning á dögunum og var hún vel sótt. Þórdís er bjartsýn á framtíðina og segir byrjunina hjá sér gefa góðar vonir. Þórdís mun hafa listahorn á skrifstofu sinni þar sem listamenn munu sýna verk sín og nú stendur þar yfir sýning Philippe Ricaif, sem sýnir veflistaverk og myndir úr flóka. Blönduós Sigursteinn Guðmunds- son læknir heiðraður Biönduósi - Austur-Húnvetningar þökkuðu Sigursteini Guðmunds- syni héraðslækni fjörutíu ára giftudijúgt starf í samsæti sem haldið var honum til heiðurs í fé- lagsheimilinu á Blönduósi að við- stöddu fjölmenni á sunnudag. Það var héraðasnefnd A-Húnavatns- sýslu sem stóð fyrir samkomunni fyrir hönd héraðsbúa. Lárus Ægir Guðmundsson stjórnaði samkomunni og oddviti héraðsnefndar Erlendur G. Ey- steinsson færði Sigursteini lista- verk eftir listamanninn Æju sem þakklætisvott frá íbúum héraðs- ins. Feðginin Jóna Fanney og Svavar H. Jóhannsson fluttu sam- komunni nokkur lög við góðar undirtektir, alþýðan söng og haldnar voru margar snjallar ræður. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SIGURSTEINN Guðinundsson fékk að gjöf frá íbúum A-Húnavatnssýslu listaverk eftir Æju. Talið frá vinstri Bryndís B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri héraðsnefndar, Sigursteinn Guðmundsson og sambýliskona hans, Kristín Ágústsdóttir, og Erlendur G. Eysteinsson, oddviti héraðsnefndar. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÞORDIS Arthursdóttir, hinn nýi umboðsmaður Norrænu ferðaskrif- stofunnar, Smyril Line og Ferðaskrifstofunnar Urvals-Utsýnar og Plúsferða, á skrifstofu sinni. Sjóvá-Almennar og Ferðaskrifstofa Aust- urlands í Níuna Morgunblaðið/Anna Ingólfs HANNIBAL Guðmundsson og Helgi Kjærnested, eigendur Ferðaskrif- stofu Austurlands og starfsmenn Sjóvár-Almennra, í nýju húsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Héraðsþing HSK s Iþrótta- maður árs- ins valinn Hellu - Fjöimenni var á 77. Hér- aðsþingi HSK sem haldið var á Laugalandi í Holtum fyrir stuttu. Um 90 fulltrúar frá 40 aðildarfé- lögum HSK og 2 sérráðum sam- bandsins mættu á þingið auk gesta og starfsmanna þingsins. Á þinginu var lögð fram 80 blaðsíðna skýrsla um starfsemi Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á liðnu ári og urðu nokkr- ar umræður um starf hreyfingar- innar á liðnu ári, enda starfið víða þróttmikið. Á þinginu var fjallað um fjölmörg mál sem framundan eru, en alls voru 18 tillögur samþykktar og ýmis mál rædd í nefndum þingsins. M.a. var lögð fram tillaga um að sækja um að Landsmót ung- mennafélaganna verði haldið í Árborg árið 2004 eða 2007. íþróttamaður ársins 1998 Fjölmörg verðlaun voru veitt á þinginu til einstakra félags- manna fyrir góðan árangur á ár- inu en 10 íþróttamenn voru til- nefndir til íþróttamanns ársins. Efstur með 140 stig var fijálsí- þróttamaðurinn Magnús Aron Hallgrímsson úr Umf. Selfoss. Hann er 22 ára kringlukastari og einn af afreksmönnum framtíð- arinnar í frjálsum íþróttum. Hann er fimmti Islendingurinn í sögunni sem kastað hefur kringlu yfir 60 metra og jafn- framt sá yngsti. Magnús kastaði lengst 60,62 metra á sfðasta keppnistímabili, sem er aðeins 38 cm frá lágmarki á Evrópumeist- aramótið í Búdapest. Magnús varð Norðurlandameistari í flokki unglinga 22 ára og yngri í Finnlandi sl. sumar og sýndi þar með að hann er langbesti kringlukastarinn í sínum aldurs- flokki á Norðurlöndum. Egilsstaðir - Sjóvá-Almennar hafa flutt í nýtt húsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum sem hefur fengið nafnið Nían. Heigi Kjærnested umboðsmað- ur Sjóvár-Almennra á Egilsstöðum hefur tekið við sem svæðisstjóri tryggingafélagsins á Austurlandi. Auk þess að reka skrifstofu Sjóvár- Aimennra hefur hann í félagi við Hannibal Guðmundsson stofnað Ferðaskrifstofu Austurlands sem hefur aðsetur í sama húsnæði. Þeir selja flugfarseðla bæði innanlands og í ferðir um ajlan heim. Þeir hafa um- boð fyrir Úrval-Útsýn, Flugleiðir, Flugfélag íslands, Islandsflug og Ferðamiðstöð Austuriands. Arshátíð Grunn- skólans í Búðardal Búðardal - Árshátíð Grunnskólans í Búðardal var haldin sunnudaginn 28. febrúar sl. Að venju komu allir nem- endur skólans fram í ýmsum atriðum og hefur árshátíð með þessu sniði ver- ið haldin í áratugi í Búðardalsskóla. Að árshátíðinni vinna kennarar ásamt nemendum og er ánægjulegt að sjá hversu eðlilegt nemendum er að standa á sviði og leika eða syngja íyrir fjölda manns. Árshátíðinni lauk með kaffiveislu þar sem foreldrar leggja til kökur og kræsingar á veisluborðið. Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir Fjáröflunarskemmtun í íþróttahúsinu á Höfn KARLAKÓRINN Jökull efnir til fjáröflunarskemmtunar í dag, laugardag. í íþróttahúsinu á Höfn. Sú skemmtun stendur írá hádegi fram á kvöld og lýkur með dansleik. Skemmtiatriði eru öll heimatilbúin af kórmönnum. Kór- inn efnir til þessara skemmtunar í tilefni væntanlegrar geislaplötu sem koma mun út í vor og söng- ferðar til Italíu í júni, auk venju- legra vortónieika á heimaslóðum. Á geislaplötunni verða hefð- bundin karlakórlög, hornfirsk lög og auk þess fimm vinsæl lög eftir Magnús Eiríksson í útsetningu söngstjórans Jóhanns Moráveks, en í lögum Magnúsar annast hljómsveit Hauks Þorvaldssonar undirleik, ásamt undirleikara kórsins Guðlaugu Hestnes. Þetta er í fyrsta skipti sem út kemur hljómdiskur með Karlakórnum Jökli en áður hefur hann átt nokkur lög á plötum og diskum með öðrum. Ítalíuferð kórsins í júní mun standa í tíu daga og verða tónleik- ar á a.m.k. fjórum stöðum í ferð- inni. Kórinn hefur ekki farið í söngferð út fyrir landsteinana ár- um saman. Karlakórinn Jökull hefur nú starfað óslitið í 26 ár og allan þann tíma hefur hann gegnt stóru hlutverki í menningarlífi Horn- firðinga. Stjómandi karlakórsins Jökuls er Jóhann Moravek, undir- ieikari Guðlaug Hestnes og for- maður Öm Amarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.