Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 92

Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 92
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RTTSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðbiinaður vegna snjóflóðahættu er á öllu norðanverðu landinu Bjórkassar fundust í Goðafossi í gær Hátt í 50 íbúar burftu 1 *f ^ * i? 1 leitar arram að yfírgefa heimili sín 0^kE?' ÁKVEÐIÐ var í gærkvöldi að rýma hús á tiltekn- um svæðum á Seyðisfirði, ísafirði og í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu. A þessum svæðum eru samtals tíu íbúðarhús og þurftu 45-50 manns að yfirgefa heimili sín. Viðvörunarástand var ákveðið á öllu norðanverðu landinu, frá Vestfjörðum aust- ur á Seyðisfjörð. Nokkuð stórt snjóflóð féll úr Strengsgili á Siglufirði en nýbyggður snjóflóða- varnargarður beindi því frá byggðinni. I gærkvöldi var leiðindaveður á norðanverðu landinu og slæm veðurspá. Snjóflóð hafa faliið að undanförnu í nágrenni flestra bæja þar sem snjó- wflóðahætta getm- orðið. Vegna þessara aðstæðna ákvað Veðurstofa Islands, í samráði við viðkom- andi almannavarnanefndir, að rýma hús í Bolung- arvík, á Isafirði og Seyðisfirði, þar sem hætta er talin á snjóflóðum. í Bolungarvík er talin hætta á snjóflóðum úr giljum Traðarhyrnu. Rýmd voru átta hús við Dís- arland og Traðarland, efst í bænum. Þar búa lið- lega 30 manns og fengu þeir gistingu hjá vinum og ættingum og i gistiheimilinu Finnabæ. Að sögn lögreglunnar gekk rýmingin vel en henni átti að vera lokið fyrir klukkan 10 í gærkvöldi. A Isafirði er talin hætta á snjóflóðum við Seljaland og Grænagarð. A því svæði sem rýma átti er eitt íbúðarhús, en íbúar þess eru ekki í bænum, og at- vinnufyrirtæki. A Seyðisfirði er talin hætta á snjó- flóðum úr fjallinu Bjólfi og þurfti að rýma far- fuglaheimilið Hafólduna, eins og fyrr í vikunni. Þar búa fjórtán manns, aðallega pólskt verkafólk. Fólkið fékk húsaskjól annars staðar í bænum. Auk þess er talin hætta í hesthúsahverfunum í Hnífs- dal, Bolungarvík og á Olafsfirði. Rétt eftir hádegið í gær féll snjóflóð úr Strengsgili sem er ofan við syðsta hluta Siglu- fjarðarbæjar. Guðmundur Guðlaugsson bæjar- stjóri sagði í gær að flóðið væri nokkuð stórt en tók fram að ekki væri búið að mæla það. Flóðið lenti á nýjum snjóflóðavarnargarði sem ekki er fullgerður, fór meðfram honum öllum og nokkra metra fram hjá tá hans og yfir veginn. Guðmund- ur sagði hugsanlegt að flóðið hefði lent á efstu húsunum, ef garðsins hefði ekki notið við, en ekki væri hægt að slá því föstu. Bæjarstjórinn sagðist ánægður með hvað garðurinn stóð sig vel. „Við höfðum mikla trú á garðinum en erum ánægðir með að hafa fengið virkilega sönnun á gildi hans,“ sagði Guðmundur. Umrætt svæði undir Strengsgili hefur verið mesta snjóflóðahættu- svæði staðarins. V erðbréfaþing- Viðskipti ^ stöðvuð með SR-mjöl LOKAÐ vai’ fyrir viðskipti með hlutabréf SR-mjöls á Verðbréfaþingi Islands þar til klukkan 15 í gær. Lokunina má rekja ti) fréttar í Morgunblaðinu um starfsemi félags- ins. í fréttatilkynningu frá Verðbréfa- þingi segir að í ljósi fréttar Morgun- blaðsins um lokun tveggja fiski- mjölsverksmiðja SR-mjöls hafi þing- ið átt von á því að félagið sendi VÞI frétt til birtingar áður en viðskipti hæfust kl. 10 í gærmorgun. Þegar slík frétt hafði ekki borist laust fyrir klukkan 10 lokaði þingið fyrir við- jpj^kipti og óskaði eftir því við forráða- menn félagsins að frétt yrði send til þingsins. Forráðamenn SR-mjöls höfnuðu þeirri beiðni og vísuðu til þess að á undanfömum vikum hefði hver frétt- in rekið aðra um verðlækkanir á af- urðum loðnuverksmiðja og mikla söfnun á birgðum sem eru óseldar. Að SR-mjöl hf. kjósi að hætta mót- töku hráefnis í tveimur verksmiðjum sínum af fimm við slíkar aðstæður er að mati forsvarsmanna fyi-irtækisins eðlileg, fyrirsjáanleg og sjálfsögð viðbrögð og aðgerðin þess vegna ekki þess eðlis að tilkynna þurfi hana til Verðbréfaþings. ■ Lokað/22 Spúlað af þrótti ÞAU eru mörg störfin sem til falla. Eitt þeirra er að þrífa og ganga frá tækjum og búnaði sem tilheyrir undirstöðuatvinnugrein- inni, fiskveiðum. Maðurinn gaf sér engan tima til áð Iíta upp þegar hann spúlaði af þrótti á hafnarbakkanum nýverið. Morgunblaðið/Þorkell TOLLGÆSLAN í Reykjavík kyrr- setti í gær Goðafoss, eitt skipa Eim- skips, en leit að smyglvamingi hefur staðið yfir í skipinu eftir að smygl uppgötvaðist síðasthðinn mánudag. Skipið átti að halda áleiðis til Banda- ríkjanna í gær en ekki var vitað í gærkvöld hversu lengi það yrði kyrr- sett. Sveinbjöm Guðmundsson, aðal- deildarstjóri hjá Tollgæslunni, sagði að í gær hefðu fundist 5-6 kassar af bjór til viðbótar í skipinu en í fyrra- dag fundust rúmlega 100 lítrar af áfengi og 60 lengjur af vindlingum. Áður höfðu fundist um 600 lítrar af áfengi. Áfengið og vindlingamir fundust í vélarrúmi en bjórinn var á öðram stað í skipinu. Fjórir til átta menn leita stöðugt í skipinu og segir Sveinbjörn reynt að hafa allt tiltækt lið í leit en henni stjórnar Þórir Magnússon. Svein- björn sagði ekki Ijóst í gærkvöld hversu lengi kyrrsetja yrði skipið, framhaldið réðist af því hvort og hvað finnast kynni um borð og hvernig rannsókn miðaði. Hjörleifur Jakobsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim- skips, tjáði Morgunblaðinu að áætl- un Goðafoss væri ekki í uppnámi þótt brottför tefðist kannski um hálf- an sólarhring. Kvaðst hann vona að skipið gæti jafnvel siglt í nótt sem leið. Tveir tæknimenn Eimskips eru tollvörðum innan handar vegna leit- arinnar. Hjörleifur sagði að búið væri að manna skipið, enda væri jafnan talsverður hópur skipverja fé- lagsins í landi þar sem áhafnir skip- anna sigldu yfirleitt tvo túra og ættu frí þann þriðja. Allir ellefu skipverjarnir vora úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til næst- komandi mánudags og kærðu þeir úrskurðinn til Hæstaréttar. Staðfesti hann gæsluvarðhald yfir átta mönn- um síðdegis í gær. Þrír mannanna höfðu þá verið látnir lausir í gær þar sem lögreglan taldi ekki þörf á varð- haldi lengur. Fjármálaráðherra vill breytingar á sjómannaafslætti Utgerð greiði launa- Loðnuvertíðin hefur valdið miklum vonbrigðum Mmm verðmæti þrátt fyrir meiri veiði VETRARLOÐNUVERTIÐIN er nú á síðasta snúningi en vertíðin hefur valdið bæði sjómönnum og framleiðendum verulegum von- brigðum, þrátt fyrir að veiðin sé nú þegar orðin nokkru meiri en á alfri vetrai’vertíðinni á síðasta ári. Slæmt ástand á mjöl- og lýsis- mörkuðum og lélegt hráefni til frystingar hafa valdið því að áætl- að tekjutap sjávarútvegsins og þjóðarbúsins í heild nemur um 2,4 milljörðum í samanburði við ver- tíðina 1998 sem þó þótti í lakara lagi. Aætlað útflutningsverðmæti loðnuafurða á yfirstandandi vetr- arvertíð nemur alls tæpum 4,4 milljörðum króna. Miðað við mark- aðsv.erð, eins og það er í dag, nem- ur verðmæti mjölframleiðslunnar því um 2.950 milljónum ki'óna en verðmæti lýsisframleiðsluvertíðar- innar um 504 milljónum króna. Verðmæti Japansloðnunnar á ver- tíðinni er nær helmingi minna en á síðustu vertíð. ■ Áætlað tekjutap/30 kostnað sjómanna „ÉG TEL að þegar litið sé til sög- unnar sé sjómannaafslátturinn nið- urgreiðsla á útgerðarkostnaði í landinu, þ.e.a.s. niðurgreiðsla á launakostnaði útgerðarinnar. Mín skoðun er sú að við eigum að reyna að koma þeim kostnaði af ríkinu yf- ir á launagreiðandann, þ.e. útgerð- ina. Þetta verður ekki gert í einu vetfangi miðað við hvemig mál hafa þróast á löngum tíma í þessu sambandi," sagði Geir H. Haarde fjái-málaráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Geir sagðist telja að sjómannaaf- slátturinn ætti tæplega rétt á sér lengur og það ætti að knýja út- gerðina til að taka þetta á sig Breytingin gæti tekið nokkur ár smám saman þannig að sjómenn- irnir yrðu skaðlausir eftir. Hann sagðist hafa tekið eftir því að íyrir nokkram misseram hefði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags- ins, sagt að það væri sama hvaðan gott kæmi og vísað til þess að það skipti ekki máli hvort þetta væri greitt af ríkinu í formi skattaaf- sláttar eða af útgerðinni í formi hærri launa. „Ég er viss um að þeir sem vinna við útgerð séu ekki sammála þessu og vilji ekki taka við þessum pakka, en á endanum hygg ég að þeir verði samt að gera það. Ég hygg að það muni taka nokkur ár að breyta þessu og kallar vafalaust á einhvem ágreining við útgerðina. Ég vil bæta því við að afslátt eins og þennan myndum við ekki leggja á í dag. Hann er barn síns tíma. Hann var réttlættur af okkar flokksmönnum og öðram á for- sendum þess tíma, en núna held ég að við ættum að reyna að losa okk- ur við þetta þó að það kalli á vissar álögur á útgerðina." ■ Landsfundur/12,13,48,49

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.