Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA LAUFEY GUNNARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurþór Sæmundsson, Gunnar Sigurþórsson, Sigurdís Baldursdóttir, Sigurður Sigurþórsson, Helga Baldursdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Ágúst Eyjólfsson, Sæmundur Sigurþórsson, María Einarsdóttir, Guðbjörg Sigurþórsdóttir, Jóhann Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Frænka okkar, SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 2. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Fyrir hönd vandamanna, Elín Ólafsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir. + Ástkær sambýliskona mín, ÁGÚSTA KRISTÍN BASS, Brekku, Hvalfjarðarströnd, lést á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 7. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erlingur Einarsson. + Faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐBJÖRN HELGASON bifreiðastjóri, elliheimílinu Grund, lést laugardaginn 3. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur Jón Einarsson, Finnbogi Finnbogason, Friðgerður Daníelsdóttir, Elín R. Finnbogadóttir, Kristján Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VIGDI'S KLARA STEFÁNSDÓTTIR frá Fitjum, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 31. mars, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þóra Eyjalín Gísladóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Áslaug Ásmundsdóttir, Gfsli Grettisson, Ester Eygló Ingibergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN ÁRNADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Baðsvöllum 13, Grindavfk, verður jarðsungin frá Grindavlkurkirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 14.00. Ásta Karlsdóttir Lauritsen, Jens Christian Lauritsen, Edda Karlsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Karlsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN STEFÁNSSON + Jón Stefánsson fæddist í Reykja- vík 10. júní 1965. Hann lést af slysför- um 3. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Sveinsdóttir, f. 5.9. 1945, og Stefán Jóns- son, f. 12.2. 1944. Systkini Jóns eru: Anna Björg, f. 1962, Sveinn, f. 1969, og Harpa, f. 1973. Hinn 3. desember 1988 kvæntist Jón Herdísi Guðjónsdótt- ur, f. 1.10. 1964. Foreldrar henn- ar eru Nína Schjetne og Guðjón Haraldsson. Þau eignuðust þijá syni. Þeir eru: Jón Sveinbjörn, f. 28.2. 1985, Stefán Atli, f. 27.2. 1988, og Marteinn Helgi, f. 28.12. 1996. Jón vann alla tíð við að gera við stórar vinnuvélar og vörubíla. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 12. apríl, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Horíið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefúr gríma völd. I æsku léttu ís og myrkur jólin nú einn ég sit um vetrarkvöld. Þvi eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið h'ður alltof fljótt. er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín - ég trú’ og huggast læt. (Kristján Jónsson) Pabbi. Elsku Nonni. Við kveðjum þig hér með þessu ljóði þótt erfitt sé: Nú samvist þinni ég sviptur er, -_ég sé þig aldrei meir! Astvinirnir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. Já, sömu leið! En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf, þar mun ég eitt sinn eiga bú, um ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Eg veit það ekld! - sofðu sætt! - en sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson) Mikið eigum við eftir að sakna þín og allrar gleðinnar og grínsins sem þér fylgdi. Þínar systur Anna Björg og Harpa. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifúmar ég reyndar sé þig allsstaðar. Þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhj.Vilhj.) Mamma. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráöi viö prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. ■ Undirbúa lík hins látna i klstu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa ísiands útvegar: - Prest. - Dánarvottorö. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö í kirkjugaröi. - Organista, sönghópa, einsöngvara. einleikara og/eða annaö listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Ukbrennsiuheimild. - Duftker ef llkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og akllti á lelðl. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landl. - Flutning á kistu til landsins og frá landlnu. Sverrír Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Ég trúði því ekki fyrr en ég sá þig, að þú, stóri bróðir minn, værir dáinn, þessi harðjaxl sem ég hélt að gæti allt og ekkert gæti grandað. Það var síðan í frábæru veðri í faðmi fjölskyldunnar á einu fallegasta svæði á landinu, sem þér var svo kært, að þessi hræðilegi atburður gerðist, eftir tvo frábæra daga með þeim sem þér voru kærastir, og þið feðgar búnir að þeysa um allar strandir og reyna „nýja“ sleðann, það leiddist Jónsa örugglega ekki, og þú sagðir að honum væri óhætt að gefa svolítið í, því það væri allt í lagi þó að hann myndi skemma sleð- ann þar sem hann gæti hvort sem er borgað skemmdirnar eftir ferming- una sem vera átti helgina eftir. Ekki var til betri ferðafélagi, hvort sem það var á jeppa eða sleða, og ekki leiddist þér að stökkva út með spottann og hengja aftan í þeg- ar einhver var í vandræðum. Skipti þá engu hvort viðkomandi var að ferðast með þér eða öðrum. Minnist ég þá kunningja okkar sem þú rakst á með bilaðan sleða á Nesjavöllum og komast þurfti upp í bíl við Litlu kaffistofuna. Þú tókst hann í spotta og hann talaði lengi um hvað hann hefði verið fljótur til baka. En það verður væntanlega ein- Crfisdrykkjur ð UcHÍAgohú/id GAFt-mn Sími 555 4477 ÚfÍFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.S I R.1H 41!» 101 RI-VKJAVÍK I.IKKISrilVINNUSIOFÁ F.YVINDAR ÁRNASONAR Útfararstofa fslands - Suðurhllð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. 1899 hver bið þar til ég fæ nýjustu ferða- sögurnar og GPS-punktana til himna, en engum var skemmtilegra að segja sögur en þér. Það duldist engum þegar þér var skemmt, hlát- ursrokurnar voru þannig að þær smituðu alla í kringum þig. Dugnaðurinn í þér var oft svo mik- ill að það hálfa hefði verið nóg. Það sagði mér eitt sinn verktaki að hann hefði komið með vörubíl til þín að kveldi og þú ekki verið heima. Hann hafði svo hringt um morguninn og farið að þrýsta á hvort þú kæmist fljótlega í að laga bílinn þar sem það væri svo mikið að gera hjá sér og hann bráðvantaði bílinn, en þetta átti að vera u.þ.b.. tveggja daga vinna. Þetta vissir þú að sjálfsögðu og spurðir hvort hann vildi bara ekki koma og sækja hann þar sem hann væri tilbúinn. Þú hafðir þá unnið alla nóttina og klárað bílinn. Þetta lýsir vel þínum vinnubrögðum. Það var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Síðan þegar kreppan kom í smíða- bransanum og þú hafðir áhyggjur af því að ég hefði ekki nóg að gera komstu mér í vinnu í Vöku og fyrr en varði var ég orðinn kranabílstjóri og unnum við þar síðan saman í nokkur ár eða allt þar til þú keyptir Tinda og ákvaðst að færa vinnuna heim á hlað. Nonna var mjög umhugað um að drengirnir sínir fengju það sem hann hafði sjálfur viljað fá á sínum yngri árum. Það sýndi sig best þegar hann keypti sleða rétt íyrir páska sem greinilega var ætlaður drengjunum hans. Nonni var mjög sjálfstæður og þegar hann fór ungur að heiman, fór hann sínar eigin leiðir í einu og öllu. Hann var opinskár og hreinskilinn og talaði tæpitungulaust um það sem honum fannst og líkaði fólki það mis- vel. Tæplega tvítugur kynntist hann Dísu sinni sem átti eftir að verða eig- inkona hans og besti vinur. Þau eign- uðust síðan dregina sína þrjá, Jón Sveinbjöm, Stefán Atla og Martein Helga, voru þau hans mesta gæfa og gleði í lífinu. Elsku Dísa, megi Guð og góðir menn vaka yfir þér og drengjunum ykkar á þessum erfiðu stundum. Elsku brósi, ég veit að mótttökurnar á himnum hafa verið góðar þar sem amma á Bústó hefur vafið þig örm- um sínum, en eins og margir vita var samband ykkar einstakt. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauúann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í móti til Jjóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefúr og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Ég kveð þig með miklum trega og söknuði. Þinn bróðir Sveinn. Okkur langar til að kveðja mág okkar og svila hann Nonna hennar Dísu. Laugardaginn 3. apríl fengum við hringingu og voru okkur tjáð þau hörmulegu tíðindi að það hefði fallið snjóflóð norður í Trékyllisvík á Ströndum og að Nonna væri saknað, en þar ekki langt frá Kaldbaksvík á fjölskylda okkar sumarbústað. Þar ætluðu Dísa, Nonni og synir að eyða páskunum líkt og í fyrra. Veðrið var himneskt í þessari náttúruperlu og það var einmitt það sem hafði þetta ótrúlega aðdráttarafl á Nonna. Hann elskaði að fara upp um fjöll og vera í íslenskum óbyggðum. Það var svo á laugardagsvöldið að okkur var tilkynnt að hann hefði fundist látinn. Obyggðirnar höfðu kallað á hann, þennan unga mann, sem var rétt að hefja lífið. Eftir situr svo mikið tóm í hjörtum okkar. Maður er svo dofinn og skelkaður. Þetta djúpa hjartasár mun aldrei gróa að fullu. Hann Nonni var sko engum líkur og það var svo gaman að honum. Hann var svo mikill púki. Hann lífg- aði upp á mannfagnaði og samræður sem hann tók þátt í. Hann kom alltaf með einhver önnur rök og náði upp miklu fjöri í umraeðurnar en að lokum hló hann alltaf og gerði grín að öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.