Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 65 I DAG BRIDS I [iis joii (iuðinundur l'áll Arnarson í FJÓRÐU umferð íslands- mótsins keyrðu tvö pör í mjög hæpna alslemmu á spil NS hér að neðan: Norður * KDG3 V K * ÁD654 * D32 Vestur Austur * 765 A 9842 V D953 V 108764 ♦ G92 ♦ 83 *K96 *G5 Suður *Á10 VÁG2 * K107 * Á10874 Hálfslemma í grandi eða tígli er allt sem spilin þola og sú varð niðurstaðan á sjö borðum, en eitt par stansaði í þremur gi’öndum. Sagnhafi á augljóslega tólf slagi, en sá þrettándi er langt undan. Þó er ekki úti- lokað að ná fram þvingun, til dæmis ef austur á bæði hjartadrottningu og lauf- kóng. Upp á þá stöðu spil- uðu sagnhafarnir tveir. Ut kom spaði og þeir hii-tu sína niu slagi á spaða og tigul, en tóku í millitíðinni á hjarta- kóng. Þegar síðasta fríspil- inu er spilað úr borði á suð- ur heima ÁG í hjarta og Á10 í laufi. Ef austur er með Dx í hjarta og Kx í laufi í þeirri stöðu, þá lendir hann í þvingun. Suður þarf reynd- ar að giska á sitt afkast, en í reynd skipti engu máli hvað hann gerði, því vestur var með bæði lykilspilin. En það breytir miklu um spilið ef hjartakóngur er ekki lagður strax inn á bók. Þá kemur upp staða af þess- um toga: Norður * - V K ♦ 5 *D32 Vestur V D95 ♦ - *K9 Austur * - V 1087 ♦ - * G5 Suður A- V ÁG2 ♦ - *Á10 Síðasta tíglinum er nú spilað og lauftíu hent heima. Nú þvingast vestui’. Ef hann hendir hjarta, tek- ur sagnhafi hjartakóng og fasr úrslitaslaginn á hjarta- gosa. Og ef vestur kastar laufi, fellur kóngurinn undir ásinn og hjartakóngurinn verður innkoma á drottn- ingu og þrist í laufi! Þetta er víxlþvingun af mjög óvenjulegri gerð. Til að kastþröngin gangi upp, verðm- vestur að eiga minnst þrílit í laufí, því ann- ars fengi austur síðasta slaginn á lauf. Það er ómaksins vert að íhuga hvor leiðin er betri. í báðum tilfellum þarf sagn- hafi að geta sér til um leg- una. Einfalda kastþröngin er stöðubundin og verkar aðeins á austur, en víxl- þvingunin skilar sér hvort sem austur eða vestur er með mannspilin tvö og minnst þrjú lauf. Pennavinir NÍT.JÁN ára pólskw strák- ur óskar eftir pennavinum & óllum aldrí. Hefw gríðar- iegan áhuga á íslandi, kvik- myndum, bókmenntum (Laxness t.d.), tónlist (Björk) o.fl.: Michay Frydrysiak, ul. Artyleryjska 17, 8L-300 Elblag, Poland. Arnað heilia OnÁRA afmæli. í dag, O Vf fimmtudaginn 15. apr- íl, verður áttræður Högni Sturluson frá Rekavík Bak Höfn, vélstjóri, Hlíf II, Torfunesi, Isafirði. Hann er að heiman í dag. LjósmyNorðurmynd-Ágúst BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst sl. í Grund- arkirkju í Eyjafjarðarsveit af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Sigríður Vilmundardóttir og Einar Þór Gunnarsson. Heimili þeirra er að Trölla- gili 14, Ákureyri. Hiutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 1.157 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Valdís Valgeirsdóttir, Kamilla Rún Ólafsdóttir og Jónína Klara Pétursdóttir. Með morgunkaffinu NEI, ég get ekki sagt að mér hafi þótt leiðinlegt að bíða alla ævi eftir hinni einu sönnu. Ég hef haft það ágætt með öllum hinum á meðan. HOGNI HREKKVISI ,hkki me'irzz vcggfó&ur! " STJÖRNUSPA cftir Frances Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert hagleiksmaður til orðs og æðis og átt auðvelt með að setja þig í spor annarra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það gengur ekki að láta allt reka svona á reiðanum. Þú verður að setjast niður, setja þér takmark og vinna síðan skipulega til að ná þvi. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér kann að finnast þú umset- inn svo þú eigir erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. Reyndu að komast afsíðis og hugsa málin. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig að sjá hversu samband ykkar er ennþá sterkt. Ferðalag gæti verið góður kostur. Krobbi (21. júní - 22. júlí) Það kann að vera erfitt að gera öðrum til hæfis en um leið er það óþarfi að hugsa ekki um neitt annað. Þú átt sjálfur þinn tilverurétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) WW Það er svosem gott og blessað að æfa skrokkinn og reyna að halda honum í sem bestu formi. En ekki síður þarf að þjálfa hugann og næra and- ann. Meyja (23. ágúst - 22. september) (DSk Þú ættir að tala varlega hvar sem þú ferð þvi oft er í holti heyrandi nær og óvarleg um- mæli um menn og málefni gætu komið þér í koll. (23. sept. - 22. október) 4* Allir eiga sér draum sem gott er að dvelja í þegar tóm gefst til. En raunveruleikinn er nú einu sinni vort daglega brauð. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú munt hljóta viðurkenn- ingu fyrir framlag þitt og það mun koma þér á óvart hversu vel þér verður tekið. Njóttu velgengni þinnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) MsTf Minniháttar erfiðleikar munu koma upp og gera þér erfitt fyrh* með að klára ákveðið verkefni. Þeir verða ekki leystir án þess að einhverjum kunni að mislíka. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er ekkert víst að allir falli fyrir hugmyndum þínum en það er sjálfsagt að kynna þær og opna augu þeirra fáu sem til þess eru reiðubúnir. Vatnsberi f (20. janúar -18. febrúar) GJfT Það er frumskilyrði að setja mál sitt fram með svo skýrum hætti að ekkert fari á milli mála hvað þú átt við. Mundu að svara skilaboðum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú þarft að huga vel að stöðu þinni bæði í starfi og einkalífi. Einhverskonar endurnýjun er nauðsynleg þótt engar stórbreytingar eigi sér stað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hárlos Alopecia Androgenetica er algengasta ástæðan fyrir hármissi. Ástæðan er karlhormón, testosteron. Þar sem konur hafa einnig örlítið af þessum hormón, geta bæði kynin orðið fyrir hármissi af þessari ástæðu. Framað þessu hefur lítið verið hægt að gera fyrir þá sem verða fyrir þessum hármissi, en nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós ástæðuna fyrir vandamálinu og það ánægjulegasta er, að það finnst efni sem leysir vandamálið. Mörg lyfjapróf sem gerð hafa verið, hafa ekki eingöngu sýnt frm á að hártap stoppar, heldur einnig að hárið sem virðist hafa horfið, byrjar að vaxa að nýju. Fjölmiðlar hafa skrifað um PROPECIA OG MINXIDIL (Regaine) undanfarið, og rætt um góðan árangur þeirra um minnkandi hárlos og aukinn hárvöxt. Til viðbótar við þetta höfum við í Megaderm-seríunni efni, sem heitir Coenzym, sem virkar á sama hátt og propecia. Þetta efni, sem er borið beint í hársvörðinn, hefur engar aukaverkanir og hefur sýnt athyglisverðan árangur við hárlosi og auknumhárvexti. Erlendur sérfræðingur veitir allar upplýsingar og ráðgjöf dagana 20.-25. apríl nk. Óskið þér eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hringið í síma 552 2099. ApoUohárstúdíö Ncmæiupplýsingarogtímapantanir ísúna 5522099. Sértilboð til Costa del Sol 11. maí í 2 vikur frá kr. 39.655 Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á okkar vinsælasta gististað á Costa del Sol, Timor Sol, hinn 11. maí, á hreint frábærum kjörum. Hér nýtur þú lífs- ins við frábærar aðstæður, íþrótta- og skemmtidag- skrá alla daga á hótelinu og staðsetningin einstök. Gengið beint úr garðinum niður á strönd og örstuttur gangur á snekkjubátahöfnina þar sem þú finnur skemmtilegasta mannlífið. Bókaðu strax og tryggðu þér þetta einstaka tilboð. Verð kr. 39.655 M.v. hjón með 2 böm, 11. maí, 2 vikur, með sköttum. Verðfrákr. 49.990 M.v. 2 í studio, Timor Sol, 2 vikur, með sköttum. Timor Sol HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is I 1 Handboltinn á Netinu ^mbl.is ALLT/\f= e/TTHX/AÐ /S/ÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.