Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK Halldór á Norður- landi eystra • Halldór Ásgrímsson, formaóur Framsóknarflokksins, heldur fundi á Norðurlandi eystra um helgina. í dag, laugardag, verður hann á Fiðl- aranum, Skipagötu 14 á Akureyri, og ávarpar gesti um kl. 16. Fram- bjóðendur flokksins í kjördæminu halda einnig erindi og boðið verður upp á kaffi og skemmtiatriði. Á morgun, sunnudag, heimsækir Halldór dvalarheimili aldraðra, Hvamm, á Húsavík fyrir hádegi en eftir hádegi bregður hann sér á ísafjörður Kosninga- skrifstofa Frjálslyndra • Frjálslyndi flokkurinn hefur opn- að kosningaskrifstofu á ísafirði á Mjallargötu 5. í fréttatilkynningu frá flokknum segir að skrifstofan verði miðstöð kosningaundirbún- ings fram á kjördag, 8. maí nk., og að þangað megi senda tiikynn- ingar, símbréf og fyrirspurnir. Vestfirðir Fundur með framsókn- armönnum • Kristinn H. Gunnarsson og aðrir frambjóðendur framsóknarflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi halda op- inn fund á Fagrahvammi, Örlygs- höfn, kl. 13. í dag. Á morgun halda þeir fund í félagsheimiiinu Matborg, Patreksfirði, kl. 20.30 og á mánudag halda þeir fund í Finnabæ, Bolungarvík, kl. 20.30. Samfylkingin Opnar tvær skrifstofur um helgina • Samfylkingin opnar tvær kosn- ingaskrifstofur um helgina. Annars vegar opnar hún skrifstofu að Hafnarbraut 7, við hliðina á Klemmunni, á Dalvík kl. 14 í dag. Skrifstofan verður síðan opin frá kl. 20 til 22 á virkum dögum og 10 til 16 um helgar. Þá opnar Samfylkingin skrifstofu í húsnæði Kaupfélagsins við Sel- vogsbraut í Þorlákshöfn kl. 16 í dag. Frambjóðendur Samfylkingar- innar í fjórum efstu sætum listans á Suðurlandi verða á staðnum. Opnun kosn- ingaskrifstofu • Félag sjálfstæðismanna í Lang- holtshverfi opnar kosningaskrif- stofu að Langholtsvegi 84 (áöur Holts Apótek) laugaraginn 17. apríl kl. 16. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins munu mæta á svæðið og ræða málin en einnig verður boðið upp á skemmtilega skíði og keppir í svigi við Svein Að- algeirsson, fimmta mann á lista framsóknarmanna { kjördæminu. Að því loknu verður Halldór við opnun kosningaskrifstofu Fram- sóknarflokksins í Garðari á Húsa- vík eða kl. 14. en auk þess flytur hann ávarp kl. 15.30 á menningar- degi á Laugum. Heimsókn Halldórs í kjördæminu iýkur kl. 17 en þá verður efnt til fundar með honum á veitingastaðnum Valensíu á Dal- vík. og fjölbreytta dagskrá fyrir börn sem fullorðna. Kosningaskrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 16 til 22 og um helgar frá kl. 13 til 18. Sími skrifstofunnar er 553 4015 og 553 4184, tölvupóstfang lang- holtÉxd.is. Stjórnmála- fundur um fisk- veiðistjórnun • Áhugahópur um auðlindir I al- mannaþágu boðar til stjórnmála- fundar um fiskveiðistjórnun mið- vikudaginn 21. apríl kl. 20.30 í sal 3 í Háskólabíói. í fréttatilkynningu frá hópnum segir að fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka og samtaka sem bjóða fram til Alþingis í vor muni greina frá stefnu flokkanna í fisk- veiðistjórnun, einkum með tilliti til hugsanlegra breytinga, en sitja síð- an fyrir svörum á pallborði. Formlegar fyrirspurnir verða á hendi fulltrúa Áhugahópsins, Al- þýðusambands íslands og Sam- taka iðnaðarins, en einnig verða leyfðar spurningar úr sal. Samfylkingin á Hótel Héraði • Margret Frímannsdóttir oddviti lista Samfylkingarinnar í Suður- landskjördæmi heldur fund á Hótel Héraði kl. 15 á sunnudag ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Samfylkingin Fundar með samtökum '78 • Frambjóðendur Samfylkingarinn- ar, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem skipar 4. sæti listans á Reykjanesi og Heimir Már Péturs- son, sem skipar 11. sæti listans í Reykjavík, halda fund hjá Samtök- unum ‘78 kl. 14 í dag í húsakynn- um Samtakanna að Laugavegi 3. Frjálslyndi flokkurinn Opnar skrifstofu á Suðurlandi • Frjálslyndi flokkurinn á Suður- landi opnar kosningaskrifstofu að Eyrarvegi 25, Selfossi kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Frjálslyndi flokkurinn Ekkert athugavert við framboð Eggerts • Miðstjórn Frjálslynda flokksins hefur samþykkt ályktun þar sem hún segist ekkert telja athugavert við þá ákvörðun kjördæmafélags flokksins á Suðurlandi, að velja Eg- gert Haukdal í efsta sæti framboðs- lista flokksins í kjördæminu. Er í ályktuninni minnt sérstaklega á það undirstöðuatriði í reglum rétt- arríkis, að einstaklingur teljist sak- laus uns sekt sé sönnuð. „Hreppsnefnd i héraði taldi mál- ið upplýst og óskaði ekki eftir frekari rannsókn enda hafði Eggert lagt öll spilin á boröið og m.a. greitt sem sína skuld stórfé vegna brigða annars manns,“ segir í ályktun miðstjórnar. FRÉTTIR Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra Ekki rétt að tekju- tengja barnabætur FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það aldrei hafa verið markmið með tekjuteng- ingu barnabóta að spai-a fyrir ríkið. Hins vegar hafi mikil kaupmáttar- aukning á kjörtímabilinu orðið til þess að æ fleiri fjölskyldur misstu réttinn til barnabóta. Telur hann þvi að það hafi ekki verið rétt ákvörðun á sínum tíma að tekjutengja bæturn- ar að fullu. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, segir að draga beri úr tekjutengingu barnabóta vegna þess að hún bitni einkum á fjölskyldum með millitekj- ur eða 350 til 400 þúsund krónur á mánuði. Ragnheiður Arnadóttii’, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, seg- ir, í samtali við Morgunblaðið, að út- gjöld ríkisins vegna bamabóta hafí lækkað um 500 milljónir króna á síð- asta ári eða frá því að vera um 4,5 milljarðar króna árið 1997 í að vera um 4 milljarðar á síðasta ári. Aætlað er, miðað við núverandi kerfí, að út- gjöld vegna barnabóta verði einnig í kringum fjóra milljarða á þessu ári. Ragnheiður bendir á að í tengslum við gerð síðustu kjai-asamninga hafi sú ákvörðun verið tekin af hálfu rík- isstjórnarinnar og í „samkomulagi við alla aðila“ að barnabætur skyldu fyrst og fremst vera tæki til tekju- jöfnunar en ekki almennur styrkur til foreldi'a vegna barnauppeldis. Um mitt árið 1997 hafi því barna- bætui- verið tekjutengdar að fullu og skerðingarhlutföll jafnframt lækkuð. Ragnheiður tekur hins vegar fram, eins og Finnur, að forsendur breyt- inga barnabótakerfisins hafi verið þær að heildarútgjöld til btirnabóta yrðu þau sömu og áður. ,Ástæðan fyrir því að útgjöldin hafa lækkað er sú að tekjur heimilanna hafa hækkað mun meira en sem nemur hækkun verðlags og þar með bótafjárhæða Aldrei markmið að spara fyrir ríkið enda hefur kaupmáttur aukist mjög á þessu tímabili," segh’ hún og legg- ur áherslu á að minni launahækkun hefði að sama skapi leitt til aukinna útgjalda. Ragnheiður bendir aukin- heldur á að tekjuskattshlutfallið hafi verið lækkað um 4% á sama tíma og barnabæturnar hafi verið tekju- tengdar. Finnur telur að menn hafi ekki séð það fyrir að útgjöld ríkisins til baimabóta myndu lækka, í kjölfar tekjutengingarinnar. „En eftir á að hyggja tel ég að við hefðum frekar átt að fara hægar í að lækka tekju- skattshlutfallið eins og við gerðum og þar af leiðandi hefðum við ekki átt að tekjutengja allar barnabætur." Finnui’ bendii’ hins vegai’ á að nú vilji framsóknannenn fara nýja leið með svokölluðu barnakorti. „Við vilj- um að hvert einasta barn sem er á aldrinum núll til sextán ára fái barnakort en í því barnakorti felst ákveðin upphæð á ári eða mánuði. Kortið geta foreldrar notað til að lækka skatta sína eða til þess að fá endurgreiðslu frá ríkinu, séu þeir fyrir neðan skattleysismörkin.“ Samfylking vill draga úr tekjutengingu Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á stjórnmála- fundi á Akranesi í vikunni, að menn gætu deilt um það hvort það hefðu verið mistök að tekjutengja barna- bæturnar á sínum tíma. Það hefði hins vegar verið gert fyrir opnum tjöldum og leitt til vinnufriðar í land- inu. „Menn geta deilt um það hvort þetta voru mistök eða ekki en það er afar mikilvægt að menn hafi fyrir framan sig við hvað menn voru að glíma, hvaða sátt var verið að reyna að ná, hver voru markmiðin og hvernig gátu þeir náð þeim,“ sagði Davíð á fundinum. Á Kosningavef Morgunblaðsins á Netinu er í svai-i frá Sjálfstæðis- flokknum, við fyrirspurn um tekju- tengingu barnabóta, á hinn bóginn bent á að síðasti landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafi skorað á ríkis- stjórnina að afnema tekjutengingu barnabóta eða að öðrum kosti að taka upp persónuafslátt fyrir hvert barn frá fæðingu til átján ára aldurs sem foreldrar geti nýtt. Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samfylkingarinnar, segir að for- eldrar með millitekjur, þ.e. þeir sem hafi samanlagt 350.000 til 400.000 krónur í tekjur á mánuði hafi komið „illa út úr tekjutengingu bamabóta." Hún segir að tillögur Samfylkingar- innar feli það hins vegar í sér að draga úr tekjutengingu bótanna. „Við viljum breyta barnabótunum þannig að þær komi til góða fyrst og fremst því fólki sem er með meðal- tekjur eða lægri tekjur," segir hún og bendir auk þess á tillögu Sam- fylkingai’innar um að foreldrar geti nýtt ónýttan persónuafslátt bama upp að átján ára aldri. Morgunblaðið/Kristján Kristjánssson Sjálfstæðisflokkurinn Opnar skrif- stofu á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á Norðurlandi eystra opnaði kosn- ingaskrifstofiu á Akureyri um síð- ustu helgi í húsakynnum flokksins við Mýrarveg. Þar voru meðal ann- arra Nína Þórðardóttir, eiginkona Tómasar Inga Olrich, Tómas Ingi, sem skipar annað sæti framboðs- Iista flokksms í kjördæminu, Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem skipar 4. sæt- ið, ásamt,dóttur sinni Sigurbjörgu Áróru, og Halldór Blöndal sam- gönguráðheira og oddviti listans. Hugmyndir framsóknarmanna um „barnakort" Njóti forgangs umfram lækkun skattprósentu FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur lagt fram hugmyndir um svo- nefnt „barnakort" sem öll börn skuli fá við fæðingu. í því felst að hluti barnabóta verði án tekjutengingai- að því sem nemur um 30.000 krónum á ári. Kortið geti síðan nýst foreldr- um „til skattalækkunar eða greiðslu frá ríkinu," segir í stefnuskránni. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var inntur eft- ir nánari útskýringum á barnakort- inu, hvað kortið kosti og hvernið það verði fjármagnað. „Eins og kemur fram í stefnuskrá okkar teljum við að með 3-4 prósenta hagvexti á næsta kjörtímabili að meðaltali sé hægt að skapa 10 til 15 milljarða svigrúm til skattalækkana eða hærri ríkisútgjalda.“ Halldór segir fram- sóknarmenn vilja sýna varkárni og miða við 10 milljarða í þessu sam- bandi. Fjórir til fímm milljarðar til lífs- kjarajöfnunar „Við teljum að með vaxandi hag- vexti verði í lok næsta kjörtímabils hægt að hafa 4 til 5 milljarða króna til lífskjarajöfnunar. I reynd höfð- um við svipað svigi-úm á því kjör- tímabili sem nú er liðið og við vörð- um því fyrst og fremst til að lækka tekjuskattsprósentuna,“ segir Hall- dór. Halldór kvað það liggja ljóst fyrir að tekjutenging barnabóta hefði komið illa við millitekjufólk með mörg börn. „Þess vegna höfum við sett fram þá stefnu að sérhvert barn fái kort sem gefi rétt á barnabótum sem séu allt að 30 þúsund krónum á ári. Það kostar 2,5 milljarða króna. Og það má því segja að ef það sé gert þá sé helmingurinn af svigrúm- inu farinn. Við teljum að það sé rétt að þetta njóti forgangs umfram lækkun á skattprósentu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.