Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 65 KRISTJANA GUÐRUN GUÐSTEINSDÓTTIR + Kristjana Guð- nín Guðsteins- dóttir fæddist í Bol- ungarvík 31. júlí 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði 7. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voi-u Margrét Jó- hanna Jónsdóttir frá Bolungarvík og Guðsteinn Einars- son, frá Skála- brekku í Þingvalla- sveit. Hálfsystir Krisljönu af móður er Jónína Sveinsdóttir í Bolung- arvík sem er gift Per Sulebust og eiga þau tvö börn. Hálf- syskini af föður voru Guðmund- ur Jóhann og Jenný Sigrún er fómst í fiskiróðri út af Stigahlíð, tvö er dóu í bernsku og Fanney er síðast bjó á Þverá á Síðu og átti hún sjö börn. Hinn 23. október 1943 giftist Krist- jana Guðjóni Jóns- syni frá Aðalbóli í Lokinhamradal, f. 27. júní 1917, d. 26. janúar 1999. Börn þeirra hjóna em: 1) Margrét, f. 19. aprfl 1950, maki Sigurður Þ. Gunnarsson, f. 12. mars 1945, böm þeirra era: a) Krisljana Guðrún, f. 17. janúar 1969, barn hennar er Daníel Már, f. 13. desember 1992. b) Líney Björg, f. 4. nóvember Hvi leitar það hljóradjúpi hörpunnar frá sem helst skyldi í þögninni grafíð? Eg kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið! (Jónas Guðlaugsson) í dag kveðjum við kæra móður mína, hana Jönu. Það er margs að minnast þegar leiðir skilja. Nú ert þú komin til pabba, hann þarf ekki að bíða leng- ur eftir þér, en þið voruð sem eitt því þar sem þú varst, var hann líka. Það var mikið þrek sem þér var gefið, og mátti sjá það best í veik- indum pabba í vetur, er þú varst að keyra hann í hjólastólnum á göng- Sum á Hlíf og sjúkrahúsinu, þó fötl- uð værir. Þú vékst ekki frá pabba meðan hann var veikur, last fyrir hann bækur sem þið höfðuð fengið um jólin og spilaðir fyrir hann af geisladiskum. Engan grunaði þá að þú værir sjálf veik, því ekki kvart- aðir þú. í febrúar þegar þú fórst í endurhæfingu varst þú svo ánægð að geta tekið þátt í æfingunum og Iaukið þrekið þitt á göngubrautinni. Eg man hvað þú varst ánægð þeg- j§ ar þú varst að segja mér frá því, i þegar ég heimsótti þig í byrjun mars, og þú gafst mér dúka sem þú hafðir verið að mála á. En nú er allt búið. Það eru margar minningar sem koma í hugann um kæra móður, sem erfitt er að skrifa á blað, og margt að þakka. Eg trái því að nú sértu komin til pabba og ykkur líði báðum vel. Guð veri með þér. Þín dóttir Margrét. Látin er tengdamóðir mín, Kristjana Guðrán Guðsteinsdóttir, eftir stutta sjúkrahúslegu, og þó. Var hennar lega á sjúkrahúsi ekki búin að vera lengri en bæði mig og Ifleiri grunaði? Þar sem Kristjana hafði dvalið hjá og hjúkrað eigin- manni sínum án þess að víkja frá hvflu hans, hjúkrað af einskærri umhyggju og natni meðan hann lá sína hinstu legu á sjúkrahúsi. Hann andaðist hinn 26. janúar sl. Ég nefni þetta hér vegna þess að það sýnir vel og lýsir í fáum orðum hvemig Kristjana var, hún var ekki að kvarta þótt hún fyndi ein- hvers staðar til, og leit ávallt á það sem einhvem aumingjaskap í sér ef eitthvað hrjáði hana. Hún Jana hans Gauja, eins og flestir hér heima þekktu hana, var alveg einstök kona. Hún var manni sínum Guðjóni frábær eiginkona, börnum sínum, þeim Möggu og Sigga, góð og elskuleg móðir og mér elskuleg og yndisleg tengda- móðir. Ekki reyndist hún börnum okkar Möggu verr, þar sem hún vildi gera allt sem hún gat fyrir þau, stutt þau til heilla á lífsleiðinni Iog eftir að þau fóru að sækja skóla í burtu voru þau Jana og Guðjón óþreytandi að spyrja eftir þeim og fylgjast með hvernig þeim gengi og gleðjast með þeim ef vel gekk. Hún Jana var ósérhlífin kona þrátt fyrir að vera búin að vera mikið fótluð allt frá því hún var 18 ára og bar hún aldrei fötlun sína á borð fyrir aðra að fyrra bragði og dró úr ef minnst var á hana. Það var aðdáunarvert að sjá hvað Jana annaðist vel heimili sitt ásamt maka sínum. Þau studdu hvort annað yndislega vel öll sín búskaparár, og vann Jana öll heim- ilisstörf og garðvinnu án þess að kvarta, af mikilli natni og elju. Hún vann líka um tíma í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga á fuilorðinsárum sín- um og veit ég ekki betur en hún hafi leyst sitt verk þar vel af hendi eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Jana vann alla handavinnu ein- staklega vel, prjónaði, heklaði og saumaði út, og þurfti hún að vinna það á sinn hátt vegna fótlunar, en við þá vinnu var hún bæði vandvirk og samviskusöm eins og við alla vinnu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Eitt sinn sem oftar, er hún var að prjóna peysu og var komin upp að höndum, sá hún smávillu neðst og þá var rakið upp og byrjað að nýju, og ekkert verið að vandræð- ast yfir því. Svona gat hún ekki lát- ið fara frá sér. Margir voru þeir sem gistu og þáðu góðgerðir á Brekkugötu 2 hjá Jönu og Gauja þau 53 ár sem þau bjuggu þar, og naut ég þess í rík- um mæli eftir að ég kynntist þeim hjónum. Það var mér mikið áfall þegar hún Jana veiktist fyrir stuttu og fékk þegar úrskurð um að hún ætti mjög stutt eftir, en ég hefði mjög gjarnan vilja gera eitt- hvað meira fyrir hana, svo henni liði vel hjá okkur. Stutt varð á milli þess að þið, elskulegir tengdafor- eldrar mínir, kvödduð þennan heim, en það undirstrikar hvað þið vomð nátengd. Vona ég að ykkur h'ði vel saman þar sem þið emð nú. Þessi kveðjuorð era ósköp fá- tækleg sem ég hef sett hér á blað, elskuleg tengdamóðir, en ég þakka þér fyrir allt gott. Guð geymi þig. Megi guð styrkja alla þína aðstand- endur og ættingja. Hvfl þú í friði. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þinn tengdasonur Sigurður Þ. Gunnarsson. Elsku amma, það er mjög stutt síðan við kvöddum afa, því er sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt - hinn helminginn af ást og hlýju afa og ömmu. Samband ykkar afa var óslítanlegt, þið vilduð aldrei sjá hvort af öðra á öðrum stað í langan tíma, og gerðist það líka núna. Það var eins og afi væri að kynna sér aðstæðurnar þai-na hinum megin, athuga hvort allt væri í lagi áður en þú kæmir til hans, hann vissi af 1972, sambýlismaður Atli Már Jóhannesson, f. 20. maí 1973. c) Gunnar Borgþór, f. 23. janúar 1974, sambýliskona Fríða Krist- jánsdóttir, f. 29. mars 1973. d) Þórey Sjöfn, f. 24. desember 1979. e) Sigríður Agnes, f. 13. febrúar 1982. 2) Sigurður Guðni Guðjónsson, f. 8. nóvember 1951, maki Lára Lúðvígsdóttir, f. 12. júní 1958, böm þeirra em: a) Edda Sif, f. 19. október 1985. b) Sandra Rún, f. 22. maí 1989. Þau hjón fluttust til Þingeyrar 1943 og áttu þar heima þar til í ágúst sl. er þau fluttu á Hlíf á Isafirði. Kristjana vann fyrir sér sem vinnukona bæði á Isa- firði og í Reykjavík þegar hún var ung. Hún var einnig um- boðsmaður DAS á Þingeyri til 1992. Kristjana var virkur fé- lagi í Kvenfélaginu Von á Þing- eyri í mörg ár og spilafélaginu Gosa á Þingeyri. títför Kristjönu fer fram í Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þér á öruggum stað á meðan. Núna vitum við að þú ert komin aftur til hans og vitum að ykkur hður vel. Okkur langar til þess að minnast þín, elsku amma, í fáum orðum. Það er svo margt sem þú hefur gert fyrir okkur og eigum við því erfitt með að tína til aðeins það besta. Það sem við höfum oft talað um okkar á milli og metum mikils er þegar við komum við hjá ykkur afa á Brekkugötu 2 og fengum hressingu. Þú áttir alltaf eitthvað tíl, hvort sem það vora kleinur, pönnukökur, klattar eða annað bakkelsi og ekki má gleyma mjólk- inni - það var aldrei komið að tómu húsi. A seinni áram áttir þú alltaf til brjóstsykur eða töggur í veskinu þínu eða í hanskahólfinu á bflnum sem þú laumaðir til okkar við hinu ýmsu tækifæri. Þú sast aldrei auðum höndum eft- ir að hafa lokið húsverkum dagsins. Þú hafðir alltaf nóg að gera hvort sem það var að prjóna, lesa bækur eða leggja kapal. Það era ófáar prjónaðar gjafimar sem þú gafst okkur þegar þörf var á, útprjónaðir vetthngar, sokkar og peysur. Og ah- ir kaplamir sem þú kenndir okkur - þú gafst aldrei upp þó svo við skild- um þá ekki strax. Því verður líka seint gleymt þegar við komum til þín og þú last fyrir okkur upp úr þeim bókum sem þú hafðir við höndina eða fékkst okkur til að lesa fyrir þig - stundum tókstu líka upp ljóðabók og við völdum ljóð með því að segja hægri eða vinstri á síðunni þar sem þú opnaðir bókina og þú eða við lásum ljóðið, þú settir þetta upp í leik sem við lékum svo þegar heim var komið. Þið, þú og afi, fylgdust líka alltaf vel með því sem við voram að gera, hvort sem það var í skólanum, tóm- stundum/íþróttum, vinnu eða hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Þess vegna var svo gott að tala við ykkur, það var hægt að segja ykkur allt - þið vorað alltaf svo vel inn í öllu og skilduð okkur vel. Það verður tómlegt að geta ekki deilt með ykkur öllu því sem við eram að gera og eigum eftir að gera. Við vitum samt að þið verðið alltaf hjá okkur og fylgist með því sem við eram að gera. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig og afa sem eiga eftir að fylgja okkur. Með þessum orð- um viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og kveðjum þig, elsku amma. Guð veri með þér. Kristjana, Líney, Gunnar, Þórey, Sigríður, Atli og Fríða. Elsku amma, það er voðalega skrítið að hugsa til þess, að við eig- um aldrei eftir að fara út á flugvöll að taka á móti þér og afa til að vera hjá okkur. Alltaf þegar þið komuð í heimsókn færðuð þið okkur súkkulaði og þegar þið fórað gáfuð þið okkur pening. Meðan þið vorað hjá okkur spilaðir þú við okkur og last á kvöldin þegar við voram að fara að sofa. Núna verðum við að láta myndir af ykkur duga. Fletta myndaalbúmum, þar sem er að finna myndir af okkur með ykkur afa á Þingeyri. Þá var alltaf gaman. Síðast í fyrra þegar þú áttir afmæli og allir komu, þá voruð þið að fara að flytja á Isafjörð í nýja íbúð. Þá veiktist afi og dó og nú ert þú líka dáin. Það er gott að vita að þið eruð nú aftur saman hjá Guði. Bless, elsku amma. Edda Sif og Sandra Rún. I bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Þinn langömmudrengur Daníel Már. í fáum orðum langar mig að minnast Kristjönu mágkonu minn- ar sem nú er látin eða Jönu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var eig- inkona elsta bróður míns, Guðjóns, en hann var sonur móður minnar af fyri-a hjónabandi hennar. Faðir hans fórst með togaranum Leifi heppna árið 1925. Móðir okkar fór þá í vist að Hrafneyri með yngri soninn Sigurð Guðna, en Guðjón varð eftir á Aðalbóli í Lokinhamra- dal hjá afa sínum og ömmu og ólst þar upp með frændsystkinum sín- um. Jönu kynntumst við yngri systk- inin fyrst er þau Guðjón og hún komu á heimili móður okkar og síðari eiginmanns hennar á Dynj- anda í Arnarfirði. Þau vora þá ný- trúlofuð og hamingjan brosti við þeim. Jana og Guðjón voru ekki með öllu ókunnug er þau felldu ástarhug hvort til annars, því hún dvaldi sem barn nokkur súmur í Lokinhamradal hjá móðursystur sinni, Sigríði. Jana var ættuð frá Bolungarvík. Hún ólst þar upp með móður sinni og systur. Föðurfólki sínu kynnt- ist hún ekki fyrr en á fullorðinsár- um, en þá tókst líka mikil vinátta með því góða fólki. Hún varð fyrir áfalli sem ung stúlka og bjó við fötlun eftir það sem hún bar svo vel að fáir tóku eftir. Öll verk fór- ust henni vel úr hendi. Myndar- skapur hennar og dugnaður var öllum augljós sem komu á þeirra fallega og notalega heimili, prýtt fallegum, vel unnum hannyrðum húsfreyjunnar. Ég átti þess kost sem bam að dvelja einn vetur hjá þeim Jönu og Guðjóni á Þingeyri. Þá höfðu þau stofnað heimili á efri hæð húss á Balanum á Þingeyri, gegnt húsi Ólafs og Sigríðar móðm-afa og ömmu Olafs Ragnars Grímssonar, en Guðjón og Sigríður amma for- setans voru náskyld. Hjá henni lærði ég, fákunnandi sveitastelpan, margt og mikið sem komið hefur mér að notum síðar á lífsleiðinni. Húsið sem varð heimili þeirra langa ævi eða í meira en 50 ár byggðu þau að Brekkugötu 2 á Þingeyri. Þar fæddust börnin Mar- grét og Sigurður Guðni og ólust upp við ástríki foreldranna. Alla tíð var afar gestkvæmt á heimili þeirra og margir sem komu í embættiserindum eða til tíma- bundinnar dvalar við störf, dvöldu á heimili þeirra. Gestrisni þeirra og myndarskapur varð þess valdandi að þeim var oft falið að taka á móti gestum þegar ástæða þótti til að það færi vel úr hendi. Gestabókin þeirra vitnar þar um. Við Jóhann bróðir og fjölskyldur okkai’ eigum margar skemmtilegar minningar frá heimsóknum okkar vestur og frá heimsóknum þeirra hingað suður. Fyrir nokkram árum var bílferð vestur í Dýraijörð meira fyrirtæki og tók lengri tíma en í dag og fólk dauðuppgefið er komið var á áfangastað eftir daglanga keyrslu á vondum vegum. Það var fljótt að gleymast er sest var að borði hjá þeim hjónum á Brekkugötu 2. Eng- inn bjó til svo góðan mat sem hún Jana mín. Það var einhver sérstak- ur keimur af öllu hjá henni. Húsið þeirra bar alla tíð vott um snyrtimennsku, vandvirkni og hag- f-,_ sýni þein-a beggja. Hann, völund- arsmiður bæði á tré og járn að ógleymdu bókbandinu. En hann hafði sótt námskeið hér í Reykja- vík í þeirri grein og eignast vélar og áhöld. Hæfileikar hennar nutu sín við hannyrðir og heimilishald. Jana vai' bókhneigð, ljóðelsk og hafði yndi af að fara í leikhús og ræddi gjarnan af miklum áhuga um það sem hún las og sá. Ég get ekki hætt við þessi skrif á þess að minnast á sameiginlega ferð okkar sumarið 1991. Þá fór- um við hjónin ásamt Jönu og Guð- jóni á jeppa sem tengdasonur þeirra ók veginn fyrir Sléttanes yfir Hrafnholur til Lokinhamra á æskuslóðir Guðjóns og eiginlega Jönu líka. Það var margt spjallað um liðna tíð, æskuár hans þar í dalnum. Hann hafði öll örnefni á hreinu og kunni margar sögur. Það má segja að hann hafi breyst í ungling þennan dag, hljóp sem strákur og stiklaði á stórgrýtinu í fjörunni. Ekki spilltu móttökurnar hjá Möggu fyrir þegar komið var til baka um Hrafnseyrarheiði. Ekta heimalagaðar fiskibollur að hætti Jönu! Þá tóku ferðalúnir vel til matar síns og ferðaþreytan « hvarf. Þegar ég nú lít yfir þessi skrif mín sé ég að þetta er jafnmikið í minningu Guðjóns og hennar Jönu. Mér finnst vel við hæfi að minnast þeirra saman vegna þess hve stutt varð milli andláts hans og hennar, aðeins rúmlega 2 mánuðir. En ekki síður vegna þess hvað þau vora samrýnd og samhent í öllu. Milli þeirra ríkti þessi gagnkvæma virð- ing og einlægt ástríki sem gerir heimilislífið og hjónabandið svo gott. Það var eitthvað milli þeirra sem erfitt er að skilgreina en mað- ur fann svo greinilega fyrir í návist við þau; þessi jákvæðni, bjartsýni og velvild í garð annarra. I dag verður Kristjana Guð- steinsdóttir kvödd hinstu kveðju í Þingeyrarkirkju. Nú hafa þau náð saman eftir stuttan aðskilnað, Guð- jón bróðir og hún Jana hans. Elsku Magga, Siggi og fjölskyldur. Við Jóhann bróðir og fjölskyldur okkar sendum ykkur samúðarkveðjur. Við eram með hugann hjá ykkur. Lóukvakogléttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim á hljóðum stundum hvíslar hjartað: Geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson) Hafið þökk fyrir allt og allt. Blessuð veri minning góðra hjóna. Jóna Guðmundsdóttir. * Allan sóiarhiinginn. www.utfararstofa.ehf.is/ Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.