Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 57Sfl IÐUNN STEINÓLFSDÓTTIR GEIRDAL + Iðunn Eyfríður Steinólfsdóttir Geirdal fæddist í Grímsey 18. des- ember 1916. Hún lést á Landspítal- anum 22. mars síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. mars. Mín elskulega móð- ursystir og besta vin- kona er horfin frá mér, eins og margir aðrir. Hún kallaði mig alltaf systur sína enda ólumst við upp saman úti í Gríms- ey. Foreldrar hennar og afi og amma mín voru Steinólfur Eyj- ólfsson Geirdal, kennari og út- gerðarmaður með meiru, og Hólmfríður Sigurgeirsdóttir Geir- dal ljósmóðir. Iðunn var yngst af tíu systkinum, átta komust upp, þau vox-u Bragi, Saga, Óðinn, Edda sem er ein eftirlifandi, Gefn (móðir mín), Freyi-, Freyja og svo Iðunn. Fyrstu kynni Iðunnar af mér voru þau að móðir mín kom með mig út í ey, þriggja vikna gamla, og þá var Iðunn 12 ára og fékk hún það hlutverk að passa mig, eins og hún sagði sjálf og síðan losnaði hún ekki við mig fyrr en nú. Það er ótrúlegt tómarúm þeg- ar maður missir sína allra bestu vinkonu og yndislegu systur. Hún var alla tíð glöð og kát, en átti samt sínar sorgir eins og aðrir. Ég man að fyrir löngu, þegar við vorum ungar, og ég var mjög sorgbitin, sagði hún við mig: „Hekla mín, við geymum sorgina bara í litlu hólfi og höldum áfram að vera glaðar." Og það höf- um við reynt að gera alla tíð. Eftir að hún fór að heiman 16 ára gömul var mikil tilhlökkun að fá hana heim á sumrin, það var eins og allt lifnaði við þeg- ar hún kom heim. Þá voru margar stórar fjölskyldur í eynni, og var farið í alls kyns leiki og gert að gamni sínu á kvöldin, og var Iðunn eins og sólargeisli svona ljóshærð og kát. Þegar ég var 12 ára kom hún heim og var allt sumarið, þá var hún nýskilin við fyxri mann sinn, Þórð Asgeirsson, og átti tvo litla syni sem eru Steinar Geirdal og Elvar Geirdal. Þetta sumar kenndi hún mér að dansa, allt sem hún hafði lært fyrir sunnan, þetta varð dýrðar sumar, ég fékk að fai-a með henni á öll síldarböllin og upp frá þvi urðum við trúnað- arvinkonur. Þegar ég fluttist til Akureyrar til móður minnar, 15 ára gömul, kom Iðunn um sumar- ið í heimsókn og varð það okkur ógleymanlegt. Það er eiginlega merkilegt hvað við fylgdumst að þótt 12 ára aldursmunur væri á okkur, það sýnir best hvað hún var létt í lund og síung. Við kynntumst mönnum okkar um svipað leyti, hún seinni manni sín- um Svei-ri Elíassyni og ég mann- inum mínum Guðmundi Asgeirs- syni og voru þeir jafngamlir. Sverrir yngri en hún, en Guð- mundur eldri en ég, svo þetta varð ákaflega skemmtilegt. Þau HELGA REGINA EIÐSDÓTTIR + Helga Regína Eiðsdóttir fæd- ist að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. apríl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Dalvíkui-kirkju 9. apríl. n Föstudagux-inn langi stóð svo sannarlega undir nafni. Við vox-um vaktar snemma um moi-guninn og okkur sagt að amma Helga væri dáin. Á skírdag þegar við sáum þig síðast varstu við þín daglegu störf eins og ekkert hefði í skorist. Allt benti til þess að þér væri að batna og þú talaðir um hvað væri á dag- skrá í nánustu framtíð. Að vísu voru þessi veikindi búin að hafa langan aðdraganda en einhvern veginn náðir þú alltaf að rífa þig upp og gera lítið úr þessu öllu sam- an. Elsku amma, það sem ein- kenndi þig var létt lund, öll þessi gleði í kringum þig og hvað þú gerðir alltaf gott úr hlutunum, sama hversu ómögulegir þeir voru. Þegar illa lá á manni tókstu í mann og lést okkur dansa við þig. Eftir á leið manni kannski betur en hugsaði samt alltaf: „Æi, amma, hættu þessu.“ Gott var að koma til þín og fá huggun og ráð við ýmsum vandamálum sem fylgja því að vera ungur. Það var ósjaldan sem við fi-ænkurnar rif- umst um hver ætti að sitja í „horn- inu“ og auðvitað fannstu ráð við því með því að láta okkur draga spil. Hugmyndaflugið var óþrjótandi, allt var heimatilbúið, s.s sippuböndin, matur- inn og bx-auðið bakað, fötin heimasaumuð o.s.frv. Alltaf varstu til í að hjálpa okkur með allt, t.d. heima- námið, enda þótt kunnátta þín væri stundum minni en okkar, og alltaf gat maður komið og feng- ið hjálp við að sauma föt á okkur. Alla okkar kunnáttu og áhuga á saumaskap höfum við frá þér fengið. Það var alveg sama hvað þú gerðir, það var allt svo vel gert, allt sem þú saumaðir, heklaðir og varst nýfai-in að brenna í tré sem er alveg x-osalega fallegt. Við gleymum því aldrei þegar þú komst alltaf hjólandi í hádeginu að sækja okkur á leikskólann, reiddir okkur báðar heim í mat, aði-a á bögglaberanum og hina á sætinu. Það varst þú sem kenndir okkur að meta og borða allan þennan gamla góða mat. Það er ekki á hverju heimili sem maður fær fjallagrasasúpu, hræi’ing og ábrystir í hádegismat. Ósjaldan var líka steikingarlykt í forstof- unni þegar maður kom í heim- sókn, alltaf til kleinur og soðið brauð. I sumarbústaðnum ykkar afa áttum við mai-gar yndislegar stundir, alltaf gaman að koma í heimsókn í Álfastein. Þama leið þér alltaf vel enda bara nokkur ski-ef í bex-jamóinn þar sem þú eyddir oft löngum tíma og snerir eignuðust dótturina Marellu og hálfu ári seinna átti ég Hörpu en þar með breyttist munstrið, þau áttu bara aðra dóttur, Margréti, en ég fjögur í viðbót. Þau hjónin komu oft norður á sumrin því Sverrir og pabbi hans voru með veiðidellu og fóru í Laxá og ýmsar ár, og Iðunn varð oft eftir hjá mér á meðan. Þetta voru sæludagar þótt oft væri þröngt. Ég fór líka stundum suður og þá kynntist ég fyrst að fara út að borða og við fórum líka í leikhús og Sverrir kenndi mér að hlusta á blús. Þau voru mikið í golfi hjónin og hélt Iðunn því áfram eftir að Sverr- ir dó. Þau voi-u flott par sem ég lærði margt skemmtilegt af. Eftir að við misstum mennina okkar, um svipað leyti, heimsóttum við hvor aðra meira, og erum við búnar að eiga margar ógleymanlegar stundir saman. Iðunn var mildð fyrir úti- veru, var í golfi, fór í gönguferðir og í útilegur alveg fram á síðustu ár og hún hætti aldrei að dansa, það var hennar leikfimi. Hún lærði að keyra bíl þegar hún var orðin ein, og keypti sér Skóda og átti hún hann alltaf og elskaði hann, og þeg- ar Skódinn var óþægur að fara í gang, klappaði hún honum og talaði við hann í blíðum tón og Skódinn hlýddi oftast. Elsku vinkona, stundum fannst fólki nóg um hvað þú dansaðir í gegnum lífið, en það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. Þú sagðir í seinni tíð að þú hræddist ekki dauðann því þú vissir að fólkið þitt, foreldrar, systkini og Sverrir mundu taka vel á móti þér. Iðunn mín, við elskum þig öll, og þú vissir það, farðu í friði á vit ljóssins hins eina og sanna, og englar vísa þér veginn til betra tilverustigs. Elsku Iðunn mín, vertu sæl og þakka þér fyrir allt. Marella mín, Margrét, Steinar, Elvar og fjöl- skyldur ykkar, góður Guð styrki ykkur öll í sorginni. Ykkar einlæg Hekla Geirdal. ekki til baka fyrr en fatan var orðin full. Eitt af þínum sérkennum var það hvað þú hafðir alltaf nóg að segja, enda ekki að ástæðulausu sem við vorum kallaðar malarinn 1 (Guðný) og malarinn 2 (Guðrún). Fordómar var eitthvað sem ekki var til í þínum orðaforða, allir voru jafnir og þú dæmdir aldrei neinn. I vor lýk ég stúdentsprófi og þykir mér sárt að þú getir ekki verið þar, því ég veit hvað þú hlakkaðir til og þú varst stolt af mér (Guðrán). í öll þessi ár sem ég hef búið hjá ykkur afa hefur mér liðið mjög vel og alltaf gott að leita til ykkar (Guðný). Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Elsku afi, megi guð láta þér líða sem best á þessum erfiðu tímum. Guðrún Inga og Guðný Hólm. FRAMLEIÐUM Skilti á krossa ÍrJ-, Síöumúla 21 - Selmúlamegin GERÐIN ” 533 6040 • Fax: 533 6041 ^ xa^EsaP—~ Email: stimplar@isholf.is / Blóinabúðin öarðskom J v/ Pc>ssvo0skii*l<jM9aFð jf \Sími: 554 Ö500 y^ Crfisdrukkjur ▲ fTJy Uetttagahv/lð fekGflPi-inn Sími 555 4477 HOLMFRIÐUR S. ÁRNADÓTTIR + Hólmfríður S. Árnadóttir fæddist á Kljá- strönd í Grýtu- bakkahreppi í Eyjafirði 18. ágúst 1916. Hún lést á Elliheimilinu Grund 5. apríl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskap- ellu 15. apríl. I örfáum orðum langar okkur að minn- ast ömmusystur okkar, Hólmfríðar S. Árnadóttur. Lillý frænka, eins og hún var alltaf kölluð, var alveg einstök kona með stórt hjarta, sem allir nutu góðs af. Lillý reyndist Jó- hönnu frábær systir, umvafði hana umhyggju sinni og næmum kær- leika allt til hinstu stundar, en Jó- hanna gekk aldrei heil til skógar. Sem börn, og einnig eftir að við urðum fullorðin, var alltaf gaman að koma á Brávallagötuna til Lillýjar og Jóhönnu. Fjölskyldu- boðin verða okkur alltaf minnis- stæð, því að allir voru boðnir til Lillýjar og var ánægjulegt að hitta ættingja sína þar. Lillý frænka sýndi öllu sínu skyldfólki og vinum mikla um- hyggju. Alltaf fylgdist hún með af- mælum okkar, sendi okkur gjafir og kveðjur, þó að við værum búsett erlendis um tíma. Hún hefur ávallt skipað stóran sess í lífi okkar og er nú einkennilegt til þess að hugsa, að hún sé ekki lengur meðal okkar. Að missa hana Lillý er eins og að LEGSTEINAR Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D.21.3. 1865 Qranít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is missa ömmu sína, því að hún leit á okkur sem sín barnabörn. Komið er að kveðju- stund, og við systkinin kveðjum Lillý frænku með þakklæti í huga. Megi hún hvíla í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vinmn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Áslaug María, Þorsteinn Ingi og Katrín Lillý. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar I samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lik hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Likbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skitti á leiöi. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavlk. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í ÍCr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyi'i. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öi-yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukei-fin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.