Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 76
76 PRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Bolir 2 fyrir 1 Sumarglaðningur 20. og 21. apríl Þú borgar fyrir dýrari bolinn. < (t/'S'fa/'oe/'i, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. S P V- *>. I POLLINI a fslóttardaaai • Eldri skór með 50% afslætti Nyir skór með 20% afslætti Töskur og smóvara j 20-60% afslóttur iTl ll Ptj| WHB smmeMí■ Mikið Úrval Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345 Hários Alopecia Androgenetica er algengasta ástæðan fyrir hármissi. Astæðan er karlhormón, testosteron. Þar sem konur hafa einnig örlítið af þessum hormón, geta bæði kynin orðið fyrir hármissi af þessari ástæðu. Framað þessu hefur lítið verið hægt að gera fyrir þá sem verða fyrir þessum hármissi, en nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós ástæðuna fyrir vandamálinu og það ánægjulegasta er, að það fínnst efni sem leysir vandamálið. Mörg lyfjapróf sem gerð hafa verið, hafa ekki eingöngu sýnt frm á að hártap stoppar, heldur einnig að hárið sem virðist hafa horfið, byijar að vaxa að nýju. Fjölmiðlar hafa skrifað um PROPECIA OG MINXIDIL (Regaine) j. undanfarið, og rætt um góðan árangur þeirra um minnkandi hárlos og aukinn hárvöxt. Til viðbótar við þetta höfum við í Megaderm-seríunni efni, sem heitir Coenzym, sem virkar á sama hátt og propecia. Þetta efni, sem er borið beint í hársvörðinn, hefur engar aukaverkanir og hefur sýnt athyglisverðan árangur við hárlosi og auknumhárvexti. Erlendur sérfræðingur veitir allar upplýsingar og ráðgjöf dagana 20.-25. aprfl nk. Oskið þér eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hringið í síma 552 2099. ApoUohárstúdíó Námríupplýsitigai'ogtímapcmtcmir ísíma 5522099. VORFERÐ TIL VÍNARBORGAR Hinn 12. maí næstkomandi býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar stutta vorferð í beinu leiguflugi til hinnar heillandi og fögru Vínarborgar. Vínarborg er ein helsta menn- ingarborg Evrópu og á hún sér langa og litríka sögu. Þar var framrás Tyrkja stöðvuð árið 1683, þar voru landamæri Evr- ópu dregin á Vínarfundinum 1815 og þaðan eru upprunnin Sacher-terta, vínarsnitsel og vínarvalsar. Farið verður til Vínar hinn 12. maí og komið aftur að kvöldi þess 15. maí. Verð á mann er 47.900 krónur og er innifalið flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í tveggja manna herbergi, morg- unverður, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar ráo skri fslofa GUÐMUNDAR JóNASSONAR ehf. Borgartúni 34, sími 511 1515 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ábending' ÉG vil benda öllum á, sem láta sig mjólkur- framleiðslu og naut- griparækt varða, að kynna sér gaumgæfilega greinar þær sem Sigurð- ur Sigurðarson dýra- læknir hefur skiifað í til- efni af hugsanlegri rækt- un á norskum kúastofni hér á landi. Þar skrifar maður sem hefur bæði menntun og þekkingu til að ræða þessi mál á hlutlausan og ábyrgan hátt, með hags- muni bænda og þjóðar- innar allrar að leiðar- ljósi. I leiðinni vil ég senda íslensku kúnni samúðar- kveðjur. Ásgeir J. Jóhannsson, Lyngbarði 5, Hafnarf. Ræður foringjanna DAVÍÐ og Halldór hafa talað. Þeir töluðu um sjávarútvegsmál. Þeir hafa skynjað einhverja óánægju meðal þjóðar- innar með kvótabraskk- erfið. Hvort þeir hafa fundið sjálfir íyrir óá- nægjunni eða þeim hafi verið sagt af henni er óijóst, því hvorugum virðist ljóst hvers vegna fólk, sem ekki er sið- blint, er óánægt með þetta fiskveiðikerfi, þvi þeir minnast hvorugur á agnúann á kerfinu, sem er framsalsheimildin og þar af leiðir kvótabrask- ið. Davíð flutti sína ræðu á flokksþingi og Einar Kristinn úr Víkinni sagði „halelúja" en fyrir hverju, því formaðurinn sagði ekkert bitastætt um breytingar á kvóta- kerfinu, frekar en Hall- dór á framsóknarfund- unum, sem ég hefi haft fregnir af. Þegar litið er til baka og metin eru við- brögð foringjanna við hæstaréttardómi um kvótalögin, sem talin voru samkvæmt dómin- um brot á stjórnarskrá. Ráð Halldórs var að henda reiður á þeim en enn hefur ekki reynt á það hvort sú breyting er gerð var á kvótalögunum stenst dóm. Því er ljóst að ef foringjarnir tala ekki ljósar um vanda- málið og þeir verða áfram saman um ríkis- stjórn, þá verður LIU áfram með yfirstjórn allra mala sjávarútvegs- ins á íslandi og veiði- heimildirnar á fárra höndum til frambúðar. Jón Hannesson, kt: 190921-3609. Dýrahald Páfagaukur týndist LJÓSBLÁR páfagaukur slapp út í vesturbænum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 552 7897. Páfagaukur fannst LJÓSBLÁR páfagaukur fannst í Hallarmúla sl. fóstudag. Þeir sem kann- ast við að eiga fughnn hafi samband í síma 552 7897. COSPER SKAK llmsjóii Margeir l’étursxon STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni sem lauk um helgina. Rússinn Peter Svidler (2.713) var með hvítt, en ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.677) hafði svart og átti leik. 33. - f3! og hvítur gafst upp, því 34. Dxd7 er svarað með 34. - Bg3+ 35. Kxg3 - Dxel+ og svartur vinnur. Þessi sigur í síð- ustu umferð dugði þó ekki til að bjarga Júdit frá neðsta sætinu. Hún hefur lítið teflt að SVARTUR leikur og vinnur undanfornu, en sýndi samt góða takta inn á milli. Eng- lendingurinn Michael Ad- ams vann góðan sigur á mótinu með 6 vinninga af 9 mögulegum, 2. Ki-amnik 5V4 v., 3.-4. Topalov og Illescas 5 v., 5.-6. Gelfand og Kai-pov 4'/z v., 7. Kortsnoj 4 v. 8.-10. Anand, Júdit Polgar og Svidler 3V4 v. Með morgunkaffinu VISSIRÐU að húsaleigan er að hækka aftur? fii..■ KÆRA frú, ekki lemja mig. Bátasmiðurinn átti hugmyndina. GET ég sett hana sem kostnað inn á skattframtalið mitt? KOMDU inn fyrir, hver scm þú ert Víkverji skrifar... FLUTNINGAR geta tekið tíma og reynt á þolrifin hjá fólki. Kunningjar Víkverja hafa fundið fyrir því undanfarna mánuði þar sem þau hafa endurnýjað gamalt hús nánast frá grunni. Ohætt er að segja að verkið hafi tekist vel og er fjölskyldan að koma sér fyrir í nýja húsinu þessa dagana. En á ýmsu hefur gengið meðan breytingarnar stóðu yfir. Húseigendumir voru að vonum orðnir þreyttir á öllu umstanginu og ákváðu að fá hreingerningarfyrir- tæki til þess að þrífa fyrir sig áður en flutt yrði inn. Fyrsta tilboðið hljóðaði upp á 200 þúsund krónur. Þrátt fyrir að húsið sé stórt þótti eigendunum helst til of mikið að greiða 200 þúsund fyrir að láta þrífa tómt hús þannig að þau leituðu hag- stæðari kjara og fengu. En ekki var málinu lokið við það. I tvo daga voru ungir menn að þrífa húsið og fengu að starfa að mestu án afskipta eig- enda þar sem þeir vildu ekki skipta sér of mikið af störfum þeirra enda skýrt tekið fram hvað ætti að gera. Þegar húseigendurnir fóru að skoða fráganginn að verki loknu kom í ljós að heldur hafði verið kastað til höndunum. Ryk í öllum fataskápum og illa þrifin gólf. Þau ákváðu að kvarta við fyrirtækið sem sendi fulltrúa sinn til þess að skoða verksummerki. Eftir að kunningjar Víkverja voru búnir að bera fram kvartanir sínar var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins heldur þurr á manninn og sagði meðal annars að fólk þyrfti nú yfirleitt að þrífa yfir sjálft eftir að hafa fengið keypta hreingerningar- þjónustu. Húseigendur voru ekki sáttir við þau svör enda ekki að kaupa hreingerningarþjónustu dýr- um dómum til þess að þurfa þrífa sjálf yfir. Eru kunningjar Víkverja ákveðnir í að skipta aldrei við þetta fyrirtæki og enginn af þeirra vinum þar sem þau munu sjá til þess að fleiri frétti af samskiptum sínum við viðkomandi hreingerningarþjón- ustu. VÍKVERJI fór nýlega að sjá ítölsku myndina „Lífið er dá- samlegt“ í einu kvikmyndahúsi borgarinnar. Óhætt er að segja að myndin lætur engan ósnortinn og sonur Víkverja, sem er ellefu ára, er þar engin undantekning. Var hann mjög þungt hugsi eftir sýningu myndarinnar og sagðist hreinlega ekki skilja í því hvers vegna hægt væri að drepa fólk fyrir það eitt að vera Gyðingar. Sonur Víkverja hefur heldur aldrei skilið tilganginn með þeim stríðum heimsins sem hann hefur haft vitneskju um og þá sér í lagi ef ástæðan er trúarbrögð. I vetur fékk hann það verkefni að skrifa sögu í skólanum um hver hans helsta ósk væri. Án þess að foreldrar hans hefðu nokkur afskipti af skrifum drengsins þá var hans helsta ósk að aldrei framar yrði stríð í heiminum. Það væri óskandi að ósk hans yrði að veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.