Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KOSNINGAR Frumsýn- ing á Alfa Romeo NÝR Alfa Romeo 156 með nýrri rafeindaskiptingu í stýri verður frumsýndur helgina 8.-9. maí. Þetta er fyrsti fjölskyldubíllinn í heiminum sem býður upp á þessa tækni og er hún nákvæmlega eins og notuð er í Ferrari Formúla 1 kappakstursbílunum, segir í frétta- tilkynningu. Einnig segir: „Með einu hand- taki er bíllinn síðan sjálfskiptur en hefur þó alla kosti handskiptingar. Ökumaður er u.þ.b. eina sekúndu að skipta um gír í venjulegum bíl en það tekur minna en 4/10 úr sek- úndu að skipta með þessari skipt- ingu. Staðalbúnaður er öllu meiri en í öðrum Alfa, m.a. 16“ álfelgur, loftkæling m/hitastýringu o.fl.“ Opið verður laugardag og sunnu- dag frá kl. 13-17 hjá Istraktor, Smiðsbúð 2 í Garðabæ. --------------- Álftadrápið í Þykkvabæ Málið fellt niður vegna ónógra, sannana KÆRUMÁL, sem varðar dráp á álftum í Þykkvabænum í október í haust og verið hefur til rannsóknar hjá sýslumanninum á Hvolsvelli í vetur, hefur verið fellt niður. Fuglavemdarfélag Islands kærði verknaðinn eftir að ábending barst frá vitni í Þykkvabæ um að fimm menn hefðu skotið 30-40 álft- ir á túni í Þykkvabæ. Þrátt fyrir leit lögreglunnar á Hvolsvelli fannst ekkert álftarhræ og ennfremur neituðu hinir grun- uðu að hafa veitt fuglana, auk þess sem vitnum bar ekki saman um málsatvik. Hjá sýslumannsembættinu á Hvolsvelli fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið grundvöUur fyr- ir áframhaldandi rannsókn þar sem ekki hefðu verið næg sönnun- argögn í málinu. Því hafi það verið feUt niður með vísan til 112. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar segir m.a. að ef ákærandi telji það sem fram sé komið ekki nægi- legt eða líklegt til sakfeUis láti hann við svo búið standa, en ella láti hann máUð fyrir dóm samkv. 116. gr. sömu laga. ------♦♦♦ Alþj óðaflutningaverka- mannasambandið Launamál Atlantsskipa í skoðun LAUNAMÁL skipverja á skipi Atlantsskipa, sem sinnir frakt- flutningum fyrir Varnarliðið, eru til athugunar hjá íslenskum full- trúa Alþjóðaflutningaverkamanna- sambandsins, ITF, Borgþóri Kjæmested. Borgþór kveðst hafa ákveðnar upplýsingar um launamálin og seg- ist eiga eftir að kanna þau betur og verði það gerst næstu daga. Hann segir ljóst að þessi útgerð verði að lúta sömu alþjóðlegu reglum og aðrar sem gera út fraktskip til og frá Islandi. Ákvæði kosning-alaga um úthlutun þingsæta 1. tafla: Þina-sæti oa kiósendur á hvert sæti Þinffsæti Kjörd. Jöfn. Sæti Kjós. sæti sæti alls á sæti Reykjavík 15 4 19 4335 Reykjanes 9 3 12 4558 Vesturland 4 1 5 1957 Vestfírðir 4 1 5 1140 Norðurland vestra 4 1 5 1369 Norðurland eystra 5 1 6 3170 Austurland 4 1 5 1730 Suðurland 5 1 6 2409 Samtals 50 13 63 3199 2. tafla: Skintina kiördæmissæta+iöfnunarsæta 1995 A B D G J V Alls Reykjavík 2 2 7+1 2+1 1+1 1+1 15+4 Reykjanes 2 2 4+1 1 0+1 0+1 9+3 Vesturland 0+1 2 2 4+1 Vestfirðir 1 1 2 0+1 4+1 Norðurland vestra 2 1+1 1 4+1 Norðurland eystra 2 2 1 0+1 5+1 Austurland 2 1+1 1 4+1 Suðurland 0+1 2 2 1 5+1 Samtals 5+2 15 21+4 7+2 1+3 1+2 50+13 GILDANDI lög um kosningar til Alþingis eru frá árinu 1987 og var þeim í fyrsta sinn beitt við þingkosning- amar þá um vorið. Síðan hafa þau komið við sögu í tvennum kosningum, árin 1991 og 1995. Nú verða þau notuð í fjórða og vænt- anlega síðasta sinn þar eð samþykkt hafa ver- ið á Alþingi ný stjórn- arskrárákvæði um þingkosningar (sem þarf að vísu að stað- festa á næsta þingi). Jafnframt hafa verið kynnt drög að nýjum kosningalög- um í samræmi við stjórnarskrár- breytinguna. Greinarkomi þessu er ekki ætlað að fjalla um nýju kosningalögin heldur rifja upp helstu atriði þeirra laga sem kosið er eftir við kosningamar nú 8. maí 1999. Kjördæmis- og jöfnunarsæti Þingsæti em alls 63 og skiptast í kjördæmissæti og jöfnunarsæti. (Hvorugt þessara heita er þó notað í lagatextanum sjálfum.) Sætin skiptast í kosningunum nú á milli kjördæma og í þessa tvo hópa eins og rakið er í 1. töflu. Aftasti dálkurinn í 1. töflu sýnir tölu kjósenda að baki hverju þing- sæti í kosningunum nú. Eins og sjá má em að meðaltali 3.199 kjósend- ur að baki hverjum þingmanni á landinu öllu. En á Vestfjörðum deila 1.140 kjósendur með sér þingmanni meðan 4.558 kjósendur á Reykjanesi verða að láta sér nægja einn þingmann. Vægi at- kvæða er samkvæmt þessu ná- kvæmlega fjórfalt meira þar sem það er mest en þar sem það er minnst. Nýju kosningalögunum er ætlað að bæta úr þessu þannig að þetta misvægi verði aldrei meira en tveir á móti einum. Úthlutun kjördæmissæta Kjördæmissætum er úthlutað með svonefndri reglu stærstu leif- ar. Hvemig það gerist verður best lýst með dæmi. Lítum á fímm- manna kjördæmi þar sem fjórir listar eru í kjöri og hljóta atkvæði sem hér segir: X-Iisti Y-listi Z-listi Þ-Iisti AIls 2200 1500 1300 500 5500 Fyrst skal ákvarða kjördæmis- tölu sem svo er nefnd í lögunum. Er hún meðaltal atkvæða að baki hverju þingsæti, þ.e.a.s. tala gildra atkvæða deilt með heildai-þing- sætatölu kjördæmisins. í dæminu nemur því kjördæmistalan 5500/5=1100 atkvæðum. Skorður eru settar við litlum listum á eftirfarandi hátt. Reiknað- ir eru 2/3-hlutar af kjördæmistölu og eru það í þessu dæmi 733 at- kvæði. Minnsti listinn er dæmdur úr leik ef hann er undir þessari tölu. Þetta verður Þ-listanum að falli. Þá ber að reikna kjördæmis- tölu að nýju að slepptum atkvæð- um þessa lista. Hún verður þá 5000/5=1000. Nú á enn að reikna 2/3 og aðgæta hvort næst minnsti listinn kunni að dæmast úr leik, o.s.frv. I dæminu gerist það ekki. Uthlutun fer þannig fram að fyrst hlýtur sá listi sæti er fékk flest atkvæði, eða X-listinn. At- kvæðatala hans er síðan lækkuð sem nemur kjördæmistölunni og verða þá 1.200 atkvæði eftir. Þá á Y-listinn flest atkvæði og hlýtur því annað sætið. Að því loknu verður at- kvæðaleif hans 500 at- kvæði. Er þá komið að Z-listanum að hljóta þriðja sætið og á hann þá atkvæðaleif upp á 300 atkvæði. Síðasta kjördæmissætið, það fjórða, fellur aftur til X-listans út á 1.200 at- kvæði og eftir verða 200 atkvæði. Þetta er dregið saman hér á eftir þar sem sýnd er atkvæðatala að lokinni hverri úthlutun og endanlegar atkvæða- leifar: X-listi Y-listi Z-Iisti Atkv. 2200 1500 1300 Fyrsta leif 1200 500 300 Önnur leif 200 Röð sæta 1. og 4. 2. 3. Atkv. leif 200 500 300 Þetta talnadæmi miðast, eins og áður segir, við fimm-manna kjör- dæmi, en þar eru kjördæmissætin fjögur. Úthlutun kjördæmissæt- anna er því hér með lokið í þessu kjördæmi, en síðan á eftir að út- hluta einu jöfnunarsæti. Kjördæmissætin eru 50 alls. I kosningunum 1995 skiptust þau milli þingflokkanna eins og fram kemur í tölunum framan við plús- inn í 2. töflu. Skipting jöfnunarsæta Þegar úthlutun kjördæmissæt- anna er lokið eru eftir 13 þingsæti, jöfnunarsætin. Þeim er skipt á milli flokkanna þannig að samræmi verði milli heildarþingsætatölu þeirra og fylgis á öllu landinu. Hér koma þó einungis til álita þeir flokkar sem hafa þegar hlotið a.m.k. einn kjördæmiskjörinn mann. Þannig hlaut Flokkur mannsins um 1,8% atkvæða í kosn- ingunum 1991 og hefði þannig haft atkvæðastyrk fyrir einu þingsæti en átti ekki tilkall til þess þar eð hann náði hvergi kjördæmiskjöri. Skipting jöfnunarsæta fer eftir svokallaðri d’Hondts-reglu, þeirri sömu og notuð er við úthlutun sæta í sveitarstjómarkosningum. Ekki er víst að jöfnunarsætin nægi til að tryggja fullan jöfnuð á milli flokkanna, þar sem flokkur gæti þegar hafa fengið fleiri kjör- dæmiskjöma menn en landsfylgi hans gefur tilefni til. Flokkajöfnuð- urinn hefur þó náðst í tíð gildandi kosningalaga, enda var jöfnunar- sætunum fjölgað í þessu skyni þeg- ar lögin vom sett og fleiri ráðstaf- anir gerðar í lögunum til þess að svo mætti verða. Enda var það að- almarkmið breytinganna sem tóku gildi 1987 að ná þessum flokkajöfn- uði. I kosningum 1995 skiptust jöfnunarsætin á milli flokkanna eins og fram kemur í neðstu línu 2. töflu, aftan við plúsinn. Þar sést að Framsóknarflokkurinn fékk ekki jöfnunarsæti, enda hafði hann þeg- ar náð fullri tölu þingsæta sinna við kjördæmisúthlutunina. Útdeiling jöfnunarsæta Að lokum þarf að koma jöfnun- arsætunum 13 til einstakra fram- boðslista. Er það ekki auðvelt verk svo öllum líki. Einfaldast mætti virðast að líta á þær atkvæðaleifar, sem nú em eftir, og halda áfram úthlutun á grandvelli þeirra. í ímyndaða kjördæminu, sem haft var til viðmiðunar, hefur Y-listinn stærstu atkvæðaleif. Ef það er Allt frá alþingiskosn- ingum 1987 hafa ákveðnar reikniaðferðir gilt við útreikning þingsæta til stjórn- málaflokkanna. Höf- undur þeirra er Þorkell Helgason, sem skýrir þær hér, en þær munu nú verða notaðar síðasta sinni, þar sem kjördæmaskipan hefur verið breytt. stærsta atkvæðaleif á landinu öllu færi samkvæmt þessu fyrsta jöfn- unarsætið til hans svo framarlega sem flokkur hans ætti rétt á jöfn- unarsætum. Úthlutun á þessum nótum er þó ekki sanngjörn vegna mismunandi stærðar kjördæma. Oll fyrstu jöfnunarsætin gengju út í Reykjavík og á Reykjanesi og gæti þá reynst erfitt að koma síð- ustu jöfnunarmönnum fyrir á landsbyggðinni. Samkvæmt kosningalögunum er því mælikvarðinn á stöðu manna ekki sjálf atkvæðaleifin heldur hlutfall hennar af kjördæmistöl- unni. Þannig er t.d. styrkur 2. manns á Y-listanum mældur sem 500/1000=50%. Flokksbróðir hans, sem á hærri atkvæðaleif, eða t.d. 1.000 atkvæði, í öðm kjördæmi þar sem kjördæmistala er 2.500, er þá lægra settur þar sem hlutfall hans er einungis 40%. Að fengnum þessum mælikvarða á stöðu manna mætti ætla að nú væri unnt að ganga á röðina og út- hluta eftir hlutfalli atkvæðaleifa af kjördæmistölu. Svo er þó ekki al- farið gert þar sem sérstakri áfangaskiptingu í úthlutuninni er ætlað að tryggja enn frekar sam- ræmi í úthlutun í stómm jafnt sem fámennum kjördæmum. Að auki koma ákvæði um sérstaka þrösk- ulda. Hér er ekki tóm til að fara nánar út í þessar úthlutunarreglur enda era þær býsna flóknar. Aftan við plúsana í 2. töflu er sýnt hvernig jöfnunarsætin dreifð- ust í kosningunum 1995. Athyglis- vert er að enginn listi fékk fleiri en eitt jöfnunarsæti í einu og sama kjördæminu. Þetta er þó ekki sjálf- gefið. Sami listinn gæti fengið fleiri en eitt slíkt sæti í Reykjavík eða á Reykjanesi. Hvers vegna fara mörg þingsæti á flakk eftir hverjar nýjar tölur? Eins og allir vita sem fylgst hafa með talningu í liðnum kosningum valda nýjar tölur í einu kjördæmi því einatt að fjöldi þingsæta færist til. Og þessi tilfærsla getur allt eins teygt sig til annarra kjördæma en þess sem tölumar era frá. Þetta er haft til marks um það hvað kosn- ingalögin séu flóldn. Því er ekki úr vegi að huga að því að lokum hvemig þetta getur gerst. Segjum að nýjar tölur í kjör- dæmi A hafí leitt til þess að X-list- inn hafí misst mann til Y-listans í sama kjördæmi. Ekki er þó víst að heildarskipting þingsætanna á landinu öllu breytist við þessar nýju tölur. Gerist það ekki er það ljóst að X-listinn þarf að fá mann- inn bættan í öðra kjördæmi og Y- listinn jafnframt að skila manni annars staðar. Gerist þetta tvennt í sama kjördæminu er málið leyst. En sjaldnast stendur þannig á að víxlunin gangi svo einfaldlega upp. Því getur X-listinn náð til sín sæti í kjördæmi B frá þriðja listanum, Z- lista, en Y-listinn skilað manni í enn öðra kjördæmi C til fjórða flokksins, Þ-Iista, o.s.frv. Og þar með lengist í að endar nái saman á ný. Það gefur því augaleið að það getur hæglega gerst að breyting í einu kjördæmi dragi slíka dilka á eftir sér í öllum kjördæmunum átta. Þetta er því miður óhjákvæmi- legt og ræðst af því að tala jöfnun- arsæta hvers kjördæmis er fastá- kveðin. Þannig verður sama upp á teningnum í nýju kosningalögun- um, enda þótt tilfæringamar verði þar væntanlega heldur minni en í gildandi lögum. En í meginatriðum mun þetta þingmannaflakk, sem mörgum þykir eitt helsta skemmti- atriðið á kosninganótt, þó halda áfram! Höfundur er stærðfræðingur og var reikniráðgjafi við undirbúning gildandi kosningainga. Þorkell Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.