Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ur fórum heimamanna í Listasafni Arnesinga VERK að eigin vali er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Lista- safni Amesinga í dag, laugardag, kl. 14. Þetta er þriðja sýningin sem listasafnið gengst fyrir til kynning- ar á Suðurlandi og sunnlenskum listamönnum. A sýningunni eru myndir eða gripir í eigu héraðsnefndamanna og kvenna í Arnessýslu. I texta sem fylgja með, segir frá tilurð verksins og af hverju það er eig- anda sínum kært. A sýningunni er m.a. mynd eftir Finn Jónsson, „Blái fuglinn“ eftir Erró, frá þeim tíma, sem hann kall- aði sig enn Ferró, mynd eftir Ólaf Túbals frá Snæfellsnesi, teikning eftir Kjarval og útskorin hilla eftir Ríkharð Jónsson. í fréttatilkynn- ingu segir að margir sendi inn verk eftir fjölskyldumeðlimi og Karl Bjömsson, bæjarstjóri í Arborg, og Gísli Páll, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, senda inn eigin æsku- verk. Pétur Halldórsson sýnir á neðri hæð A sama tíma opnar Pétur Hall- dórsson, listmálari og auglýsinga- gerðarmaður, sýningu á litlum verkum og skissum á neðri hæð hússins. Verkin em þróun á vinnu Péturs sem hann hefur fengist við undan- farin ár, þar sem hann steypir sam- an ólíku myndefni; ljósmyndum, teikningum, kynningar- og prentgögnum. Pétur útskrifaðist úr MHI árið 1973 og stundaði nám í The Middlesex University of London árin 1975-76. Pétur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýningum hér heima og erlendis. Auglýsingastofa P&Ó sem Pétur er eigandi að ásamt Ólöfu Árnadóttur, hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fýrir grafíska hönnun, framleiðslu auglýsingakvikmynda og prentgripa. Andrés Valdimarsson sýslumað- ur opnar sýningarnar og félagar úr Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands syngja nokkur lög. VERK eftir Pétur Halldórsson. Sýningarnar era opnar frá . 14-17 og lýkur 30. maí. Aðgangur fimmtudegi til sunnudags milli kl. að vorsýningum er ókeypis. Göthe í Salnum Lagaflokkur frumfluttur á skólatón- leikum TÓNSKÓLI Sigursveins heldur tónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, laugardag, kl. 17. Fram koma nemendur á framhaldsstigum. Meðal verka á efnisskrá má nefna frumflutn- ing á lagaflokknum Haustmynd- ir, eftir John Speight við Ijóð Snorra Hjartarsonar. Ennfrem- ur verður frumfluttur sextett fyrir óbó, fiðlu, klarinett, fagott og tvö selló eftir Egil Guð- mundsson, einn nemenda skól- ans. Yortónleikar Nýja músík- skólans NYI músíkskólinn heldur vor- tónleika sína í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, á morgun, sunnudag, kl. 14. Fram koma söng- og hljóðfæranemendur skólans. Einnig mun hljómsveit skólans, undir stjóm Jóns El- vars Hafsteinssonai-, leika nokkur lög og nemendur við forskólann koma fram. TONIJST Salurinn LJÓÐATÓNLEIKAR Hans Jörg Mammel tenór og Ludwig Holtmeier píanóleikari fluttu lög eft- ir Beethoven, Zelter, Loewe og Schubert við ljóð eftir Göthe. Mið- vikudagskvöld kl. 20.30. FÁ EÐA engin skáld höfðu jafn afgerandi áhrif á þróun rómantíkur- innar og Johann Wolfgang von Göt- he, og fá tónskáld þess tíma, sem á annað borð hirtu um að semja sönglög, sniðgengu ljóð hans. Göthe var holdgervingur rómantíkurinnar, og ljóð hans gríðarvinsæl. Á tónleik- um í Salnum á miðvikudagskvöld fluttu Hans Jörg Mammel tenór og Ludwig Holtmeier píanóleikari ljóðasöngva eftir Beethoven, Carl Friedrich Zelter, Carl Loewe og Franz Schubert, en öll lögin voru við ljóð Göthes. Meðal laganna sem flutt vora vora mörg sem sjaldan heyrast á tónleikum hér, og sér- staklega var fengur að því að heyra lög eftir Loewe og vin Göthes og uppáhaldstónskáld, Carl Friedrich Zelter. Öll þessi tónskáld héldu upp á kveðskap Göthes, og sömdu lög við hann, - til dæmis sömdu þeir all- ir nema Beethoven lag við ljóðið fræga um Álfakónginn. Beethoven sker sig nokkuð úr þessum hópi. Lög hans eru viða- meiri og dramatískari en til dæmis lög Zelters og Loewes og bera mjög sterk höfundareinkenni. Fyrsta ljóðið, Mailied, var vel flutt, og með ólgandi óþreyju eftir vori. Lagið Wonne der Wehmut var fallega sungið og dramatísk uppbygging lagsins sterk. Seinni tvö lög Beet- hovens, Sehnsucht og Mit dem gemalten Bande, voru nokkuð óró- leg og ójöfn í flutningi þeirra Mammels og Holtmeiers. í lögum Zelters kveður við allt annan tón. Þar er einfaldleikinn meiri, lögin strófísk, og dæmigerð „heimabrúkslist", þar sem ekki er of mikilllar kunnáttu krafist af flytj- endum. Þar er enginn músíkalskur íburður, - heldur fær orðið að njóta sín í látlausum búningi tónanna. Göthe mat þetta tónskáld mikils, - ef til vill vegna þess hve tónlistin skyggir lítið á ljóðið. Þetta era snotrar tónsmíðar en rislitlar, og söng Mammel þau af látleysi og til- gerðarlausum einfaldleika. Lagið Um Mitternacht var sérstaklega fallegt, en galt þess að það lá þó of djúpt fyrir söngvarann og píanó- leikarinn lék allt of sterkt. I lögum Carls Loewes við ljóð Göthes gætir meiri tilþrifa og fjöl- breyttari stílbrigða. Það var sér- staklega gaman að heyra lög Loewes við ljóðin tvö sem bera nafnið Wanderers Nachtlied, þar sem lög Schuberts við þessi ljóð era meðal standarda í ljóðasöngslist- inni. Tónlist Loewes hefur til að bera þokka og dýpt og músíkölsk tilþrif, og mættu lög hans gjarnan heyrast oftar hér. Lagið Sehnsucht var feiknar fallega flutt, og í gaman- ballöðunni Hochzeitslied sýndu þýsku listamennirnir djarfar kúnst- ir sínar á nánast ólöglegum hraða í hröðum 32parts nótum þegar brúð- kaupsskrallið sem frá er greint í ljóðinu stóð sem hæst. Eftir hlé réð Schubert ríkjum, með Álfakónginn í fararbroddi. Þar var ljóst hvers vegna hann bar af þessum tónskáldum í sönglagasmíð. Schubert fer svo miklu nær ljóðinu, - sviðsetur það eða dregur fram stemmningu þess eftir því sem við á. Og píanóið gegnir svo þýðingar- miklu hlutverki. Það verður einnig partur af ljóðinu. Það þarf ekki ann- að en Álfakónginn til að heyra það, þar sem hlutverk píanósins er ekki bara að „túlka“ hina miklu helreið, með hröðum spretti, heldur einnig að lita sviðið og þessa myrku sögu með hljómum og hljómblæ og draga fram andstæðar persónur góðar og illar með tilbrigðum í undirleiknum. Holtmeier er gríðarlega góður pí- anóleikari og lék Álfakónginn feikn- ar vel. Hann var eiginlega of upp- tekinn af því að spila vel, - og gleymdi stundum að hlusta nægi- lega vel á söngvarann. Mammel, með sína fallegu lýrísku tenórrödd, söng prýðilega, en flutningur þeirra var ekki í jafnvægi af fyrrgreindum sökum. Betur tókst til með Sehafers Klagelied, þar sem rödd Mammels naut sín vel með hófstilltum píanó- leik Holtmeiers. í laginu An Schwa- ger Kronos mæddi mikið á píanó- leikaranum og hann sýndi afburða spilatækni, en þar eins og í fleiri lögum Schuberts hefði verið eftir- sóknarverðara að stilla spila- mennskunni í hóf, svo söngvarinn fengi betur notið sín. Annars voru þetta prýðilegir tónleikar þótt brokkgengir væra, og virkilega fínir þar sem listamönnunum tókst best upp. Á ljóðatónleikum er alveg nauð- synlegt að hafa ljóðin í efnisskrá, helst í heild sinni, en í það minnsta útdrátt. Þetta vantaði sáran þegar píanóleikarinn var í sem mestum ham og ekki greindust orðaskil hjá söngvaranum. Bergþóra Jónsdóttir Nýraunsæi? MYNPLIST Listasaín íslands MÁLVERK/SKÚLPTÚR ÝMSIR LISTAMENN Sýiiingin er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17 og stendur til 24. maí. YFIRSKRIFT sýningarinnar í efsta sal Listasafns Islands er „Nýraunsæi frá sjöunda og áttunda áratugnum" og þessi þunglamalegi titill lýsir kannski vel samsetningu sýningarinnar. Þarna er að sjá ým- iss konar verk eftir tuttugu og fimm listamenn, en flest þeirra era unnin á tímabilinu frá um 1965 og fram á síðustu ár áttunda áratugarins. Stíl- brögð í þessum verkum era því að vonum líka ákaflega mismunandi. Elstu verkin tilheyra popplistinni og eru eftir þá Erró og Tryggva Olafs- son. Það sem síðan tengir þá við næstu kynslóð er pólitískt inntakið í verkunum því um og uppúr 1970 fóra margir yngri listamenn að ein- beita sér að pólitískri ádeilu, sumir í tengslum við alþjóðlega baráttu gegn stríðinu í Víetnam og heims- valdastefnu yfirleitt, sumir í sam- hengi við baráttu íslenskra verka- manna og sumir einbeittu sér að kvennabaráttunni sem náði miklu fylgi hér á áttunda áratugnum. Þar má sjá verk eftir Gylfa Gíslason, Sigurð Þóri, Guðmund Armann, Ragnheiði Jónsdóttur, Jóhönnu Bogadóttur og fleiri. Ef tala á um nýraunsæi sem ein- hvers konar stefnu eða tilhneigingu í íslenski-i myndlist á þessum tíma er það líklega helst þessi pólitíska vakn- ing sem við er átt, en þó eru rætur hennar svo margar og mismunandi að hæpið er að fella listamennina alla undir sama hatt. Fáir þeirra unnu út- frá hreinu raunsæi en þeim mun fleiri beittu súrrealískum samsetn- ingum til að draga fram pólitískan veruleika. Nær allir þessir listamenn unnu líka verk útfrá öðrum hug- myndum og stíláhrifum. Á sýningunni eru síðan líka verk sem ekki tengjast pólitík og eru þau enn fjölbreyttari en hin. Þar má nefna Hring Jóhannesson sem kannski er eini eiginlegi raunsæis- málarinn á sýningunni, en einnig Einar Hákonarson sem brýtur fígúr- ur og hluti upp eftir eins konar síð- kúbískri formúlu, Hauk Dór og Gunnar Öm, og Eirík Smith sem set- ur fólk inn í hálf-afstrakt og dul- magnað landslag. Þá er þarna verk eftir Braga Ásgeirsson þar sem þrí- víðir hlutir eru felldir inn í myndflöt- inn, gipsfígúrur eftir Magnús Páls- son og fata með hárum eftir Magnús Tómasson sem ber einfaldlega titil- inn „Ilát“. Afar erfitt er að sjá hvem- ig verk þessara þriggja síðastnefndu geta fallið undir nýraunsæi eða raun- sæi yfirleitt. Það sem þessi sýning sannar öðru fremur er að undir lok sjöunda ára- tugarins losnaði um ýmsar hömlur í listsköpun hér á Islandi, eins og reyndar alls staðar á Vesturlöndum. Þær sterku stílhreyfingar sem verið höfðu ráðandi, ein af annarri, alla öldina, virtust losna upp og listamenn tóku sér frelsi til að vinna í þeim stíl sem þeim virtist best henta hverju sinni, hvort sem það væri raunsæi, afstraksjón, hugmyndalist eða sam- setning í anda assemblage eða svo- „ÍLÁT“ eftir Magnús Tdmasson. kallaðrar „rusl-listar“. Þannig lýsir sýningin í raun því hvernig tök módemismans í myndlistinni losnuðu og tími fjölbreytninnar hófst, sá tími sem gjarnan er kenndur við póst- módemisma. Ef eitthvað má læra um raunsæi af sýningunni er það líklega helst það að ekki hafi verið um neitt nýraunsæi að ræða í íslenskri mynd- list, að minnsta kosti ekki sem hreyf- ingu eða hugmyndafræði. Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.