Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 37' MÝVATNSELDAR VILHJÁLMUR Knudsen stendur vaktina við Kröflu 18. júlí 1988. útlagður kostnaður, vaxtakostnað- ur, dráttarvextir og lögfræðikostn- aður. Ég veit ekki hvort ég verð handtekinn ef ég auglýsi kvik- myndina sem íslenska er hún verð- ur sýnd á næsta ári. Það var nefni- lega bannað að gera hana á Islandi. Er vinnustofa okkar ótryggð brann til kaldra kola í janúar 1993 eftir innbrot og íkveikju varð ég fyrir gífurlegu tjóni. Það hefði mátt ætla að einhver frá stjórnvöld- um eða Kvikmyndasjóði kæmi á vettvang og byðist til að hjálpa með einhverjum hætti. Svo var ekki. Mér hefði fundist það skrýtið ef einhver annar með álíka heimildar- verðmæti undir höndum hefði orðið fyrir slíku tjóni og enginn frá stjórnvöldum kærði sig köllóttan. Eitthvað hefur nú samt skeð bak við tjöldin. Þeir lofuðu að skoða álagningar nokkur ár aftur í tím- ann. Ég fór fram á að álagningar 25 ár aftur í tímann yrðu skoðaðar en því nenntu þeir ekki. Ég fékk svo smá leiðréttingu sem var í rauninni engin og leyfi til að greiða ímynd- aða skattaskuld með skuldabréfi til nokkurra ára. Ég varð svo fyrir því 1995 að frummyndir týndust aftur í London við gjaldþrot fyrirtækis, en slíkt hafði reyndar líka átt sér stað 1988. Hafði ég tapað svo miklu af skjöl- um í brunanum 1993, að það var mikið mál að rekja hvað átti að vera þarna. Kostaði þetta margar ferð- ir til London og var ég í rauninni ekki búinn að fá botn í þetta að mestu fyrr en sumarið 1997, þótt enn séu tvær frummyndir ófundnar. Ég flutti svo allar frummyndir sem ég hafði fundið til íslands og byrjaði að skrásetja allt kvikmyndaefni okkar upp á nýtt. Ég skildi svo ekki af hverju ég var alltaf svona slapp- ur og gat næstum ekki komið neinu í verk. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðasta haust að það var af völd- um eiturgufa sem lagði frá þessum gömlu filmum, en þær anda við mismunandi hita. Ég fékk svo leyfí til að koma þessum filmum mest- megnis í geymslu til bráðabirgða í Kvikmyndasafni Islands í Hafnar- firði meðan ég er að skrá og skipu- leggja endurgerð þessara kvik- mynda okkar. Þessi endurvinnsla sem er framundan er dæmi upp á svona 40 milljónir. Hefði þetta ver- ið mikið minna mál ef hefði verið venjulegt rekstrarumhverfi til kvikmyndagerðar. Það mun kosta þjóðina nokkra milljarða að koma öllu myndefni landsmanna í sæmi- legt horf þannig að það glatist ekki. Það verður erfitt að eiga við endur- gerd þessara frumkvikmynda hér- lendis ef rekstrarkostnaður við að bjarga arfleifðinni er eintómt grín í augum stjórnmálamanna, nema þegar þeir eru í ræðustól á Norður- landaþingi eða eru að fá sér kaffi með Hillary. Af skiljanlegum ástæðum leið mér ekki vel meðan á þessum ósköpum öllum stóð. Hver dagur var barátta við stjórnvöld og lögfræðinga. Var ég stundum nokk- VILHJÁLMUR Knudsen á Vatnajökli. VILHJÁLMUR Knudsen í Surtsey. uð seinn að koma framtölum á framfæri, sem ekki létti brúnina á yfirvöldum. Ég hafði bara ekki and- legan styrk til að koma þessu í verk. En það var ekld einungis hjá ráðuneytum sem skilningur á gerð og varðveislu heimilda var af mjög skornum skammti. Mörgum sinn- um hafa örvinglaðir einstaklingar hringt í mig og spurt hvort ég ætti hugsanlega kvikmyndatöku eða tónupptöku af föður, móður, bróð- ur, systur, afa, ömmu eða öðrum ættingjum. Þeir vissu að þetta hefði verið tekið upp af Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu í sakleysi sínu haldið að stofnuninni hefði verið ætlað að halda utan um heimildir um fólk og v. atburði. Þeim var tilkynnt að þessu hefði verið eytt. Væntanlega hefur einhver nefnd manna ákveðið hvaða íslendingar ættu erindi inn í heim- ildarsögu landsins. Ég heyrði þama nokkur nöfn manna sem var með ólíkindum að skyldu hafa verið þurrkaðir út með þessum hætti. Ættingjunum hafði ekki einu sinni verið gefinn kostur á að eignast af- rit. Eitt mesta blóðbað Islandssög- unnar hefur farið fram í húsakynn- um^issarar stofnunar. Iþessum leitum mínum erlend- is í sambandi við gjaldþrot er- lendra kvikmyndaframköllun- arfyrirtækja hef ég verið að finna alls konar frummyndir Sjón- varpsins og annarra íslenskra kvik- myndagerðarmanna sem virðast ekki sinna neinu nema að taka við styrkjum frá Kvikmyndasjóði. Helming dýrustu myndar Sjón- varpsins um Lénharð fógeta fann ég á klósettinu hjá Universal Film Laboratories í South Ruslip í London. Hinn helmingurinn er týndur, hefur mér verið sagt, vænt- Ég skora á blaða- menn að taka þetta mál upp, ekki mín vandræðamál, heldur þessi mál almennt og spyrja stjórnmálamenn á kosningafundum, hvort við séum ennþá einu sinni farin að éta handritin. anlega sturtað niður. Annað dæmi um þetta virðingar- leysi fyrir heimildarkvikmyndum er hvernig lögreglu- og sýslumenn starfa. Islendingar virðast ekki vita hvað höfundarréttur er og ósjaldan hef ég kært ákveðin hótel og ríkis- fyrirtæki fyrir ólöglegar óheimilar sýningar á efni mínu og föður míns. Þeir ansa ekki svona málum nema um bláar, erlendar klám- og ofbeld- ismyndir sé að ræða. Þá fyllast þjóðvegir landsins af lögreglu- mönnum til að taka þátt í rann- sókninni, eins og margoft hefur komið fram í blöðum. A sama tíma og ég og faðir minn erum þeir einu sem hafa sinnt svona verðmætavarðveislu heimild- arkvikmynda er farið með okkur eins og einhverja glæpamenn og ég hafður til sýnis í gapastokkum nú- tímans, uppboðsauglýsingum dag- blaðanna, síðustu tuttugu árin, ef ekki lengur. Ég er alinn upp við virðingu og ást á landi og þjóð. Ég er ekki í kökubotnainnflutningi. Ég er að varðveita heimildir. Er ekki kominn tími til að þessum skrípa- látum kerfisins ljúki. Ég skora á blaðamenn að taka þetta mál upp, ekki mín vandræða- mál, heldur þessi mál almennt og spyrja stjórnmálamenn á kosninga- fundum, hvort við séum ennþá einu sinni farin að éta handritin. Frétta- ritarar erlendra fjölmiðla, eins og þeirra dönsku, ættu að fara að beita sér í þessu máli til að setja pressu á stjórnmálamenn og fleiri ráðherra að sinna þessu máli. Baráttan fyrir varðveislu handritanna virðist þurfa að fara fram erlendis. Saga heimildarkvikmynda á Islandi er nánast eins og saga um Gög og Gokke í Undralandi. Eg vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum árin að komast í gegnum þessa vitfirringu alla. Vil ég sérstaklega þakka Sparisjóði Mývetninga, nú Spari- sjóði Suður-Þingeyinga, en þar norðan heiða virðast menn enn skilja verðmæti handritanna og heimildarsöfnunar. Einnig vil ég þakka móðursystur minni, Sigur- fljóðu Ólafsdóttur, sem var mér sem móðir og hennar manni, Magn- úsi Bjamasyni, en þau eru nú bæði látin. Ég vil benda á að í sumar verð ég með sérstaka sögusýningu í Kvennaskólabyggingunni við Hellusund. Verður þar sérstök af-' mælissýning á heimildarljósmynd- um föður míns af mannlífi á Islandi 1913-1975. Hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Þar verða einnig sýnd- ar gamlar þjóðlegar kvikmyndir föður míns á nokkrum tungumál- um. Ég treysti á að fólk muni flykkjast á þessar sýningar til að sýna hug sinn í verki gagnvart þessari menningarviðleitni, einnig til að hjálpa til við að fullkomna skrá um fólk sem sést á ljósmynd- unum og sem kemur fram í kvik- myndunum. Miðaverði verður mjög stillt í hóf, einungis tvö hundruð krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Auk venjulegrar dagskrár sýni ég aðrar heimildarkvikmyndir " ef er beðið. Iaðalsalnum í Hellusundi 6a verður hin hefðbundna eld- Qallasýning, THE VOLCANO SHOW, fyrir útlendinga fimm sinnum á dag á sex tungumálum samtímis. Þar er sýnd öll eldfjalla- virkni á íslandi 1947-98. í hliðarsal, klippiherberginu, Hellusundi 6a, verða sem áður ýmsar aukasýning- ar fyrir hópa á mörgun tungumál- um. Þessar sýningar í Hellusundi á myndum föður míns, Ósvaldar Knudsen, og mínum hafa nú staðið í samfleytt 25 ár. Ég hef sent forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráð- herra og samgöngumálaráðherra afrit af þessari grein og verður þeim boðið. Höfundur er kvikmyndagerðarmað-*' ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.