Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bandaríska leikritaskáldið David Mamet færir út kvíarnar Kemur aðdáendum sínum í opna skjöldu San Fransisco. Reuters. BANDARÍSKA leikritaskáldið David Mamet hefur komið aðdá- endum sínum í opna skjöldu með sínu nýjasta verkefni. Það vekur nefnilega athygli að í nýrri mynd eftir Mamet, „The Winslow Boy“, er ekki að finna nein blótsyrði, eða annað það sem svo gjarnan hefur sett mark sitt á verk Mamets. Reyndar gerist þetta nýjasta verk Mamets, sem gjarnan er talinn meðal fremstu núlifandi leikrita- skálda í Bandaríkjunum, og hefur í seinni tíð snúið sér að kvik- myndagerð, í Englandi í upphafí þessarar aldar en alls ekki meðal spilltra lögreglumanna eða ómerkilegra smábófa í New York nútímans. „The Winslow Boy“ þykir minna nokkuð á verk þeirra Ismails Merchants og James Ivory, en þeir hafa gert kvikmyndir eins og „Howard’s End“ og „Remains of the day“, sem er harla ólíkt Pulitz- er-verðlaunaleikriti Mamets „Glengarry Glen Ross“ eða kvik- myndinni „Homicide“, frá árinu 1991, sem gerð var eftir leikriti Mamets. „En ég hef alltaf dáð verk þeirra höfunda sem voru uppi á tíma Ját- varðar eða Viktoríu Bretlands- drottningar,“ segir Mamet í nýlega viðtali. Þótt Mamet sé þekktur fyrir leikrit sín hefur hann hins vegar ætíð einnig tengst kvikmyndamiðl- inum og „The Winslow Boy“ er önnur myndin sem hann bæði skrifar handrit að og leikstýrir. Hann gerði síðast „The Spanish Prisoner" og aukinheldur hefur hann skrifað fjöldamörg kvik- myndahandrit, og af nýlegum kvik- myndum, sem gerðar hafa verið eftir handriti Mamets, má t.d. nefna „Wag the Dog“, sem vakti mikla athygli í fyrravetur. Byggð á sönnum atburðum Mamet byggir kvikmyndahand- rit sitt að „The Winslow Boy“ á leikriti sem Bretinn Terence Rattigan skrifaði árið 1946 um sannsögulega atburði sem áttu sér stað á árunum 1908-1910. Þrettán ára gamall piltur, George Archer- Shee, er söguhetja verksins en á meðan hann var við nám í sjóliða- skólanum á Wight-eyju var hann sakaður um að hafa stolið fimm shillinga póstávísun frá skólafélaga sínum. Þrátt fyrir að pilturinn héldi statt og stöðugt fram sakleysi sínu var hann rekinn úr skólanum án þess að reynt væri að komast að hinu sanna í málinu. Faðii- piltsins trúði hins vegar á sakleysi sonar síns og eftir nokkra þrautagöngu réð hann lögmanninn Edward Carson til að fara með mál á hendur skólanum, en Carson þessi var þekktur fyrir að hafa rek- ið víðfrægt mál á hendur skáldinu Oscar Wilde rétt fyrir aldamótin. Jafnframt varð Carson seinna fyrsti leiðtogi sambandssinna á Norður-írlandi. Myndin fjallar um baráttu fjöl- skyldu Ai’chers-Shees fyrir rétt- læti og eins og Mamets er von og vísa byggist hún upp á samtölum og samskiptum, en það þykir einn helsti styrkur Mamets hversu raunveruleg öll samtöl virðast, sem hann skrifar. Nýtt leikrit einnig væntanlegt Nýtt leikrit efth- David Mamet er einnig væntanlegt á fjalirnar, en leikritið „Boston Marriage“ gerist um aldamótin síðustu, eins og „The Winslow Boy“. Fjallar leikritið um ástarþríhyrning þriggja kvenna en á þessum tíma var einmitt talað um „Boston-hjónaband" þegar rætt var um lesbísk ástarsambönd. Ma- met er jafnframt að skrifa handrit að kvikmynd eftir skáldsögu Ro- berts Louis Stevensons, „Dr. Jekyll and Mr. Hyde“. Þessi nýjustu verkefni Mamets þykja benda til að skáldið sé að breyta nokkuð til, hann er hættur að skrifa leikrit um nútímaatburði og virðist hafa fengið aukinn áhuga á fortíðinni. Eiginkona Mamets, breska leikkonan Rebecca Pidge- on, sem lék í síðustu kvikmynd Ma- mets „The Spanish Prisoner“, seg- ir hins vegar að þetta komi sér ekkert á óvart. „David er að mörgu leyti svona séntilmaður upp á gamla mátann." DRENGJAKÓR Laugameskirkju og stjórnandinn Friðrik S. Kristinsson. Vortónleikar Drengja- kórs Laugarneskirkju DRENGJAKÓR Laugarnes- kirkju, ásamt Deild eldri félaga, halda sína árlegu vortónleika í Laugarneskirkju á morgun, mið- vikudag, kl. 20:30. Undirleikari er Peter Máté. Einsöngvarar eru Björk Jónsdóttir og Jóhann Ari Lárusson. Gítarleikari er Davíð Gunnarsson. Drengjakór Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakórinn á landinu. Hann er nú að ljúka sínu níunda starfsári. I vetur hefur verið blómlegt starf hjá kórnum undir stjórn Friðriks S. Kristins- sonar. Drengjakórinn gaf út sinn annan geisladisk, Hvað vitið þið fegra, fyrir síðustu jól. Vefsíða drengjakórsins er http://rvik.ismennt.is/- dkl. BÆKUR Sagnfræöi ÞINGROFIÐ 14. apríl 1931 eftir Harald Matthías- son. 135 bls. Skrifstofa Alþingis - Sögufélag. Prentun: Steinddrsprent- Gutenberg ehf. Reykjavfk, 1999. ÁRIÐ 1931 - fyrir sextíu og átta árum - var Haraldur Matthíasson þingskrifari, kornungur maðurinn. Hann hlaut því að heyra og sjá það sem fram fór í sölum Alþingis þing- rofsdaginn fræga, 14. apríl. Raunar er hann nú einn á lífí þeirra sem staddir voru þar og þá. Hann styðst því að nokkru við eigið minni í frá- sögn sinni af viðburði þessum sem kalla má einstæðan í þingsögunni. En þarna gerðust með skjótum . hætti óvæntir atburðir sem fáa hafði órað fyrir. Alls áttu þá 42 menn sæti á Alþingi. Alþýðuflokkurinn taldi fimm þingmenn, Framsóknaiflokk- urinn nítján, Sjálfstæðisflokkurinn sautján og einn var utan flokka. Minnihlutastjórn Framsóknar- flokksins hafði verið við völd frá kosningunum 1927. Allt til þessa hafði hún notið hlutleysis jafnaðar- manna og Gunnars frá Selalæk sem var utanflokka. Nú var lokið hlut- leysi jafnaðarmanna. Þeir báru því við að stjómin hefði lagt alla áherslu á málefni bændastéttarinnar en hvergi sinnt málstað verkamanna. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn ætluðu því að lýsa vantrausti á ríkisstjómina sem - þingstyrk flokk- anna samkvæmt - hlaut að ná fram að ganga. Átti vantraustið að koma til umræðu þennan minnisstæða dag. Útvarpa skyldi umræðum - í fyrsta skipti! Jón Þorláksson kom með skrifaða ræðu sína. En hún varð aldrei fiutt. Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra kvaddi sér hljóðs strax í upphafi þingfund- ar, flutti stuttan inngang sem sumir viðstaddra skildu svo að hann ætl- aði að verða fyrri til og segja af sér! En sú varð ekki raunin. Þvert á móti og allsendis óvænt endaði hann mál sitt með því að lesa upp kon- ungsúrskurð um þing- rof! Kosningar skyldu fara fram 12. júní. Um- boði þingmanna var lok- ið. Þeir voru ekki lengur þingmenn og gátu því ekki tjáð sig sem slíkir. Viðbrögðin urðu harkaleg. Þingmenn stjómarandstöðunnar brugðust ókvæða við. Uppþot og hávaði varð í þingsölum meiri en dæmi munu tO fyrr og síðar. Næstu daga var boðað til almennra funda víðsvegar um bæ- inn. Höfundur líkir atburðunum við skriðuhlaup sem hann horfði á síðar. Skriðan »féll með feikna hraða og óg- urlegum hávaða niður hlíðina, stefndi á mannabyggð en hlaut þó að stöðvast að lokum«. Þingrofið og viðbrögðin hörðu snertu flokkshagsmuni til skamms tíma litið en þjóðarhag til lengri tíma litið. Pólitíkin var borin uppi af stéttahagsmunum. Og stéttabarátt- an fór harðnandi þessi árin. Sjálfstæðisflokk- urinn, sem var aðeins tveggja ára á þessu vori, sótti að vísu fylgi sitt til allra stétta, en mest til Reykvíkinga. íbúatala höfuðstaðar- ins var komin upp í þrjátíu þúsund og stefndi hratt í að verða þriðjungur þjóðarinn- ar. Pólitísk áhrif Reykjavíkur voru þó hverfandi. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði reynd- ar langflest atkvæði á bak við sig á landsvísu. Formaðurinn, Jón Þor- láksson, var maður gætinn og skarpgreindur. Haraldur Matthíasson segir að hann hafi virst tala hægt en eigi að síður reynt á þolrif skrifaranna. Því Jón gerði aldrei hlé á máli sínu. Ennfremur kemur Ólafur Thors þarna mikið við sögu enda þá þegar orðinn einn af áhrifamönnum flokksins. Alþýðu- flokkurinn, sem sótti fylgi sitt mest- megnis til verkamanna og annarra launþega, átti lítið sem ekkert fylgi í sveitum. Jafnaðarmenn vildu hnekkja bændaveldinu sem þeir köll- uðu svo. Nú höfðu þeir sammælst við sjálfstæðismenn að breyta kjör- dæmaskipuninni. Og það óttuðust framsóknarmenn reyndar meira en nokkurt vantraust því þar með yrði forystuhlutverki þeirra stórlega ógn- að. Meðal jafnaðarmanna hafði Héð- inn Valdimarsson sig langmest í frammi. Framsóknarflokkurinn mátti heita hreinræktaður bændaflokkur. Hefð- inni samkvæmt var enn htið á sveit- ina sem undirstöðu þjóðlífsins. Áhiif bændastéttarinnai’ með vaxandi sam- vinnuhreyfingu á bak við sig voru því afar sterk. Flokkurinn átti jafnan htlu fylgi að fagna í Reykjavík. Ráðherr- arnir stóðu því fáliðaðir og næsta ber- skjaldaðir andspænis mannfjöldanum í höfuðstaðnum. Má geta nærri að það hafi reynt meira en litið á þrek þeirra og skapstyrk að standa af sér mótmælin. Stjói’nmálin voru sterkur þáttur í daglega lífinu, trúnaður og samkennd innan flokkanna afdráttar- laus. Og hugsjónahitinn gat tekið á sig mynd trúarofstækis þegar verst lét. Þau pólitísku skriðuföll, sem þringrofið hratt af stað, orsökuðust af hvoru tveggja, breytingum þeim sem voru að verða á íslensku þjóðfé- lagi og svo af aðsteðjandi veðra- brigðum í heimspólitíkinni, þeim sem átta árum síðar leiddu til heimsstyij- aldarinnar síðari. Höfundur byggir á samtímaheim- ildum, blöðunum fyrst og fremst, en leggur ekki mat á deilumálin né af- leiðingar þeirra. Þó er auðsætt að eftirmálin urðu bæði langvinn og víð- tæk. Tryggvi Þórhallsson yfirgaf Framsóknai’flokkinn og féll í kosn- ingum þrem árum síðar. Jónas Jóns- son, umdeildasti maðurinn í stjórn- inni, hvarf úr ráðherrastóli ári síðar og gegndi ekki framar ráðherra- stöðu. Héðinn Valdimarsson gekk síðar á áratugnum til fylgis við kommúnista sem þágu liðstyrk hans en stjökuðu honum samstundis út af borðinu. Jónas var eftir sem áður áhrifa- mestur framsóknannanna - utan þings! Formaður varð hann 1934; Það ár voru og Alþingiskosningar. I ríkisstjórn framsóknarmanna og jafnaðarmanna, sem mynduð var að þeim loknum, »stjórn hinna vinnandi stétta«, hefði hann því - venju sam- kvæmt - átt að verða forsætisráð- herra. En það gat ekki orðið. Honum var haldið utan stjórnar, meðal ann- ars fyrir áhrif Héðins Valdimarsson- ar. Hermann og Eysteinn, nýir menn á þingi, hófust til forystu í þingflokknum. Og af sjálfu leiddi að Héðinn mátti ekki heldur verða ráð- herra. Þingrofið 1931 varpaði þannig skugga á landsmálin áratuginn á enda. Og raunar lengur eða allt til vors 1944 þegar Jónas var felldur frá formennsku en Hermann kom sér fyrir í sæti hans. Auðvitað má deila um hverjar hafi orðið beinar eða óbeinai- afleiðingar þingrofsins. Höfundur sparar sér þvílíkar vangaveltur; rekur aðeins staðreyndir málsins en lætur lesand- anum eftir að draga sínar ályktanir. En eitt er víst: Sá sem horfir fram- hjá þingrofinu 1931 mun seint átta sig á mönnum og málefnum ís- lenskra stjórnmála á þessum mestu umbrotatímum aldarinnar, árum kreppu og heimsstyrjaldar. Erlendur Jónsson Orsakir og afleið- ingar þingrofs Haraldur Matthíasson SUMARBÚÐIR SKÁTA ÚLFLIÓTSVATINI f VIKU ÚTILÍFS- OG ÆVINTÝRANÁMSKEIÐ ðLmSSS Innritun er hafin fyrir 6-16 ára í Skátahúsinu Snorrabraut 60 í síma 562 1390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.