Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 47 GUÐBJORG ROSA GUÐJÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 3. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóns- son, fisksali, og Þuríður Guðfinna Sigurðardóttir. Bræður Rósu voru Sigurjón, Anton og Pétur, allir látnir. Hálfbræður hennar sammæðra voru Erlingur og Kjartan Ólafssynir, báðir látnir, og hálfsystur samfeðra Gyða, látin, og Ásta Guðjónsdætur. Hinn 1. janúar 1949 giftist Rósa Guðmundi Vernharði Lárussyni, hann lést 5. ágúst 1985, og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Sigurlaug Guðfinna, gift Jóni Valgeiri Guðmundssyni og eignuðust þau Qögur börn, eitt þeirra er látið, og eitt barnabam. 2) Guðjón Haf- steinn, kvæntur Valgerði Ingu Hauksdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- börn. 3) Guðbjörg Anna, gift Ulf Bjernstál og eign- uðust þau þrjú börn, eitt þeirra er látið. 4) Lára, gift Jóni Albert Sigur- björnssyni og eiga þau þrjú böm. 5) Þuríður Bryndís, gift Heimi Guðbjörnssyni og eiga þau þrjú börn. Guðmundur og Rósa bjuggu lengst af á Réttarholtsvegi 73, en eftir lát Guðmundar flutti hún á Skúlagötu 40. títför Rósu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. vinnusemi réðu ríkjum. Hún var alltaf til staðar að vinna hin dag- legu verk, og einu launin sem hún þáði voru vitneskjan um að fólkið hennar og gróðurinn hafði fengið þá umhyggju sem var í hennar valdi að veita. Hennar síðasta verkefni í þessu lífi var erfitt, en hún tók því með þrautseigju og æðruleysi eins og öllu öðru, og j naut við það umhyggju Nonna og barnanna sem endurspeglaði hennar eigin sál. Megi Guð gefa þeim styrk við þennan mikla missi, með minningunni um ein- staka konu sem þeim og okkur var gefin til samferðar um góða stund. Áslaug Haraldsdóttir. Elsku amma! Eg á margar góðar minningar 1 um stundir sem við áttum saman. Eg fór oft með þér og afa í sveitina og alltaf höfðum við það skemmti- legt. Mér þótti gaman að vera í girðingavinnu með ykkur, reka kindurnar af túninu og hjálpa til í garðinum þínum. En skemmtileg- ast þótti mér að spila við þig. Þú kenndir mér svo mörg spil t.d. Isvarta pétur, olsen olsen og marí- as, sem við spiluðum svo mikið saman meira segja þegar þú varðst orðin mikið lasin. Mér þótti líka gaman að koma í heimsókn til þín og afa. Stundum fónim við í gönguferðir niður í Laugardal í Húsdýragarðinn eða fórum í strætó niður á Tjörn að gefa öndunum brauð. Mér þótti gaman þegar þú pass- aðir mig og sérstaklega þegar ég | fékk að gista hjá ykkur afa. Þú varst alltaf svo dugleg að elda góð- | an mat handa mér og bakaðir bestu pönnukökur í heimi. Nú ertu farin til guðs og þar líð- ur þér vel og ert hætt að vera lasin. Þinn Kjartan. í dag er kvödd hinstu kveðju kona sem var okkur afar kær. Við kynntumst Rósu fyrir um það bil 10 árum er Páll sonur okkar hóf sambúð með Elínu dóttur hennar. Strax við fyrstu kynni sáum við hversu mikla mannkosti hún hafði að bera. Hún var góðum gáfum gædd og ávallt létt í lund. Heiðar- leiki, trúmennska og hreinskilni voru einkennandi í fari hennar. Alltaf kom hún til dyranna eins og hún var klædd. Fjölskylduböndin voru henni dýrmæt og í ömmuhlutverkinu lega gaman af að rifja upp gamla tíma og var mjög minnugur á slíkt. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til afa og var ávallt spennandi að sjá hvaða góðgæti leyndist í nammiknisinni hans, en þær voru margar og fjölbreytilegar í gegn- um árin. Alltaf var boðið upp „á mola“, ýmist tvo, þrjá eða fleiri. Ef svo illilega vildi til að krúsin væri tóm þá var alltaf til nóg af góm- sætum kandís. Oftar en ekki spil- uðum við afi Kassínu sem hann kenndi mér, eða tókum skák. Aldrei hef ég verið mikill skák- maður en afi kenndi mér mann- ganginn og í þau skipti sem ég tefldi var það yfirleitt við afa. Að- | eins einu sinni á lífsleiðinni tókst mér að vinna hann og var það á sl. ári og þvílík gleði. I mínum huga hafði ég lagt þann besta, háleitu markmiði var náð. Síðasta skákin okkar var tefld á nýliðnum pásk- um, og þá mátaði sá gamli mig, nema hvað! Þessa páska sá ég þig í síðasta sinn, á skýlinu í Víkinni, ásamt Björg Maríu og Tinnu Björg. Það var yndislegt að fá að | sjá þig og Tinnu Björg leika saman og ná að festa það á myndband. Þú varst mjög stoltur og heillaður af ! henni og hún lék á als oddi hjá þér og stafnum þínum. Hún fann greinilega þá hlýju og gleði sem þú naut hún sín til fulls. Þótt hún sé horfin okkur í bili þá erum við fullviss um að hún sleppir ekki hendinni af barnabörnum sínum, sem voru líf hennar og yndi og vafalaust mun hún fylgjast vel með þeim og vaka yfir velferð þeirra. Rósa var mikil húsmóðir og minnisstæð eru okkur öll afmæl- isboðin, þar sem hún kom fær- andi hendi með dýrindis tertur og einstaklega góðar rjómapönnu- kökur. Okkur hjónunum er nú efst í huga innilegt þakklæti til Rósu og Jóns fyrir alla þá umhyggju og góðmennsku sem þau hafa sýnt Palla syni okkar frá fyrstu kynn- um. Það má sannarlega segja að þau hafi reynst honum sem bestu foreldrar og vinir. Sem dæmi um dekur Rósu við Palla má nefna að hún gerði sér lítið fyrir í jólaboð- unum sem hún hélt, að elda kalkún sérstaklega fyrir Palla; sem er uppáhaldsmatur hans. I hádeginu á hverjum degi var alltaf opið hús í Álfheimunum og bornar fram alls kyns kræsingar fyrir gesti og gangandi og naut Palli óspart þessarar gestrisni Rósu. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar Rósa greindist með ill- kynja sjúkdóm íyrir um ári. Hún meðtók þær fréttir með sinni hæversku ró og stillingu. Maður hreifst af dugnaði hennar og kjarki í baráttunni þetta síðasta ár. En dauðinn getur verið líkn- samur þegar lífskrafturinn er hoi’finn. Eilífur friður og ró mun áfram umvefja hana á þeirri leið sem nú er framundan. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti, samúð og söknuður. Þakklæti til Rósu íyrir samfylgdina og allt sem hún hefur gert fyrir fjölskylduna og barna- börnin. Samúð til hennar nánustu sem hafa misst svo mikið, því sam- hentari fjölskylda er vandfundin. Guð gefi Jóni eiginmanni hennar sem ekki hefur yfirgefið sjúkrabeð konu sinnar og börnunum sem um- vafið hafa móður sína ástúð og um- hyggju, styrk í þessari miklu sorg. Minningin um yndislega konu lifir í hjörtum okkar. Við munum sárt sakna hennar. Við þðkkum samfylgd á lífsins leið. Þar lýsandi stjömur skína. Og birtan himneska björt og heið. Hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið. Og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Ingibjörg og Kjartan. veittir okkur alltaf og var hún mjög lánsöm að fá að kynnast þér, áður en þú kvaddir. Fyrir hana, þegar hún vex úr grasi, og okkur er það alveg ómetanlegt að eiga um þessar síðustu stundir okkar svona ljóslifandi minningu. Oft er endað á lófaklappi. Það er viðeigandi að þessar minningar mínar endi á lófataki okkar. Það var alltaf svo gaman þegar þú klappaðir. Þitt sérstaka og mjög svo eftirtektarverða lófatak þar sem þú skelltir lófanum á handar- bakið. Þetta fannst okkur krökk- unum alltaf svo sniðugt og hermd- um gjarnan eftir og gerum enn. Lófatakið þitt var eitt af þínum sterku einkennum og það mun lifa um ókomna framtíð. Elsku afi, ég kveð þig með mikl- um söknuði en það veitir mér styrk að vita af því að þar sem þú ert núna líður þér vel og ert með ömmu þér við hlið. Guð veri með ykkur báðum. Minningin um ykk- ur mun lifa í hjarta mér um ókomna framtíð. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Þinn Gunnar Magnús. Elsku mamma. Þegar komið er að kveðjustund svo óvænt sem nú, er hugurinn fullur af minningum og söknuði. Ekki datt mér í hug þegar við systurnar komum til þín á mánudaginn að þetta yrði okkar síðasta samverustund. Eg veit að Pabbi og barnabörnin tvö, Fríða Rós og Jói, hafa tekið vel á móti þér. Eg þakka þér allt. Guð geymi þig elsku mamma. Nú er sál þín rós í rósagarði Drottins kysst af englum, döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir, aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnh. Pála Ófeigsdóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þuríður Bryndís (Lilla). Fyrir liðlega þrjátíu árum kom ég ungur og feiminn stráklingur inn á heimilið á Réttarholtsvegi 73. Ekki duldist neinum spenningurinn hjá Rósu að sjá strákinn sem dóttir hennar var farin að vera með. Það þarf ekki að orðlengja það að ég var strax tekinn sem einn af fjöl- skyldunni og hef verið það síðan. Þegar við Silla byrjuðum að búa og fórum að eignast börn, var heimilið á Réttarholtsveginum einn af föst- um punktum í lífi fjölskyldunnar og alltaf var auðsótt mál að fá pössun fyrir bömin hvort sem um var að ræða lengri eða skemmri tíma. Sér- staklega þótti elstu börnunum gam- an að koma í matinn á Réttarholts- veginum ef afi hafði eldað kjötsúpu og amma söng eða jóðlaði fyrir þau. Ekki leiddist yngri dótturinni held- ur þegar hún fékk að punta sig með gersemunum í skartgripaskúffu ömmu sinnar. Aðeins sextán ára gömul fékk Rósa berkla og dvaldist á Vífilsstöð- um um tveggja ára skeið. Stuttu síðar kynntist hún mannsefninu sínu, Guðmundi Lárussyni frá Krossnesi í Gmndarfirði. Eignuðust þau fimm börn og era barnabörnin orðin sextán og fjögur bamabama- börn. Rósa hefur mátt sjá á eftir tveimur bamabarna sinna yfir móð- una miklu og reyndist það að vonum þung þraut. Rósa átti við hjarta- sjúkdóm að stríða, en aðeins fjöra- tíu og átta ára fékk hún hjartaáfall og aftur nokkram áram síðar. Síðan átti hún við meiri og minni van- heilsu að stríða. Eftir andlát Guð- mundar varð mikið tómarúm í lífí Rósu, ekki síst eftir að hún flutti í nýja íbúð á Skúlagötu 40. Fljótlega kynntist hún þar miklum prýðis manni, Jóhannesi Leifssyni, og var þá eins og líf hennar öðlaðist tilgang að nýju. Hefur hann verið henni hinn besti félagi og vinur. Með hon- um hefur hún farið nokkrar ferðir til Spánai- og Kanaríeyja. Viljum við hjónin þakka Jóhannesi fyrir ein- staklega góð og Ijúf kynni á undan- fórnum áram. Elsku Rósa, hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu þína. Jón Valgeir Guðmundsson. I dag kveðjum við ömmu okkar 70 ára að aldri. Það tekur nokkum tíma að átta sig á að það sé komið að hinstu kveðjustund, þegar í hlut á kona á góðum aldri. Amma varð ekkja þegar afi okkar dó fyrir fjórt- án árum. Amma var ávallt kát og hress og er okkur minnisstætt þegar hún kom heim frá Spáni og kenndi okkur Lambada dansinn heima í stöfu. Við hlógum mikið og segja má að við höfum lært að dansa hjá ömmu. Amma hafði sérstaka ánægju af fallegum fötum og héldum við stundum fyrir hana tískusýningar í fötunum hennar. Amma var alltaf gestrisin og þótti henni alltaf ákaf- lega leiðinlegt ef hún átti ekkert góð- gæti handa okkur þegar við heim- sóttum hana. Eftir að amma flutti af Réttarholtsveginum niður á Skúla- götu, kynntist hún Jóhannesi Leifs- syni og reyndist hann henni hinn besti félagi og vinur. Þau ferðuðust saman nokkrar ferðir til útlanda, sem reyndust henni minnisstæðar. Á kveðjustund sem þessari horíh- mað- ur yfir veginn með þakklæti og hlýju og við biðjum góðan Guð að blessa minningu Rósu ömmu. Hulda og Lilja Jónsdætur. Þegar maður missir einhvem ná- kominn sér fyllist maður sorg og söknuði. En þegar maður lítur til baka fyllist maður af hugljúfum minningum um góða ömmu. Elsku amma. Nú er Guð búinn að taka þig frá okkur og þú ert komin á stað þar sem ég veit að þér líður vel. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar skrifa á kveðjuorð til þín, era allar fallegu og góðu minningarnar á Réttarholtsveginum. Þú áttir svo mikið af fötum og skarti. Og það var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn því þá gat maður puntað sig alla upp eins og prinsessu, og ef það er eitthvað sem við áttum sameigin- legt var það skófíknin og tónlist. Það var oft svo gott að geta sagt „amma á fleiri skó en ég“ og svo hló maður. Ofarlega er líka alltaf minn- ingin um Lambada-dansinn, þegar ég kom í heimsókn ásamt frænkum mínum Huldu og Lilju nýkomin af Lambada-námskeiði og með nýja plötu. Þessi tónlist fannst þér alveg frábær og þú tókst heldur betur létta sveiflu fyrir okkur og við velt- umst um af hlátri, og þama stóðum við allar inni í stofu að dansa Lambada, það var heldur betur fjör hjá okkur. Þegar þú fluttir af Rétt- arholtsveginum breyttistu mikið, þú kynntist góðum vinum og var einn af þeim Jói. Þú og Jói vorað miklir vinir, ferðuðust víða saman og man ég oft þegar þú spurðir mig hvort ég væri ekki duleg að elda fyrir Villa minn eins og þú gerðir alltaf fyrir Jóa og var gaman að sjá hvað þú blómstraðir. Minningarnar um þig era svo ótal margar og kemur svo margt upp í hugann. Mig langar að þakka Jóa fyrir allt sem hann gerði fyrir ömmu mína. Nú ertu flogin frá oss falleg er minning mín. Ommu ég sendi minn síðasta koss Svo innilega til þín. Elsku amma, minningin lifir um þig. Takk fyrir allt. Þín Fríða Rut. Kveðja til ömmu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þakka fyrir hlýjar og góðar stundir með þér og það var gaman að hafa þig nálægt mér, þakka guði fyrir að hafa kynnst þér, elsku amma mín. Kveðja, ívar. Elsku amma mín er dáin. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt. Ég man hvað mér þótti gaman að sitja í fanginu á ömmu, þegar hún var að passa mig, og hlusta á hana syngja fyirr mig lag um ömmu sem sat uppá þaki á brennandi húsi og spil- aði og söng. Ekki var síður skemmtilegt að gramsa aðeins í skartgripaskúffunni hennar og prófa þá helst allt í einu. Sömu sögu má segja um hattana og hanskana sem alltaf var jafn gaman að máta. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar og öll skipt- in sem ég fékk að koma til þín. Þín dótturdóttir, Anna Fríða Jónsdóttir. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsL Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. !S S.HELGASON HF I STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KOP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.