Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MULA leikfangið sem IKEA- verslunarkeðjan innkallar um þessar mundir. Þeir sem keypt hafa Icikfangið skila kúlunni sem er á toppi leikfangsins og fá teningslaga hlut í staðinn. Ikea innkall- ar leikfang FRETTIR Síðasti ríkisráðsfundur Þorsteins Pálssonar Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ var enginn fortíðartregi yfír þeim Guðmundi Bjarnasyni og Þorsteini Pálssyni, sem komu sem ráðherrar til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær, en fóru þaðan sem fyrrverandi ráðherrar. IKEA- verslunarkeðjan hefur ákveð- ið að innkalla leikfang af gerðinni Mula eftir að fimm ára drengur kafnaði þegar hlutur úr því festist í hálsi hans og lokaði öndunarvegin- um. Leikfangið er innkallað á mörk- uðum um allan heim, meðal annars á íslandi en á fjórða hundrað leikfong af þessu tagi hafa verið seld hér á landi frá þvi það kom á markað árið 1997. Leikfangið samræmist Evr- ópustaðlinum IST-EN 71 um öryggi leikfanga en olli samt sem áður slíku óhappi. Samkvæmt upplýsingum frá Löggildingarstofu verður staðallinn mjög líklega endurskoðaður í kjölfar þessa atburðar. I rannsókn IKEA á slysinu kom í ljós að efsti hluti leikfangsins, sem er kúlulaga, getur valdið köfnun. Sam- kvæmt IST-EN 71 staðlinum eru settar fram kröfur í sambandi við litla hluti á leikfóngum sem ætlaðir eru bömum innan þriggja ára. Hlut- imir eru prófaðir með pípu sem er 31,7 mm að þvermáli, en það sam- svarar þvermáli öndunarvegs bams frá barkakýli að lungum. Hluturinn sem olli slysinu var hins vegar 37 mm í þvermál. Að sögn Bimu Hreið- arsdóttur deildarstjóra markaðs- gæsludeildar hjá Löggildingarstofu kom í ljós í könnun sem stofan gerði seint á síðasta ári að um 98% leik- fanga vom með CE-merkingu en leikfóng sem uppfylla kröfur um ör- yggi hér á landi bera slíkt merki. „Það hefur komið í ljós að þrátt fyrir staðalinn er þetta leikfang ekki ömggt og því er staðallinn ekki full- kominn. Næsta skref er að breyta staðlinum og þá þannig að kúlulaga hlutir verða að vera stærri en 37 mm. Það hefur komið í ljós að ef hluturinn er ferkantaður þá er stærð samkvæmt staðlinum í lagi,“ sagði Bima. Að hennar sögn fylgja lang- flestir leikfangaframleiðendur IST- EN 71 leikfangastaðlinum og það heyri til undantekninga að CE- merktar vörar séu ekki öraggar. Fólk skili hlutnum í næstu IKEA- verslun IKEA hefur gripið til þess ráðs að biðja alla sem keypt hafa þetta Mula leikfang að skila efsta hluta þess, en hann er rauður og kúlulaga inn í næstu IKEA- verslun. Viðkomandi fær þá afhentan nýjan hlut, sem er teningslaga, í stað hans. í frétt frá IKEA segir ennfremur að fyrirtækið telji að nauðsynlegt sé að endur- skoða staðalinn þar sem hann sé ófullnægjandi. í fréttinni segir um niðurstöðu rannsóknar á slysinu: „Kúlulaga hlut- ir sem era of stórir til að komast ofan í barkann geta sem hægast orðið fast- ir í kokinu ef bamið dregur snöggt að sér andann og þar með lokað fyrir loftstreymi í gegnum nef og munn. Eðlileg viðbrögð bamsins era þau að hósta og kúgast. Við þetta getur háls- inn dregist saman, utan um hlutinn, svo að hann situr enn fastar en áður. Kúlulaga hlutir sem era undir 45 mm að þvermáli era hættulegir öllum bömum, sama á hvaða aldri þau eru, því þeir geta valdið köfnun.“ Endur- minninga- skrif ekki í augsýn ÞORSTEINN Pálsson og Guð- mundur Bjarnason voru í gær leystir frá ráðherrastörfum af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum. Þeir Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra skipta störfum þeira á milli sín þar til ný stjórn verður mynduð. „Ætli maður verði ekki að læra að hegða sér eins og maður,“ sagði Þorsteinn Pálsson með glettnis- bros á vör í samtali við Morgun- blaðið, er hann var spurður hver munurínn væri á að hverfa frá ráðherrastól og pólitískum störf- um yfir á vettvang sendiherra. Hann sagði að ekki væri endan- lega ákveðið hvenær hann færi til London, þar sem haim tekur við embætti sendiherra íslands, en það yrði fyrrihluta júm'. Þorsteinn sagðist enn ekki hafa haft tíma til að búa sig undir hið nýja starf, en til þess gæfist von- andi tími. Um það hver sá undir- búningur yrði svaraði hann aðeins af gáska að hann hlyti að þurfa að læra góða siði, en kviði því ekki að hverfa af hinu pólitíska sviði yfir á hið ópólitíska, sem felst í starfi sendiherra. „Nei, ég hef ekki Ieitt hugann að endurminningaskrifum," fullyrti Þorsteinn og fannst spurningin greinilega út í hött. „Mér finnst ég enn alltof ungur til þess,“ sló hann föstu. Þorsteinn var kjörínn á þing 1983 og var formaður Sjálfstæðis- flokksins 1983-1991. Þorsteinn varð Qármálaráðherra 1985 og sfðan forsætisráðherra 1987-1988. Auk þess hefur hann gegnt emb- ætti iðnaðarráðherra, en siðan 1991 hefur hann gegnt þeim ráð- herraembættum, sem hann lætur nú af. Sfðasta embættisverk Þorsteins var að leysa konu undan fslenskum ríkisborgararétti. „Mér finnst nokkuð sérstakt að enda ráðherra- feril minn á þessu og það vekur blendnar tilfinningar," segir Þor- steinn. „Embættismenn mínir segja mér að þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt hafi verið gert.“ Makar ráðherranna biðu annars staðar í húsinu eftir að ríkisráðs- fundi lyki; konurnar allar í ljósum sumarfötum, eini karlmaðurinn f hópnum, Haraldur Sturlaugsson, eiginmaður Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra, sá eini dökkklæddi f hópnum. Eftir ríkisráðsfundinn settust ráðherramir og makar þeirra að snæðingi. Á borðum var andalifr- arkæfa með rifsberjasósu, heilag- fiski með humarsósu og súkkulaði- kaka og vanilluís. Með þessu var drukkið Chardonnay-hvítvín. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Íslandssíma EYÞÓR Arnalds hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma hf. Stjóm fýrirtækisins var einhuga um ráðninguna en auk framkvæmda- stjórans er nú unnið að því að ráða fleiri starfsmenn. Íslandssími hf. hyggst hasla sér völl á sviði síma- þjónustu og gagnaflutninga. Islandssími hf. var stofnaður á síðasta ári og ný- lega var hlutaféð aukið. Meðal stórra hluthafa era Hof og Burðarás en Páll Kr. Pálsson er stjórnarformaður fýrirtækisins. Ey- þór Amalds hefúr sagt upp starfi sínu sem þróunar- stjóri hjá OZ þar sem hann hefur starfað síðustu fjögur árin. Þá er hann varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og kveðst hann ætla að draga sig smám saman út úr stjórn- málunum. „Það er spennandi tækifæri að fá að koma að nýju fjarskiptafyrirtæki og byggja það upp,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við Morgunblaðið í gær. Eyþór kveðst ætla að draga sig út úr borgarmálunum smám saman, hætta að sækja borgar- stjórnarfundi og draga sig smám saman úr nefndum sem hann hefur setið í, í samráði við oddvita sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, Ingu Jónu Þórðardóttur. „Verkefni sem þetta krefst óskiptrar athygli og þess vegna verða Oz og borgarmálin að bíða um sinn,“ sagði Eyþór ennfremur. „Það er ekki hægt að ætlast til annars en að menn sinni óskiptir svo krefjandi uppbyggingarverkefni. Næstu vikur fara í að byggja upp öflugan hóp starfsmanna hjá Íslandssíma og ger- um við ráð fyrir að kynna í lok mán- aðarins í hverju þjónusta íslands- síma verður einkum fólgin en auk gagnaflutnings verður það einnig þjónusta á sviði hins almenna síma- kerfis," segir Eyþór Arnalds að lok- um. Finnur þú ódýrari fargjöld í sumar? London Kaupmannahöfn Madrid Gautaborg Berlín Verð frá 19.880 kr. ffiSToí° Samvinnuferðir Landsýn Á verðl fyrlr þig! — Þórður Sverrisson, framkvæmda stjóri hjá Eimskipi, um bréf Torricellis Vekur upp spurn- ingar um tilgang þingmannsins ÞÓRÐUR Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skipafélags íslands, segir það at- hyglisvert að bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Robert Torricelli skuli skrifa dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna bréf vegna dóms í máli skipafélaganna Eimskips og Van Ommeren gegn bandaríska hemum vegna flutn- inga fyrir vamarliðið í Keflavík. Það veki upp spurningar hvers vegna öldungadeildarþingmaður skrifi bréf sem þetta, og hvemig tengsl hans era við þau fyrirtæki sem hafa keppt við Eimskip um flutningana. í bréfinu fer Torricelli fram á það að bandaríska dómsmálaráðu- neytið áfirýi þeim úrskurði að ákvörðun Bandaríkjahers um að ganga að tilboðum Atlantssldpa í Garðabæ og TransAtlantic Lines samræmist ekki bandarískum lög- um. „Torricelli er öldungadeildar- þingmaður fyrir New Jersey. Við höfum átt í deilu við bandaríska herinn og Transatlantic-fýrirtæk- in, en ráðandi eignarhluti í þeim er í eigu bandaríska skipafélags- ins American Automar Inc. sem starfrækt er í norðum'kjum Bandaríkjanna. Automar á líka helminginn í íslenska fyrirtækinu Atlantsskip,“ segir Þórður. Hann segir að spurning vakni einnig um það hvað fái bandarísk- an öldundgadeildarþingmann til að setja sig inn í þetta mál, og jafnframt hvaða önnur afskipti hann hafi haft af málinu á liðnum mánuðum. Má höfða mál vegna milli- rfkjasamnings Þungamiðjan í bréfi Torricelli til Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, snýr að þeirri staðhæfingu hans að forseti og utanríkisráðherra geti ekki mótað og framfylgt utanríkis- stefnu landsins hafi alríkisdómar- ar rétt til að úrskurða um rétt- mæti hennar og telur Torricelli dóminn geta haft mikil áhrif á stefnu landsins í utanríkis- og hemaðarmálum. í dómnum, sem kveðinn var upp 3. febrúar síðastliðinn, segir að hnekkja beri þeirri ákvörðun Bandaríkjahers að ganga að til- boðum TransAtlantic Lines og Atlantsskipa, þar sem það sam- ræmist ekki lögum og bjóða beri flutningana út að nýju. I dómnum var sérstaklega um það fjallað hvort einkaaðilar geti höfðað mál gegn bandaríska ríkinu vegna milliríkjasamninga, í þessu tilviki vegna meintra brota á varnar- samningnum. Niðurstaða dómara var sú að svo væri og vísaði hann þar til fýrri málaferla af svipuðu tagi, þ.e. Rainbow Navigation gegn Bandaríkjaher. Staðan í sjóflutningum fyrir Varnarliðið nú er sú að skila á til- boðum í flutningana 18. maí næst- komandi. Kemur á óvart Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að það komi sér veru- lega á óvart að þingmenn í Banda- ríkjunum segi dómuram hvemig þeir eigi að starfa. Auk Eimskips ætla Samskip að bjóða í flutning- ana. „Okkar afstaða til þessa máls hefur verið afar einfóld. Við höf- um boðið í flutningana, fengið þá af og til og misst þá. Við munum bjóða í þetta aftur núna og sjá hvað gerist,“ segir Ólafur. Eyþór Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.