Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 19.05.1999, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Byssumað- ur finnst látinn Lúxemborg. AFP. ÞÝZKUR byssumaður, sem hafði verið á flótta undan þýzku og frönsku lögreglunni frá því um helgina, sakaður um að hafa skotið fimm manns til bana, fannst látinn í Lúxemborg í gær, að því er emb- ættismenn í Lúx- emborg greindu fi-á. Mun hann hafa framið sjálfs- morð. Samkvæmt upplýsingum sak- sóknaraskrifstof- unnar í Lúxem- borg fannst mað- urinn, Gunter Hermann Ewen, andaður á hótelherbergi í Strassen, einu úthverfa Lúxemborgar. I tvo sólarhringa höfðu herskarar lög- reglumanna kembt í gegn um skógi vaxið landsvæði á mótum Þýzka- lands, Frakklands og Lúxemborgar í leit að Ewen, sem talinn er hafa skotið fjóra aðfaranótt sunnudags í bænum Dillingen í Saarlandi. Að því loknu hafi hann ekið yfir landa- mærin til Frakklands og skotið þar, í bænum Sierck-les-Bains, einn til viðbótar. Hann flúði í stolnum bíl, sem fannst yfirgefinn við Montenach, þrjá km frá Sierck-les-Bains, en af því ályktaði lögreglan að Ewen væri enn þar á svæðinu. Talsmaður saksóknara í Saar- briicken, höfuðborg Saarlands, sagði líkur benda til að ástæðu morðanna væri að leita í hefndar- fýsn. Einn þeirra sem Ewen skaut fyrst var Frakki, sem hafði af og til starfað sem uppljóstrari iyrir lög- regluna. Mun hann hafa ljóstrað því upp, að Ewen hefði staðið á bak við röð innbrota á síðasta ári. Giinter Her- mann Ewen. Stuðningur við Sergej Stepashín eykst Ovissa um heilsu Borísar Jeltsíns Stepashín varar þingmenn við Moskvu. Reuters, AFP. ÝMISLEGT þótti benda til þess í gær að dúman, neðri deild rússneska þingsins, myndi samþykkja tilnefn- ingu Sergejs Stepashíns í embætti forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Óvissa var um heilsu Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta sem mætti ekki á fund með for- sætisráðherra Spánar sem ráðgerð- ur var í gær. Talsmaður spænsku stjómarinnar sagði að Jeltsín væri með lungnakvef en það var ekki staðfest í Kreml. Jeltsín olli miklu uppnámi í dúmunni þegar hann vék Jevgení Prímakov úr embætti forsætisráð- herra og tilnefndi Stepashín í emb- ættið í vikunni sem leið. Andstæð- ingar Jeltsíns urðu ókvæða við brott- vikninguna og hótuðu að hafna Stepashín þótt það yrði til þess að Jeltsín fengi vald til að leysa upp þingið og boða til kosninga innan þriggja mánaða. Dregið hefur þó úr ólgunni eftir að dúman hafnaði tillögu um að Jeltsín yrði ákærður til embættismissis. Stepashín ræddi í gær við forystu- menn nokkurra þingflokka, sem eru taldir líklegir til að samþykkja til- nefninguna til að afstýra því að þing- ið verði leyst upp. Forsætisráðherra- efnið hefur tryggt sér stuðning mið- flokks Níkolajs Ryzhkovs (NDR) og talið er að flokkur þjóðemissinnans Vladímírs Zhírínovskís og frjálslynd- Reuters Sergej Stepashín. ir þingmenn samþykki einnig til- nefninguna. Kommúnistar og bandamenn þeirra, stærsta fylkingin í dúmunni, höfðu hins vegar ekki kynnt afstöðu sína í málinu í gær. Níkolaj Kharít- onov, leiðtogi Bændaflokksins, sem er hallur undir kommúnista, sagði þó að miklar líkur væru á því að tilnefn- ingin yrði samþykkt. „Hann ræddi öll þau mál sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Kharít- onov eftir fund með Stepashín. Ryzhkov kvaðst telja að margir þingmenn styddu Stepashín til að koma í veg fyrir pólitíska óvissu í landinu og Vladímír Lúkin, einn af forystumönnum fijálslynda flokksins Jabloko, tók í sama streng. Stepashín hótar dúmunni uppgjöri Stepashín varaði rússnesku þing- mennina við því að hann myndi krefjast atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að dúman lýsti yfir trausti á stjórninni ef þingið hafnaði lögum, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitti sér fyrir í viðræðum um frek- ari lán til Rússa. Verði slík trauststillaga felld fær forsetinn viku frest til að víkja stjóminni frá eða leysa þingið upp og boða til kosninga innan þriggja mánaða. Stepashín ávarpaði efri deild þingsins í fyrradag og hét því að skera upp herör gegn glæpum og spillingu í landinu. Hann lagði enn- fremur áherslu á mikilvægi þess að tryggja Rússum ný lán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Jeltsín með lungnakvef? Talsmaður spænsku stjómarinnar sagði í gær að Jeltsín hefði ekki mætt á fund með Jose Maria Aznar, forsæt- isráðherra Spánar, sem er í Moskvu, en rætt við hann í síma. „Forsetinn á við veikindi að stríða. Hann er með lungnakvef og er í rúminu.“ Fjölmiðlafulltrúi Jeltsíns, Dmitrí Jakúshín, vildi þó hvorki játa þessu né neita í samtali við fréttaritara Reuters. Rússneska fréttastofan Interfax sagði hins vegar að Jakús- hín hefði neitað því að forsetinn væri með lungnakvef. Fjölmiðlafulltrúinn sagði að Jeltsín væri í bústað sínum nálægt Moskvu og neitaði því að forsetinn hefði átt að eiga fund með spænska forsætisráðherranum. Spænskir embættismenn sögðu hins vegar að gert hefði verið ráð fyrir því að Azn- ar ræddi við Jeltsín. Ólga í Kongressflokknum vegna afsagnar Gandhi Nýju-Delhí. Reuters. SU ákvörðun Soniu Gandhi að segja af sér sem leiðtogi Kongressflokksins á Indlandi hefur valdið miklu uppnámi innan flokksins og fjórir af forystumönnum hans sögðust í gær ætla að láta af embættum sínum ef hún yrði ekki forsætis- ráðhemaefni flokksins í kosningunum í septem- ber. Fjórir aðalráðherrar indverskra ríkja, sem eru undir stjóm Kongressflokksins, afhentu Gandhi afsagnarbréf og sögðust ekki sjá neinn tilgang í því að halda embættum sínum ef hún færi ekki fyrir flokknum í þingkosningunum. Sonia Gandhi, sem fæddist á Ítalíu og er ekkja Rajivs Gandhis, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér á mánudag eftir að þrír af forystu- mönnum flokksins höfðu fuUyrt að hún væri ekki fær um að stjórna landinu vegna erlends upp- runa síns og reynsluleysis. Þeir skoruðu því á hana að draga sig í hlé. Einn þremenninganna, Sharad Pawar, fyrr- verandi vamarmálaráðherra, kvaðst í gær standa við áskorunina og aðeins hafa „hagsmuni þjóðarinnar" að leiðarljósi. Hundmð stuðningsmanna Kongressflokksins söfnuðust saman við hús Gandhi í Nýju-Delhí til að krefjast þess að afsögn hennar yrði hafnað og þremenningunum refsað. „Sláið svikarana með ilskóm... Kongressflokkur án Soniu er enginn Kongressflokkur,“ hrópuðu þeir. 20 félagar í ungliðahreyfingu flokksins hófu einnig mótmælasvelti í von um að fá Gandhi til að falla frá ákvörðun sinni. Afsögnin sögð kænskubragð Gandhi lifði í nær algjörri einangran þar til hún féllst á að taka við formennsku í Kongress- flokknum í fyrra, sjö áram eftir að eiginmaður hennar var myrtur. Hún hefur sætt harðri gagn- rýni andstæðinga Kongressflokksins vegna er- lends upprana síns og reynsluleysis frá því í síð- asta mánuði þegar stjómarandstaðan varð stjóm Atals Beharis Vajpayees að falli í at- AP STUÐNINGSMENN Soniu Gandhi, sem sagt hefur af sér sem leiðtogi Kongressflokksins, sameinuðust í Bombay í gær, þar sem þeir hrópuðu lofsyrði í garð hennar og kröfðust þess að hún drægi afsögn sína til baka. kvæðagreiðslu á þinginu. Tilraunir hennar til að mynda nýja stjórn fóra út um þúfur og boða varð því til þriðju þingkosninganna á Indlandi á þremur áram. Sérfræðingar í indverskum stjómmálum lýstu afsögninni sem kænskubragði af hálfu Gandhi, sem er sögð vilja veikja uppreisnarmennina inn- an flokksins og stuðla að því að deilan um þjóð- emi hennar verði útkljáð fyrir kosningamar í september. „Þetta er úthugsaður sjónleikur milli hennar og stuðningsmanna hennar,“ sagði stjómmálaskýrandinn Pran Chopra. „Þeir gráta og hún kemur aftur. Þetta styrkir stöðu hennar frekar meðal dyggustu stuðningsmanna flokks- ins.“ Hætta á klofningi Margir telja þó að Gandhi hafi tekið mikla áhættu með þessu útspili og vara við því að deil- an um þjóðemi hennar geti orðið til þess að Kon- gressflokkurinn klofni. Indverskt dagblað skýrði frá því að uppreisnarmennirnir þrír, undir for- ystu Pawars, hygðust stofna nýjan flokk, Þjóð- ernissinnaða Kongressflokkinn. Pawar er talinn eiga heiðurinn af sigri Kon- gressflokksins í heimaríki hans, Maharashtra, í kosningunum á síðasta ári. Flokkurinn fékk þar 33 þingsæti, sem er tæpur fjórðungur allra þing- sæta flokksins. „Ég hygg að þetta séu mjög slæm tíðindi fyrir Kongressflokkinn, hún tók ranga ákvörðun,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Prem Shankar Jha um afsögn Gandhi. „Þeir sem eyðileggja Kon- gressflokkinn í Maharashtra era búnir að vera.“ Aðrir töldu að afsögnin yrði til þess að for- ystumenn flokksins leystu deiluna um þjóðemi Gandhi og treystu samstöðu sína. Pran Chopra sagði hins vegar að auðveldara yrði fyrir Gandhi að tryggja sér stuðning flokksins en að ávinna sér hylli kjósenda, sem era reiðir Kongress- flokknum fyrir að valda stjómarkreppunni í landinu. Ciampi svarinn í embætti CARLO Azeglio Ciampi var í gær svarinn j embætti sem tí- undi forseti Italíu. Ciampi, sem kjörinn var forseti síðasta fimmtudag, hét því að gegna skyldustörfum sínum af trú- rækni við hátíðlega athöfn í sameinuðu þingi í Róm. Afdrifaríkur orðrómur AÐ minnsta kosti fimm manns létu lífið í óeirðum sem brutust út í Lagos, höfuðborg Nígeríu, á mánudag eftir að orðrómur hafði borist út um að Olusegon Obasanjo, sem nýlega var kjör- inn forseti landsins, hefði látist. Ekki tókst að stöðva óeirðimar fyrr en Obasanjo hafði flutt ávarp í sjónvarpi til að fullvissa fólk um að hann væri sprelllif- andi. Eiginmaður Bhutto reynir sjálfsmorð LÖGREGLA í Pakistan stað- hæfði í gær að Asif Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hefði reynt að fremja sjálfs- morð í klefa sínum, en Zardari afþlánar fangelsisdóm vegna spillingarmála. Talsmenn flokks Bhuttos, sem er fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan, sögðu hins vegar að hefði Zardari orðið fyrir meiðslum væri það áreiðanlega vegna harðræðis lögreglunnar. Páfinn 79 ára JÓHANNES Páll páfi hélt í gær upp á 79 ára afmæli sitt en skv. venju hélt páfinn ekki upp á af- mælið með neinum form- legum hætti heldur sinnti skyldustörf- um sínum eins og venju- lega. Hann hitti Gerhard Schröder, kansl- ara Þýskalands, að máli og ræddu þeir m.a. um Kosovo- deiluna. Dularfullur sjúkdómur SAMEINUÐU þjóðimar hafa sent sérfræðinga á sínum veg- um til borgarinnar Herat I Afganistan til að rannsaka dul- arfullan sjúkdóm sem valdið hefur dauða þrjátíu og tveggja á síðustu mánuðum. Ekki hefur tekist að greina sjúkdóminn en hann er helst talinn geta verið einhvers konar skorpulifur. Bretar og Færeyingar semja BRETAR og Færeyingar skrif- uðu í gær undir samkomulag sem bindur enda á langvinnar landgrannsdeilur landanna tveggja og auðvelda fyrirhugað- ar útsjávarolíuboranir í land- helgi Færeyinga. Tony Lloyd, ráðherra í breska utanríkisráðu- neytinu, Anfmn Kallsberg, lög- maður færeysku heimastjómar- innar, og Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, skrifuðu undir samninginn. Jóhannes Páll páfí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.