Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 35

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 35 FERÐALÖG Nýtt gistiheimili opnað á Akureyri NÝVERIÐ var opnað á Akureyri nýtt gistiheimili sem hjónin Erl- ing Ingvason og Margrét Thorarensen eiga og reka. Petta nýja gistiheimili, Gistiheimili Akureyrar, er sérlega vel staðsett við aðalgöngugötu bæjarins, nán- ar tiltekið stendur það við Hafn- arstræti 104. I Gistiheimili Akur- eyrar stendur val gesta um eins eða tveggja manna herbergi, með eða án snyrtingar, en öll eru her- bergin með fjölrása sjónvarpi. Þarna er öll þjónusta í næsta ná- grenni og stutt að fara á kaffihús og veitingastaði. Einnig er sund- laugin í göngufæri. Gistingunni fylgir morgunmat- ur og er boðið upp á þá skemmti- legu nýjung að leikherbergi fyrir börnin er út frá matsalnum. „Það hefur verið almenn ánægja með þetta herbergi þar sem börnin geta leikið sér á meðan foreldr- arnir klára að borða morgunmat- inn í ró og næði,“ segir Erling. Þess ber einnig að geta að gisti- heimilið er reyklaust og segir Erl- ing gesti hafa tekið því vel. Hann bendir ennfremur á að reykinga- fólk sé líka sátt við að gista í her- bergjum þar sem ekki hefur verið reykt. Það ljáir herbergjunum enn- fremur skemmtilegan blæ að vera skreytt með málverkum eftir list- fenga Akureyringa, nánar tiltekið þá Ola G. Jóhannsson og Sigurð GISTIHEIMILI Akureyrar er hvíta húsið fyrir miðri mynd. Árna Sigurðsson. Erling segir að Gistiheimili Akureyrar stefni á að veita ýmsa þjónustu hótelanna, eins og t.d. næturvörslu, svo gest- ir geti komið á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Breytingin er að þessi þjónusta sé nú veitt í vinalegu umhverfi gistiheimil- anna. „Markmið Gistiheimilis Akur- eyrar er að bjóða gæðagistingu í vinalegu andrúmslofti á sam- keppnishæfu verði,“ segir Erling að lokum. GÆGST inn í eitt herbergjanna sem snýr að göngugötunni. Miðnæt- urferð í Málmey LAUGARDAGSKVÖLDIÐ nítjánda júní nk. verður boðið upp á miðnætursiglingu um Skagafjörð. Farið verður frá Hofsósi kl. 21 og siglt fyrir Þórðarhöfða út í Málmey. Ef aðstæður leyfa verður farið á land í Málmey og gengið um eyna með leiðsögn þar sem sögu, jarðfræði og fuglalífi verða gerð góð skil. Komið verður í land á Hofsósi um klukkan eitt eftir miðnætti þar sem slegið verður upp grill- veislu með söng og dansi fram eftir nóttu á veitingahúsinu Sig- túni. Málmey er 125 metra há þar sem hún rís hæst og var búskap- ur í eynni fram undir 1950 eða þar til bæjarhúsið þar brann. Álög eru sögð hvíla á Málmey sem kveða á um að enginn megi þar búa lengur en í tuttugu ár og væri sú regla brotin átti hús- ffeyjan á bænum að hverfa og aldrei að sjást mönnum ffamar. Þar var snemma vigt bænhús og var látið loga Ijós í glugga þess fýrir sjófarendur og segir sagan að þar hafí verið fyrsti viti á Is- landi. Tekið er við skráningu í mið- næturferðina og allar nánari upplýsingar veittar í Upplýs- ingamiðstöðinni í Varmahlíð í síma 453-8860. Upplýsinga- rit um Akranes BÆNDAKIRKJAN í Bjarnarhöfn. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir HILDIBRANDUR Bjarnason hringir gömlu kirkjuklukkunum. Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi Gamlir munir í lítilli bændakirkju AKRANE SKAUPSTAÐUR hefur nýlega gefið út tvö upplýsingarit um Ákranes. Annars vegar er um að ræða bækling fyrir ferðamenn sem á íslensku nefnist „Fólkið, fjallið, fjaran" og vísar til þeirra einkenna sem eru á Akranesi og þess sem markverðast þykir, eftir því sem fram kemur í fréttatiÞ kynningu frá Akraneskaupstað. I bæklingnum er fjallað um Akra- nes, afþreyingu, þjónustu, gisti- og veitingastaði og athyglisverða staði. Hitt upplýsingaritið felur í sér útivistarkort af Akranesi og Akra- fjalli þar sem sýndar eru hlaupa- leiðir, gönguleiðir og reiðleiðir. Ennfremur er á kortinu af Akra- nesi sýnt hvar útilistaverkum og minnismerkjum hefur verið komið fyrir í bænum. I fréttatilkynningunni segir að tilgangur með útgáfu ritanna sé að koma til mótst við breyttar aðstæð- ur en frá opnum Hvalfjarðar- gangna hafi töluverð breyting orð- ið á komu ferðamanna til bæjarins. Áður hafí verið mikill straumur í gegnum bæinn af ferðafólki sem nýtti sér Akraborgina en eftir að göngin voru opnuð hafi hópferðum ferðafólks til Akraness fjölgað mjög. Einnig sé verið að veita íbú- um bæjarins handhægar upplýs- ingar. ÁTTA manns eru nú í kirkju- sókninni, en árið 1920 voru þeir áttatíu," segir Hildibrandur Bjarnason bóndi og hákarla- verkandi í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi og býður viðstöddum sæti á 300 ára gömlum bekkj- um. Við erum stödd í bændakirkj- unni sem staðsett er í túnfætin- um hjá Hildibrandi og Qöl- skyldu en þar er að finna ýmsa gamla og merkilega muni. Sonur Hildibrands hefur und- anfarið séð um búskapinn, tók við af föður sínum sem hefur al- farið snúið sér að hákarlaverk- un og ferðaþjónustu. Ferða- mönnum sýnir hann litlu bændakirkjuna sem hann hefur gert upp og býður þeim síðan að smakka hákarl og hlusta á sögu hákarlaverkunar á íslandi. „I annálum er þess getið að bændakirkja hafi staðið hér ár- ið 1286 en þessi kirkja var byggð árið 1856 af þeim merka manni Þorleifi smáskammta- lækni sem bjó í Bjamarhöfn,“ segir Hildibrandur við við- stadda. Merkileg altaristafla „Hér í kirkjunni er ekkert að finna sem er verksmiðjufram- leitt,“ bætir hann við og sýnir altaristöfluna sem geymir mynd af Jesú Kristi þegar hann birtist fyrst eftir upprisu. „Myndin er líklega yfir 300 ára gömul og hefúr varðveist svona vel því birtan nær aldrei að skína á hana.“ Listamaðurinn er ókunn- ur en Hildibrandur telur hann hafa verið af skóla Rembrandts. Ymislegt fleira markvert er að finna í litlu viðarkirkjunni svo sem messuskrúða sem Ingi- ALTARISTAFLAN er vel varð- veitt en komin til ára sinna. leif Melsteð saumaði og gaf kirkjunni árið 1862 þegar Páll Melsteð eiginmaður hennar var þar jarðsettur. Þar hangir einnig annar hök- ull mun eldri, frá því fyrir siða- skipti, að sögn Hildibrandar. Nýlega var barnabarn hans fermt í kirkjunni og skýddist prestur gamla höklinum af því tilefni. „I fyrsta sinn í yfir 450 ár,“ segir afinn stoltur. Áður en kirkjan er yfirgefín hringir Hildibrandur kirkju- klukkum, önnur er frá árinu 1741 en hin frá því um 1600. Leiðin upp á kirkjuloft er tölu- vert þröng og því ekki á hvers manns færi að komast þangað upp. Að lokinni kirkjuferð býður Hildibrandur í hús þar sem hann geymir vísi að hákarla- safni sínu og lítið steinasafn. Allir fá siðan að smakka hákarl, harðfisk og brennivín. Hrönn Marinósdóttir Nuddpottar Amerískir rafmagnspottar fyrir heimili og sumarhús. Stærð ca 2x2 m, 1.100 Itr. Kr. 450 þús. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.