Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri Algert frelsi er full- komin ánauð nema sterkur sjálfsagi fylgi EITT hundrað og sextán stúdentar vora brautski-áðir frá Menntaskólan- um á Akureyri 17. júní, þegar skólanum var slitið í eitt hundraðasta og nítjánda sinn. Tryggvi Gíslason skólameistari kom víða við í ávarpi sínu; ræddi meðal annars hina nýju upplýsingatækni, nýjar heimavistir, for- varnarstarf og taumleysi og agaleysi þjóðfélagsins, svo eitthvað sé nefnt. Tryggvi Gíslason sagði meðal annars í ræðu sinni: „I nýrri upp- lýsingatækni felast óteljandi tæki- færi, enda þótt upplýsingatækni samtímans leysi ekki allan vanda - og allra síst allan vanda í kennslu og uppeldi eða mannlegum sam- skiptum. Hins vegar er enginn maður í iðnríkjum heims ósnortinn af þessu tækniundri og skólar verða að tileinka sér þessa tækni og nota hana sér og nemendum sínum til góðs,“ sagði Tryggvi. Síðar sagði skólameistari: „Ný upplýsingatækni gerir fólki kleift að afla sér þekkingar og láta til sín heyra á annan hátt en áður. Marg- vísleg einangran er rofin og áhrif upplýstra einstaklinga á samfélag- ið getur breyst - jafnvel getur ný upplýsingatækni breytt fulltrúa- lýðræði í þingbundnu stjórnarfari, sem við höfum búið við í eina öld, svo að við taki beint lýðræði þar sem stjómarfarslegu valdi er dreift til einstaklinganna. Viðfangsefni nýrrar upplýsingatækni era því bæði hagnýt á sviði kennslu og náms en einnig á sviði stjómarfars og lýðræðis." Ókeypis sálfræðiráðgjöf Tryggvi upplýsti í ræðu sinni að skólinn hefði um tveggja ára skeið veitt nemendum endurgjaldslausa sálfræðiráðgjöf. „Þótt það kunni að hjóma undar- lega í eyram sumra líður mörgum illa í þessu allsnægtaþjóðfélagi. Meðal annars líður mörgum böm- um og ungu fólki illa,“ sagði skóla- meistari. Hann kvað ástæðumar margar en taumleysi og agaleysi þjóðfélagsins sagði hann eiga stór- an þátt. „Tvennt mætti nefna í því sambandi; mikil áfengisneysla ungs fólks og ótímabært kynlíf. Sennilega hlusta fáir á slíkt tal í sextugum manni en lífsreynsla er líka nokkurs virði. Lengi hefur það verið prédikað að algert frelsi á öll- um sviðum, sem er hluti af lögmáli hins frjálsa markaðar, leysti flest- an vanda. Algert frelsi er hins veg- ar fullkomin ánauð nema sterkur sjálfsagi fylgi. Hið vestræna mark- aðsþjóðfélag hefur hins vegar bragðist á því sviði að efla sjálfsaga og mannvirðingu, enda era óheft lögmál markaðarins og peninga- hyggju andstæð mannlegri vel- sæld. Maðurinn lifir ekki af brauð- inu einu saman, frekar en fyrri daginn, heldur af trú, von og kær- leika, mannviti, tillitssemi og um- burðarlyndi. En meðan blind lög- mál markaðarins og gróðahyggju ráða verða skólar að vera undir það búnir að hjálpa nemendum í neyð,“ sagði Tryggvi Gíslason. Akureyrarbær Samþykkt deiliskipulag Deiliskipulag við Mýrarveg norðan Akurgerðis Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti hinn 18. maí 1999 deiliskipu- lag við Mýrarveg norðan Akurgerðis. Deiliskipulagið nær til reits sem afmarkast af Mýrarvegi í austri, Akurgerði í suðri, austurlóðamörkum húsa austan Kotárgerðis og opnu útivistarsvæði í norðri. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum fyrir eldri borgara með samtals 30 íbúðum og bílageymslum í kjallara. Deiliskipulagið var auglýst skv. gr. 6.2.3. í skipulagsreglugerð frá 20. febrúar til 6. apríl 1999. Þnr undirskriftarlistar bárust með athugasemdum íbúa á svæðinu og 19 bréf með bótakröfum eigenda fasteigna. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulags- tillöguna með minniháttar breytingum og hafa umsagnir bæjar- stjómar verið sendar þeim sem athugasemdir gerðu. Deiliskipu- lagið tekur gildi við auglýsingu í B-deild Stjómartíðinda 21. júní 1999. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrar. Breyting á deiliskipulagi norðvesturhluta þriðja áfanga Giljahverfis Bæjarstjóm Akureyrar samþykkti hinn 20. apríl 1999 breytingu á deiliskipulagi norðvesturhluta þriðja áfanga Giljahverfis. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Merkigili að vestan og norðan, Skessugili að austan og grænu svæði norðan Snægils að sunnan. Ein athugasemd barst og gerði skipulagsnefnd breytingar á deiliskipulaginu vegna hennar. Umsögn sveitarstjómar hefur verið send þeim sem athugasemd gerðu. Deiliskipulagið hefur verið auglýst I B-deild Stjómartíðinda og tekur þar með gildi. Frekari upplýsingar em veittar á skipulagsdeild Akureyrar. Skipulat’sstióri Akurevrar Á síðasta ári var einn af ís- lenskukennuram skólans, Stefán Þór Sæmundsson, ráðinn í hluta- starf sem forvarnai’fulltrúi skólans og sagði Tryggvi skólanum mikill fengur í því. Forvarnir „Um langt skeið hefur það verið stefna skólans að hvetja til heil- brigðs lífernis án vímuefna og í skólanum gilda skýrar reglur um bindindi. Menntaskólinn á Akur- eyri leggur ríka áherslu á að nem- endur tileinki sér heilbrigt líf og já- kvætt lífsviðhorf til þess að efla fé- lagsþroska sinn. Skólinn vill líka gera nemendum kleift að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu með það að markmiði að auka lífs- leikni til þess að geta notið alls þess sem heilbrigt líf hefur upp á að bjóða og sporna gegn sjálfseyð- andi hegðun. Veigamikill þáttur í þessari viðleitni er sú stefna skól- ans að seinka eftir megni - eða koma algerlega í veg fyrir að nem- endur neyti áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna og aðstoða þá nemendur sem þegar hafa ánetjast vímuefnum," sagði Tryggvi. Skólameistari minnti á að hann hefði á undanfömum áram gerst formælandi þess að lækka áfengis- kaupaaldur í 18 ár til samræmis við önnur lög í þjóðfélaginu - „ekki til þess að auka drykkju í landinu heldur til þess að koma í veg fyrir bamadrykkju sem er orðinn ljótur blettur á íslensku samfélagi. Hins vegar þýðir ekki að lækka áfengis- kaupaaldur nema um það sé sam- komulag og slíkt sé undirbúið vel og vandlega og fordómalausar um- ræður fari fram. Einn þáttur í þeim undirbúningi er að við, sem fullorðin eram, sameinumst um það að neyta aldrei áfengis svo að á Morgunblaðið/Kristján NOKKRAR þeirrar ungu nieyja sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní, brosmildar og glaðar í Stefánslundi, þar sem ný- stúdentar voru myndaðir eftir skólaslitin. sjái og ölvun á almannafæri verði talin til skammar og lögregla fylgi því eftir að fjarlægja ölvað fólk af almannafæri“. Nýjar heimavistir liður í eflingu byggðar Tryggvi sagði að um fimm ára skeið hefði verið unnið að undir- búningi að smíði nýrra heimavista við skólann en heimavistir hafa verið reknar við skólann frá upp- hafi. „Eg tel það hafa verið ótví- ræðan styrk Menntaskólanum á Akureyri að reka heimavistir þar sem nemendur alls staðar að af landinu kæmu saman og kynntust. Þetta hefur að mínum dómi verið þáttur í byggðajöfnun og bættum skilningi milli landshluta og ólíkra stétta í landinu auk þess sem heimavistir gátu ráðið úrslitum í því að fólk kæmist til náms. Skól- inn vill nú styrkja stöðu sína sem „landsmenntaskóli", skóli þar sem nemendur alls staðar að af landinu stunda nám í heimavistarskóla úti á landsbyggðinni. Heimavistir geta verið öllum góður skóli þar sem nemendur þurfa að læra að taka tillit til annan-a og temja sér tillits- semi og mannvirðingu og reglu- semi - en á allt þetta skortir í ís- lensku samfélagi. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að spoma við landauðn þeirri sem við blasir. Þetta kunna að þykja stór orð, góð- ir hátíðargestir, Reykjavík er óum- deilanlega höfuðborg allra Islend- inga en að hún verði eina byggð á Islandi er ekki vænlegt. Borgríki geta ekki þrifist án upplands og dreifðra byggða í landinu. Borgríki verður líka einhæft, einsýnt, sjálf- hverft og sjálfumglatt og er raunar farið að bera á öllu þessu. Nýjar heimavistir við Menntaskólann á Akureyri era líka hugsaðar sem liður í baráttu fyrir eflingu byggð- ar í landinu, þótt fleira verði að koma til.“ Tryggvi sagði að eftir viðræður við menntamálaráðherra yrði nú gengið frá stofnskrá nýs rekstrar- félags fvrir heimavistir við skól- ann, þar sem tekjur af rekstri verði látnar standa undir byggingar- kostnaði. „Samkvæmt drögum að stofnskránni er ætlunin að nem- endur allra framhaldsskóla á Akur- eyri eigi aðgang að nýjum heima- vistum. Um leið og gengið hefur verið frá formsatriðum verður haf- ist handa um að hanna húsið og það steypt upp á næsta ári og tekið í notkun árið 2001. í húsum heima- vistar skólans verður rekið sumar- gistihús eins og gert hefur verið við skólann undanfarna áratugi. Mikil þörf er fyrir góða gistiað- stöðu á Akureyri í júlí og ágúst og verður nýtt heimavistarhús til þess að mæta þeirri þörf. Gagnsemi af þessu húsi verður því margföld." Teitur Arason Dux scholae í MA Eðlisfræði og knatt- spyrna í uppáhaldi TEITUR Arason frá Hrísum í Reykjadal fékk hæstu meðalein- kunn stúdenta frá Menntaskólan- um á Akureyri að þessu sinni; varð dux scholae, með 9,11 í meðalein- kunn. Teitur stundaði nám í eðlis- fræðideild og fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlis- fræði og stærðfræði. „Já, mig hefur nú reyndar grun- að þetta,“ sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið eftir útskriftina, spurður að því hvort hann hafi reiknað með því að verða dúx. „Þetta kemur af sjálfu sér ef mað- ur hefur áhuga á því sem maður er að gera. Áhuga fylgir árangur og öfugt. Það er miklu skemmtilegra í skóla ef maður veit vel hvað maður er að gera. Þá verður námið miklu skemmtilegra.“ Teiti gekk vel öll fjögur árin í MA, eins og nærri má geta; gekk vel í öllum fógum, „en ég hef mest- an áhuga á raungreinunum. Mínar bestu greinar era eðlisfræði og stærðfræði og ég stefni á eðlis- verkfræði í háskólanum í haust“. Hvað skyldi það vera við eðlis- fræðina sem heillar Teit svona mikið? Hann segir: „það er gaman að ná tökum á þessu; maður getur útskýrt svo margt með eðlisfræði, getur reiknað sig fram úr ýmsum vandamálum." Teitur segir það hafa blasað við að hann færi í eðlisverkfræði eftir menntaskóla, „að minnsta kosti eftir að ég valdi eðlisfræðibraut- ina“. Hann var hins vegar í svolitl- um vafa þegar kom að því að velja braut, því náttúrufræðibrautin heillaði líka. „Ætli ég verði ekki bara venjulegur verkfræðingur," segir Teitur þegar framtíðina ber á góma, en bætir svo við: „Ja, líklega aðeins óvenjulegur, reyndar! Það er svo mikil eðlisfræði í þessari grein. Hún er aðeins fræðilegri en venjuleg verkfræði. Meiri teoría í þessu.“ Hann segist hafa eytt nokkuð miklum tíma í námið. „Já, það gef- ur augaleið,“ sagði dúxinn aðspurð- ur. „Maður nær ekki árangri nema eyða svolitlum tíma í þetta. En ég á mörg áhugamál, aðallega fótbolta; ég eyði miklum tíma í fótbolta." Og hann kveðst nokkuð liðtækur í þeirri fótamennt. „Ég spila í fjórðu deildinni með liðinu heima, HSÞ b, og það er mjög gaman. Ég hef nú ekkert verið að æfa hér á Akur- eyri, en við höfum leigt okkur hús- næði, félagarnir, og leikið okkur saman í fótbolta á veturna." Ari Teitsson, faðir Teits, er for- maður Bændasamtaka íslands, og nýstúdentinn segist oft hafa velt því fyrir sér að verða bóndi. „Það er reyndar farið að fjarlægjast núna, en ég hef mjög gaman af dýrum. Það er hins vegar ekki mik- il tenging á milli þeirra og eðlis- fræðinnar, þótt maður geti auðvit- að notað eðlisfræðina eitthvað alls staðar.“ Teitur segir tímann í MA hafa verið góðan. „Mér hefur liðið mjög vel hér. Ég hef verið á heimavist allan tímann og þar er mjög gott félagslíf.“ En nú er hvíti kollurinn kominn upp og háskólanám hefst strax í haust. Teitur hyggst búa sig undir eðlisverkfræðinámið heima í sveitinni í sumar, með því að sinna skepnum og öðram sveitastörfum. „Það er alltaf nóg að gera í sveit- inni,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.