Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 51
A7 MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________________LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 51 MÍNNÍNGÁR SVERRIR TRYGGVASON + Sverrir Tryggva- son var fa'ddur í Víðikeri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 15. júlí 1920. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Tryggvi Guðnason, f. 6. nóvember 1876 á Hallbjarnarstöð- um í Reykjadal, bóndi í Víðikeri, og Sigrún Ágústa Þor- valdsdóttir, f. 2. október 1878 í Syðri Villingadal í Systkini Sverris eru 1900; Höskuldur f. 1902; Kári, f. 1905; Hörður, f. 1909; Egill, f. 1911; og Kjartan, f. 1918. Hinn 18. aprfl 1949 kvæntist Sverrir Hólmfríði Pétursdóttur frá Reynihlíð í Mývatnssveit og Eyjafirði. Helga, f. Elsku afi, þá er göngunni þinni meðal okkar lokið. Sárt er að missa og sakna en margar eru góðu minningamar um þig. Það verður eflaust skrítið að koma inn í Víðihlíð og sjá þig ekki í dyrunum niðri að taka á móti okk- ur. Þegar ég hóf mína menntaskóla- göngu var mér eitt sinn sett fyrir það verkefni að skrifa persónulýs- ingu. Og auðvitað kom enginn til greina nema „Afi í Víðihlíð". Seinna lastu þessa lýsingu og sagð- ir að þetta væri nú ágæt minning- argrein. Hana geymdi ég alla tíð síðan þá og finnst gott að minnast þín á þennan hátt. Síðan hún var skrifuð eru liðin nokkur ár og margt gerst í okkar lífi. Sárast af öllu var þó þegar við misstum hann Tryggva okkar. Það var þér og okkur öllum mikið áfall og það var eins og þú yrðir aldrei samur á eft- ir. Þú fórst að eldast svo hratt og varst orðinn svo veikur undir það síðasta. Það er gott að þú þurftir ekki að kveljast lengi í sjúkum lík- ama og gast fengið að fara til for- eldra þinna, Tryggva og allra hinna sem þér þótti svo vænt um. Þú varst búinn að vinna svo mikið og gera svo margt að hvíldin er þér kærkomin. Góðu minningarnar eru svo margar og ég vona að þér líði vel núna og heyrir til mín þegar ég tala til þín og bið fyrir ykkur. Afi Hann kom gangandi veginn á milli húsanna, hokinn í baki og með þunga byrði í hvorri hendi. Hann var með silfurgrátt hár og gler- augu sem á voru uppþomaðar málningarslettur og ég vissi að þær höfðu verið þar töluvert lengi og með tímanum höfðu alltaf fleiri I3lómcibúði n öa^ðskom v/ Possvo0sl<i»*f<jiAgapð Símh 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri reistu þau nýbýlið Víðihlíð 1958 og bjó hann þar til ævi- loka. Börn þeirra eru: 1) Héðinn, f. 20. september 1949. Fyrrverandi kona hans er Hulda Finn- laugsdóttir. Þau eiga fjögur böm. 2) Sigrún, f. 9. maí 1953. Maður hennar er Friðrik Lange Jóhannesson, þau eiga tvo syni. 3) ______Kristín Þuríður, f. 6. desember 1959. Hún á einn son. Sambýlismaður hennar er Daníel Sigmundsson. 3) Gísli, f. 18. maí 1961. Kona hans er Lilja Sigríður Jónsdótt- ir. Þau eiga þrjú börn. titför Sverris fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 14. og fleiri slettur bæst við. Utan yfir köflótta vinnuskyrtuna var hann í blárri og hvítri peysu sem var farin að missa litinn enda mikið notuð í gegnum árin. Utan yfir peysuna og gráar flauelsbuxur var hann í hvítri svuntu og undan henni blöstu við græn gúmmístígvel. Þegar ég mætti honum fann ég angan af tóbaki, reyktum silungi og slori blandast saman fyrh- vitum mér. í andlitinu voru djúpar hrukkur og á nefinu var komið stórt far eftir gleraugun. Gráir skeggbroddar þöktu kjálkana og augabrúnirnar voru þykkar og ein- stöku hár náði niður í augu. A nef- inu myndaðist sultardropi, vegna kuldans, en hann saug hann jafn óðum upp í nefið áður en hann náði að leka niður á þunnar varimar. Bíllinn hans spilaði stórt hlut- verk í lífi hans og á honum fór hann allra sinna ferða, t.d. upp í kartöflu- og gulrótagarð þar sem hann ræktaði sitt grænmeti ofan í alla fjölskylduna. Ræktunin var hans líf og yndi og í garðana fór hann næstum á hverjum degi, að vökva, reyta arfa, grisja eða snyrta eitthvað. Hann og amma áttu líka gróðurhús sem dóttir þeirra sá að vísu að mestu um en alltaf var hann samt að spyrja um það og bjóða fram aðstoð sína eða passa hitastigið og athuga hvort það væri opið eða lokað, allt eftir hitastigi og veðri. Oft var hann þreyttur á kvöldin og sat þá gjaman fyrir framan sjónvarpið og dottaði kannski af og til. Sum kvöld rölti hann þó niður á bar staðarins og ræddi þar við fólk um atburði líðandi stundar eða sagði því sögur af sjálfum sér, sem vom þá oft lítillega kryddaðar og var fólk alltaf til í að hlusta á hann. Húsið hans var gamalt og hlý- legt, veggirnir annaðhvort málaðir í ljósum litum eða klæddir með veggfóðri. Sjálft herbergið angaði af tóbaki og þungu bókalofti, enda sást varla á veggina þar fyrir bók- um. Smíðahúsið hans angaði af sagi og tóbaki, byssur héngu á einum veggnum og skápar fullir af dóti, þ.á m. efni til að smíða hnífa úr. Hreindýrshom lágu í einu horninu og gervigæs trónaði efst uppi á skáp. Allt bar vott um að veiði- mennskan væri honum í blóð borin. Það vom ekki bara hreindýrin og gæsirnar, heldur allt sem hann gat og mátti veiða. Hann veiddi silung í vatninu sem hann bjó við, skaut rjúpur á veturna, renndi fyrir lax öðra hvom á sumrin og þar fram eftir götunum. Það sá það hver sam á annað borð veitti þessum manni athygli að hann var lífsreyndur maður sem hafði lifað margt enda átti hann líka mai-ga að, bæði vini og fjöl- skyldu. Tvö af fjómm bömum hans bjuggu á staðnum með sínar fjöl- skyldur og honum fannst það gefa lífinu mikið gildi að hafa bama- bömin nálægt sér. Guð geymi þig alla tíð, elsku afi. Þín Erna. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja fyrrverandi tengdaföður minn, Sverri í Víði- hlíð. Honum kynntist ég fyrst sumarið 1970, þá ung að áram. Ég fann fljótt hversu hlýr og um- hyggjusamur Sverrir var og tilbú- inn að gera gott úr öllu. Eg man t.d. eitt sinn er hann lánaði mér langa Land-Roverinn sinn og ég byrjaði á að bakka honum ofan í hitaveituskurð fyrir utan Víðihlíð. Þá var ekki hávaðinn eða skamm- irnar yfír klaufaskapnum í stelp- unni. Hann brosti bara góðlátlega, talaði um að þetta gæti nú alla hent og fór síðan að hjálpa mér að ná bílnum upp. Sverri féll sjaldan verk úr hendi og mörg handtökin átti hann í hús- inu okkar, þegar við vomm að byggja. Og hann kom oft í Strönd til að rétta hjálparhönd eða til að „bardúsa" eitthvað eins og hann kallaði það. Og ýmislegt bardúsuð- um við saman í gegn um tíðina, s.s. við kartöfluupptöku og veiðiskap, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi JÓHANN KARL SIGURÐSSON fyrrverandi útgerðarstjóri, Valsmýri 1, Neskaupstað sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 15. júní, verður jarðsunginn frá Norðfjarðar- kirkju þriðjudaginn 22. júní nk. Kristín Steinunn Marteinsdóttir, Marteinn Már Jóhannsson, Rut Ragnarsdóttir, Sigrún S. Jóhannsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigurður Karl Jóhannsson, Birna Rósa Gestsdóttir, Magnús Jóhannsson, Jónína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Eiginmaður minn, JÓN JÓSAFATSSON, Ártúni 17, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtudaginn 17. júní. Sigríður Ingimarsdóttir. bæði sumar og vetur. Hvergi fannst mér Sverrir njóta sín betur en einmitt í veiðiskapnum, því hann var veiðimaður í húð og hár. Og hann var duglegur að miðla af fróðleiksbmnni sínum þegar mað- ur var í verki með honum. Hann átti ríkulegt málfar og brá oft fyrir sig hnyttnum orðatiltækjum. Barnabömin kunnu vel að meta samvemstundirnar með afa og málfarið dmkku þau í sig, en ekki fór hjá því að maður glotti stund- um út í annað þegar þau vom að reyna að beita því fyrir sig, en kunnu ekki með að fara. Svona man ég Sverri þegar hann var upp á sitt besta og svona langar mig að geyma hann í endurminn- ingunni. Hann var sérstakur per- sónuleiki og mér finnst ég ríkari af að hafa fengið að kynnast honum. Hafðu hjartans þökk, kæri Sverrir, fyrir allt sem þú gafst mér og varst mér. Fríðu og fjölskyld- unni allri sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þau. Hulda Finnlaugsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Sverrir, Guð og englamir geymi þig og varðveiti. Fjölskyld- unni allri vottum við innilega samúð. Ragnhildur, Lárus og Matthildur. Undarlegt, frændi, er ég minnist þín altekur hugann voldug fjallasýn. Öræfalandslag, heiður Wminn tær, hrynjandi elfur, hvítur jökulsnær. Þetta erindi úr kvæði eftir Kára föður okkar kom upp í hugann þeg- ar við stungum niður penna til að minnast Sverris föðurbróður okkar en Kári orti þetta kvæði um Tómas Tryggvason frænda þeh-ra bræðra. Við sem ólumst upp í Víðikeri þar sem þrír bræður, Kári, Hörður og Kjartan, bjuggu með fjölskyldum sínum og amma með sonum sínum Agli og Sverri, minnumst þess hve gaman var að eiga heima á svo fjöl- mennu heimili. Þar var oft mikil glaðværð. Yngri bræðumir þrír spil- uðu bæði á harmoníku og orgel. Var mikið sungið og jafnvel slegið upp balli er gesti bar að garði, þar sem allir dönsuðu, jafnt ungir sem aldnir. Sverrir frændi var mjög skemmtilegur, hló mikið og var sagnamaður góður, fylgdi honum alltaf hressandi andblær. Hann var mikill útilífsmaður og hafði gaman af ýmsum ævintýrum og ferðalög- um. Eftir tvítugt fór Sverrir til vinnu annars staðar en var heima á sumrin við heyskapinn. Eitt sinn eftir dvöl í Mývatnssveit, þar sem hann vann við smíðar á hótel Reyni- hlíð, kom hann heim með kæmstu, hana Fríðu. Við systur urðum strax hrifnar af þessari gi-eindu og kátu stúlku úr nágrannasveitinni. Sverr- ir og Fríða hafa alla tíð búið í Mý- vatnssveit. Húsið sem þau byggðu þar nefndu þau Víðihlíð og samein- uðu þar nöfn bemskuheimila sinna. Þau eignuðust fjögur böm og var Sverrir alla tíð mikill fjölskyldu- maður. Til þeirra hjóna var gott að koma enda bæði gestrisin. Sverrir stundaði jafnan mikið veiðiskap. Veiddi silung og lax og skaut rjúpur og gæsir. Hann sagði oft að hann vildi helst lifa á landsins gæðum og það gerðu þau hjón að mörgu leyti. Þau ræktuðu kartöflur og grænmeti og veiði Sverris og heimaræktaða grænmetið, matreitt af Fríðu sem er listakokkur, hefur nú aldrei verið neinn hversdagsmatur. Sverrir var mörg ár leiðsögumað- ur ferðamanna, innlendra sem er- lendra. Hann var fróður um land og þjóð og ágætur tungumálamaður. Hann fékk oft póstkort, kveðju og jafnvel heimboð frá þakklátum ferðamönnum erlendis frá og ekki ósjaldan ft-á konum sem höfðu kannski litið hým auga þennan há- vaxna og myndarlega íslenska vík- ing. Þá hló frændi og hafði gaman af. Sverrir var mjög músíkalskur og spilaði ágætlega á harmoníku, orgel og píanó. Síðast þegar við heyrðum Sverri spila var þegar hann greip í gamla orgelið heima í Víðikeri á ættarmóti fyrir nokkram áram. Þá söfnuðumst við frændsystkinin í kringum hann rétt eins og í gamla daga. Móðir okkar Margrét, við systumar og fjölskyldur okkar kveðjum frænda með þökkum fyrir allt sem hann var okkur. Fríðu og fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Enn varst þú sannur dáðadrengur knár, dalsins og íjallsins þegn með hvassar brár, glaður og hress í sölum bergs og báls, bundinn af skyldum, en þó heill og frjáls. (Kári Tryggvason.) Hildur, Sigrdn og Rannveig Káradætur. t Ástkær eíginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR PÉTURSSON byggingameistari, Byggðarenda 18, andaðist að kvöldi miðvikudagsins 16. júnf. Ásta Guðmundsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Þröstur Guðmundsson, Kolbrún Hauksdóttir, Gylfi Gunnarsson, Bjarni Þrastarson, Haukur Gylfason. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, sigrIður ragna hermannsdóttir, til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 10. júní sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 21. júní kl. 13.30. Magnús Erlingsson, Kristín Torfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.