Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 1
JHttðmilMbiMk 1999 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI BLAÐ Júgóslavi til liðs við ÍBV ISLANDS- og bikarmeistarar IBV fá í dag júgóslavneskan miðjumann í sínar raðir til reynslu og standi hann undir væntingum verður gerður við hann samningur út keppnis- tímabilið. Leikheimild hefur fengist fyrir leikmanninn og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann ieiki með IBV í næsta leik íslandsmóts- ins, gegn Víkingi annað kvöld, standi leikmaðurinn undir væntingum. Því miður reyndist ekki unnt að fá rétt nafn leik- mannsins staðfest í gær- kvöldi, en hann kemur til liðs við IBV fyrir milligöngu Zor- ans Miljkovic, varnarmanns Eyjaliðsins. Þessi nýi leik- maður lék með liði í efstu deild júgóslavnesku knatt- spyrnunnar á sfðustu leiktfð. „Það er engin Iaunung á því að við þurfum að styrkja okkar hóp þar sem erfiður mánuður er framundan með þátttöku í Evrópukeppninni," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV í gærkvöldi. „Við ætlum að sjá hvað leikmaður- inn hefur upp á að bjóða. I framhaldi af því tökum við ákvörðun um framhaldið, en að sögn kunnugra á þetta að vera sterkur miðjumaður.“ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Skagamenn skoruðu mörkin ÞAÐ hýrnaði heldur betur yfir Skagamönnum á laugardaginn þegar hvert markið rak annað í fyrri leik ÍA víð albanska liðið Teuta Durres í Getraunakeppni Evrópu. Alls gerðu þeir fimm mörk gegn einu marki gestanna og fagnar Ragnar Hauksson hér að ofan öðru marki sínu f leiknum. Skagamenn halda til Albanfu á fimmtudaginn en á leið sinni þangað millilenda þeir í Lundúnum og í Búdapest áður en komið verður á leiðarenda í Tírana. Allt um leikinn /B13 Rosenborg úthýsir bladakonum Rosenborg, topplið norsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur úthýst íþróttafréttakonum frá búningsherbergjum liðsins eftir leiki. Segir félagið að það sé óþægi- legt fyrir leikmenn liðsins að af- klæðast og fara í sturtu fyrir fram- an konur og því sé betra að karl- menn sjái um viðtöl í búningsklef- anum eftir leiki. Löng hefð er fyrir því í Noregi að blaðamenn fái að valsa að vild í búningsklefum liða eftir kappleiki og ræði við íþrótta- menn og þjálfara liðanna. Dagbladet skýrði frá því fyrir helgi að því hefði borist formleg ósk frá Rosenborg þessa efnis, en íþróttafréttakonan Mari By Rise starfar hjá dagblaðinu. í sömu frétt er vitnað í fyrirliða Rosen- borg, Jahn Ivar Jakobsen, sem segir: „Staðreyndin er sú að við kærum okkur ekki um blaðakonur í búningsklefann. Maður er nú einu sinni giftur og eina konan sem má sjá mig nakinn er eiginkona mín - hún Anita, og því verður Dagbladet að senda karlmenn,'“ segir fyrirlið- inn. Rosenborg situr sem fastast í toppsæti norsku deildarinnar og tekur þátt í riðlakeppni Meistara- . ■ . . . ... ■. "..."... VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 19. 06.1999 deildarinnar næsta vetur. Liðið hefur ávallt lagt mikið upp úr góðu samstarfí við fjölmiðla, hvort sem umfjöllunin um liðið hefur verið slæm eða góð, en flestir norsku íþróttafréttamannanna eru reynd- ar karlmenn. Dagbladet hefur enn ekki tekið formlega afstöðu til beiðni Rosen- borgar, en blaðakonan By Rise er hins vegar allt annað en sátt. „Þeg- ar ég er í búningsklefanum er ég að vinna og hef hvorki tíma né löngun til að kynna mér hvernig drengirnir líta út - án klæðanna," segir hún. Jókertölur vikurmar 1 5 5 6 8 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tðlur 0 1.000.000 4 sföustu 1 100.000 3 síöustu 17 10.000 2 sfðustu 135 1.000 VINNIhiGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 16.06.1999 AÐALTÖLUR ( 5 ý/31 ( 37 38141 BÓNUSTÖLUR 3 Í13 45 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 6 af 6 0 36.878.010 2. 5 af 6 + Bóitus 0 666.980 3. 5 af 6 7 35.920 4. 4 af 6 159 2.510 3. 3 af 6+BÓWS 384 440 TVOFALDlfR 1. VINNINGUR A MIÐVIKUDAGINN JÓHANN B. OG HAUKUR INGI ÆTLA SÉR LENGRA/B2 Fyrsti vinningur í Lotto 5/38 var seldur í Ný-ung, Hafnargötu 6 í Keflavik og Bláhornið v/Smiöjuveg í Kópavogi seldi miða sem gaf 100.000 krðnur í Joker. Einginn hafði 6 réttar tölur f Víkinga- lottóinu í útdrættinum sl. miðvikudag og verður 1. vinningur því tvBtaldur AUKAUTDRATTUR Tölunar voru: 5—7—14—21—27 Enginn hafði allar tölurnar réttar og flytst því vinningsupphæðin til næsta aukaútdráttar sem verður u.þ.b. að 6 mánuðum liðnum. Upplýsingar f sima: 568-1511 í Textavarp: \ 281, 283 og 284 í þágu öryrkja, ungmenna og iþrótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.