Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B PRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 KNATTSPYRNA Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, eftir hinn þýðingarmikla sigur á Hásteinsvelli Þungu favgi af okkur létt BJARNI Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sína menn og sagði að þungu fargi væri létt af sér með þessum mikilvæga 1 sigri á KR. Hann lýsti því yfir fyrir leikinn að hann ætlaði að leika til sigurs og stóð við það. Bjarni hefur náð frábærum árangri með ÍBV á heimavelli; unnið 19 leiki, gert tvö jafntefii og tapað aðeins einum. að er að sjálfsögðu þungu fargi af okkur öllum létt með þess- um mikilvæga sigri á KR. Við spil- ■■■■ uðum okkar besta Vaiur b. leik á tímabilinu Jónatansson þrátt fyrir að ég telji að við eigum enn svolítið inni. Það er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma leiks, en við undirbjuggum þennan leik mjög vel. Það var ekkert annað um að ræða en að vinna þennan leik til að halda mótinu spennandi," sagði Bjarni. „Það var mikill hraði í fyrri hálf- leiknum og færi á báða bóga. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorf- endur og vonandi það sem koma skal. Mér fannst við eiga heldur meira frumkvæði í fyrri hálfleik en svo var einhver smá deyfð sem ein- kenndi hluta af síðari hálfleik.“ Varstu farínn að sjájafntefli fyr- ir þér? „Nei, alls ekki. Mér fannst við alltaf vera líklegir til að skora. Við notfærðum okkur loksins föstu leikatriðin sem við höfum ekki nýtt nægilega vel fram að þessum leik.“ Voruð þið búnir að kortleggja KR-vörnina íhornspymum? „Já, auðvitað. Þegar við stillum upp í homspymur og önnur föst leikatriði veltum við fyrir okkur andstæðingunum - reynum að finna veika hlekki hjá þeim. Þetta var einn sóknarhluti okkar og hann tókst frábærlega í þessum leik.“ Nú er ÍBV-Iiðið komið í efsta sæti og ætlar sjálfsagt að halda sér þar? „Já, auðvitað reynum við það. Okkur hefur liðið mjög vel í topp- sætinu undanfarin tvö ár og þar viljum við helst vera. Við munum verja það sæti eins lengi og mögu- legt er.“ Telur þú að það verði þessi lið, IBV og KR, sem komi til með að berjast um Islandsmeistaratitilinn í haust? „Ég held að það sé allt of snemmt að taka það djúpt í árinni að segja að þetta verði bara tveggja hesta veðreiðar. Mér sýn- ist að lið sem hafa kannski ekki verið álitin sterk séu einfaldlega miklu sterkari. Ég tel því að mótið verði mun jafnara en margir hafa haldið fram.“ Morgunblaðið/Sigfus Gunnar Guðmundsson BJARNI Jóhannsson, þjálfari ÍBV, fagnar sigri. Hundfúll ATLI Eðvaldsson, þjálfari KR, var afar óhress með tap fyrir Eyjamönnum, liðinu sem hann þjálfaði fyrir nokkrum árum. Þetta var fjórða viðureign lið- anna með Atla í brúnni hjá KR og hafa Eyjamenn unnið þá aila - þrjá í fyrra og svo leikinn nú. w Eg er auðvitað hundfúll að tapa þessum leik, enda tel ég okkur *. hafa verið betri. Við réðum leiknum alveg í byrjun og svo Björn Ingi aftur í seinni hálf- Hrafnsson leiknum. Þá áttu þeir skrifar varla sókn, skutu lítið að marki og mér fannst ekkert benda til þess að þeir skoruðu márk. Svo fengu þeir hom- ið og það var nóg. Þeir skoruðu bæði mörk sín úr homum og það er eitthvað sem ég get ekki sætt mig við og verður að laga íyrir næstu leiki,“ sagði Atli. Er ekki slæmt að fá mörk úr „föstum leikatríðum", þ.e. homum eða aukaspyrnum, í slíkum leik? „Jú, enda sést hversu slík atriði geta verið drjúg, séu þau laglega út- k færð. Þeir eru með rosalega sterka stráka, mikla skrokka og það viss- um við íyrir. Enda er það engin af- sökun fyrir okkmymenn eiga ein- faldlega- ekki að véra svp fríir inni í vítateig andstæðinganna. Það hreinlega gengur ekki." Atli telur ekki að sóknarleikur sinna manna hafi bragðist, KR-ing- ar hafi stillt upp fimm manna sókn- arlínu, en herslumuninn hafi skort til að ná fleiri mörkum. „Við lentum nokkram sinnum í því að ná hættu- legum skyndisóknum - vera þrír á # móti þremur eða fjórir á móti þrem- ur. Þá klikkaði einföld sending hjá okkur og þær virtust stundum hreinlega ekki ætla að vinna með okkur í þessum leik. En við voram þó alltént að reyna að skapa færi og þetta era hlutir sem eiga eftir að slípast hjá okkur. Það tókst okkur í fyrra eftir nokkra dapra leiki í fyrri • umferðinni og miðað við það skulu Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson ATLI Eðvaldsson, þjálfari KR, hrópar til sinna manna. Hann var ekki ánægður með nýtingar úr hornspyrnum sem KR-ingar fengu. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga menn bara fylgjast með okkur í seinni umferðinni þegar leikur okk- ar hefur slípast nægilega.“ Eftir eitt jafntefli og einn ósigur í tveimur síðustu leikjum hljóta samt margir að velta því fyrir sér hvort blaðran sé sprungin? „Örugglega velta margir því fyrir sér, sérstaklega aðrir en KR-ingar. En ég bendi á að við eram enn það lið sem tapað hefur fæstum stigum í deildinni og getum með sigri gegn Leiftri komist aftur á toppinn. Ég tel að við séum á réttri leið í okkar leik, við reynum að skemmta áhorf- endum og ég veit að okkur gengur betur í næstu leikjum. En þeir verða allir erfiðir, það er alveg á hreinu.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson MÓTHERJAR, en samtaka .... Kjartan Antonsson, varnarleikmaður ÍBV, og Andrí Sigþórsson, miðherji KR. Sigþór Júlíusson skorar enn „Orðinn hund- leiður á þessu Eyjaiagi“ Bjöm Ingi Hrafnsson skrifar SIGÞÓR Júlíusson, hægri útheiji þeirra KR-inga, hélt uppteknum hætti gegn Eyja- mönnum og skor- aði sitt þriðja mark í fimm leikj- um fyrir Vestur- bæjarliðið. Hann var ánægður með markið, en „mjög fúll“ yfir tapinu eins og hann sagði sjálfur. „Við gáfum þeim hreinlega jöfnunarmarkið. Boltinn flaut í gegnum vörnina og nánast inn í markið. Þetta var mjög slysalegt mark og breytti mjög gangi leiksins, því fram að því voram við miklu betri,“ sagði hann. „Ég held að miðað við gang leiksins hefði l:l-jafntefli verið sanngjömustu úrslitin, en við átt- um alls ekki skilið að tapa. Við höldum bara ótrauðir áfram í okkar leik, sækjum áfram til sig- urs og uppskerum vonandi eftir því. Það er eins gott, því er ég er orðinn hundleiður á þessu Eyja- lagi,“ sagði Sigþór og átti þar við stuðningslag Eyjamanna sem hljómaði hátt og snjallt á Heima- ey í kjölfar sigursins á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.