Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 27

Morgunblaðið - 02.07.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 27 Útgáfa vegabréfa í Bretlandi í ólestri á versta árstíma Sérfræðingar kenna 2000-vandanum um Lundúnum. AFP, The Daily Telegraph, Reuters. Reuters Rau sver embættiseið HUNDRUÐ Breta hafa neyðst til að bíða í biðröðum eftir nýjum vegabréfum undanfarna þrjá daga en útgáfa vegabréfa er í miklum ólestri í Bretlandi, einmitt á sama tíma og flestir hyggjast halda í sum- arfrí, og hafa starfsmenn vega- bréfaeftirlitsins ekki haft undan við að afgreiða umsóknir um ný vega- bréf. Er talið að meira en hálf millj- ón manna bíði nú eftir því að fá nýtt vegabréf, en óreiðan er sögð stafa af því að nýlega var lögum um vega- bréf breytt, auk þess sem tekið var í notkun nýtt tölvukerfí á nokkrum skrifstofum vegabréfaeftirlitsins. Taskforce 2000, sérstakur vinnu- hópur sem starfar að fyrirbyggj- andi aðgerðum í tölvumálum fyrir aldamótavandann svonefnda, taldi sig í gær hafa fundið orsök vandans hvað útgáfu vegabréfanna varðar. Er talið að máhð sé hið fyrsta af slíkri stærðargráðu sem kemur upp, nú í kringum aldamót. Telja stjórnendur Taskforce 2000 að ástæðu vandans megi rekja til þess að hluti breska vegabréfaeftir- litsins hafi tekið í notkun tölvukerfi sem vinna á bug á 2000 vandanum en afgangurinn starfi enn með gam- alt tölvukerfi sem getur ekki unnið með dagsetningar eftir 31. desem- ber 1999. „Yið höfum verið að vara við því að sameiginleg áhrif margra þátta muni leiða tii aldamótavand- ans, í stað þess að um einn tiltekinn þátt verði að ræða. Þetta er sönnun á því,“ sagði Ian Hugo, aðstoðar- framkvæmdastjóri Taskforce 2000 í gær. Reiður múgurinn hefur ekki verið feiminn við að bölva stjómvöldum í sand og ösku fyrir klúðrið og jafn- framt hafa breskir fjölmiðlar og stjórnarandstaðan gagnrýnt innan- ríkisráðherrann Jack Straw harka- lega fyrir ástandið, sem var orðið svo slæmt á þriðjudag að fréttir bárust af því að komið hefði til stympinga fyrir utan aðalskrifstofu vegabréfaeftirlitsins breska í Petty France-götu í London. I tilraun til að tryggja sér nauðsynleg persónu- skilríki áður en sumarleyfið gengi í garð, höfðu jafnvel sumir dvalið næturlangt fyrir utan skrifstofuna í Petty France, og við svæðisskrif- stofur í borgum eins og Glasgow í Skotlandi. Börn og unglingar verða nú að eiga sitt eigið vegabréf Þrátt fyrir að stjómvöld segi að afgreiðsla nýrra vegabréfa eigi ein- ungis að taka um tíu daga hafa um- sóknir hlaðist upp undanfamar vik- ur þar sem nýtt tölvukerfi, sem ný- lega var tekið í notkun, reyndist gallað og var ennfremur nýverið fært í lög að böm og unglingar yrðu að eiga sitt eigið vegabréf. Er nú svo komið að átta vikna bið er eftir vegabréfum. Mjög hefur verið gagnrýnt að stjómvöld skyldu ekki vera reiðu- búin þeirri holskeflu nýrra um- sókna, sem borist hafa, og að þau skyldu ekki gera sér ljóst að há- annatími færi í hönd. Ann Widd- ecombe, innanríkisráðherra í skuggaráðuneyti íhaldsmanna, skoðaði biðraðimar í Petty France á þriðjudag og átti vart orð til að lýsa hneykslan sinni á fyrirhyggju- leysi stjórnvalda. „Ef ég væri innanríkisráðherra þá hefði ég aldrei breytt lögunum og tekið upp nýtt tölvukerfi á sama tíma,“ sagði hún. „Og nú þarf al- menningur að gjalda fyrir klúður og dugleysi stjórnvalda." Jack Straw tilkynnti fyrr í vik- unni að stjómvöld myndu bæta fólki fjárhagslegan skaða, hafi biðin eftii' vegabréfi valdið því að áætluð ferðalög fóru úr skorðum. Ráðherr- ann viðurkenndi á þingfundi í London að ekki væri hægt að vænta þess að ástandið kæmist í eðlilegt horf fyrr en háannatími sumarleyf- isferða væri liðinn. Starfsfólki vegabréfa- eftirlitsins fjölgað Allt kapp væri þó lagt á að leysa bráðasta vandann og tilkynnti Straw að starfsfólki vegabréfaeftir- litsins yrði fjölgað um eitt hundrað, en um síðustu helgi hafði verið greint frá því að þrjú hundrað manns hefðu verið ráðin sérstak- lega til að fást við vandann. Er nú unnið dag og nótt að því að gefa út ný vegabréf og hafa þeir forgang sem geta sannað að ferðalag þeirra sé alveg á bresta á. Mike O’Brien, undirráðherra í innanríkisráðuneytinu, lagði starf sitt, og raunar einnig Straws, að veði í útvarpsviðtali á þriðjudags- kvöld þegar hann lofaði því að fund- in yrði lausn á vandanum. „Eg myndi segja að störf okkar allra lægju hér að veði,“ sagði O’Brien. „Þar er um mitt starf að ræða, starf innanríldsráðherrans, í raun störf allra ráðherra í rfldsstjórninni.,“ O’Brien hafði valdið mikilli reiði manna fyrr í vilnmni er hann gaf í skyn að ófremdarástandið væri til- komið vegna þess að fjöldi fólks hefði sótt um nýtt vegabréf jafnvel þótt það hygði ekki á ferðalög fyrr en að mörgum vikum liðnum. Tals- menn breska forsætisráðuneytisins drógu hins vegar úr orðum O’Bri- ens og sögðu það alls ekld hafa ver- ið ætlun stjórnvalda að kenna al- menningi um hvemig komið væri. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, klappar Johannesi Rau lof í lófa eftir að hinn síðar- nefndi sór í gær embættiseið sem nýr forseti Þýzkalands við form- lega athöfn á síðasta fundi þýzka þingsins í Bonn, fyrir endanlegan flutning þess til Berlínar. Hehnut Kohl, fyrrverandi kanzlari, hélt á þessum síðasta fundi þingsins á hinum friðsælu BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að ólíklegt væri að Viktor Tsjernómyrdín, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði áfram sér- legur sendimaður rússneskra stjórnvalda í málefnum Balkan- skaga. Tsjernómyrdín var kjörinn stjórnarformaður gasfyrirtækisins Gazprom 1 fyrradag, en hann Rínarbökkum fyrstu þingræðu sína frá því hann lét af embætti sl. haust. Þakkaði hann Bonn fyrir það hlutverk sem borgin hefði gegnt við uppbyggingu þýzks lýðræðis eftir síðari heimsstyrjöld. Flutninginn til Berlínar kallaði hann „hápunkt áratugalangrar viðleitni Þjóð- verja til að öðlast einingu, rétt- læti og frið“. stjórnaði því áður en hann gegndi embætti forsætisráðherra 1992-98. „Eg þarf að tala við hann sjálfan. En ég verð hreinskflinn, það þjón- ar engum tilgangi að flétta þessar tvær stöður saman,“ sagði Jeltsín. Tsjemómyrdín var skipaður sendimaður í Kosovo-málinu í apríl vegna góðra tengsla sinna við vest- urveldin og leiðtoga Júgóslavíu. Tsjernómyrdín hættir líklega sem sendimaður Moskvu. Reuters. SUMARDRAUMUR Komið og uppgötvið sumarlegar vörur og fallegar töskur* *Fylgja kaupum d LANCÖME vörum frd 4.000 kr. (SNV’RTINÖRUVERSLUMN GI.LSI6L Glæsibæ Sími 568 5170 BYLGJAN Hamraborg Sími 5ó4 2011 MIÐBÆR Vestmannaeyjum Sími 48 J 1505 LANCÖME Hvar færðu hollráð um alþjóðleg skattamál? Deloitte & svarið er Touche Deloitte & Touche hf. - öflugt alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki á íslandi Hlíöasmári 14 Sími 5BO 3000 - Ármúli 40 Sími 580 5500 - Lyngháls 9 Slmi 580 5570

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.