Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir INGRID Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifírði, Páll Bjömsson, sýslumaður á Hornaflrði, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Lárus Bjamason, sýslumaður á Seyðisfirði og Áslaug Þórarinsdóttir, settur sýslumaður í Neskaupstað undirrita árangurssamning embætta sinna og dómsmálaráðuneytis. Samningur um árangurs- stjórnun við sýslumenn Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir STJÓRN KSS á 50 ára afmæl- inu. Ragnheiður Ingimundar- dóttir, Jenný Jensdóttir og Guð- fríður Guðjónsdóttir. 50 ára afmæli kvenfélaga- sambands Strandasýslu Drangsnesi - 50 ár vom liðin 21. júní sl. frá stofnun Kvenfélaga- sambands Strandasýslu. En það var stofnað að Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi þennan dag ár- ið 1949. Af þessu tilefni bauð KSS öllum fbúum sýslunnar til kaffisamsætis að Sævangi. Heiðursgestur samkomunnar var Elín Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði en hún var á stofn- fundinum fyrir 50 ámm og einnig var hún fyrsti gjaldkeri sambandsins. Stjórn sambandsins skipa í dag Jenný Jensdóttir for- maður, Ragnheiður Ingimundar- dóttir ritari og Guðfríður Guð- jónsdóttir gjaldkeri. Egilsstöðum - Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, undirritaði samninga um árangursstjórnun við sýslumenn á Austurlandi um borð í Lagarfljótsorminum við bakka Lag- arfljóts á Egilsstöðum í gær. í samningunum er kveðið á um skyldur dómsmálaráðuneytis og embætta sýslumanna, við útfærslu á lögbundnu hlutverki sýslumanna, hvers fyrir sig, ásamt því að leggja grunn að áætlanagerð og mati á ár- angri af starfsemi embættanna. Sýna skal fram á árangur af starf- seminni í ársskýrslu með saman- burði við markmið ársins. Tilgangur samninganna er að af- marka starfssvið og rekstur embætt- anna og framfylgja stefnu og áhersl- um dómsmálaráðuneytis og embætta í samræmi við þau lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda. Samning- urinn breytir engu um ábyrgð ráð- herra gagnvart Alþingi á rekstri embætta sýslumanna né þeim stjómsýsluskyldum sem ráðherra og embættin hafa lögum samkvæmt. I samningunum kemur fram hvert hlutverk embætti sýslumanna er og era tíunduð markmið og áherslur í starfsemi embættanna. Ennfremur er lögð áhersla á að á árinu 1999 verði mótuð starfsmannastefna, liggi hún ekki þegar fyrir. Þar verði m.a. kveðið á um endurmenntun, þjálfun starfsmanna og jafnréttismál. I samningunum koma fram skyld- ur og ábyrgð samningsaðila og skulu embættin leggja fram drög að lang- tímaáætlun til 3ja ára um helstu verk- efni, forgangsröðun og áherslur á tímabihnu. Ennfremur að ár hvert, eftir að fjárlagafrumvarp hefur verið lagt fram á AJþingi, skulu embættin hefja undirbúning að ársáætlun hvað varðar starfsemi og rekstur komandi árs. Niðurstöður skulu svo lagðar fyr- ir ráðuneytið í febrúar ár hvert ásamt því að leggja fram tillögur til fjárlaga næsta árs.Gildistími samninganna er 5 ár en við embætti sýslumanns í Neskaupstað er fyrirvari á því og get- ur hvor aðili um sig óskað eftir endur- skoðun innan þess tíma. Að undir- skrift lokinni afhenti ráðherra þrem- ur sýslumönnum, á Eskifirði, Horna- firði og Seyðisfirði erindisbréf. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson KARL Ásgeirsson, einn eigenda SKG-Veitinga á ísafírði, var á meðal fyrstu viðskiptavina bankans sem prófuðu hið nýja afgreiðslukerfi. I gjaldkerastúkunni er Inga María Guðmundsdóttir Rafræn viðskipti í Landsbankanum Isafirði - „Þetta er allt orðið raf- rænt, úttektir og innlegg og milli- færslur, og ekki þarf að útfylla nein eyðublöð lengur. Viðskiptavinurinn kvittar fyrir afgreiðslunni á raf- rænni plötu og fær síðan útprentaða Heildsölubirgðir af vetdingum. Ýmsar stærðir og gerðir. Níðsterkir, verð mjög hagstætt. 8. Gunnbjörnsson ehf. V símí 585 6317 J kvittun, svipað og í verslunum. Þar koma fram inn- og útfærslur og allt sundurliðað sem gert er,“ segir Hafsteinn Sigurðsson, aðstoðarúti- bússtjóri Landsbanka íslands á ísa- firði um nýtt afgreiðslukerfi sem þar var tekið í notkun í vikunni. Nú er úr sögunni að fyrst þurfi að taka eyðublað, útfylla það og fara síðan með það til gjaldkera, heldur er farið beint til gjaldkerans. „í byrjun sparar þetta fyrst og fremst pappír, auk þess að gera við- skiptin öll öruggari, en þegar starfsfólkið er orðið þjálfað má bú- ast við að afgreiðsluhraðinn aukist um 30%, þannig að fljótar gangi að afgreiða hvern og einn viðskiptavin. Tölvukerfið hjá okkur hefur verið endumýjað og er nú allt orðið mjög rafrænt og eins fullkomið og völ er á samkvæmt nýjustu tækni,“ segir Hafsteinn. Útibúið á ísafirði er eitt af fyrstu útibúum Landsbankans þar sem þessi búnaður er tekinn í notkun. Hann er kominn í nokkur útibú í Reykjavík en t.d. ekki enn á Akur- eyri. Stefnt er að því að þessi tækni verði komin í öll útibú bankans í nóvember. Handverkshús við Kleppjárnsreyki í Borgarfírði Ylrækt og handverk Reykholti - Á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur Kristjana Markús- dóttir opnað handverkshúsið KM föndur. Hjónin Kristjana og Jón Albert Sighvatsson keyptu gróðrarstöðina fyrir tíu árum og rækta þar vistvæn- ar paprikur. Kristjana hefur gert upp bústað á lóðinni, sem notaður hefur verið sem geymsla og vinnuað- staða undanfarin ár. Hið nýja hand- verkshús skartaði sínu fegursta í blíðunni þegar fréttaritari Mbl. leit viðfyrir helgi. Á veröndinni var ferskt grænmeti til sölu og birtan lék um vörumar innandyra, en Kristjana hefur stand- sett notalega vinnu- og söluaðstöðu fyrir handverk. Hægt er að setjast niður og fá sér molakaffi á meðan maður virðir fyrir sér vöruúrvalið, en auk eigin framleiðslu selur hún einnig muni sem framleiddir eru í sveitarfélaginu og má þar nefna tré- vöru, skartgripi, steinatölur, búta- Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir FRÁ handverkshúsinu á Klepp- járnsreykjum. saum og ullarvörur. Gömul tréhilla, sem stóð hér á árum áður í Kaupfé- laginu í Borgarnesi, sómir sér vel í einu horninu fyllt smávöru. Hún gæti áður hafa verið notuð undir skrúfur eða aðra smáhluti, en þar má nú m.a. fínna handgerð gjafakort og knipplinga á íslenska búninginn. Kristjana segir að viðtökur hafi verið mjög góðar frá því hún opnaði í júní og að þetta hafí gengið vonum framar. Fólk komi gjarnan við á leið sinni um Kleppjárnsreyki, enda er handverkshúsið staðsett nálægt veg- inum. Morgunblaðið/Helga KRISTJÁN M. Oddsson á verkstæðinu. Nýtt hjólbarðaverkstæði Grundarfjörður - Kristján M. Oddsson opnaði nýtt hjólbarðaverk- stæði mánudaginn 21. júní. Nokkuð er síðan hætt var rekstri gamla bif- reiðaverkstæðisins og hafa Grund- firðingar og gestir þurft að sækja þessa þjónustu annaðhvort út í Ólafsvík, sem er 20 mín. akstur, eða inn í Stykkishólm, sem er 40 mín. akstur eftir misjafnlega slæmum malarvegum, sem gat reynst vafasöm ferð þegar varadekkið var sprungið í skottinu. Verkstæðið er til húsa að Nes- vegi 17 (Lengjunni). Fjölskyldu- hátíð á Kirkjubæj- arklaustri Kirkjubæjarklaustri - Ferða- málafélag Skaftárhrepps efnir til árlegrar fjölskylduhelgi á Kirkjubæjarklaustri helgina 9.-11 júlí. Þar verður margt til skemmtunar fyrir unga sem aldna. Skemmtiatriðin hefjast á föstudagksvöld með „sögust- und“ í kapellu sr. Jóns Stein- grímssonar þar sem rakin er saga staðarins frá landnámi til nútíma. Á laugardeginum eru síðan stanslausar uppákomur frá hádegi til miðnættis, auk þess sem KA býður ýmis góð tilboð. Utimarkaður verður opnaður kl. 13 en kl. 14 verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ekki síst þá yngri. Þar verða „Litlu Ólympíuleikamir", hoppkastali, reiðhjólaþrautir, andlitsmálning o.fl. og verður sú dagskrá við félagsheimilið Kirkjuhvol. Kl. 16.30 hefst svo götubolti við Kirkjubæjarskóla og er keppt í tveimur aldurs- flokkum, 11-15 ára og 16 ára og eldri. Fyrir þá sem hafa gaman af gönguferðum verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn kl. 17. Að því búnu eða kl. 18 verður hálftíma „skálda- vaka“ í kapellu Jóns Stein- grímssonar þar sem minnst verður 100 ára afmælis Jóns Helgasonar Ijóðskálds. Hótel Edda verður með gimilegt grill-hlaðborð um kvöldmatar- leytið og síðan verður varðeld- ur og fjöldasöngur við tjald- svæðið á Kleifum kl. 22. Á sunnudeginum verður róðrarkeppni á Hæðargarðs- vatni og einnig boðið upp á gönguferð með leiðsögn. Á Kirkjubæjarklaustri og í héraðinu í kring eru margs konar möguleikar á gistingu. Glæsilegt hótel á Kirkjubæjar- klaustri, góð bændagisting á nokkrum bæjum og tvö tjald- stæði. Boðið er upp á dagsferð- ir með rútum til margra þekktra staða, sumar með leið- sögn eins og í Laka og Núps- staðarskóg. Þá er golfvöllur á svæðinu, sundlaug og hesta- leigur að ógleymdum mögu- leikum til veiði fyrir alla fjöl- skylduna. Búnaðarsam- tök Vestur- lands á vefinn Reykholti - Búnaðarsamtök Vesturlands hafa opnað vef á Netinu og er slóðin www.vest- urland.is/buvest. Á vefnum er að finna upplýs- ingar um markmið og starf- semi samtakanna, stjórn þeirra og starfslið. Þá eru birtar nið- urstöður úr skýrsluhaldi í nautgripa- og sauðfjárrækt auk almennra upplýsinga um hrossa- og jarðrækt. Þegar er talsvert af gögnum komið á vefinn, sem, eins og allir góðir vefir á Netinu, er í stöðugri vinnslu. Meðal þess sem lesa má um á vefnum eru afurðahæstu búin á Vestur- landi, bestu lambhrútar og vet- urgamlir hrútar, afurðahæstu kýmar, stóðhestar á Vestur- landi, niðurstöður heyefna- greininga og þannig mætti lengi telja. Vefurinn er unninn af Vefsmiðju Vesturlands og Hallgrími Sveinssyni hjá Bún- aðarsamtökunum, sem sér um viðhald og uppfærslur vefjar- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.