Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.07.1999, Blaðsíða 36
*36 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS PÉTURSSON, Þrastarnesi 14, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 4. júlí. Ásta E. Kolbeins, Ásta Kristín Andrésdóttir, Sigurður Svavarsson, Pétur Andrésson, Valgerður O. Hlöðversdóttir, Andrés Andrésson, Brynja Þórarinsdóttir og barnabörn. t Minn kæri bróðir, BJARNI RAGNAR JÓNSSON, Kópavogsbraut 63, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavlkur, Fossvogi, mánudaginn 5. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Björgvin Jónsson. x. t Ástkær eiginmaður minn, afi og langafi, VILBERGUR JÚLÍUSSON fyrrverandi skólastjóri, Sólvangsvegi 1, Höfn, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. Pálína Guðnadóttir, Sigurður Páll Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA HARALDSDÓTTIR, Miðtúni 90, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 9. júlí kl. 13.30. Arndfs Gísladóttir, Sigurbjartur Kjartansson, Hildur Gísladóttir, Frfmann Frímannsson, Ólafur Ágúst Gíslason, Erna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. •y t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR BJARNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Lundi, áður til heimilis á Fossöldu 6, Hellu, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 10. júlí kl. 14.00. Guðrún Birna Garðarsdóttir, Jón Helgason, Kristinn Guðmundur Garðarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Brynja Fríða Garðarsdóttir, Árni Rúnar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON frá Hrafnabjörgum, verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd föstudaginn 9. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Brynjólfsson. VIÐAR ÞOR ÓMARSSON + Viðar Þór Ómarsson fædd- ist í Reykjavík 7. október 1991. Hann lést í umferðarslysi 26. júní 1999. For- eldrar hans eru Að- alheiður Jóhannes- dóttir, f. 12.5. 1966, og Ómar Þórhalls- son, f. 25.6. 1965, sem þá bjuggu í Ólafsvík. Þau slitu samvistir. Núver- andi sambýlismaður Aðalheiðar er Frið- þjófur Friðþjófsson og á hann tvo syni. Þau búa í Lautasmára 24 í Kópavogi. Sambýliskona Ómars er Magnea Richardsdóttir og á hún tvö börn, dreng og stúlku. Saman eiga Ómar og Magnea dóttur- ina Guðbjörgu Ósk, f. 1.4. 1998, þau búa á Smáragötu 20 í V estmannaeyjum. Viðar Þór stund- aði síðastliðinn vet- ur nám í 2. bekk Smáraskóla í Kópa- vogi og jafnframt æfði hann knatt- spyrnu með yngstu flokkum Breiða- bliks í Kópavogi og einnig með ÍBV þann tíma sem hann dvaldi í Vestmannaeyj- um. títför Viðars Þórs fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag kl. 15:00. Það var laugardaginn 26. júní síðastliðinn að ég var staddur á Akureyri og var ætlunin að ég yrði viðstaddur brúðkaup. Rétt áður en gengið skyldi til kirkju hringdi síminn og var það Dóri bróðir sem tilkynnti mér að sonur minn, Viðar Þór, hefði lent fyrir bíl og væri mikið slasaður. Það þyrmdi yfir mig og ég trúði ekki að minn eigin sonur gæti lent í slíku. Hann sem alltaf passaði sig svo vel þegar far- ið var yfir götu. Eg ákvað að lifa í trúnni á að læknunum tækist að bjarga honum, en sú von lifði ekki lengi. Önnur símhringing kom stuttu seinna og þá var tilkynnt að Viðar Þór væri dáinn. Það var sem veröldinn hryndi eins og spilaborg og spurningarnar um tilgang lífsins og hvers vegna Guð geri þetta leit- uðu á hugann. En engin fær maður svörin. Eg man svo vel eftir okkar síð- ustu samverustund í Vestmanna- eyjum þegar pabbi breiddi yfir þig sængina og þú knúsaðir hann og kysstir og þú ætlaðir svo sannar- lega að koma á þjóðhátíðina seinna í sumar. Þess í stað situr pabbi með kökk í hálsinum og tárin brjótast fram þegar þessar línur eru skrif- aðar. Allt frá því þú fæddist reyndi pabbi að veita þér alla þá ást og hlýju sem hann átti og eftir að við mamma þín skildum þá hét ég því að aldrei skyldi ég missa tengslin við þig. Ég vona að það hafi tekist því að í öllum þínum fríum komst þú til Vestmannaeyja og þar undir þú þér vel í fótboltanum, því hann var jú allt í þínum huga. Pabbi þarf ekki að skrifa á blað kosti þína og góðverk því slíkt yrði efni í heila bók. Heldur mun pabbi geyma minninguna um góðan son í hjarta sínu alla tíð. Elsku litli pabbastrákur, nú þegar leiðir okkar skilja veit ég að þú ert í góðum höndum og að við eigum eftir að hittast seinna meir. Þá verður sorgin ekki til staðar heldur verða fagnaðarfundir. Guð veri með þér alla tíð, elsku drengurinn minn. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fógru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu fljótt á hvitum vængjum um miðja nótt. (S.Th.) Þinn pabbi. UTFARARSTOFA OSWALDS simi 551 3485 ÞjÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI sriM I I ÍB • 101 HIA KJAVI'K l.fKKISTUVINNUST()l:A EYVINDAR ÁRNASONAR Sú harmafregn sem okkur barst laugardaginn 26. júní um að Viðar Þór væri dáinn mun sitja í okkur um alla framtíð. Nú koma upp í huga okkar allar þær stundir sem við áttum saman. Það var ávallt mikill spenningur þegar þú varst að koma til Eyja og ætlaðir að eyða fríinu þínu með okkur. Þú hljópst út úr vélinni með þitt fallega bros og kysstir okkur öll. Síðan byrjuðu sögurnar af fluginu, hvernig vélin hafi hoppað, því það þótti þér gam- an. Þú varst hjá okkur allt sumarið ‘98 og æfðir fótbolta með ÍBV. Einn daginn komst þú heim með bikar því þú hafðir unnið víta- spyrnukeppni í þínum flokki. Stolt- ið var mikið og brosið var breitt þegar þið Lilja Dröfn, sem líka hafði unnið bikar, voruð mynduð og þær minningar eru nú varðveittar að eilífu. En þetta var ekki í eina skiptið sem þú vannst bikar því seinna um sumarið vannst þú ann- an bikar og sýndir þá sannarlega að þú kunnir ýmislegt fyrir þér í boltanum. Þú og hún Li)ja Dröfn voruð ekki í vandræðum með að kynnast þegar þið hittust fyrst í ágúst ‘95 og allt fram á síðasta daginn sem þið vor- um saman í Herjólfi á leið til Reykjavíkur bar aldrei nokkurn skugga á samband ykkar. Það var ekki laust við að þú litir á hana sem stóru systur því alltaf fórstu til hennar og spurðir í hvaða íot þú ættir að fara við hin ýmsu tilefni og ekki leiddist henni Lilju Dröfn það. Það ríkti mikill spenningur hjá þér þegar hún Guðbjörg Ósk, litla systir þín, fæddist. Allt frá þeim tíma spurðir þú ávallt um hana, hvort hún væri komin með tönn, hvort hún væri farin að labba og hvort hún væri kannske orðin svolít- ið frek. Alltaf þegar þú komst til Eyja fylgdu þér pakkar til systr- anna og lýsti það vel hugulsemi þinni. Þannig gætum við lengi rakið þær stundir sem við áttum, en minn- inguna um þig, elsku Viðar Þór, geymum við í hjarta okkar. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu". (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran.) Með hinstu kveðju, pabbi, Magnea, Lilja Dröfn og Guðbjörg Ósk. Elsku Viðar minn. Hann var dapurlegur fyrir mig, ömmu Gógó í Olafsvík, laugardag- urinn 26. júní sl. þegar mér voru færðar þær fréttir að þú hafir orðið fyrir hræðilegu slysi og værir farinn frá mér. A slíkri stundu hvarflar að mér sú hugsun að veröldin getur verið grimm og miskunnarlaus. Að slíkt geti gerst þeim sem síst skyldi og það skuli vera lítill sjö ára sak- laus drengur sem varð fyrir valinu að þessu sinni. En á stundum sem þessum hvarflar hugurinn líka til baka til þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum saman í leik og starfi. Ég minnist þess þegar við fórum í boltaleik saman, tókum okkur far með strætisvagninum til þess að skoða okkur um í borginni. Enn- fremur eru þær stundir minnis- stæðar þegar ég var að lesa fyrir þig á kvöldin þar til þú sofnaðir þreyttur eftir amstur dagsins og friður og ró færðist yfir barnslegt andlitið. Oft voru spurningar þínar um eitt og annað eins og börnum er tamt erfiðar og vandfundin voru svör við þeim en allt leystist þetta okkar á milli. Elsku litli vinur minn, á þessari stundu finnst mér vandséð hvernig þínir nánustu lifa lífinu að þér fjar- stöddum. Hins vegar segir „að tím- inn lækni öll sár“. Með það í huga og minninguna um saklausan og góðan dreng sem ég unni svo mjög verða seinni æviárin mér léttari. Ennfrem- ur er ég sannfærð um að almættið mun bæta mér missinn þannig að leiðir okkar liggi saman að nýju og munum við þá geta tekið upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Að lokum bið ég góðan guð um að styrkja for- eldra þína og aðra aðstandendur á erfiðri stundu. Góði guð, gættu elsku litla drengsins míns. Ég kveð þig með bæninni okkar: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónss.) Amma. í dag kveðjum við sólargeislann okkar, Viðar Þór. Amma og afi voru á leið heim úr vikudvöl fyrir norðan og vissu að fljótlega eftir heimkomu fengju þau barnabömin í heimsókn. Ferðin heim breyttist í skelfingu þegar við fréttum að Viðar Þór hefði orðið fyrir bfl á Fjallkonuvegi þegar hann var með Þórhalli frænda sínum á leið í ísbúðina. Stuttu síðai- barst okkur fregnin að drengurinn okkar væri dáinn. Allt líf Viðars Þórs einkenndist af ást og umhyggju foreldra og okkar hinna sem fylgdumst með þroska hans og uppvexti og breytti þar engu er foreldrar slitu samvistir. Bæði hugsuðu um að hann færi ekki á mis við það að eiga foreldri. Það er margs að minnast þótt horft sé yfir stutta ævi, afmælisdagar þínir voru engu líkir þar sem mamma var farin að huga að þeim degi 1-2 mánuðum áður en dagur- inn rann upp. Fullorðnir fengu ekki að vera með því þetta var hátíð þín og barnanna sem komu í afmælið og þar var ekki boðið upp á pylsu eða kók og síðan farið út að leika. Nei, þar var meðlæti á borðum sem sniðið var þörfum barna en hefði sómt sér í hvaða stórafmæli sem var. A eftir barst leikurinn út þar sem mamma var með vinkonum eða systrum komin í grímubúning svo nú voru furðuverur komnar á kreik meðal barnanna. Að kveldi þegar við fullorðnu komum í afmælið geislaði frá þér þegar þú sagðir okkur viðburði dagsins. Hún mamma þín er engri lík. Viðar okkar Þór var ekki gamall þegar fótboltinn átti hug hans allan og þá var sjálfsagt að klæða hann í búning ÍA-liðsins sem hann klædd- ist að öllu jöfnu þar til hann fór til sumardvalar í fyrrasumar til pabba og Magneu sem búa í Vestmanna- eyjum og æfði þar fótbolta með leik- félögum sínum þannig að ÍBV var komið í fyrsta sæti. Fyrsti þjálfarinn var Gógó amma sem háði mörg ein- vígi við hann í ganginum í Kleifar- seli en tapaði alltaf, hún verðlaunaði síðan drenginn sinn með bikar eða öðru sem hún átti. Þær voru ófáar ferðirnar sem þið frændurnir komuð með okkur í sumarbústaðinn þar sem við undum okkur við leik og störf. Síðasta heimsókn þín til okkar var dálítið sérstök þar sem þið mamma komuð með svartbaksegg sem þið höfðuð tínt á Suðurnesjum. Þú varst búin að selja mörg en fimm voru eftir og tilvalið að selja afa þau. Þegar ég sagði þér að mér fyndist þau ekki mjög góð varst þú fljótur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.