Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 6$ - Einn maður, eitt atkvæði Frá Guðmundi Rafni Geirdal: EF FORSETI íslands hefur ekki undirritað lög um kosningar og kjördæmaskipan enn hefur hann enn tækifæri til að synja því stað- festingar. Samkvæmt Sigurði Lín- dal lagaprófessor, sem annaðist endurskoðun á stjómarskránni, er þetta mikilvægur réttur sem forset- inn á að geta nýtt sér ef hann telur að lagasetning gæti brotið í bága við almenn lýðréttindi í landinu. For- setinn hefur einnig þann kost að velja sömu eða sambærilega leið og Vigdís Finnbogadóttir valdi varð- andi undirritun EES-samningsins, en það var að bíða með undirritun, kalla ráðherra til fundar við sig og gefa út sérstaka yfirlýsingu um af- stöðu sína. Ef forsetinn velur hins vegar að undirrita án tafa er ljóst að lagafrumvarpið fær með því fullt gildi og miklar framfarir hafa átt sér stað. Mesta misvægi atkvæða hefur verið minnkað úr um 3,55 nið- ur í um 1,5-1,8. Þá er næsta bar- áttumál að miða að fullri jöfnun at- kvæðavægis í sem nánastri framtíð. Leiðari Morgunblaðsins styður slíka þróun. Um daginn hringdi í mig aðili inn- an stjórnmálaflokks og ræddi við mig um þetta mál. Hann sagði að Alþýðuflokkurinn hefði barist fyrir jöfnun atkvæða undanfarin 50 ár en aðilar sem hlynntir væru sjónarmið- um Framsóknarflokksins hefðu setíð staðið á móti. Taldi hann brýnt að hefja breiðfylkingu um undir- skriftasöfnun þar sem hvatt er til jöfnunar atkvæðavægis. Eg studdi þá hugmynd. Málið er einfalt. í öllum félögum og samtökum landsins gildir jafnt atkvæðavægi. í stuttu máli sagt: Einn maður, eitt atkvæði. Engum á að hygla umfram annan. Allir gang- ast undir það sama. Það sama gildir um forsetakosn- ingar. Landið er eitt kjördæmi. Öll atkvæði gilda það sama. Á grund- velli þess var Ólafur Ragnar kosinn. Stjómskipun íslands er þannig byggð upp að forsetinn situr í hringamiðjunni með táknrænum hætti. Allt sem gildir um hann er fordæmi að öðrum lögum og regl- um. Því hljómar það öfugt að at- kvæðavægið sé jafnt um hann en ekki um þingmenn. Satt að segja er kosið um æðsta sæti þjóðarinnar með jöfnu atkvæðavægi, svo og um hin venjulegustu formannsstörf í jafnvel smæstu félögum. Alþingi kemur þarna á milli eins og slá'att- inn úr sauðarleggnum. Hvers vegna á eitthvað annað að gilda um þá en afgang þjóðarinnar? Eg mótmæli! Algengustu rökin fyrir því hvers vegna ekki eigi að jafna atkvæða- vægi er að það verði að taka tillit til landsbyggðarinnar. Mitt sjónarmið á móti er að það megi ekki rugla þessu tvennu saman. Það verði að taka jöfnun atkvæðavægis sem eitt sérmál og afgreiða það í samræmi við jafnræðisreglu stjómarskrár- innar. Síðan megi hins vegar styrkja byggðastefnu og Byggða- stofnun á móti. Til að hinn almenni lesandi skilji betur hvað um er að ræða, þá er nú- verandi staða um 75% kjósenda sú, svo tilbúið dæmi sé notað, að ef maður með lögheimili á suðvestur- horni landsins færi út í búð að kaupa mjólk fyrir 100 krónur þá fengi hann einn lítra. Ef síðan kæmi maður upp að hliðinni á honum sem segðist eiga lögheimili annars stað- ar á landinu og bæði um mjólk fyrir 100 krónur þá fengi hann 1,5-1,8 lítra. Þetta er algjörlega óviðun- andi. Þetta þýðir að um 150.000 kjósendur af um 200.000 kjósendum bera skarðan hlut frá borði. Ég hvet því hér með til fjöldamótmæla. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og fyrrv. forsetaframbj óðandi. Breiðvíkingakappi hét Björn Frá Sveini Indriðasyni: í GREIN í Morgunblaðinu 1. júlí sl. er sagt frá gönguferðum á Snæ- fellsnesi. Þar er sagt frá ferð um Kambs- skarð, þeirri leið, sem sagan segir að Bjanii Breiðvíkingakappi hafi farið að heimsækja Þuríði, hús- freyju að Fróðá. I Eyrbyggjasögu bls. 70 segir svo: „En þegar Þuríður kom til Fróðár, vandi Björn Ásbrandsson þangað komur sínar og var það al- þýðumál, að með þeim Þuríði væru fíflingar.“ Þessi nafnvilla, Bjarni í staðinn fyrir Bjöm, er í ferðabæklingi um Vesturland og er vafalaust þaðan komin í Morgunblaðið. Þessar línur eru skrifaðar vegna þess, að Morgunblaðið er þekkt að því að vilja fara rétt með íslenskt mál, nöfnin og söguna. SVEINN INDRIÐASON frá Kambi. FENG SHUI með Jon Sandifer Námskeið 16. - 18. júlí • Kenndir verða grunnþættir Feng Shui • Feng Shui í daglegu lífi • Feng Shui og heilhrigt líf • Feng Shui til uppröðunar á heimili Upplýsingar og skráning í síma 552 0756 eftir kl. 18 Sólgleraugu á húsið - bílinn Lituð filma innan á gleri tekur um 2/3 af sólarhita, 1/3 af sólarbirtu og nærri alla upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á slysum. Filman eykur vellíðan og öryggi og gerir húsið eða bílinn glæsilegri. Asetning - fagmenn QIál Ufj. Dalbrekku 22, Kóp. - s. 544 5770 Um vit og strit Stefáns Frá Matthíasi Kristiansen: STEFÁN Snævan-, doktor í heim- speki, skrifar í sunnudagsblað Mbl. 11. júlí sl. afbragðsádrepu til varn- ar menntun og gegn heimskunni sem tröllríður hverju samfélagi. Margt í þessari grein er vel og hnyttilega orðað eins og Stefáns er von og visa og honum er heitt í hamsi gagnvart menntahatri þeirra sem þó eiga allt sitt undir því að framfarir og tækniþróun eigi sér áfram stað undir stjórn fólks sem býr yfir þekkingu. Á einum stað skýst doktornum þó illilega. Hann gerir þá regin- skyssu að setja samasemmerki milli menntunarsnauðs fólks með minnimáttarkennd gagnvart menntafólki og lesblindra. Lesblinda er vandamál sem margir stríða við. Lesblindu ein- staklinga er að finna í öllum geir- um samfélagsins og margir þeirra hafa brotist til mennta þrátt fyrir sína námsörðugleika og sumir jafn- vel orðið doktorar í sinni grein. Ekki er ólíklegt að Stefán hafi sjálfur kennt lesblindum einstak- lingum á ferli sínum sem háskóla- kennari. Lesblinda greinist í * marga undirflokka og getur lýst sér á mjög mismunandi hátt. Það er doktor til skammar, sama í hvaða grein hann hefur doktorer- að, að setja allt lesblint fólk undir einn hatt sem fulltrúa fáfræðinnar. Fólk með lesblindu og aðra námsörðugleika á við nógu mikinn vanda að stríða þótt það þurfi ekki að búa við skítkast fólks sem ætti að vita betur. MATTHÍAS KRISTIANSEN, þýðandi.s - Dúndur UTSALA Alltað 70% afsláttur buxup ■ núkr. 3.900 áðurJuvGJJSlT peysun - nú kr. 2.900 áðurJav&OOOT peysup - nú kr. 1.900 áðurjii!-&90(r Sparkz peysur - nú kr. 1.900 áðujiJ(Pr4á00 gallar - nú kr. 3.500 áðurJcnJWOO' $j skór -....nú kr. 3.900 f áðurjtn^oor ^ casalí -—30%afsl. adidas buxup - frá kr. 2.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.