Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 25 www.ostur. ERLENT Kínverjum ekki runnin reiðin þótt Taívanar hafí dregið í land „Orðagjálfur dylji ekki ásetn- ing Taívana“ Peking. Reuters. TILRAUNIR Taívana til að draga í land með yfirlýsingar sínar um „tvö kínversk ríki“ hlutu í gær dræmar undirtektir hjá Kínverj- um. Sögðu Kínverjar að yfirlýsing- ar Taívana í fýrradag gætu ekki dulið þá staðreynd að þeir aðhyllt- ust aðskilnað landanna tveggja. „Hversu mjög svo sem yfirvöld í Taívan fela ásetning sinn með orðagjálfri er takmark þeirra eftir sem áður aðskilnaður ríkjanna,“ sagði Zhang Qiyue, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, á fréttamannafundi í Peking. Kínversk stjórnvöld líta svo á að Taívan tilheyri Kína og að kjörin stjórn landsins sé í raun einungis eins konar héraðsstjórn í Kína. Því ollu yfirlýsingar Lee Teng-huis, forseta Taívans, í síðustu viku miklu uppnámi en hann sagði þá að taívönsk stjórnvöld hygðust hér eftir haga samskiptum sínum við Kína eins og um samband tveggja fullvalda ríkja væri að ræða. Eftir að Kínverjar brugðust ókvæða við og sögðu m.a. að ekki væri útilokað að þeir beittu her- valdi, drógu Taívanar í land og í fyrradag sagði Teng-hui að ekki stæði til að lýsa Taívan sjálfstætt ríki og að ekki væri íyrirhugað að breyta stjórnarskránni í þá átt að um tvö kínversk ríki væri að ræða. Af ummælum Zhangs Qiyues í gær mátti hins vegar ráða að Kín- verjum væri ekki runnin reiðin og hún ítrekaði að Kínverjar litu háttalag Taívana alvarlegum aug- um. „I raun og veru er það tak- mark þeirra að kljúfa kínverska ríkið,“ sagði hún. Bandaríkjamenn hafa undan- fama daga reynt að ganga í milli og Stanley Roth, aðstoðarráðherra í málefnum Austur-Asíu og Kyrra- hafsríkjanna, kom til Peking í gær til að ræða við þarlend stjómvöld um deiluna við Taívana. Deila Kín- verja og Taívana verður jafnframt ofarlega á baugi á fundi ASEAN- samtaka Suðaustur-Asíuríkja sem hefst í Singapore í dag. IBrœddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur — fáðu þér ost og notaðu hugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í.sumar! Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR W OStar, Línur OSTUR Cardinal 63 R Veiðivörur frá Abu Garcia_ í veiðitúrinn Með veiðivörum frá Abu tryggir þú þér ánægjuiegan veiðitúr. Cardinal veiðihjólin eru löngu þekkt fyrir gæði, glæsileika og góða endingu. Nýjustu hjólin eru með hefðbundnu útliti en framleidd að stórum hluta úr grafíti, efni sem gerir þau sterkari en jafnframt léttari og meðfærilegri. Abu veiðistangirnar eru flestar framleiddar úr grafít blöndu og þola því mikla sveigju. Þær fást með náttúrulegum kork í handföngum. Veiðihjólin og stangirnar eru til í mörgum gerðum og verðflokkum. A GRILLIÐ Cardinal 54 R Cardinal 85 R „Anti twister" mkhu Garcia. for life._ Nákvæm bremsustilling Kúlulegur GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK UTILIF Viðgerðamótaka é ABU-Garcia veiðihjólum. GLÆSIBÆ Sfmi 581 2922 • www.utilif.is Opið mánud., þríðjud., miðvikud. og föstudaga kl. 10 ■ Fimmtudaga kl. 10 - 22. Laugardaga kl. 10 - 16. 18. Styðja löggildingu fánans Tókýó. Reuters. HOPUR námsmanna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið f Tokýó í gær til að mótmæla ákvörðun neðri deildar þingsins um að samþykkja frumvarp um löggildingu japanska fánans og þjóðsöngsins. Frumvarpið verður lagt fyrir efri deildina 13. ágúst næstkomandi og er talið líklegt að það verði samþykkt þar. Þrátt fyr- ir töluverðar efasemdir í Japan um að lögfesta fánann með hinni risandi súl, og þjóðsönginn, Kimigayo, sem margir tengja við árásartilhneigingu og stríðstíma, samþykkti neðri deildin frumvarp- ið með 403 atkvæðum gegn 86. Fáninn, er nefnist Hinomaru, og þjóðsöngurinn teljast nú ekki þjóð- artákn samkvæmt lögum eða sfjórnarskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.