Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR Meðal launahækkun starfsstétta Ríkisspítala 1996-1998 var 30% Laun lækna hækkuðu um 42% og ófaglærðra um 18% Launahækkanir starfsfólks á Ríkisspítölum frá 1996 til 1998. Hækkun heildarlauna. Læknar Tæknar Hjúkrunarfólk 262 stöðugildi 207 stöðugildi 906 stöðugildi Meðaltal allra \ Skrifstofufólk | Tæknimenn| Matarf. Lyfjafr. | Sálfr., fél.ráðgj., fóstrur | Ófaglærðir starfsm. | 2.484 stöðugildi 161 stöðugildi 67 stöðug. 23% 54 stöðug. 22% 235 stöðug. 22% 598 st.g. 18% LAUNAHÆKKANIR starfs- manna Ríkisspítala árin 1996 til 1998 voru 30% að meðaltali. Laun lækna hækkuðu mest eða um 42% en minnst hjá ófaglærðum, eða 18%. Miðað er við heildarlaun fyr- ir hvert stöðugildi. Þetta kemur fram í grein Eddu Rósar Karls- dóttur, hagfræðings ASÍ, í nýút- komnu tölublaði Eflingar - stétt- arfélags. Alls eru 2.484 stöðugildi hjá Ríkisspítölum. Stöðugildi lækna eru 262 og hækka laun lækna sem fyrr segir um 42% á þessum tíma. Laun tækna hækkuðu um 32% og laun hjúkrunarfólks um 31% en þar segist greinarhöfundur hafa orðið að taka saman laun hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða. Þær stéttir hafí ekki fengið sömu kjara- bætur, hjúkrunarfræðingar hafi fengið mun meira en 31% hækkun en sjúkraliðar mun minni. Fékk ekki upplýsingar frá ríkisbókhaldi Þá segir í greininni að dagvinnu- laun ófaglærðra hafí hækkað um 16% en heildarlaun um 18%. Dag- vinnulaun lækna hafi hækkað um 65% en heildarlaun þeirra um 42%. Edda Rós Karlsdóttir segist hafa óskað eftir upplýsingum frá ríkisbókhaldi um launaþróun en ekki fengið. Því séu upplýsingarn- ar fengnar eftir „öðrum og krók- óttari leiðum“, og sá galli á þeim að þær séu ónákvæmar. Hún seg- ir að árið 1996 hafi heildarlaun ófaglærðra starfsmanna verið að meðaltali 32% af heildarlaunum lækna. Árið 1998 hafi þau hins vegar verið dottin niður í 26% af heildarlaunum lækna. Þá reiknar greinarhöfundur út að hefðu heildarlaun lækna verið hækkuð 7% minna en gert var hefði það fjármagn dugað til að hækka laun allra ófaglærðra um 8,3%. Heild- arlaun lækna hefðu samt hækkað um 35%. Rafmagnsgirð- ing sett upp til varnar búfénaði UNNIÐ hefur verið að uppsetningu rafmagnsgirðingar meðfram þjóð- vegi 85 í Aðaldalshrauni í Suður- Þingeyjarsýslu til að halda búfénaði frá veginum og er gert ráð fyrir að ljúka við girðingarvinnuna um næstu mánaðamót. Valinn var sá kostur að setja upp rafmagnsgirðingu með- fram veginum vegna lítils kostnaðar en alls nemur lengd girðingarinnar um 20 kílómetrum og nær hún út að Skjálfandafljóti. Kostnaður er um þrjár milljónir króna að frádregnum vinnuvélakostnaði og greiðir Vega- gerð ríkisins kostnaðinn en Aðal- dælahreppur bauð verkið út. Að sögn Stefáns Jónssonar verk- taka var hafin vinna við uppsetn- ingu búfjárgirðingarinnar síðastlið- ið haust og var þá áætlað að ljúka við verkið að mestu fyrir veturinn, en vegna þess hversu snemma vet- ur gekk í garð urðu þær áætlanir að engu. Því var haldið áfram þar sem frá var horfið í vor er snjóa leysti og er nú séð fyrir endann á verkinu. Notaðir eru steypustyrktarteinar með plastkápu sem girðingarstaurar og bera þeir uppi fimm girðingar- strengi, sem eiga að halda búfénaði í hæfilegri fjarlægð frá veginum. 9* Antikhúsgögn GUi, Kjalarnesi, s. 566 8963 NÝ SENDiNG Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri,- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. -J Andblær liðinna ára JVttttk-Jínstít DkóLivorðusJtííi 21, símí 552 2419 Opíð: Vírka daga kL 12-18, UugarcUga. kL 12-16. LS Ný sendíng komín afgóðum a.ntíkhúsgögnum og skrautmunum 30. júlí-2. ágúst 1999 Hljóðfæra- og sönghátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina 1999 „Folkfestival“ NÚ eru iiOt fyrir þig og hljóðfærið þitt, vasasöngbókina, góða skapið og sönggleðina, í samspilið og alla almenna þátttöku! Um verslunarmannahelgina verður haldin söng- og hljóðfæraásláttarhátíð í Árnesi. „Folkfestival" eins og þau gerast best austan hafs og vestan og hafa aldrei verið hald- in á íslandi. Aldrei hefur verið reynt að laða á einn stað fólk á öllum aldri og af öllum þjóðum til að spila og syngja saman og skapa þar með einskonar alþýðustemmn- ingu þar sem allir geta verið þátttakendur. Árnes og umhverfi þess er kjörinn staður til að halda slíka hátíð þar sem góð aðstaða fyrir ferðafólk er fyrir hendi og hægt að hlaupa inn í hús gerist veður válynd. Við Árnes eru góð tjaldstæði, sundlaug, heitir pottar, knattspyrnuvöilur o.fl. Fjöldi landskunnra listamanna koma fram á hátíðinni og má þar nefna m.a. KK, Bubba, Geirfuglana, Bjartmar Guðlaugsson, Súkkat, Bláa fiðringinn, Björgvin Gíslason, Eyjólf Kristjánsson, Ólaf Þórðarson, Sigurð Gröndal, Wilmu Young, Björn Thoroddsen, Kuran Swing o.fl. Einnig verða þrennir klassískir tónleikar í boði fyrirfólk. Á þeim koma fram dúó skipað hörpu og sellói, Strengjatríó og íslenska tríóið, skipað píanói, fagotti og óbói. Það er eindregin ósk mótshaldara að allir þeir sem hafa gaman af því að syngja og spila á hljóðfæri með öðrum mæti á staðinn og taki þátt. Meiningin er sú að fólk sem þekkist ekkert spili og syngi saman og skapi þannig mjög skemmtilega og jákvæða stemningu. Þetta verður fjölskylduvæn hátíð þar sem allir sem vilja geta verið þátttak- endur og komið fram einir eða með öðrum, hvort sem þeir leika á skeiðar, önnur hljóðfæri eða vilja bara syngja. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að hafa með sér hljóðfærin sín og söngbækur og gerast þátttakendur í vonandi stærstu þjóðlagahljómsveit sem hér hefur sést. Svæöiö verður opnað formiega kl. 13.00. Dagskráin hefst á föstudagskvöldið 30. júlí með dansleik í Árnesi þar sem hið frábæra tríó Blái fiðringurinn leikur. Miðaverði verður stillt mjög í hóf og kostar aðeins kr. 2.000 inn á mótssvæðii Á dansleik kostar kr. 300. Allar nánari upplýsingar veitir: rv ÞÚSUND ÞJALIR-UMBOÐSSKRIFSTOFA LISTAMANNA tusturstræti 6 • 101 Reykjavík • Símar 552 4022 / 898 0120 • Fax 552 4065 Netföng olit@1 OOOth.is / siggi@1 OOOth.is • Veffang: http://www.1000th.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.