Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 11 Garðabæ, Mosfellsbæ, Keflavík og á Isafirði. Helgin hófst á föstudögum eftir vinnu á öllum þeim heimilum sem sambandi var haft við. Barnlaust fólk og ungir foreldrar byrjuðu gjarnan á því að kaupa eitthvað inn, en þó var allur gangur á innkaupum hjá þessum aldurshópi. „Okkur leið- ist svo að gera matarinnkaup því við fáum svo lélega þjónustu," sögðu ung hjón. „Maður kaupir kannski fyrir tíu þúsund krónur og vörumar eru ekki einu sinni settar í poka fyr- h- mann.“ Þessi aldurshópur hafði ekki mik- ið fyrir matseld þegar heim vai- komið. „Eitthvað létt og fljótlegt", hét það. Oftast var flatbaka pöntuð eða grilluðum kjúklingi kippt með heim. Bamlausa fólkið fékk sér líka oft létt snarl á veitingastað eða á kaffihúsi. Margir fengu sér bjór með matnum. Kvöldinu hjá þessum aldurshópi var gjarnan eytt í góðra vina hópi, í kvikmyndahúsi eða þegar allt annað brást, fyrir framan sjónvarpið. Yfír- leitt vora þá myndbandsspólur leigðar. I flestum tilvikum forðaðist fjöl- skyldufólkið að gera innkaup á föstudögum. „Maður er of þreyttur eftir vikuna til að standa í slíku. Svo er nú líka opið alla daga hvort sem er.“ Flatbaka, oft heimatilbúin, pasta og grænmeti höfðu vinninginn þeg- ar föstudagsmaturinn var annars vegar. Minna var um að bjór eða vín væri drukkið með mat á heimilum þar sem börn voru á öllum aldri. Sumir fengu sér þó stöku sinnum bjór eða vínglas og ein hjónin opn- uðu gjarnan hvítvínsflösku á föstu- degi sem þau luku síðan við með inatnum á sunnudagskvöldi. Fólk sem hefur komið börnum sínum á legg virðist njóta föstu- daganna sérstaklega. „Besti dagur vikunnar,“ sögðu hjón sem voru farin að sofa á ellefta tímanum eft- ir að hafa dottað yfir sjónvarpinu allt kvöldið. En þá voru þau líka búin að gera vel við sig í mat og drykk, höfðu hlustað á tónlist og spjallað meðan nostrað var við matargerð. Flatbaka á föstudögum á ekki upp á pallborðið hjá þessum aldurs- hópi, en kjúklingar og fiskur voru vinsæl. Sá gamli siður að kaupa inn á föstudögum var enn í fullu gildi og keyptu þá margir tilbúinn kjúkling í leiðinni. Flestir fengu sér léttvíns- glas með matnum. Ein hjónin drukku eingöngu vín með mat á föstudagskvöldum. Sund og hjólreiðar A helmingi þeirra heimila sem samband var haft við unnu húsráð- endur fram yfir hádegi á laugardög- um. I flestum tilvikum bæði hjónin. En hjá þeim sem gátu notið laug- ardagsmorgna mátti sjá greinilegt mynstur. Karlar sáu oftar um morgunmat, fóru jafnvel út í bakarí eftir nýju brauði, en konur kusu að lúra aðeins frameftir. Fengu sér að vísu morgunkaffi en fóru svo upp í aftur með blöðin eða bækur. Flestir lögðust í blaðalestur á laugardags- morgnum og börnin horfðu á bama- efni sjónvarpsins. Ein hjón með uppkomin börn höfðu það fyrir sið að fá sér ætíð morgunkaffið á laugardögum á kaffihúsi í miðbænum. A laugardögum var þrifíð og bömin böðuð hér áður fyrr en nú er öldin önnur. Á aðeins sjö heimilum af tuttugu var þrifið á laugardögum. Fæstir vildu eyða helgunum í þrif og voru ungir foreldrar mjög ákveðnir í þeirri afstöðu sinni. Menn þrifu þá eftir hendinni á rúm- helgum dögum. Á þrem heimilum var húshjálp. En þótt börnunum sé ekki Iengur skellt í bala á laugardagskvöldum, voru þau þó mörg sem busluðu í sundlaugum um helgar með foreldr- um sínum. Ungir foreldrar voru duglegir að fara í sund með börn sín og foreldrar sem áttu eldri börn fóru gjarnan út að hjóla með þeim. Sund, hjólreiðar og gönguferðir voru þær íþróttagreinar sem oftast voru nefndar þegar spurt var um útivist eða holla hreyfingu um helg- ar. Þeir sem voru ekki með tuskuna Helgarnar fyrir barnið „Við reynum að haga helgunum þannig að barninu fínnist þær skemmtilegar," segja þau Helga Atladótt- ir hjúkrunarfræðinemi og Alexander Eck húsgagna- smiður, sem eiga dótturina Nínu, fjögurra ára. Helg- unuin er því ekki varið í þrif og innkaup, sá þáttur heimilishaldsins er afgreiddur í miðri viku. A föstu- dagskvöldum er eitthvað létt og fljótlegt haft í mat- inn og kvöldinu gjarnan eytt í hópi vina eða ættingja. I hádeginu á laugardögum, eftir að dóttirin hefur horft á barnaefni sjónvarpsins, er sund fastur liður á dagskrá. „Við förum með vinum og systkinum í sund og á eftir er annaðhvort farið á kaffihús eða heim til okkar í kaffi.“ Sparimáltíðin er á laugardögum. „Við erum kannski með kjúklinga eða svínakjöt, drekkum sjald- an vín með mat. Við förum lítið út að skemmta okkur, ef bíóferðir eru undanskyldar, og á laugardagskvöld- um leigjum við okkur stundum myndbandsspólu." Á vetuma fara þau alltaf í sunnudagaskóla með barnið en siðan er deginum varið eins og þeirri stuttu hentar best, í heimsóknir, oft upp á Akranes til afa og ömmu, gönguferðir, eða að öndunum á tjörninni er Morgunblaðið/Árni Sæberg HELGA Atladóttir og Alexander Eck með dóttur- ina Nínu. „Eftir sundið er farið á kaffihús." gefið. Hún sér Iíka þau barnaleikrit sem í boði eru. Stundum þegar mamma er mjög upptekin við lær- dóminn eyðir hún helgunum eingöugu með pabba. Sund og syngjandi píanó Margrét Geirsdóttir tónlistarkennari og Marzellí- us Sveinbjörnsson verkstjóri á ísafirði reyna að hafa sem minnst fyrir matnum á föstudögum. Dæt- urnar þrjár, Helga Margi ét, 11 ára, Anna, 8 ára, og Agnes Osk, 5 ára, hafa ekkert á móti því að fá flatböku. Kvöldinu er svo eytt í rólegheitum yfir blöðum og sjónvarpi. Á laugardagsmorgnum horfa heimasæturnar á barnaefnið í sjónvarpinu meðan þær maula „bland í poka“, sem þær hafa geymt til þeirrar stundar. Marzellíus fer í vinnuna en Margrét stússar í einu og öðru. Hún spilar oft á böllum og þarf stundum að færa hljóðfæri milli staða. „Eftir hádegi tekur tónlistin því oft völdin bæði heima og heiman. Dæturnar æfa sig fyrir tónlistartímana og útsetja vinsælustu dægurlögin svo það syngur í pianóinu meira eða minna alla helgina." Þvottar og þrif eru oftast á dagskrá á laugar- dögum og þegar vel viðrar er gjarnan farið út að hjóla. Besta máltíð vikunnar er höfð á laugardags- kvöldum. „Við erum til dæmis með læri, kjúklinga, gúllassúpu eða fisksúpu og drekkum þá léttvín eða bjór með. Um kvöldið horfum við á sjónvarp eða spilum og púslum." Sund á sunnudagsmorgnum er hefðbundið og „naglfast". Eftir sundið er alltaf farið í bakaríið og síðan heim til systur Marzellíusar, sem fer einnig í sund, og þar er morgunmat og hádegismat slegið saman. Ein dætranna flengist svo hjá frænkunni Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „EFTIR hádegi tekur tónlistin völdin." Margét og Marzelliús með dæturnar Helgu Margréti, Agnesi Ósk og Önnu. fram eftir degi. Stundum fer Margrét í kirkju, en hún stjórnar kórum sem syngja oft í guðsþjónustum. Að öðru leyti tilheyra heimsóknir, ökuferðir eða göngu- ferðir sunnudeginum. Þau sjá allar leikhússýning- ar sem standa til boða og flestar myndlistarsýn- ingar. Bíóferðir eru hins vegar fátíðar. „En við förum mjög oft á tónleika. Tónlistarlíf er með miklum blóma á Isafirði og hingað koma oft ágæt- ir listamenn." Sunnudagssteikin á sínum stað „Við komum oftast seint heim á föstudögum en ef tími vinnst til reynuin við að elda góðan mat, það er að minnsta kosti stefnan," segja þau Guðrún Hrönn Kristinsdóttir innkaupastjóri og Magni Sigurhans- son framkvæmdastjóri, eigendur Álnabæjar. „Kvöldinu eyðum við heima, höfum ekki orku í að fara út nema að eitthvað standi til.“ Þau vinna bæði á laugardögum og eru ekki kom- in heim fyrr en á fimmta tímanum. „Þá förum við oft í bíó eða gerum eitthvað skemmtilegt. Á sumrin förum við oftast upp í sumarbústað.“ Helgunum er ekki eytt í þrif, um þau sér Guðrún á föstudagsmorgnum. Á laugardagskvöldum er eitt- hvað gott haft í matinn, hvort heldur það er kjöt eða fískur, og stöku sinnum er vín drukkið með matnum. „Stundum förum við í heimsókn til vina eða kunningja eða sinnum barnabörnunum, sem er heilmikið verk! Það er kannski helst þá sem pítsa og pasta eru á borðum." Ef þau fara í leikhús er það oftast gert um helgar. „Við viljum síður sitja yf- ir sjónvarpinu eða lesa um helgar. Frekar að vera aðeins út á við.“ Föst venja er sund á hveijum morgni. Magni mætir þá nokkru á undan Guðrúnu og þau synda hvort með sínum hópi. „Annars værum við saman allan sólarhringinn"! Morgunblaðið/Jim Smart MAGNI Sigurhansson og Guðrún Hrönn Kristinsdótt- ir. „Við viljum síður sitja yfir sjónvarpinu um helgar.“ Þau fara oft í kirkju á sunnudögum en sjaldnast í sömu kirkjuna. Eftir hádegi þurfa þau stundum að sinna aðeins verslunarrekstrinum en að öðru leyti er þeim dögum oftast eytt með tjölskyldunni. Sunnudagssteikin er á sínum stað um fimm eða sex- leytið, aðalmáltíð vikunnar, og þá koma börnin gjarnan í mat. á lofti á laugardögum eða eyddu eftirmiðdeginum í íþróttir, gerðu sér ýmislegt til ánægju. Unga fólk- ið fór á flakk, í heimsókn til for- eldra, kíkti í búðir eða fór „á bóka- kaffi“. Fimm sinnum var sú afþrey- ing nefnd. Aðallega var það fólk á þrítugsaldri sem hafði áhuga á bókum og kaffi, en mæðgur á fer- tugs- og sextugsaldri höfðu það reyndar líka fyrir sið að fara sam- an eftir hádegi á laugardögum til að kíkja á bækur og blöð yfir kaffi- bolla. Fólk á aldrinum 35-50 ára sem var með börn og unglinga fór afar sjaldan á kaffihús. Sá hópur lagði mesta áherslu á að slappa af um helgar. „Við erum ekki að gera neitt sérstakt, fjölskyldan er bara sam- an.“ Sumir kíktu á ættingja, „förum oft tO mömmu“, og enn aðrir þurftu að aka börnum sínum á íþróttaæf- ingar eða í tónlistartíma. „Maður situr orðið í bflnum meira eða minna alla laugardaga og bíður,“ sagði einn pabbinn. Það sem er helst á dagskrá á laugardögum hjá fólki yfir fimm- tugt var flakk í formi göngu- eða ökuferða, heimsóknir, „förum oft til mömmu“, gæsla bamabarna, golf, félagsstörf og fimmbíó. Sumir horfðu á myndbandsefni sem þeir höfðu sofnað út frá á föstudags- kvöldum. Fólk með böm var oftast heima á laugardagskvöldum þegar ekkert sérstakt stóð tfl. „Kók, popp, nammi og spóla“ var reglan. Það var misjafnt hvað „hinir frjálsu" fimmtugu og eldri gerðu á laugardagskvöldum. Sumir vora af- ar heimakærir, horfðu á sjónvarp, fiktuðu við tölvuna, hlustuðu á tón- list og lásu blöðin, en aðrir höfðu fullt í fangi með að sinna sam- kvæmislífinu. Laugardagssteikin Eftir nokkur ár mun sunnudags- steikin hefðbundna líklega heyra sögunni til. Unga fólkið var undan- tekningalaust með sparimáltíðina á laugardagskvöldum. Á sjö heimilum af tuttugu hélt sunnudagssteikin þó velli. Tvær fjölskyldur héldu þeim gamla sið að hafa hana í hádeginu, en hinar voru oftast með steikina mflli klukkan fimm og sex. Og sauð- fjárbændur geta andað léttar, lamb- ið var vinsælast. I stuttu máli var fólk á aldrinum 20-35 ára oftast með kjúkling, svín eða lamb í matinn, en nefndi líka humar og austurlenska rétti. Flestir sögðust drekka bjór eða léttvín með. Hjá fólki á aldrinum 35-50 ára, sem var með flest börnin, var besta máltíð vikunnar ýmist á laugardegi eða sunnudegi. Þrjár fjölskyldur vora með sunnudagssteik, tvær fjöl- skyldur með sparimatinn ýmist á laugardögum eða sunnudögum, og tvær fjölskyldur héldu sig við laug- ardagana. Oftast voru lambakjöt og kjúklingar í matinn, en einnig nauta- kjöt og fiskur. Tvær fjölskyldur drakku stundum léttvín með matn- um en aðrar sögðust aðeins drekka vín með mat þegar gestir væru. Fimmtugir og eldri héldu sig ílestfl- við sunnudagssteikina, lambakjöt, kjúklinga eða svínakjöt, og fengu þá oft börnin í mat. En það segir þó ekki alla söguna, því nær allir höfðu eitthvað gott í mat- inn á laugardagskvöldum líka, „hendum einhverju góðu á grillið eða prófum nýjan fiskrétt", og drakku þá léttvín með, í flestum til- vikum rauðvín. Nýir siðir Afþreying á sunnudögum var svipuð þeirri á laugardögum en þó virtust sunnudagamir hafa rólegra yfirbragð. Menn héldu sínu striki og heimsóttu ættingja, en margir eyddu deginum í blaða- og bókalest- ur, hlustuðu á útvarp og fengu sér eftirmiðdagsblund. Fjórar fjöl- skyldur nefndu kirkjuferðir á sunnudögum. Þegar spurt var um leikhúsferðir, kvikmyndasýningar, tónleika og myndlistarsýningar, höfðu kvik- myndir tvímælalaust vinninginn. Leikhús var oft nefnt, en þangað fóra menn miklu sjaldnar. Tvær fjöl- skyldur fóra oft á myndlistarsýning- ar, en aðeins ein fjölskylda sótti tón- leika. Hins vegar hlustuðu margir á tónlist heima hjá sér alla helgina. Þegar á allt er litið hafa sunnu- dagar lítið breyst ef frá er talin mál- tíðin. Það þótti víst ekki fínt að borða afganga á sunnudögum hér áður fyiT en nú er það gert á mörg- um heimflum. Afþreyingin er svip- uð, heimsóknir, bíó, bókalestur og kannski „kría“ í eftirmiðdaginn. En þó má sjá lífshætti sem tíðk- uðust ekki fyrir tveim tfl þrem ára- tugum. Islendingar hafa margir tileinkað sér siði annarra þjóða. Hvað matar- gerð pg máltíðir snertir er ítalskur matur nú algengur á borðum, grill- aður matur, fiskréttir ættaðir að ut- an, og svo drekka menn gjarnan léttvín með góðum mat eins og út- lendingamir. Almenn íþróttaiðkun var ekki al- geng áður fyrr, þeir vora skrýtnir sem fóru í langar gönguferðir, en hefur nú aukist þótt aðeins helm- ingur þjóðarinnar hafi áhuga á að hreyfa sig. Auknar hjólreiðar meðal fullorðinna eru mest áberandi í því sambandi og eflaust sóttar að utan. Það nýjasta sem Islendingar virð- ast hafa tekið upp eftir öðrum þjóð- um er að fara „á bókakaffi“ úm helgar. Ef að líkum lætur mun bóka- og kaffiþjóðin mikla varla eiga í vandræðum með að tfleinka sér þann sið og festa í sessi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.