Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 19 KALDIR DAGAR íALASKA ERLEMDAR RÆKUR S [i c n n ii sa <>u BLÓÐVELLIR „KILLING GROUNDS" eftir Dana Stabenow. Berkley Fict- ion 1999. 244 síður. DANA Stabenow er spennu- sagnahöfundur sem býr í Anchorage í Alaska og skrifar sakamálasögur um Kate nokkra Shugak, fyrrum starfsmann hjá saksóknaranum í höfuðstaðnum, sem flutt hefur aftur til sinnar heimabyggðar í norðurhéruðum Alaska þar sem hún hefur enn not fyrir reynslu sína af glæparann- sóknum. Stabenow hefur skrifað sýnist mér átta bækur um Kate Shugak. Þær bera allar heiti sem gefa vísbendingu um forvitnilegt sögusviðið. Sú fyrsta hét Kaldur dagur fyrir morð og eftir hana kom Banvæn þíða. Nýjasta sagan um Shugak heitir Blóðvellir eða „Killing Grounds" og kom hún ný- lega út hjá Berkley útgáfunni og er snoturlega samin en langdreg- in lítil morðsaga. Kate Shugak Blóðvellir gerist í litlu sjávar- þorpi við Alaskaflóann. Shugak hefur fengið vinnu á litlum bát sem heitir Freyja og er bara nokkuð fengsæll. Annar bátur heitir Ásgarður en að öðru leyti kemur ásatrúin ekki við sögu. Shugak er áhugaverð persóna. Hún er kona á fertugsaldri, ógift og bamlaus. Hún á þrjár ákaflega dularfullar gamlar frænkur skammt frá sjávarþorpinu og berst fyrir því að þær ásamt íbú- unum á svæðinu fái að veiða sinn fisk, mest lax, í friði fyrir sport- veiðimönnum á vegum ferðaiðnað- arins og óskiljanlegum reglugerð- um um fiskveiðar. Hún er nátt- úruvemdarsinni og ann mjög því ómengaða og fagra umhverfi sem hún er fædd í en þekkir vel hvern- ig gengið hefur verið um landið hennar á Jiðnum ámm af náma- fyrirtækjum og skyndigróða- mönnum. Sjálf morðsagan hefst ekki fyrr en komið er inn í miðja bók. Þannig fer hún mjög hægt af stað og það er fátt spennandi sem ger- ist fyrr en eftir eins og hundrað blaðsíður. Dana Stabenow gefur sér afar góðan og kannski alltof góðan tíma til þess að lýsa um- hverfi og persónum sögunnar og reynir að draga upp litríka mynd af bæði aðfluttum trillukörlum og sérkennilegum frumbyggjum. Einn þeirra heitir Skítandi máfur vegna furðulegrar óheppni og er í alveg sérstöku sambandi við geimverur. Annar heitir Cal Meany. Hann er hrotti mikill og leiðindaskarfur og þegar hann finnst myrtur einn daginn er varla til sá maður á öllu svæðinu sem ekki hefur haft ástæðu til þess að senda hann í Edens fína rann. Góðlátleg gamansemi Kate Shugak fer á stúfana ásamt vini sínum úr lögreglunni í Anchorage og saman reyna þau að leysa morðmálið. Dana Staben- ow tekst ágætlega að draga upp mynd af litlu sjávarþorpi og íbú- um þess þar sem allir vita allt um alla og saga hennar, fyrir utan að vera morðsaga, er heilmikil trillukarlasaga sögð með hæfileg- um skammti af góðlátlegri gam- ansemi. Hún er líka saga um hér- aðið og aðstæður frumbyggjanna og að því leyti athyglisverð lesn- ing. Stabenow virðist þekkja vel til landsins og fólksins og gerir heilmikið úr sögusviði sínu. Hins vegar verður sjálf saka- málasagan aldrei verulega spenn- andi heldur virkar hún eins og viðhengi eða aukaatriði. Það er ágætt að hafa hana þarna en hún skiptir í raun engu meginmáli. Er það í samræmi við lausn gátunnar sem virkar fumkennd og getur varla talist sérlega frumleg. Fyrir þá sem vilja hæfilega spaugsama sögu um fólk í litlu og lokuðu samfélagi í Alaska er óhætt að mæla með Blóðvöllum. Þeir sem vilja safaríka og spenn- andi sakamálasögu verða að leita eitthvað annað. Arnaldur Indriðason ^ Einn ~ með öllu til sölu Álbíllinn Audi A8 Quattro Silfurgrá ályfirbygging, nýskr. 23.01.1996, ekinn 47.000 km. TipTronic sjálfskipting, spólvörn, tölvustýrðar k sportbremsur, rafstillt sæti, aksturstölva, jjfct 16“ og 17“ Audi álfelgur með dekkjum.^B ^^299 hestöfl, innfluttur nýr af umboði.J^W|^^^H .Bfl . Upplýsingar gefur Ambjörn M ** I I l ® í síma 57 S 1232. Grjóthálsi 1 Sími 575 1230 Gleymdu símanúmerinu. Segðu bara nafnið á viðkomandi og BeoCom 9800 hringir sjálfkrafa í þann sem þú vilt tala við. BeoCom 9800 kemur þér strax í samband við þá sem þú þarft að ná í. BANG & OLUFSEN Síöumúla 21 Sími 581 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.