Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 53^ Úr dagbók lögreglunar 23. til26.júlí 1999 Innbrot, brunar og árekstrar meðal verkefna * MIKILL erill var hjá lögreglu um helgina og bókanir í dagbók voru um 600. 20 ökumenn voru grunað- ir um ölvun við akstur og nokkuð bar á innbrotum auk þess sem lög- reglan sinnti útköllum vegna um- ferðarslysa og bruna. Aðfaranótt laugardags var fátt fólk á ferðinni í miðborginni enda stutt til verslunarmannahelgar. Eftir kl. 3 mynduðust smábiðraðir við veitingastaði sem höfðu opið áfram en þær voru horfnar um hálftíma síðar. Erfitt er að full- yrða að þessi nótt hafi verið eitt- hvað öðruvísi en aðrar nætur í miðborginni um helgar enda ástandið sveiflukennt. Ekki var hægt að merkja neina breytingu á útköllum í heimahús. Aðfaranótt sunnudags var talið að um 1.500 manns væru í miðborginni þegar flest var milli kl. 3 og 5. Olvun var miðlungi mikil og ástandið þokka- legt. Fimm manns voru handtekn- ir vegna ýmissa mála en unglingar undir 16 ára aldri voru ekki áber- andi. 59 teknir fyrir of hraðan akstur Mikil umferð var í nágrenni borgarinnar um helgina en öku- hraði var yfirleitt hóflegur. Þó voru 59 teknir fyrir of hraðan akstur og 20 grunaðir um ölvun við akstur. Fimm bíla árekstur var í Armúla um hádegi á föstudag. Tveir far- þegar voru fluttir á slysadeild, ann- ar beinbrotinn en hinn með skrám- ur. Bifreið var ekið utan í ljósa- staur á Sæbraut á föstudagskvöld en bifreiðin hafnaði síðan á vegg Seðlabankans. Meiðsli ökumanns og farþega voru minni háttar en báðir voru í bflbeltum. Árekstur var á Suðurlandsvegi/Breiðholts- braut síðdegis á laugardag. Tveir voru fluttir á slysadefld en meiðsli þein’a voru ekká talin alvarleg. Grunaður um ölvun og bflstuld Aðfaranótt sunnudags veittu lög- reglumenn athygli bifreið sem ekið var hratt um Skálholtsstíg. Öku- maður flúði úr bifreiðinni við Dóm- kirkjuna en var handtekinn stuttu síðar. Hann var grunaður um ölvun og að hafa stolið bifreiðinni en einnig um aðild að innbrotum í 15 bifreiðar í Þingholtunum. Að kröfu lögreglu var hinn grunaði úrskurð- aður í viku gæsluvarðhald á sunnu- dag. Bifreið var ekið á ljósastaur við Lokinhamra/Gerðhamra síðdegis á sunnudag. Ökumaður flúði af vett- vangi en var handtekinn í nágrenn- inu stuttu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Karlmaður datt á gangstétt í Sörlaskjóli á laugardag. Hann hlaut skurð á höfuð og var fluttur á slysadeild. Þá var karlmaður flutt- ur á slysadefld á sunnudagsmorg- un talsvert slasaður eftir átök í heimahúsi í austurborginni. Árás- armaðurinn var handtekinn. Kviknaði í út frá grilli Eldur kviknaði í verkfæraskúr í bakgarði í vesturbænum þar sem verið var að grilla á laugardag. Skúrinn brann en slökkvilið slökkti eldinn. Verkfæri í skúrn- um eru ónýt og smávegis skemmdir urðu á húsinu. Kveikt var í dagblöðum í biðskýli SVR við Lóuhóla á sunnudagskvöld og urðu smávægilegar skemmdir á skýlinu. Nokkru síðar hafði aftur verið reynt að kveikja í skýlinu. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um eld í grilli í Hamrahverfi. Eig- andinn hafði ætlað að slökkva á grillinu að lokinni matreiðslu en farið takkavillt svo að gasslanga losnaði frá. Eigandinn slökkti eld- inn sjálfur. Þá kviknaði í koddum og dýnum á Elliheimilinu Grund út frá kodda sem lá upp við heitan lampa. Tvær konur voru fluttar á slysadeild vegna reykeitrunar. Lögregla stöðvaði bifreið á föstudag og fann í henni muni sem taldir eru þýfi. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ fyrir hádegi á föstudag. Þaðan var stolið sjón- varpi, myndbandstæki og fleiru. Síðdegis var farið inn í íbúð í Húsahverfi og stolið myndbands- tæki. Tilkynnt var um þjófnað á dýrum legsteini úr Gufuneskirkju- garði en steinninn hafði verið sett- ur upp sólarhring áður. Golfsetti sem var utandyra við íbúðarhús á Seltjarnarnesi var stolið á laugar- dagsmorgun. Vitni var að þjófnað- inum og fannst settið nokkru síð- ar. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í verslun við Laugaveg þaðan sem stolið var peningum og hljómflutningstækj- um. Þetta innbrot var upplýst síð- ar um daginn eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir í garði við Grettis- götu og fannst þýfi í garðinum. Á sunnudag var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Stjörnugróf, þaðan var stolið peningum. Einnig var þá tilkynnt um innbrot í einbýlis- hús í Rimahverfi þaðan sem stolið var tölvubúnaði, hljómflutnings- tækjum o.fl. Á sunnudag var maður hand- tekinn í söluturni í vesturbænum með stolið greiðslukort. Hann er grunaður um úttektir með kortinu í nokkrum verslunum. Hljómleikar haldnir í leyfisleysi Tilkynnt var um hljómleika í porti við Laugaveg á laugardags- kvöld. Ekki var leyfi fyrir hljóm- leikunum og var forsvarsmönnum sagt að stöðva þá. Þeir þráuðust við og var þá fengið aukið lögreglu- lið á staðinn, hljómleikamir stöðv- aðir og öllum vísað á brott. Þama voru fjórar hljómsveitir að spila en áheyrendur um eitt hundrað og gekk greiðlega að fá fólk til að fara. Lögreglan tók loftbyssu af 12 ára dreng um helgina. Því skal enn beint til foreldra að hafa eftirlit með því að börn séu ekki með svona skotfæri sem em ólögleg í höndum þeirra og hafa oft valdið slysum. Flutt á slysadeild í krampakasti Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um stúlku í krampakasti í íbúð í Hlíðunum. Stúlkan var flutt á slysadeild og var sögð hafa tekið inn e-töflu. I íbúðinni var sam- kvæmi og þurfti að vísa flestum út ,, vegna hávaða og ónæðis. Þá er vit- að um a.m.k 6-7 ungmenni sem hafa verið flutt á slysadeild á þessu ári vegna neyslu e-taflna. Það verð- ur ekki nægilega brýnt fyrir fólki hvað þetta fíkniefni er hættulegt. RAÐAUGLYSINGA NAUDUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Norðurgata 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Lyfting ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, föstudaginn 30. júlí 1999 kl. 10.00. Vestdalseyrarvegur 2,00—01, Seyðisfirði, þingl. eig. Vestdalsmjöl ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, föstudaginn 30. júlí 1999 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 26. júlí 1999. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur ÍKFÍ Aöalfundur íþróttakennarafélags íslands verð- ur haldinn í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi laugardagskvöldið 14. ágúst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn ÍKFÍ. I NTERN ATIONAL Burnham International á íslandi hf. býður til opins fundar þriðjudaginn 27. júlí nk. þar sem Peter S. Gregory, framkvæmdastjóri bandaríska verð- bréfafyrirtækisins Salomon Smith Barney, sem jafnframt er aðili að hinu velþekkta verðbréfafyrir- tæki Citigroup, mun ræða um alþjóðleg hluta- bréfaviðskipti. Fundurinn verður haldinn í Þingholti, Hótel Holti, og hefst klukkan 13.00. Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfír. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Burnham International í síma 510 1600 Burnham International á Islandi hf. - Engjateigi 9-105 Reykjavík Sími 510 1600 - Fax 588 0058 - Netfang burnham@burnham.is TIL SÖLU Jörð til sölu Til sölu Steinholt, Austur-Héraði, ca 3,5 km frá Egilsstöðum. Upplýsingar í símum 471 1486 og 895 9996. Ásta, Friðrik. Tina Turner... ...hefur notað heilsuvörurnar í rúm 20 ár. Spurningin er hvar í forgangsröðina setur þú heilsuna og líkamann þinn? Bónus og Hagkaup er ekki nóg. Lifum lengi og vel. Uppl. í síma 568 6685. Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ölfusdal, Hveragerði Bæjarstjórn auglýsir hér með tillögu að deili- skipulagi íþróttasvæðis í Ölfusdal, Hveragerði, samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997. Svæðið, sem deiliskipulagstillagan tekurtil, ertæplega 12,2 ha að flatarmáli. Ásvæðinu er m.a. gert ráð fyrir íþróttamannvirkjum, eins og knattspyrnuvöllum, grasæfingasvæði, frjálsíþróttaleikvangi og íþróttahúsi. Deiliskipulagstillagan verðurtil sýnis á bæjar- skrifstofunum í Hverahlíð 24frá og með mánu- deginum 5. júlí til þriðjudagsins 3. ágúst 1999. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna eigi síðar en þriðjudaginn 7. ágúst 1999. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar, Hverahlíð 24. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar. HÚSNÆÐI OSKAST Til leigu 200 fm 4ra svefnh. einbýli með garði í Þingholt- unum. Einungis langtímaleiga kemurtil greina. Tilboð, ásamt upplýsingum um lysthafendur, sendisttil afgreiðslu Mbl., merkt: „Þ — 8363", fyrir mánaðamót. AT VIIMIM U H Ú SIM ÆOI 3—4 rúmgóð skrifstofuherbergi til leigu á svæði 105. Aðgangur að fundarherb., kaffi- stofu, Ijósritun, faxi og símstöð innifalinn. Laus strax. Upplýsingar í síma 863 6323. STVRKIR Námsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóði Gyðu Maríasdóttur. Tilgangur sjóðsins er að veita vestfirskum konum námsstyrki. Sjóðurinn styrkir starfsemi á sviði menningar og lista. Ekki er skylt að veita styrki árlega. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1999. Umsóknir, ásamt námsvottorðum og upplýs- ingum um fyrirhugað nám, sendist til undir- ritaðra, sem veita nánari upplýsingar: Magdalena Sigurðardóttir, Seljaiandsvegi 38,400 ísafirði. Björn Teitsson, Framhaldsskóla Vestfjarða, 400 ísafirði. s G A KENNSLA Námskeið t .. LÍFÖNDUN" helgina 7. og 8. ágúst. • Jákvæðar breitingar. • Djúp slökun. • Sátt og gieði. Leiðbeinandi: Helga Sigurðard., hjúkrunarfræðingur Dilbert á Netinu mbl.is __ALL.TAf= EtTTHVAO fJYTT- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.